Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 15
arans brutust fram tvö krlstals- tær tár“. H ér að framan hefur ver- ið leitazt við að lýsa að nokkru efnisvali og meðferð Fouqués, þeim heimi, sem lesendum hans er boðið til, og því andrúms- lofti, sem þar ríkir. Flestum finnst þetta vafalaust allt sam- an broslegt núna, og vissúlega mega menn brosa, en háðsglott á Fouqué ekki skiiið. Hann átti sér hugsjónir, sem hann barðist fyrir á sinn hátt af ein- lægni og frábærum dugnaði. Hanin hafði einnig veruleg áhrif á marga þá, sem við munum enn og virðum, þótt sjálfur sé hann löngu gleymdur og verk hans. En á öðrum áratug 19. aldar var hann einna mest lesinn allra þýzkra skálda. Frægð hans var því mikil, er hann var kjörinin heiðursmeðlimur Hins íslenzka bókmenntafélags 1820, en þá hafði hún einnig náð há- marki. Hinar þýzku, róman- tísku bókmenntir voru vel þekktar í Danmörku, og þangað sóttu dönsku skáldin Inge- mann, Haucli, Heiberg og Oehl- enschlaager hugmyndir og eld- móð, en í Kaupmannahöfn var helzta menntasetur íslendinga. Til þess aðeins að benda á, hve náið og lífrænt samband sumra okkar helztu skálda var við hin dönsku, skal hér tekið brot úr bréfi Jónasar Hall- grímssonar, er hann skrifaði frá Sórey, þar sem hann dvald- ist 1843—44: „ .. . eða ég geng til Hauchs eða Ingemanns að tala við þá til fróðleiks og skemmtunar. Mér er mikið þægi legt að vera boðinn og veltek- inn hjá þeim báðum, hvenær á degi sem vera skal.“ Georg Brandes telur Hoff- mann og Fouqué hafa haft mest áhrif á Ingemann! En svo vill til, að þegar ég var að kynna mér Hoffmann, sá ég einhvers staðar á það minnzt, að Oehlenscláger hefði komið í heimsókn til hans. í bréfum Oe- hlenschlagers, sem gefin voru út 1953, fann ég svo lýsingu á þeirri heimsókn í bréfi, sem hann ritar Christiane, konu sinni, tveim dögum síðar, 4. sept. 1817. Og þá kemur það í ljós, að það er Fouqué, sem hann hafði fyrst og fremst sam band við og kynnti þá Hoff- mann! Þar gefur að lesa: „í fyrradag kom Fouqué 70 km. leið til borgarinnar (Ber- línar) til að hitta mig. Hoff- mann bauð okkur heim til sín um kvöldið, og þar áttum við þrír sannkallað skáldakvöld. Fouqué er góðlátur og vin- gjarnlegur maður, hreinskilinn og skrafhreifinn. Af ritum hans má sjá, að hann hefur göfugt hjarta og auðugt hugmynda- flug. Gott hjarta og humynda- flug fer þó sjaldan saman. Hann er fagurfræðingur í orðs- ins beztu merkingu. Sögur hans tJndine, Ijion, Óþekkti sjúkl- ingurinn o.fl. eru prýðilegar. Að mínum dómi er hann bezt- ur í ævintýrum sínum. I ská'ld- ritum sínum skortir hann til- finningu fyrir hinni lifandi náttúru. Hann dreymir fallega um hugprýði, ást og fornöld. Það mætti óska sér meiri ger- hygli í verkum hans, og aðall- inn á þar helzt til mikinn hlut að máli. Hann er alls ekki mein yrtur, ádeilugjarn eða hæðinn. Lætur allt gott helta, elnnlg sumt sem er miðlungi gott. Dönsku kann hann mjög vel, og hann hefur lesið flestar bækur mínar upp á þýzku í leshringum sínum. Hann er ekki hár maður, allfeitlaginn, ljós- hærður með hrokkið hár.