Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 23
gáfu Sigurðar Nordals á Ijóð- um Stephans G. Stephanssonar, er Mál og menning gaf út á sínum tíma. Andúð mín á naz- ismanum varð hyldjúp við að kynnast honum í Þýzkalandi fyrir heimsstyrjöldina síðari, þótt ég annars meti þýzku þjóðina mjög mikils og harmi örlög hennar, að hún skyldi ekki finna í tæka tíð aðra leið út úr öngþveiti mi'llistríðsáranna og verða öfgastefnum kommún- isma fyrst og nazismans síðar að bráð.“ „Viltu skilgreina nánar blekkingu nazismans?“ „Ég gæti að nokkru tekið undir með hinum heims- kunna guðfrœðingi Karl Barth, er hann á að hafa sagt, að kommúmsminn vaeri kristin villukenning, en nazisminn gjörheiðin. Hvað nazismann snertir hafði hann norræn menningarverðmæti að yfir- varpi einu, en neitaði krafti þeirrar menningar svo gjör- heiðin sem sú stefna var og raunar plægður akurinn blóð- ugum arði styrjalda og ann- arra öfgastefna, er nazisminn lærði baráttuaðferðir af, en hagnýtti sér, hve afvega þær höfðu leitt fólk frá mannleika, siðgæði og guðstrú. Viðkvæmi fyrir þjóðernisjitefnum fer oft út í öfgar, smbr. það þegar Bertrand Russel teOiur Rouss- eau forvígismann nazismans". Séra Eiríkur kvað hið guð- lega og maninlega, sem spyrj- andi hefði vikið að, ekki þær andstæður, er margir vildu vera láta, „og virðist sjálfur höfuðspámaður þeirrar arid- stæðu Karl Barth hafa brúað það djúp að nokkru í síðustu verkum sínum.“ Til frekari skýringar bætti hann því við, að Grundtvig og Karl Barth væru ekki þær and stæður, sem virðast mætti án nánari kynna. Karl Barth lýk- ur mesta trúfræðiriti allra tima, dogmatik sinni, á tilvitn- un í Rómverjalbréfið 12.12. að við séum glaðiir í voninni. Persónulegur þroski „Hver er þungamiðjan í stefnu ungmennafélaganna?“ „Persónulegur þroski er stefnuskráratriði ungmennafé- lagshreyfingarinnar. Það skal játað, að þroskahugtakið í sam- bandi við einstaklinginn getur leitt til ofurmennskudýrkunar í andstöðu við trúna. Sama er að segja um frelsishugsjón 19. aldar manna, sem svo mjög gætti hér á landi í byrjun þess- arar aldar og aldamótakynslóð- in mótaðist mjög af. Einnig hún gat virzt andstæð kirkju og trú. Sem gamall tungumálkennari staðnæmist ég oft við einstök orð og uppruna þeirra. Orðið trú er á erlendum málum religi- on, greinir menn að vísu á um frummerkingu þessa orðs, en kunn er skilgreining Ágústín- usar, að orðið sé dregið af latn- esku sögninni religo, sem þýð- ir að tengja eða binda að nýju. Frelsisuninandi maður og hug- sjóna er raunar bundinn og á valdi hugsjóna sinna og draum- sýna. Ein elzta merking orðs- ins religio er líf bundið heiti, svo sem munkalífi“. Séra Eiríkur heldur áfram: „Kristindómurinn er orðinn ti'l á hugsjónatímum og þannig hlýtur trúin að eiga sér ræt- ur, þar sem eftirvænting ríkir og sálræn verðmætl eru mtJnn- um hugleikin, ofar efnisgæð- um og hversdagslegu lífi. Benda má á, að t.d. þótt Gyð- ingar og kristnir menn eigi ekki í öllu samleið í trúarefn- um og guðsríkið sé Gyðingum enn hugsjón en fyrir kristnum mönnum staðreynd í Jesú Kristi, er Gyðingdómurinn þó jarðvegurirun.“ „Stangast kristin viðfhorf ekki á við ýmsa veraldlega um- sýslu, sem fylgja ungmennafé- lagsstörfum?" „Þar er ekki annaðhvort eða að ræða, heldur bæði og. Grundtvig, sem vitnað hefur verið ti'l áður og enn er mönn- um í rikum mæli boðberi tíma- bærra sanninda taldi norræn lífsviðhorf, er fram koma í bók- menntum okkar, áfangastað á leiðinni til vegarenda.