Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 18
Tamara Bunke elskaði Ché Guevara. Hún sveik hann og bar að miklu leyti ábyrgðina á dauða hans. Hún dó sjálf fyrr en hann, var skotin í skærum í frumskógum Bólivíu. Hún var tuttugu og níu ára gamall njósn ari, einn sérstæðasti kvennjósn ari allra tíma. En það eru uppi miklar getgátur um samband hennar við Ché um vinnubrögð hennar og sérstaklega mark- mið hennar og tiifinningar. Dan iel James, sem sá um hina hlut- lausu þýðingu á dagbók Gue- varas skilur hér sundur stað- reyndir og getgátur í tilraun sinni til að gefa sanna mynd af „skæruliðanum Taniu“. Svo getur farið að aídrei verði meira um hana vitað. Hvorki Graham Greene né Ian Fleming hefðu getað digt- að upp slíka persónu. Hún var konan í lífi eíns frægasta upp- reisnarmanns nútímans, Ernesto Ché Guevara og hún fléttaði snöruna sem hann hékk í að lokum. Hún var jafnoki Mata Hari, en samt æxlaðist það svo, að hún gerði hvort tveggja að lenda sjálf í gildru og leiða elskhuga sinn í gildru. Hún var kommúnisti til æviloka, en samt vann nún skemmdarverk gegn þeirri áætlun að gera Suður-Ameríku kommúniska. Hún var lagleg, velmenntuð og siðfáguð, en dó samt hálfærð inni í frumskógi Bolivíu. Þetta var „Tania la Guerrillera", síð ar tignuð á Kóbu. sem píslar- vottur, sem iét lífið við hlið Céh — þar tii það kom í Ijós að hún var Ché femme fatale og það sem verra var, hún var kona, sem njósnaði um Havana fyrir Moskvu. Auðvitað var Tania ekki henn ar rétta nafn, hún átti reynd- ar mörg nöfn um dagana — Elma, Emma, Laura, Mary, Mar ia, Nadja og stundum aðeins „T“. Hún var að minnsta kosti þrefaldur njósnari en var ekki þessarar venjulegu gerðar slíkra njósnara, sem skipta sér á milli austurs- og vesturveldanna. Hún vann aðeins fyrir komm- únista, sveik kommúnista fyrir kommúnista. Hún þjónaði und- ir MFS í Atistur-Þýzkalandi, KBG í Rússlandi og síðan fyr- ir leynihreyfingu Ché Guevar as í Bolivíu — og hún þjón- aði þessum aðilum öllum í einu. Skímarnafn hennar var Haydée Tamara Bunke og hún var fædd þann 19. nóvember 1937 í Buenos Aires. Foreldrar hennar voru Erieh Otto Hein- rich Bunke, prófessor og er hann nú 67 ára gamall og býr nú í Austur-Berlin, en móðir hennar var Esperantze Bider, pólskur Gvðingur, tíu ár um yngri en maður hennar. Bæði voru þau njór. ákafir komm únistar. Þau höfðu flúið undan nazistum til krgentínu árið 1935 og árið 1939 fengu þau argen- tiskan ríkisborgararétt og urðu meðlimir í kommúniskri leyni- hreyfingu þar i landi. Þau létu ekki undir höfuð leggjast að kenna Tamara litlu „hin einu og sönnu fræði“. Meðan Tamara r.am sín komm únisku fræði í heimahúsum voru byltingarkenningar manns ins, sem hún átti eftir að deila dauðanum með, að ryðja sér til rúms. Hinn veikbyggði asma sjúklingur Ernest Guevara de la Serna hafði hafið uppreisn TWLK^Íf sm S¥1K Chc Quevara EFTIR H. J. HULTON sína gegn ríkjandi þjóðskipu- lagi. Tamara var 15 ára þegar foreldrar hennar fluttu frá Arg entínu ásamt henni og settust að í Stalinstadt í Austur-Þýzka landi og nú hófst raunhæft nám Tamara i bvltingarfræðum. Hún gekk í hinn ríkisrekna menntaskóla og hóf í sama mund þátttöku í starfi „hinnar frjálsu, þýzku kommúnisku æsku“ (FDJ.) Ernest Guevara var að full komna sína oólitísku menntun á þessum árum. Hann hafði lifað sína fyrstu byltingartil- raun (Bolivíu 1953) og sinn fyrsta árekstur við „Yankui im perial ismo (Guatemala, 1954) og fengið íorsmekkinn af lífi skæruhermannsins, þegar hann fór til þjálfunar til Mexico 1956.Stuttu eftir að Tamara hafði lokið menntaskólanámi fór Ché, eins og nú var farið að kalla hann. um borð til þeirra bræðra, Fidels og Ra- úls Castro í jaktina Gramma, sem svo var r.efnd af hinum sundurleitu öflum, sem þar voru um borð. Þar með hóf hann lífsstarf sitt á V úbu. Meðan Ché og aðrir uppreisn armenn börðust um völdin á ár unum 1957—58 stundaði Tam- ara nám í Marxistískum fræð- um við Humboldt háskólann í Austur-Berlín. Hún varð starfs kona í Suður-Ameríku deild FDJ þar sem aðalstarf hennar var að túlka fyrir Suður-Am- eríkumenn sem heimsóttu land- ið. Hún gekk einnig í komm- únistaflokkinn. Hún ferðaðist til Moskvu, Prag og Vínar og vakti brátt athygli sovézkra embættismanna. Þegar hún var tuttugu og eins árs fékk hún starf hjá öryggisþjónustu Austur-Þýzka- lands þar sem hún varð fjár- kúgari. Eins og Mata Hari kom hún útlendingum í klípu og neyddi þá síðan oft með ljós- myndum og segulbandsupptök- um, til að gefa öryggisþjónust- unni