Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 14
F ouqué skrifaði þrenning- nna „SigurS Fáfnisbana', „Hefnö Sigurðar" og „Ás- laugu” 1807-9. Þetta eru ljóð- ræn leikrit til lestrar. Hrynj- andin er öfugur tvíhljóði, jambi, en þegar mikio liggur við, og málið verður hátíðlegra og ástríðufyllra, notar hann stuttar ljóðlínur, sem að hrynj- andi og höfuðstöfum eiga að líkjast fomnorrænum bragar- háttum. Hljómfall Fouqués er klið- mjúkt, þótt málfarið sé stund- um tilgerðarlegt. Tilfinningarn ar eru göfugar, hreinar og ridd aralegar. Mikilmennskan er of- urmannleg, en þó barnslega ei.n feldnisleg. Afl hetjunnar og á- ræði er ofar öllum skilningi. Hann klýfur steðja í einu höggi. Hann klífur hæstu turna, og þegar hann hefur kíkt í gegnum efsta glugann og séð það, sem hann var að gá að, þá kemur hann sér jafn- örugglega niður og hann fór upp. En andlegt atgervi hans er ekki að sama skapi. Skáldið Henrich Heine segir svo um Sigurð Fáfnisbana Fou- qués: , Hann hefur hugrekki á við hundrað ljón, en gáfur á við tvo asna.“ Þetta segir Ge- org Brandes að gilt geti um allar hetjur og sögupersónur þessa rómantíska, riddaralega hugarflugs. Sálarlífslýsingar voru ekki Fouqués sterka hlið. í hæsta uðið ástúðlega á öxl Óttars riddara. Sækonungurinn Arinbjörn á sök á því, að Óttar varð með fjölkynngi sviptur ástmey sinni og töfrahring að auki. Hann ríður nú til fundar við hann um eyðistigu. Þá kemur allt 1 einu brún ótemja brokkandi og ræðst þegar til ofsalegrar at- lögu gegn hesti sækonungsins og varpar honum til jarðar, áð- ur en riddarinn hafði náð að forða sér af baki, svo að þeir liggja þarna í einni kös, sem hinn óði foli sparkar í og treð- ur á miskunnarlaust. Svo skyn ugur og hollur er þessi foli. Og er það þá nokkur furða, þótt Óttar felli þessi orð, sem að öðru jöfnu myndu þykja ó- sennileg: „Að þessi hestur skuli vera svona Ijósbrúnn, gerir hann mér sérstaklega kæran. Ljósbrúnt er í mínum augum engilfagur litur. Móðir mín sál- uga hafði stór, Ijósbrún augu, og þar sem himininn horfði út um þau, virðist mér þessi litur ávallt vera eins og ljómandi kveðja frá himni.“ R-iddarasagan „Töfrahring urinn“, sem út kom 1813, varð eins konar fagnaðarerindi hins rómantíska afturhalds, sem fylgdi í kjölfar hinnar þjóð- legu vakningar og endurreisn- ar í Þýzkalandi um það leyti. Aðallinn og jarðeigendurnir T JL ílfinnmgar riddaranna voru jafnvandaðar og búning- arnir. Sálahlíf þeirra var klætt í búninga orða svo sem æru, hollustu, vináttu og ást. Helztu athafnir þeirra eru útreiðar og burtreiðar. Riddararnir ræðast mjög vinsamlega við og sýna hverjir öðrum þá sérstöku kur- teisi, sem forréttindastéttum einum er lagin. En svo lætur annar þeirra allt í einu sér orð um munn fara — um kven- mann eða burtreið, — sem ger- ir það óhjákvæmilegt fyrir hinn að skora hann á hólm upp á líf og dauða. Svo búast þeir til bardaga rólega og reiðilaust, sveifla sér á bak gæðingum sínum, en sveinarnir taka sér stöðu umhverfis völlinn, og sé miðnætti, sem ósjaldan vill til, þá halda þeir blysum á loft, meðan riddararnir berjast af miklum móði. Þegar svo ann- ar þeirra fellur blóðugur af hesti sínum, hleypur hinn til hans eins og sannur vinur og bróðir til að binda sár hans. Og það er engin venjuleg hjálp í viðlögum, heldur gerir hann að sárum hins af frábærri læknis- list. Síðan leiðast þeir burt lof- andi hvern annan hástöfum í glamrandi brynjunum. Gildi búninganna, brynjanna og annars herklæðnaðar, kem- ur víða fram. Þeir riddararn- ir, Óttar og Baldur, hittast á veitingahúsi, og Óttar fyllist ó- viðráðanlegri löngun til að Bjarni Thorarensen skáld, stígur á land í