Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 10
HEIMSKONA MEÐ KOPARRAUTT HÁR EFTIR SÓLVEIGU KRISTÍNU EINARSDÓTTUR Rannveig Kristín Þorvarðardóttir var ein af dætrum Reyk ijavíkur á fyrstu áratugumn aldarinnar, starfaði um tíma í sendiráði íslands í Kaupmannahöfn, en bjó lengst af í Kaliforníu. Hún var f< águð og gáfuð heimskona sem skáldin dáðu. Halldór Kil jan Laxness orti til hennar Ijóð, hún var í vinfengi við Davíð Stefánsson og skrifaðist á við Kristján Albertsson, Æ Pálma Hannesson og marga i fleiri. DÆTUR Reykjavíkur um aldamótin - hverjar voru þær? Hvernig voru þær ldæddar? Við skulum líta í grein frú Rannveigar Sehmidt sem hún skrifar í Heimskringlu í apríl árið 1942. Nefnir hún greinina „Skotthúfan". Þar stendur: „frændkona mín í Winnipeg minntist á það í bréfi á dögunum að hann Indriði Einarsson hefði einu sinni kom- ist svo að orði að íslenskar konur gætu þakk- að það skotthúfunni hvað þær yfirleitt bæru sig vel og ég fór að hugsa um peysufötin og hvort hann hefði haft á réttu að standa gamli maðurinn. Bæru þær sig svo tiltakanlega vel íslensku konumar og var það skotthúfunni að þakka? Peysufótin urðu víst til, eins og einhver sagði vegna þess að það var ódýrara að hafa þjóðbúning, en að tolla í tískunni með útlenda búninginn. Þegar ég var að alast upp í Reykjavík var útlendi búningurinn að ryðja sér til rúms meðal yngri kvenna en eldri kyn- slóðin hélt enn tiyggð við peysufótin. Ég man, að margar ungu stúlkumar kvörtuðu sáran undan því, að eina tilbreytingin væri, að skipta um slipsi og svuntur. Þær vom að reyna að breyta til hárgreiðslunni undir skotthúfunni - og skrúfuðu upp hárið í háan kamb að framanverðu. Það var kallað „púllað hár“ og fór flestum illa. Stundum sást ekki í skotthúfuna fyrir „púlli“. Pilsið var klunna- legt og sýndi engan vöxt. Mér er í minni hvemig aumingja konumar vom í vandræð- um þegar þær þurftu að vaða gegnum snjó- skaflana á vetuma. Ekki var þá sjalið þægi- legt að drasla með litlar og hnubbóttar konur minntu helst á veltandi tunnur. þegar þær komu gangandi, dúðaðar í sjalinu og lítið skjól var í skotthúfunni, þegar hann var á norðan-. Aftur á móti sýndu peysufötin hvít- an háls og fagran barm, þau sýndu mikið hár- og þau skýldu líka þykkum öklum. Ég er heldur ekki frá því, þegar öllu er á botninn hvolft að skotthúfan hafi átt drjúgan þátt í, að margar íslenskar konur bám sig vel. Það gegnir furðu, hvað ég man eftir mörg- um fríðum og fongulegum konum í æsku minni heima. Já, þegar ég velti því fyrir mér, þá átti fjöldinn allur af eldri og yngri fríð- leikskonum heima í hverri einustu götu í Reykjavík og margar vom þær á peysufót- um. T.a.m. í Þingholtsstrætinu - en það var gatan mín - þar var hún frú Sigríður, kona Jóns Jenssonar háyfirdómara, hin fríðasta kona á peysufötunum sínum og hinum megin við götuna var hún frú Guðrún frá Gufunesi, annáluð fyrir fegurð sína. Hún frú Euphemia Waage, dóttir hans Indriða Einarssonar, ung og glæsileg kona og aldrei sá ég hana nema á íslenskum búningi- móðir hans Ásgeirs Ás- geirssonar, fyrrverandi ráðherra, hún frú Jensína. Það var nú falleg kona og bar sig skínandi vel. Hún frú Guðrún, móðir hennar Önnu Torfason og þeirra systkina, var hin föngulegasta kona, eða þá hún Ásta málari systir hans Magnúsar Árnasonar myndhöggvara og þeirra bræðra, sú var nú ekki ómyndarleg. Svo * var þar móðir hennar frú Aslaug- ar, núverandi biskupsfrúar, hin fríðasta kona og hún Áslaug sjálf ung og sæt á peysufötunum sínum. Og aðrar ungar stúlkur í Þingholts- strætinu, hún Sigga Ásbjöms sem síð- ar giftist honum Sigurjóni Péturssyni á Álafossi og hún Ranka, dóttir hans Þor- steins fiskimatsmanns- báðar fríðleiks- stúlkur og alltaf í peysufötum. Hún Bennie Lámsdóttir, sem varð konan hans Magnúsar Jónssonar prófessors, átti líka heima í stræt- inu - og hvað hún var indæl hún Bennie með skotthúfuna á ljósgulum lokkunum. Og ekki má ég gleyma henni Gunnu Jóns Þórðarson- ar kaupmanns, sem var ein af fallegustu stúlkunum í Reykjavík- skúfurinn á skotthúf- unni hennar Gunnu var alltaf á ferð og flugi, því hún var svo spilandi af fjöri og lífsgleði. Og þetta var bara Þingholtsstrætið, kelli mín fríðleikskvendi í hverju húsi.