upplýsingar. Yfirboðarar hennar í þann tíð, Gunther Ma ennel, sem flúði til Vestur- Berlínar 1961 skýrði frá þessu ekki alls fyrir löngu. En það var ekki fyrr en 1960 að Tamara hitti Ernesto Ché Guevara sem þá var orð- inn alþekktur sem ferðamaður kúbanska þjóðbankans og kom um þetta leyti til Austur-Ber- línar til að reyna að útvega fjögurra milljóna sterlingspund lán handa stjórn Castros. Tak möru var falið að annast um hann og túlka orð hans og varð undir eins hrifin af þessari glæsulegu skæruiiðahetju. Enda þótt Ché virtist lifa í hamingjusömu hjónabandi með hinni kúbönsku konu sinni, sem var önnur í röðinni, og hélt Al- eida March, þótti honum Tam- ara mjög aðlaðandi. Hún hafði sömu skoðanir og hann, talaði spænsku með argentínskum hreimi og honum leið vel í ná- vist hennar. Hún var vel að sér í fræðum Marx og vel menntuð að öðru leyti, og síðast en ekki sízt leit hún afar vel út. And- lit hennar var ávalt, gráblá augu, mjúkt brúnleitt hár sem liðaðist niður um axlir hennar og fullkominn vöxt. En þó var eitthvað karlmann legt í aðra röndina við þessa konu. Það kom helzt fram í því að henni þótti gaman að ganga í gallabuxum karlmanna, ein- kennisbúningum hermanna, en það þótti Ché ekki síðra. Þær fjórar konur sem mest hafði bor ið á í lífi hans höfðu allar átt mikinn persónuleika: Celía móð ir hans, æskuást hans, Chichina Feyrrera, sem var af háum arg- entínskum ættum og neitaði ákveðin að fórna honum lífi sínu, þá Hilda Gadea, fyrri kona hans frá Perú, en hún gerði hann að uppreisnarmanni í orðsins fyllstu merkingu og loks Aleida sem barizt hafði eins og ljón við hlið hans í Las Villas leiðangrinum. f nokkur ár höfðu Rússar haft Tamöru undir smásjánni en þeir voru að leita að njósn ara sem starfa'ð gæti í Suður- Ameríku. Öryggisþjónustan austur-þýzka sendi skýrslu um hana til Moskvu og tilkynnti að hún væri sú sem leitað væri. Gúnther Maennel var sagt að setja hana inn í störf sovézku leyniþjónustunnar. Það gekk liðlega fyrir sig: — Við hitt- umst í Friedrichstrasse á járn brautarstöðinni. Ég spurði Tam öru hvort hún væri reiðubúin að taka að sér starf í Suður- Ameríku. Hún svaraði játandi. Það var 1961. Sovézka leyni- þjónustan þjálfaði hana ræki- lega fyrir þetta starf sem var hið hættulegasta sem hún hafði til þessa unnið. Hún átti að fara til Kúbu og líta eftir gerðum Castros og manna hans. Seinna var henni falið að hafa aðal- lega eftirlit með Ché. að hafði farið orð af Tam öru sem áköfum aðdáanda kú- bönsku byltingarinnar jafnvel áður en byltingin var fram- kvæmd. Hún gekk svo langt að koma sér í samband við 26. júlí-hreyfinguna fyrir 1959 og fór þar dyggilega eftir fyrir- mælum sovézku og austur-þýzku leyniþjónustanna um að læða sér inn í raðir uppreisnarmanna sem hörðustu kommúnistar litu þá á sem hættulega. Tamara varð að finna leið til þess að komast til Kúbu án þess að nokkur fengi vitneskju um samband hennar við hina nýju sovézku vinnuveitendur. Hún notaði sér argentínskt þjóð erni sitt af mikilli slægð og lýsti ákaft við kúbanska gesti löngun sinni til þess að snúa aftur „heim“. Henni tókst að komast til Kúbu á hinn ólíklegasta hátt: með ballettflokki. Kúbanski Þjóðarballettinn var á ferð í Austur-Þýzkalandi og Tamara sem var túlkur flokksins vann hylli stjórnandans, Aliciu Al- enso. Þegar ballettflokkurinn hélt heim á leið státaði hann af nýjum „starfskrafti“, Tam- öru Bunke. Hún kom til Havana hinn 12. maí 1961 sem opinber gestur í menningarheimsókn en þann- ig kom Ché því fyrir. Hann út- vegaði henni líka vinnu í Kennslumálaráðuneytinu og stöðu innan varahers kvenna en það gerði henni kleift að ganga í einkennisbúningi. Einn ig kom hann henni inn í ýms- an félagsskap, byltingarsinnað an, og var allt þetta mikil sæmd fyrir útlending. Ekki leið á löngu þar til hún sást stöðugt í fylgd með Ché og hinir sovézku vinnuveitendur hennar hljóta að hafa glaðst mjög er þeir sáu hve fljótt hún hafði unnið traust hans og smog- ið inn fyrir varnarveggi hins kúbanska samfélags. Þeir lýstu yfir hrifningu sinni, kölluðu hana „úrvals" njósnara. Hlutverk hennar var heldur betur flókið og einhver lin- ari hefði eflaust kiknað í þvi. f fyrsta lagi var hún útlendur njósnari, ráðin til þess að njósna um ráðamenn vinaþjóðar og hin minnstu mistök hefðu ekki að- eins leitt hana sjálfa í snör- una heldur og flett illilega of- an af Rússum og Austur-Þjóð- 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. april 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.