Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 13
skilið eftir gullarmbandið og fest- ina, sem hann gaf henni á tveggja ára brúðkaupsafmaelinu þeirra. Fyrstu ekta skartgripirnir, sem hann hafði keypt. Og hún eign- ast. Hann geymdi þá alltaf. Lengi vel hafði hann ætlað að gefa Ingi- björgu þá. En einhvern veginn kom hann sér aldrei til þess. — Nú, hún átti svo sem líka nóg af þessu drasli. — En Guðrún hafði bara átt þessa einu. Og varla hafði bölvaður drullusokkurinn, sem hún fór með, gefið henni skartgripi. Svo þeir lágu ennþá í kassanum í skrilborðsskúffunni. Hann tók þá einstöku sinnum upp og skoðaði þá Sérstaklega fyrstu árin. Nei, hann langaði ekki að minnast þess. Fari hún fjandans til. Það var bezt að gefa Ingibjörgu þá, þegar hann kæmi í bæinn aftur. Hún fékk aldrei of mikið af slíku dóti. — Eða kasta þeim. Hann ætlaði að losa sig við þá. E n hann hafði ekki brennt sig aftur á því sama. Hann hafði gert Ingibjörgu greinilega Ijóst strax í upphafi, hvað hann_ vildi fá út úr lífinu og hvers hann ætl- aðist til af henni. Og hún hafði skilið hann og verið honum sam- mála. Stutt hann dyggilega. Stað- ið við hlið hans og aldrei verið með nöldur eða spurningar, þótt hann kæmi varla heim heilu mán- uðina, nema rétt yfir blánóttina, og stundum ekki einu sinni það. Og ekki verið að auka honum erfiði með heimilisáhyggjum, nema eitthvað sérstakt kæmi fyrir. Hún hafði alltaf verið fyrirmyndareigin- kona og móðir. Hugsað frábær- lega vel um heimilið og strákana. Og hann, þegar hann var heima. Alltaf verið þar, þegar hann þurfti á henni að halda. Það hafði svo sem ekki verið oft. En það var gott að vita af henni heima. Fró- un að vita, að hún var þarna og beið hans. I rauninni hafði hann vanrækt liana skammarlega. Guðrún hefði aldrei sætt sig við slíkt. En Ingi- björg hafði vitað, að hverju hún gekk og skilið, hvað þetta var honum allt mikils virði. Þau höfðu aldrei rætt það almennilega, enda enginn timi til þess, en hann hafði aldrei getað merkt á henni neina óánægju. Og nú gat hann farið að bæta henni það upp. Kannski ætti hann að hætta við þessa hvíld, sem hann hafði ætlað að taka sér hérna einn og bjóða henni með sér til útlanda. Þá fengju þau tækifæri til að vera saman. Njóta lífsins saman. Til Italíu eða Grikk lands ef til vill. — Þangað hafði Guðrún viljað fara um leið og hann átti nóg fyrir farinu. Bara þjóta af stað. En þá hafði hann sett hnefann í borðið, kaldur og ákveðinn. Það hafði orðið síðasta rifrildið þeirra, Hálfum mánuði seinna var hún farin. Horfin — Þau gætu skroppið núna, tekið næstu tvær vikurnar í það. Ingi- björgu hlaut að langa til þess. Hún hafði að vísu aldrei minnzt á, að hana langaði til Italiu eða Grikklands, en. . . . En ef hana langaði nú ekki til þess? Hann bylti sér við. Til hvers langaði Ingibjörgu? Hvað vildi hún fá út úr lífinu? Hann hafði alltaf tekið það sem gefið mál, að hún vildi það sama og hann. Og auðvitað var það rétt, eða.... Hún, ja, hún hafði að visu ekki verið vel ánægð með það, að hann dró sig út úr ýmsum nefnd- um og störfum. Þótt hún hefði aldrei sagt mikið nema þegar hann sagði upp stöðunni i ráðu- neytinu. Þá hafði hún orðið reið. — Hversvegna? Hversvegna? spurði hún. — Ætlarðu að eyði- leggja allt, sem þú hefur gert undanfarin ár? Fleygja öllu frá þér? Og hann hafði útskýrt það fyrir henni og sagt henni, að þetta væri ákveðið mál. Öaftur- kallanlega. Og hún hafði gengið þegjandi í burtu. Gat það verið, að hún.. . Nei. hvaða vitleysa. — Nú ætlaði hann að fara að bæta þeim öllum upp, hvað hann hafði haft lítinn tima fyrir þau undanfarin ár. Fara með strákana i veiðitúra. Skreppa með þeim á skiði og skauta og fara með þeim í göngu- ferðir. Tala við þá og hjálpa þeim, þegar þeir þurftu á hjálp að halda. Verða þeim sú fyrirmynd, sem öll börn þurfa að eiga. Og Ingibjörg mundi sjá, að hann hafði á réttu að standa. Og verða ánægð og hamingjusöm. Þetta var upphafið á nýju lífi fyrir þau öll. Hann velti sér á bakið og brosti ánægjutega. Hann var mjög hamingjusamur maður. Aðeins fjörutíu og fimm ára. Öll