Reykjavík, klæddur samkvæmt tízku síns tíma. Að neðan: Teikning af Fouque. Síðari grein um Frederich de la Motte Fouque Eftir Svein Asgeirsson lagi gat orðið um að ræða að- alsmanna-sálkönnun eða hesta- sáikönnun, sem í þessu tilfelli kom í einn stað niður. Bezt tókst honum að lýsa sálarlífi hestanna. Dæmi má taka úr riddarasögunni „Bónorðsför Óttars“. óttar riddari hafði fengið hest að gjöf frá föður sínum. Riddarinn ungi hraðaði sér þangað, þar sem hann sá fjölda hermanna standa í kringum Ijós brúnan hest með gullnu beizli. „Farðu strax á bak“, sagði fað- irinn, „og reyndu, hvernig svo göfugri skepnu finnst að vera eign þín.“ Riddarinn ungi sveiflar sér á bak og sveigir hestinn algjörlega að vilja sín- um, svo að skjaldsveinarnir verða furðu lostnir og Ijúka upp einum munni um það, að hinn tigni foli hljóti að gera sér fulla grein fyrir því, að hann hafi fundið sinn rétta riddara, og að vald hans yf- ir honum hljóti að vera yfir- náttúrulegs eðlis. Riddarinn stekkur nú af baki í löngum sveig og varpar sér í faðm föð- ur síns. Þegar skjaldsveinarnir ætla að grípa í tauma folans, prjónar hann af tryllingi í móti þeim, brýtur sér leið í gegnum hópinn og til hins unga eig- anda síns og stendur þar sem fastast, meðan hann leggur höf- spegluðu sig í öllum þessum gömlu herklæðum, brynjum og skjöldum, og hrifning þeirra var innileg. En þeir riddara- tímar, sem þarna var lýst, heyrðu ekki einu sinni löngu liðinni fortíð til, heldur engum tíma né mannlífi. Hér var um algerlega ímyndaðan heim að ræða. En í slíkum heimi er vissulega einnig hægt ao lifa á sinn hátt, og það voru ekki eingöngu aðalsmenn, sem það gerðu, heldur einnig aðrar stét’t ir meira og minna og þá mest vissir aldursflokkar þeirra. Þetta var riddaraveröld, þar sem fóru göfugir, vel vaxnir karlmenn, sem báru silfur- hjálma með fjaðraskúfum, gyllt um hjálmböndum og kömbum, eða járnhjálma með strýtu og skrúði að ógleymdri hjálmgrím- unni, sem leiftursnöggt var kippt upp eða niður. Búningum öllum var lýst af mikilli sam- vizkusemi sem og útliti og um- hverfi. Hvað finnst (kven) mönnum um þetta: „Fallegur var hann að sjá í brynju sinni úr djúpbláu stáli, sem ríku- lega var greypt og slegin gullnu skrauti. Glæsilegur var hann með sitt dökkbrúna hár og vel snyrta yfipskegg, en undir því lék töfrandi bros hins fríska munns, svo að skein í tvær raðir perluhvítra tanna.“ skiptast á brynju við hann. „Ég held, að við getum skipzt á brynjum", r„því að við höfum báðir hinn forna, háþýzka hetjuvöxt". Og fyrir silfur- brynju sína fær hann svarta í staðinn, en eins og vænta mátti, verður hann allur annar mað- ur á eftir í þeim umbúðum og ekki betri. Sem betur fer hafði hann þó áður háð einvígi sitt við Herjólf riddara. Sá var í ryðgaðri brynju og hrópaði í sífellu ryðg- aðri röddu út um ryðgaða hjálm grímuna: Berta! Berta! En Ótt- ar hrópaði á móti silfurskærri röddu úr silfurhjálmi sínum: Gabríela! Gabríela! Og þær koriur, sem þeir unnu hugástum og vildu fegn- ir fórna lífi sínu fyrir, voru gyðjum líkar. Berta sat eitt sinn á árbakka og sá mynd sína speglast í vatninu. „Berta roðnaði svo skært, að svo virt- ist sem stjarna hefði tendrast í vatninu." Og ennfremur: „Þær sungu morgunsöng svo blítt og unaðslega, að það var eins og sólin, sem var að hníga til við- ar, vildi nema staðar og rísa að nýju, dregin af þeirri þrá, sem í söngnum lá.“ Fegrandi og styrkjandi lýs- ingarorðum er skotið inn sem allra víðast. „Hjarta sveinsins unga brann af unaðslegri for- vitni.“ Og ,,í augu gamla ridd- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. apríl 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.