“ „Hvernig aðstöðu hefur þú vegna skiptra áhugamála þinna til þess að sinna hlutverki þínu sem leiðtogi ungmennafélaga?“ „U ngmennafélagshreyf ingin vann mikinn sigur með íþrótta- lögunum 1930. Þá hófust lands- mótin á nýjan leik, sem hafa haft mik'la þýðingu fyrir æsku- lýðsstarf úti á landsbyggðimni, sérstak'lega iþróttalega. Mörg viðfangsefnin kalla að. Árin eftir síðari heimsstyrjöldina einkenndust af nokkurri þreytu, hvað hugsjónalegt starf snerti meðal ungs fólks. Þjóð- ernismál biðu og skipbrot, þar sem nazisminn var, er spillti fyrir þjóðlegum áhuga. Nú sýna þjóðernisstefnur þrótt á nýjan 'leik og sérfróðir menn um æskulýðsmál telja, að upp- reisn skólaæsku ýmissa landa eigi að verulegu leyti rætur að rekja til hugsjónalegs sveltis, þar sem sérfræði vísindanna út rými um of þjónustunni, fé- lagslegri þörf æskunnar og að hún fái tækifæri til að keppa að persónulegum þroska sín- um. Nýr baráttutími fer því í hönd með auknum möguleikum samhliða kröfum tímans, er kalla á nýja menn sígildra hugsjóna í búningi við hæfi nýrrar kynslóðar". „Hvað um framtíð ungmenna- félagshreyfingarinnar? „Ungmennafélögin eru til orð in mörg á erfiðleikatímum, hvað ytri hag þjóðarinnar snertir, þótt menn væru þá bjartsýnir, og enn er þörf bjartsýnna bar- áttumanna, ungra og ótrauðra til að fást við þjóðarvanda sem leystur verður, ekki einungis með efnahagsráðstöfunum, held ur vorhug, smbr. erindi Stein- gríms Thorsteinsson, er valin voru sem einkunnarorð söngva handa ungmennafélögum ís- lands, er prentaðir voru í Prent smiðju Suðuflands, Eyrar- bakka, árið áður en ég fædd- ist: Upp á við til himins horfðu hátt er merkið sett Eftir þekking stefn og stunda styð svo frelsið rétt. Annars lánast ei þitt nýja endurreisnarverk. Fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk. Bækurnar Þjóðgarðsvörður á veglegt einka-bókasafn. Hann er kvænt ur frú Kristínu Jónsdóttur úr Dýrafirði og hafa þau eignazt eflefu börn, sem er andlegur auður út af fyrir sig eins og þessar mörgu bækur. „Þú átt fleiri bækur og börn en almennt tíðkast — er það líka tengt hugsjónum? „Þegar ég gerðist kennari á Núpi var ég vanbúinn að kenna hinar sundurleitustu námsgreinar. Þessi kennsla kostaði mig mikið nám og um leið bókakost — ekki sízt bók- menntakennslan. Leiksýningar voru fyrirferðarmikill liður í féiagslífi skólans sem og bók- menntakynning þar. Þanndg er bókasafn mitt til orðið, og þetta upphaf þess setur svip sinn á það, svo að það er að litlu leyti sambærilegt við bókasöfn Þorsteins Dalasýslumanns, Da- víðs ská'lds frá Fagraskógi, Þor steins M. Jónssonar og Þor- steins Jósepssonar, svo að dæmi séu nefnd, söfn, sem geyma ó- grynni þjóðardýrgripa. Hfefur varla verið unnið unnið drengi- legra menningarverk en er Sigurbjörn Einarsson biskup fékk Þorsteins-safni komið fyrir í Skálholti með hinum ó- viðjafnanlegu Skálholtsbókum þess“. „Þú gerir litið úr bókasöfn- un þinni — en heimtar ekki þessi bókasöfnunarhneigð æ meiri útrás?