“ Síð- ar í bréfinu segir Oehlenschla- ger: „Einu sinni fór Fouqué að segja frá einhverju, og þá sett- ist Hoffmann við píanóið, lék undir frásögn Fouqués og út- listaði allt með tónum, hvort sem það var hrollvekjandi, ó- friðlegt, ástúðlegt eða grátlegt. Og þetta gerði Hoffmann alveg prýðilega. í gærkvöldi vorum við svo hjá herra Hitzi, en þar lenti Fouqué í löngum sam- ræðum við einhverja skáld- konu, sem vildi fá að vita, hvernig hann færi að því að skálda. Þetta ætlaði engan endi að taka, og mér leiddist það, því að ég missti alveg af hon- um fyrir bragðið. Þegar við kvöddumst, sýndi hann mér sverð sitt, sem á var letrað: Po.ur moi mon ame, mon coeur me Dame eða eitthvað svoleið- iðis. Ég varð að lofa að heim- sækja hann, en það getur varla neitt orðið úr því“. Nei, það var leitt, að Oehl- enschláger skyldi ekki heim- sækja þau Fouqué-hjónin í Nennhausen. Það hefði verið forvitnilegt að lesa bréf hans til konu sinnar um þá heim- sókn. Eitt verður óhjákvæmilega að leiðrétta hjá Oehlenchlág- er. Hann fer rangt með hina frönsku, riddaralegu áletrun á sverði Fouqués. Þar hefur ör- ugglega staðið hið forna ridd- araorðtak: A Dieu mon ame, Ma vie au Roi, Mon coeur aux Dames, L’honneur pour moi. Og það er þetta, sem Bjarni Thor- arensen á við í öðru erindi kvæðis síns til Fouqués: Lesa má á skildi í logarúnum: „Guði gef ég sál mína, en grami fjör mitt, hjartað hreinum frúvum, en sæmd mína eina sjálfum mér ég geymi.“ egar Fouqué hafði verið kjörinn heiðurlimur Hins ís- lenzka bókmenntafélags 1820, eins og nánar var skýrt frá í fyrri grein, kom hann stjórn þess á óvænt með því að senda falendingum í þakklætisskyni tvítuga drápu. Bjarni Thorar- ensen íslenzkaði þriðjung henn ar, en Steingrímur Thorsteins- son lauk við verkið árið 1905 og birti í heild í Skírni. í for- mála að kvæðinu segir Stein- grímur: „Það er auðséð á öllu, að ís- lendingum hefur þótt mikilsvert um þann sóma, er hið fræga þýzka skáld gerði landi og þjóð með ávarpi sínu, en sannarlega er það ekki of djúpt tekið í ár- inni að segja að „það virðist hardla snoturlega kveðið“. (Orðalag í íslenzkum sagna- blöðum 1821—22.) Kvæðið er ágæta fagurt, og ekkert skáld, nema ef vera skyldi Oehlen- schláger, í kvæðinu: „Island, herlige 0,“ hefur ávarpað ís- land jafnfagurt og sköruglega. Og það er oss dýrmætt enn í dag svo sem fyrsta kveðja frá Þýzkalandi, þaðan sem svo margt heilhugað góðvildarorð í vorn garð hefur komið síðan og borið þess ljósan vott, að Þjóðverjar skilja þjóðerni vort að fornu og nýju flestum þjóð- um betur og unna oss við hvert tækifæri sannmæ'lis." Kvæði Fouqués heitir: fs- land. Skáldkveðja. Fyrsta er- indið er þannig á þýzku: Hoch oben im herrlichen heldenberuhmten Nordland, — wie winkt herab ein weisses Wundergebild. Schneeige Schleier umschweben die Jungfrau, doch unter den Schleiern, da blitzen ihr Augen voll Glut. Menn taki eftir því, að Fou- qué leitast við að yrkja með stuðlum og höfuðstöfum. í þýð- ingu Bjarna