Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 7
Að ofan: „Járnkóngadans", stærsta verkið á sýningunni. Til hægri: „Maður“. stöðu sína og hefja nýja leit út frá nýjum grundvelli. Myndir ha^s minna eil'ítið á plaköt, skilti eða auglýsingar sökum hreinleika síns, en það er yfir þeim ferskur svipur, sem kem- ur eins og hressandi gustur eft- ir heldur viðburðasnauðan vet- ur hvað myndlistina áhrærir. Samt skyldi enginn halda, að Eiríki væri efst í huga að teikna upp og mála einskonar annál um stöðu mannsins í heiminum á vorum timum. Fyrst og fremst eru málverk hans myndlistar- verk og sem slík hafa þau fyrst og fremst gildi sitt. Hitt fer varla milli mála, að sýn- ingin sem heild er verk þrosk- aðs listamanns og um leið hugs- andi manns, sem hefur augun opin fyrir umhverfi og dag’eg- um viðburðuim. Sum verka Eiríks á þessari sýningu gefa vissulega tilefni til hugleiðinga, þó stundum sé ekki al'ltaf fullljóst, hvert lista maðurinn er að fara. Að minnsta kosti vekja verkin flest til umhugsunar. Stærsta myndin tekur athyglina fyrst; Járnkóngadans heitir hún, það er hressilegt nafn og leiðir á- horfandann strax á spoa-ið. Þarna er heill heimur, grár fyr- ir járnum, mikil vá fyrir dyr- um, gæti maður haldið. Undir öllum ósköpunum liggja menn, hjálparvana að því er virðist. >á dettur mér í hug önnur mynd, sem heitir „Tæming". Ein kenniiegt nafn, hvað er verið að tæma? Myndin er tvískipt, í öðru hólfi hennar 'liggur mað- ur og einhverskonar útstreymi frá honum, sem hafnar handan við mikinn skilvegg. Ef til vill hugleiðing um sálina, líf og dauða. Áhrifamikil og eilítið óhugn- anleg er myndin sem heitir „Bið“: >rjár fígúrur í hólfum eða rúmum, allar vafðar, líkt og þær væru múmíur. Eftir hverju bíða þær? Utan við giugga eða dyr eru ungar rauðklæddar stúlkur á hraðri ferð, lífið sjálft, iðandi og hrað fleygt. Manni koma í hug hend- „Litlar líkur á að þetta verði talin stofulist í bili## Greinarkorn um myndlist Eiríks Smiths og samtal v/ð listamanninn um skoðanir hans „A grárri strönd“. ingar úr hinum fræga útfar- arsálmi Hallgrims Péturssonar: Innsigli önigvir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skiljast við. „Kyndilmessa“, það er ekki mynd um friðsælan dag á út- mánuðum með sólbráð og vax- andi birtu. >að er mannlieg vera, sem stendur í ljósum log- um. Kannski einn af þeim sem kveikti í sér? Eða kannski log- ar hún af heift. í baksýn eru harðsoðin, mekanísk form, sem gefa hugmynd um borg. Önnur mynd sem heitir „liggjandi vera“, gefur hugmynd tun þrúgun í gráleitu, óaðlaðandi umhverfi. T» annig mætti lengi telja og margt segja um það, sem hin einstöku verk virðast tjá áhorfandanum. >ó sér það hver með sínum augum og það er engan veginn víst að allir leggi sama skilning í verk eins og þessi, sem geyma margar tor- ráðnar gátur. Gott myndlistarverk höfðar til tilfinninganna fremur en skynseminnar og það getur ver ið erfitt, eða alveg ómögulegt að segja með orðum, það sem ein mynd spannar. >eir sem eitthvað hafa fengizt við að skrifa um mynd'list, munu ugg- laust hafa rekið sig á þetta. í stað þess að lýsa verkunum frekar er sjálfsagt nærtækara og eðlilegra, að heyra, hvað Eiríkur segir sjálfur um af- stöðu