‘ „Persónulega taldi ég ófor- svaranlegt að hafa eignazt svo margt bóka sem raun var á orðin án þess að þær hefðu einnig nokkurt fjármunalegt gildi, er ég væri allur. Varð Helgi Tryggvason bókbindari mér ómetanileg hjálparhella að eignast heillega bókaflokka, einkum í þjóðlegum íslenzkum fræðum. Söfnunarhneigð er ekki kjarni þessa máls. í starfi mínu sem kennari og félags- og forystumaður hef ég viljað'leita að þjóðlegum sígildum grund- velli og hafa bækumar reynzt mér ómissandi í þeirri viðleitni sem og að sjálfsögðu gott fólk og þá einkum unglingar". „Hefur bókasafn þitt þýð- ingu fyrir þig sem sálræn menntunarleg eign eða öllu heldur gefa bækurnar þér ei- 'lífa snertingu við heimskúltúr, svo að þú staðnir ekki?“ „Jú, sú er grundvallarmein- ing bókaeignar minnar, en bók- in stendur og fellur með lífs- tjáningargildi sínu og verður að haldast í hendur bóklestur og lífræn tengsl við samtíðina, viðfangsefni hennar, kröfur“. PICASSO’S GUERNICA. Anth- ony Blunt. The Whidden Lect- ures for 1966. Oxford Universi- ty Press 1969. 25s. Árásin á Guernica var Pi- casso tilefni til þess að mála samnefnda mynd, sem er meðal frægustu mynda hans. í þessu kveri er rakin tilorðning mynd- arinnar og forsendur hennar í hugarheimi málarans, þar í tal- in áhrif úr goðafræði, heimspeki, bOlcmenntum og listaverkum nútíðar og fortíðar. Margar myndir fylgja til skýringar og Guernica að bókarlokum. Höf- undurinn er prófessor í lista- sögu við Lundúnaháskóla. Hann segir að málverkið sé eitt þeirra fáu, þar sem reynsla og tilraun- ir um árabil kristallist og taki á sig nýja mynd og merkingu. Málverkið sé í rauninni endur- fæðing málarans sjálfs til fyllri meðvitundar um sig og heim- inn. THE SEXUAL WILDERNESS. The Upheaval in Male-Female Relationship: the Breakuproof Traditional Morality: New Trends in Sexual Behaviour am- ong the Young. Vance Pacard. Longmans 1968. 36s. Bækur sem þessi eru öruggar sölubækur, hvort sem þær eru merkar eða ómerkar Þessi bók er eftir mann, sem hefur ritað nokkrar bækur varðandi ýmis konar neikvæði nútíma þjóðfé- lags, hann hefur einkar gott lag á að setja efnið þannig fram að flestir sem læsir eru eigi að því greiðan aðgang og megi hafa þar af nokkurra fræðslu um fyrir- brigðin. í þessari bók sinni birt- ir hann rannsóknir sínar á kyn- hegðun unglinga og háskólastú- denta í Bandaríkjunum, Bret- landi og fjórum öðrum löndum. Mikið af efninu er upptugga í nýmóðins umbúðum, með með- íyigjandi statistík og prósentu- sannleika. Þetta er Kinsley sál- ugi endurfæddur í svolítið öðr- um búningi og ofurlítið tak- markaðri. Tölfræðilegir kynórar verða þreytandi til lengdar. Höf- undur hættir sér ekki út í leit dýpri raka fyrir hegðun nútim- anna á þessu sviði og lætur sí- bernskt kjaftæði heimildarmanna og tölfræðilegar skrár nægja. Þetta er eitt þeirra hálf-fræði- rita, sem fjölgar með hverjum degi í bókabúðum og blaðaturn- um, og mun seljast 1 svipuðum mæli og lélegri klámrit. Enquire Within upon everything. Gorgi 1969. Rit þetta er talið hafa komið út í 123 útgáfum. Þetta er nokk- urskonar handbók húsmæðra og heimilisfeðra og hér er drepið á flest það, sem varðar heimilis- hald í nútíma þjóðfélagi og það sem talið er að hver maður og kona eigi að kunna einhver skil á Hér eru heilsufræðilegar ráðlegg- ingar, mannasiðir, hjálp í viðlög- um, garðyrkja, menntun, íþróttir, blómaskreyting, heimboð, listir, ferðalög og ótal margt annað í formi upplýsinga eða ráðlegginga. I þessari bók má auðveldlega finna hitt og þetta, sem ekki er alltaf auðvelt að finna. Westviking. The Ancient Norse in Greeniand and North America. Farley Mowat. Secker & War- burg 1966. 