beztu árin framundan. Lífið að byrja. Hans líf. Þeirra lif. — En ef þau vildu nú ekki byrja? Ef Ingibjörg héldi áfram að ganga um með þennan pislarvættissvip og svara honum eingöngu eins- atkvæðisorðum eins og hún hafði gert undanfarið? Hvað vildi manneskjan eiginlega? Hann sett- ist upp í rúminu. Vildi hún, að . Nei, það gat ekki verið? Hann lagðist út af aftur. — Hann vissi það ekki. Það var sannleik- urinn i málinu. Hann hafði aldrei haft trú á að skjóta sér undan staðreyndum. Hvernig stóð á því, að hann vissi þetta ekki? Hann þekkti liana þó. Þau voru búin að vera gift í fjórtán ár. Eða gerði hann það ekki? Hann vissi, að henni leiddist klassísk tónlist, að reyfarar og svoleiðis léttmeti þóttu henni skemmtilegt, að hún hafði engan áhuga á pólitik. — Það hafði hann nú eiginlega ekki heldur. Maður varð bara að fara út í þetta, ef maður ætlaði sér að komast áfram. — Nú og hún var með hreingemingaræði og gat eytt ótrúlegum tíma í símanum, að hún dekkti á sér hárið til að fela. að það var aðeins farið að grána, það hélt hún nú, að hann vissi ekkert um, en hann hafði strax tekið eftir því, þótt hann væri ekkert að minnast á það. — Að hún elskaði disæta líkjöra og konfekt og þjáðist stundum af höfuðverkjarköstum. Og ótal margt fleira, sem hann vissi um hana. Auðvitað þekkti hann hana! En — en hvað hugsaði hún? ííann hafði alltaf vitað, hvað Guðrún hugsaði. Af þeirri einföldu ástæðu, að hún hafði sagt honum það. Beinlinis troðið því upp á hann, hvort sem hann hafði haft tima til að hlusta á hana eða ekki. En svoleiðis var Ingibjörg ekki og honum hafði alltaf fallið sá eigin- leiki hennar vel í geð, þótt ef til vill hefði verið betra . . . Nei, hún hafði verið alveg eins og hann vildi, að hún væri. Og nú hafði hann nægan tima til að komast að því, hvað hún hugsaði. Nú gátu þau farið að vera meira saman — tala meira saman. I rauninni voru strákarnir og hún eins og ókann- að land fyrir honum. Strákarnir? Upp á síðkastið hafði hann farið að veita þeim meiri eftirtekt, þegar hann var heima. Einhvern veginn fannst honum eins og þeir vildu forðast að verða á vegi hans. Jafnvel sá yngsti. Meira að segja svöruðu þeir ekki nema jái eða neii, þegar hann reyndi að tala við þá. Og komu sér eins fljótt og þeir gátu eitthvað annað, ef svo vildi til, sem nú var alltaf að verða tíðara, að hann var heima og ekki að vinna á skrifstofunni. Nú, það var kannski ekki svo skrítið. Hann hafði aldrei haft neinn tima til að sinna þeim, nema það allra nauð- synlegasta. Þeir þekktu hann sama og ekkert. Fyrir þeim var hann bara maður, sem ekki mátti trufla. Maður, sem borðaði með þeim og svaf undir sama þaki og þeir. Maður, sem þeir áttu að láta í friði. Eri nú yrði breyting á þessu. Það var bezt að fara heim á morgun og hitta þau öll. Hvað? Hvað var þetta? Þessi verkur, skerandi verkur fyrir hjartanu. Nístandi kvöl. Eins og hnifsstunga Hann krepptist sam- an. Herbergið hvarf allt í bláleitri móðu Hann stundi hátt. Ó, guð, guð. Hann hafði fengið aðkenn- ingu að þessu áður, en aldrei svona. Aldrei svona! Hann þoldi þetta ekki. Gat ekki meira. . . . Hægt og hægt leið verkurinn frá. Hann varð að tala við lækn- inn um þetta. Hann rétti gætilega úr sér í rúminu. Líkami hans slappaðist. Verkurinn var horfinn. Það slaknaði á spennunni og vel- liðan, sem alltaf fylgir á eftir áköf- um líkamlegum sársauka fyllti hann út í hverja taug. Drottinn minn, hvað hann hafði orðið skelfdur. Hann hafði haldið, að þetta yrði hans síðasta stund. Það var bezt, að klæða sig og koma sér heim. Ekki bíða til morguns. Lífið var — var undarlegt. Það var eina orðið, sem hann fann yfir það. Og aldrei hafði hann fundið það eins glöggt og nú. Einmitt núna þegar helvítis verkurinn hafði gert hann nær örvita af skelf- ingu. Nú loksins gat hann farið að lifa. Undirbúningnum var lok- ið. Já, Guðrún. nú er komið að mér að lifa. Lifa! Hvað er það að eyða nokkrum árum í erfiði og strit, þegar mark- ið blasir við? Er alltaf innan seil- ingar. Ekkert! Fiaim'hald á bls. 17. 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.