Thorarensen er er- indið þannig: Hver er hin undramynd livít í norðri, bendir af bjargi ofan? Snjóslæðum sveipuð situr þar meyja, ■en undan snjófaldi brennur henni eldur af hrám. Og síðan segir Fouqué í 4. erindi: Sæmundur og Snorri, sjáendur fornaldar, innst í grárri fornöld er sjálfið nú sitjið, í bókum þegar fékk ég brot af kynning yðar, hversu glatt mér logaði löngun í hjarta! Síðar í kvæðinu minnist hann á sögu sína um Sigurð Fáfnisbana og framlag sitt til frægðar hans: (þýð. Steingr. Thorst.) Fomsaga konungs, frækinna kappa, Sigurðar saga mér brauzt frá hrifnu brjósti. Út streymdi máttug og til unaðs sama næm vakti hjörtu, þá um ver- öld barst. Varpað var að bragði verplum lífs míns, Norðurheims söngvara nefndu mig skáld. Svást þótt í suðrið sveimi ég á stundum, á ég í norðrinu arinn minn hinn rétta. Og þú fannkrýnda Fríða í freyðandi bylgjum, sem gnæfir með Heklu glóð í barmi, ísfold afskekkta, óðal fornlvetja, hvort barst þér mín kveðja með vindum um ver? Er þér grófuð og reistuð úr rústum upp um leið, þér fræðimenn íslands, þá minntust þér og mín, flughröðum vinmælum úr f jarlægð til mín beinduð, dáðsnjallir senduð mér drengilega kveðju. Með þökk býð ég yður hina ímunreyndu strengfimu hönd til staðgóðs vinakynnis. Kveðandi að fornaldar kvæðaháttum með fegins-óð þessum færi ég yður þakkir. Fouqué kunni greinilega að meta þennan sóma að vera kjör- inn heiðursfélagi Bókmenntafé- lagsins. Vafalaust hefur eng- inn maður annar tekið jafnfagn- andi þeim heiðri. Hann þekkti heldur ekkert til hins nýstofn- aða, vanmáttuga og fátæka fé- 'lags. Og það var meira að segja íslandsdeildin, sem kaus hann, og fékk ekkert nema háfleygt þakklæti á stuðlaðri þýzku í staðinn, en ekkert silfur, sem þó hefði verið velþegið og get- að létt eitthvað af þungum á- hyggjum Árna stiftprófasts Helgasonar, forseta deildarinn- ar. A. rni Helgason skrifar svo 1823 í bréfi til Rasmus Rasks, en þeir tveir voru frumkvöðl- ar að stofnun Hins íslenzka bókmenntafélags 1816: „Hér geta engin félög bless- ast. Fyrst eru margir latir, næst þykjast flestir hafa nóg með að stunda eigin hag, og loksins er samgangan svo erfið, að ekki er hægt að ná þeim tillögum, sem verður eftir að ganga." Árið 1826 gefur Fouqué út bókina „Saga Gunnlaugs, kall- aður Ormstunga", og tileinkaði hana með djúpri virðingu og hyllingu Hinu íslenzka bók- menntafélagi í Reykjavík og Kaupmannahöfn, hvers heiðurs- limur hann væri. Árið eftir skrifar Árni Helga son, stiftprófastur, enn: „Félagssakir vorar eru, eins og þær hafa lengi verið, í hrör- legu ástandi ... Tillög koma ekki til okkar nema frá þeim fáu meðlimum, sem búa á Álfta nesi og Seltjamarnesi, og þó gjalddagi sé settur, má ég eða lektor ganga til hvers meðlims til að fá þetta lítilræði, er flest- ir hafa minnkað til helminga eða meir. Og þetta lítilræði er útilátið með tregðu og barlómi, svo þú getur nærri, hvað mér er orðið leitt hér við að fást, eftir svo langa reynslu í mót- lætinganna skóla. Því það, sem verður samantínt þannig, held ég að sé álitið sem gjafir til mín og eftirgangsemi sem betl.