sína til þeirra og í þeim tilgangi tók ég hann tali smá- stund, þegar hann var búinn að hengja upp myndir sínar í Bogasalnum og sá þær diálítið í nýju Ijósi. Ég bað hann um að segja mér í fáum orðum það helzta um þróunina í myndlist hans frá því er hann hélt síð- ast sýningu. — >að eru nú liðin þrjú ár síðan ég hé'Jt sýningu hér heima og það var raunar í Bogasaln- um, sagði Eiríkur. — Eitthvað um það bil ári síðar hélt ég svo sýningu í London og eftir það byrjaði alveg ný hugsun að gerja með mér. Ég fann, að ég var staðmaður með þennan ab- strakt expressionisma, sem ver- ið hafði alls ráðandi um ára- bil eða nánar tiltekið um 15 ár. Bæði var, að ég sá ýmis- legt nýtt í London og svo hitt, að mér fannst, að ég yrði að stokka upp spilin. — Og það hefur verið tals- vert átak? — Hreinasti heilaþvottur. Maður verður að venjast nýj- um sjónarmiðum og það er erf- itt. — í hverju eru þau sjónar- mið einkum fólgin? — >au eru einkum fólgin í því, að nú er þetta orðið fígúra tift eða hlutlægt eins og maður á víst að segja á góðri íSlenzku. Og í öðru lagi er maður að nýju byrjaður að vinna með rúmið. f abstraktlistinni hefur löngum verið reynt að halda myndinni í einum fleti, en í þessari tegund myndlistar er það úr sögunni. Kannske er ekki beimlínis hægt að segja, að maður noti fjarvídd, en það er reynt að fá fram mikla rúm- tilfinningu. — Og maðurinn sjálfur er /■--------------------------------------------X MYNDLIST allt í einu orðinn yrkisefni að nýju. — Jú, í þessari sýningu að minnsta kosti. Ég hef alltaf haft áhuga á því, sem gerist í kring- um mig, þó ekki til að blanda mér í það, en meira sem áihorf- andi. — Mætti með einhverjum rétti segja, að má'lverk svipað og þetta væri eitthvað í ætt við skráningu á samtímanum? — Nei, það held ég ekki. >etta er ekki neinskonar ann- áll eða skráning, heldur ein- ungis áhrif, sem hafa komið við tilfinningalífið og maður gerir úr því málverk. Satt að segja hef ég gert mitt bezta til að verða fyrir áhrifum hvað- anæfa til að losna úr þeirri stöðnun, sem mér fannst ég kominn í. — Hvaðan hafa þau áhrif einkum komið? — Áður voru heildaráhrifin meira frá franska skólanum og það á við flesta abstraktmál- arana. Áhrifin, sem hafa orsakað þessa breytingu eru að veru- legu leyti frá Bretum runnin. „Leit“, eitt af verkum Eiriks Smiths á sýningunni. Þeir hafa á síðustu árum eign- ast mjög duglega myndlistar- menn, sem fara sínar eigin göt- ur og sjálfsagt er Francis Bacon þeirra frægastur, enda einhver áhrifamesti málari heimsins um þessar mundir. Sjálfsagt hef ég orðið fyrir einhverjum áhrif- um frá honum líka og öllu mögulegu öðru. Að vissu leyti varð ég að byrja á byrjuninni og satt bezt að segja leizt mér hálf bölvanlega á útkomunia fyrst í stað. Ég verð að segja það eins og er, að ég átta mig ekki til fulls á þessari sýningu, eða því sem ég hef verið að gera. >essi afstaða er svo ný og byggist á al'lt annari hugsun en abstraktlistin. — Nú hefur reyndin orðið sú, að ótrúlega mar-gir virðast vel kunna að meta Ijóðrænt ab straktmálverk, enda hefur lítið annað verið á boðstólum á sið- ustu árum, nema kannski helzt Framhald á bls. 20. 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.