“ Og Rannveig heldur för sinni áfram um Reykjavík: „og á hverju götuhorni gægjast fram konur með skotthúfur“, á Laugavegin- um, Skólavörðustígnum, í Bergstaðastræt- inu, á Bókhlöðustígnum, í Miðstræti, Veltu- sundi, Suðurgötunni að ógleymdum Vestur- bænum - það sópar að þessum kvennaskara. Og þá gáfu norðlensku konumar Reykjavík- urkonunum ekki neitt eftir. Nefnir Rannveig sérstaklega hana frú Björgu, konu Kristjáns kaupmanns á Sauðárkróki, myndarlegri konu var ekki hægt að hugsa sér, framkoma henn- ar var svo sköruleg og frjálsleg, að ég man, að mér datt í hug einu sinni, þegar ég talaði við hana, að þessi kona, sem mér vitanlega aldrei fór utan, myndi hvar í heiminum sem var hafa verið álitin heimskona. En af öllum konum bar hún frú María, móðir hans Matt- híasar Einarssonar læknis. Ég sá hana að- eins einu sinni þegar ég var krakki- en svo var hún fögur og framkoma hennar drottn- ingarleg að það varð mér ógleymanlegt. Nú hefi ég talið upp margar fríðleikskonur á peysufötum - þær standa mér svo greini- lega fyrir hugskotssjónum, þótt árin séu mörg síðan ég sá þær. Eitthvað hafa þær haft til að bera, að þær hafa fest sig svo í minninu. Sjálfsagt hefðu allar þessar konur verið fríð- ar í hvaða búningi sem var. Kannski má svo að orði komast að þær voru fallegar, þrátt fyrir peysufótin. En hvemig vék því eiginlega við að kon- umar gerðu ekki uppreisn gegn peysufotun- um? Ekki gat þeim þótt búningurinn falleg- ur. í óveðrunum og byljunum heima fengu þær að kenna á, að peysufótin voru ekki þægileg. Var það vegna fátæktar að þær tóku ekki upp útlenda búninginn? Var það ætt- jarðarástin og tryggðin við gamlar venjur? Það er efamál því íslenski búningurinn var tiltölulega nýr af nálinni. En svo dettur mér allt í einu í hug að hún mamma sigldi þrisvar sinnum til útlanda og hún skipti aldrei um RANNVEIG Kristín Þorvarðardóttir. Myndin er tekin 1928 og Rannveig er hér klædd samkvæmt tízku þess tíma. hefði svo fallega fætur. Sem bam sat ég á stól og starði á þessa glæsilegu konu. Eink- um fætuma þótt ég skildi alls ekki hvers vegna þeir skiptu svo miklu máli. Mér þótti hún öll falleg. Hún var vön að hafa túrban yf- ir koparrauðu hárinu, annað eins hafði ég aldrei séð á Njálsgötunni. Ég man að hún kenndi mér að segja „Empire state building", kvað það vera hæstu byggingu heims. Að auki kvaðst hún geta tínt appelsínur af trján- um bara ef hún teygði höndina út um gluggann á húsinu sínu. Því gleymdi ég aldrei því þá feng- ust ekki einu sinni appelsínur í Kiddabúð. Á leið írá Kleifarvatni árið 1948 bað hún okkur farþegana um að syngja „Nú andar suðrið“. Það var eftir- lætislagið hennar. Fegursta ljóð sem ort hefði verið á íslenska tungu. Og faðir minn, Einar Olgeirsson, og ég sungum eins vel og við gátum þótt laglaus væram. Textann kunn- um við þó hnökralaust. Mamma lést halda fyrir eyran en hún Agga systir hallaði sér aftur á bak og drakk í sig hvert orð. íslensk tunga var hennar hjartans mál. Þær voru fjórar systurnar, Rannveig, María, Ágústa og Sigríð- ur (móðir mín). Rannveig var eftir- læti föður síns, Þorvarðar Þorvarðar- sonar, prentsmiðjustjóra, stofnanda og fyrsta formanns Leikfélags Reykjavíkur. Móðir hennar var Sigríður Jónsdóttir frá Skálholtskoti. Velgjörðarmaður kostaði Rannveigu til náms í Verslunarskólanum í Reykjavík og hún lærði að spila á píanó hjá Haraldi Sigurðssyni. Þingholtin vora æsku- stöðvarnar. Stefanía Guðmundsdóttir og aðr- ir leikarar Iðnó vinir og félagar. Að loknu námi kenndi Rannveig vélritun í tvö ár við Verslunarskólann og lék á píanó í Gamla bíó á kvöldin þótt hún segðist sjálf vera versti píanóleikari sem sögur færa af. Um tvítugt sigldi hún til Hafnar til náms á VINAFUNDUR í Kaliforníu. Halldór Laxness og Rannveig 1927 eða ‘28. búning hún var alltaf í peysufótunum sínum. Og þá veit ég allt í einu hvernig á því stóð, að íslenskar konur voru svo tryggar við búning- inn. Þeim þótti vænt um peysufótin sín."1 Hún var sjálf ein þessara glæsilegu kvenna í smábænum Reykjavík um aldamótin - hún Rannveig Kristín Þorvarðardóttir, kölluð Agga, fædd 10. febrúar 1892. Hún mamma sagði alltaf að Agga systir verslunarskóla en yndi hennar var að læra tungumál. Og Hafnarárin hverfa ú» i húmið ... Ævintýri lífsins hefjast. Rannveig heillast af Borginni við Sundið. Hún réðst til starfa hjá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn sem ritari. Starfaði þar undir handleiðslu 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.