Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 1
r Höfundur þessarar greinar er Brefi, sem um árabil hefur búið í Rússlandi, en af einhverjum ástœðum þykir honum vissara að láta nafns síns ekki getið mr að er hversdagsleg stað- reynd, en staðreynd er.gu að síður, að daglegt líf í Rúss- landi dregur dám af rússneska vetrinum. Ég var ekki viðbúinn honum þrátt fyrir allt, sem ég hafði séð og heyrt. í Lenin- grad hangir hrímþoka í þétt- um lögum kringum gömlu keis arahallirnar og stjórnarbygg ingarnar, áin Neva er þakin íshröngli. í Moskvu er þurrara en kaldara — svo nítingskalt að það vekur ugg og biturleik hjá Moskvubúum sjálfum Á þessum vetri fél'l fyrsti snjórinn snemma í október, nú, þremur mánuðum síðar, verkj- ar menn í axlirnar undan þung- um yfirhöfnum, húðin spring- ur og flagnar og yfir öllum hvílir orðlaus allsherjardrungi — erfiðasta tímabilið er rétt að hefjast og fyrir endann á því sér enginn. Hinn rússneski vetur er ekki einungis kaldari en veturnir annars staðar í Evrópu, hann er svo ófrávíkjan'lega miklu kaldari, að munurinn liggur ekki í stigum heldur eðli. Lang- ir, gráir mánuðir í fimbulkulda, sem reynir á þrek og þol — það er ójafn leikur, maðurinn á sér ekki vinningsvon. Þegar Að ofan: Vetur á ekki verður hjá því komizt að Itauða torginu. Dag- fara út fyrir dyr, dúða menn legt líf í Rússlandi sig í hauga af fötum, draga dregur mjög dám af höfuðið niður á milli herðanna vetrinum. Að neðan: og þramma þungbúnir um göt- Litrík kröfuganga fer ur borgar, sem er eins og í um- um götur Moskvu. sátri, vitandi það að í þessu landi er harðréttið óumflýjan- legur þáttur í mannlífinu. Þó hefur það sínar björtu hiiðar. Hinir fáu sólskinsdagar geta verið hressandi, og á sunnudögum fer ég með vinum mínium í lestinni til útjaðra Moskvu og iðka skíðagöngu fyr ir utan borgina. f litlu hrör- legu sveitaþorpunum með nið- urníddu kirkjunum ríkir andi Gogo'ls og Ghagalls óskertur. Og á kvöldin troðum við í okk- ur heimatilbúnu borsch og sha- shlik og svolgrum vodga í hlut- íalli við matinn og kuldann. Vinir mínir hafa aldrei kom- ið til vestrænna landa og gera það sennilega aldrei, en sam- líkingar þeirra eru engu að síð- ur hárréttar. „Líf okkar er einfaldara. Erf iðara, já — miklu erfiðara. En einfaldara. Við höfuim ekki kokkteilana eða veraldarvitið — en við þurfum ekki að brosa þegar okkur langar ekki til. Hér er fólk aldrei fjarri frum- öflunum, aldrei fjarri vissum skilningi á aðstöðu mannsins. Og aðstaða mannsins er, þeg- ar allt kemur til alls, dapur- leg. Sjö mánaða vetur.“ Það sem einkum kemur á ó- vart í daglegu lífi í Rússlandi er hið einkenniílega sambland rósemi og bölsýni. Við veðrinu, segja vinir mínir, er ekkert hægt að gera. Við stjórninni ekki heldur. Eða Tékkóslóvak- íu. Eða fátæktinni. Svo við ein- beitum okkur að smáraunum og gleðiefnum líðandi stundar. Að gerðarleysi margra alda er runnið okkur í merg og blóð, við borðum, drekkum, vinnum eins lítið og okkur er mögu- legt og reynum að kría út miða á lokaðar sýningar á „Casa- nova 70“, sem einungis eru ætl- aðar embættismönnum og meiriháttar kvikmyndafólki. Ef við eignumst flösku af frönsku koníaki eða kíló af appelsíum, er það tilefni ti'l hátíðahalds. Allir mei’kisdagar, hvort sem það eru útborgunardagar eða afmælisdagar —- jafnvel afmæl- isdagur Lenins — eru notaðir sem átylla til að halda veizlu. Jafnvel hinir frjálslyndari menntamenn, sem eru í yfirvof- andi hættu, eyða dögunum í drauma og sjálfshyggju að rússneskum hætti. Hér er ekk- ert einstakt lífsatriði jafn mik- ilvægt og sá andi, sem undir býr: það að hlutirnir séu óum- fiýjanlegir, þungi og nálægð örlaganna. Ef þér viljið skyggnast inn í sovézkt nútíma líf, skuiuð þér ekki lesa blaða- frásagnir heldur skáldrit rúss- neskra nítjándu aldar höfunda. I fyrstu var það afstaða Rússans til vinnunnar, sem vakti undrun mína. Ég hafði búizt við aga, jafnvel heraga. Fólki, sem mætti stundvíslega til vinnu og ynni kappsamlega, gagntekið fórnarlund — eða þrælsótta. Ég bjóst við þessu vegna þess að ég hafði lesið rússnesk b'löð áður en ég kom. Ég hefði átt að skilja hvar fisk- ur lá undir steini: hví skyldi Pravda birta allar þessar leið- %

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.