50/— Útgáfa Vínlandskortsins 1965 vakti nokkur skrif um landnám og ferðir norrænna manna til Græn- lands og Ameríku. Þegar Vínlands kortið kom út. hafði Farley Mowat gefið út bók sína „Westviking". sem var endurprentuð og gefin út af Secker & Warburg í London. Höfundurinn er Kanadamaður og hefur starfað á vegum Kanada- stjórnar að rannsókn á auðlindum landsins, allt þar til þess að hann gaf út bók sína um Ihalmiut Eski- móana. I þeirri bók lýsti hann lifn- aðarmáta þessa þjóðflokks, en sú lýsing varð ekki til þess að víð- frægja umhyggju Kanadastjórnar fyrir frumbyggjum landsins og hann varð að hverfa úr opinberri þjónustu. Síðan hefur hann stundað ritstörf og býr nú á Ný- fundnalandi. Höfundur ritar í þessari bók um ferðir norrænna manna til Græn- lands og meginlands Norður Ameriku. Mikið magn bóka hefur verið sett saman um þessar ferðir, og stemma þær allar að einum ósi, frumheimildum, sem settar voru saman hér á landi á miðöldum. Ritaðar heimildir um aðrar ferðir eru af mjög skornum skammti og margar þeirra hafa hingað til verið taldar hæpnar. Einnig ræðir höfundur ferðir ískra manna til þessara landa og hing- að til lands. Höfundur gerir sér heimsmynd frá þessum tímum, dregur saman oft hæpnar heim- ildir og reisir á þessum brotum frásögn um atburði og landkönn- un, sem engar öruggar heimildir eru um. Hann fantaserar um dvöl Kelta á Grænlandi, telur að þeir hafi leitað þangað á flótta undan norrænum mönnum á Islandi og fleira í þeim dúr. Niðurstöður höfundar um landkönnun irskra manna og búsetu eru mjög hæpn- ar og meðferð hans á heimildum helgast af þeirri niðurstöðu sem hann hefur ákveðið að stemma að. Aftur á móti er höfundur vel kunnugur landsháttum í norður- hluta Kanada og á Nýfundnalandi og einnig er hann fróður um siglingatækni og hafstrauma og sjólag undan þessum landsvæð- um. Bókin er fiörlega rituð, en hæpin sem fræðirit. Hngolagðor Hundrað krónur fyrir lík. Eftir fjögurra ára nám á læknaskólanum tókum við fyrri hluta prófsins, en síðari hlut- ann í janúar árið eftir. En svo var eftir að prófa í skurðlækn- ingum. Þetta dróst vegna þess að ekkert lík féllst til um þess- ar mundir .. . Loks var það 10. febr., að við fréttum að gömul kona hefði dáið í Firð- inum. Einn af okkur fjórmenn- ingunum, sem tókum próf, var Jónas Kristjánsson. Var hon- um nú falin framkvæmd í máli þessu. Fékk hann lánaðan hest og reið þegar um kvöldið suður í Hafnarfjörð, og hvort þeir nú ekkjumaðurinn og hann, þing- uðu um þetta lengur eða -skem- ur, þá varð það úr að Jónas kom með kerlinguna og galt fyrir hana 100 krónur, þótt hún væri stórgölluð, ölll þrút- in af bjúg og því miklu óhægra með greiningu vefja. Það gladdi okkur að geta nú lokið prófinu og borguðum fúslega sínar 25 krónurnar hver, en ég hygg að skólinn eða hið opin- bera hafi orðið að sjá um út- förina. (Ingólfur Gíslason.) Fékk þjónustu og andaðist síð- an. Mörg tíðindi urðu þá önnur. Hafði það verið um veturinn að veður mikil rauf víða hús og hey, en um vorið þann 9. dag maí, miðvikudaginn fyrir uppstigningardag, að snjóflóð tók af bæinn að Vatnsenda í Héðinsfirði, bóndann, Tómas Pétursson, konu hans og barn þeirra eitt hið yngsta, en vinnu konu varð náð út um baðstofu- glugga þrekaðri mjög. Var hún flutt ofan að Vík, fékk þjón- ustu og andaðist síðan, en hin eldri börnin voru í heytótt við bæinn og fengu grafið sig út sjálf. (Árbækur Espólíns 1705). 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.