“ Jl sömu skýrslu og sagt var frá því, að „Af merkismönnum hafi ei aðrir inngengið í Fé- lag vort en preussiskur Baron Major Riddari Herra de la Motte Fouqué“, stendur þessi gagnorða setning Finns Magn- ússonar, ritara Kaupmanna- hafnar-deildarinnar. „Fram- kvæmdir félagsins hafa verið samboðnar þess kröftum og á- standi." En hugljómun og heiðríkja er yfir orðum heiðurslims Hins íslenzka bókmenntafélags, er hann yrkir skáldakveðju sína til fslands í höllinni Nennhaus- en. Hann lýsir sig Riddara ís- lands í tuttugasta og fyrsta og síðasta erindi drápunnar miklu, og lotning, ást og tryggð eru tjáð velvöldum þýzkum orðum, sem lúta ströngu lög- máli stuðla og höfuðstafa: Island, du innige Inseljungfrau. Du Schneegebilde voll schauerlich holder Gluth, Nun bin ich, nun bleib’ich Kúhntorennenden Herzens Dein Ritter, und rúhmlich schmucket dein Kranz mir den Helm. Þetta erindi þýddi Landsyf- irréttarassessor Bjarni Thorar- ensen þannig, og stendur þýð- ing hans þó að mínum dómi mjög að baki frumtextanum; ísland, eyjarmey hin ástfólgna, snjómyndin geigfagrar glóðar full, er og verð ég, hjartanu hraustla brennandi, Riddari þinn og djásn þitt vefst dýrðlega mér um hj álm. Bjarni Thorarensen þýddi 7 af 21 erindi drápu Fouqués, og hafa þau verið tekin í úrvál af kvæðum hans, sem Kristján Al- bertsson annaðist 1934 og Krist ján Karlsson 1953. Aftur á móti hafa þeir sleppt hinu frumorta kvæði Bjarna, „íslands Ridd- ari“, en kvæðinu fylgdi þessi skýring í fyrstu útgáfu af kvæðum hans 1847: „Ort 1821 til Friedrich de la Motte Fou- qué til svars uppá kvæði frá honum: Island. Ein Skalden- gruss.“ Er því þeim mun meiri ástæða til að rifja það hér upp að nokkru, en þess ber að gæta, að það var 17 erindi og því aðeins hægt að taka nokkur þeirra með hér. En þeim, sem fýsir að sjá meira, er bent á kvæðabækur hans aðrar en úr- völin. Annað erindið hefur þegar verið birt hér að framan, en kvæðið hefst þannig: (bragning- ur merkir höfðingi) Bragningur í brynju bláfjallaðri, gunnhvatur und gullhjálmi grænd j ásnuðum, hörpu tvöfalda hefur und skildi, stendur sverði studdur strengi hreifandi. 3) Stendur hann þar sprettur Spree um grundir, horfir brjósti að vestri, höfði að útniorðri — íturlangandi ástarsjónum segul-áttu að augum snýr. 4) Hafði hann áður frá útsuðurs ilmheimum blómríkum angan fundið, og í lár-lundum litið fjaðurskáld, hreyfði hann þá mjúklega hörpustrengi. í næstu 10 erindum lýsir skáldið skáldsýnum Fouqués, er honum birtist Saga smám saman, en síðan kemur 15. er- indið og er allmerkilegt: Lagði þá ljóma af því logadjásni víðar en eldfjalla, en ískona mælti: íturborinn sem Eyvindur, sem Eyvindur skáld-kappi, ásthreinn sem Arnaldur, einn þig mig riddara kýs! Hér skulum við staldra við. Arnaldur er einn af riddurum Fouqués. En hver er sá Ey- vindur skáld-kappi? Auðvitað Eyvindur skálda-spillir, en skýringuna er að finna í Heims Framhald ó bls. 21. 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.