Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 12
Harin opnaði augun. Klukkan — klukkan, hvað var klukkan? Hann leit á úrið. Hálf þrjú. And- skotinn sjálfur var það nú stopp- að rétt einu sinni. Hann varð að fara að fá sér nýtt úr. Hann stökk fram úr rúminu með írafáti, en endasentist upp í það aftur hríðskjálfandi. Gólfið var eins og í frystihúsi. Hitaveitan biluá rétt einu sinni. Hvílíkur djöf- uls kulil Hann reyndi að herða sig upp í að fara fram úr aftur. Svona þetta dugði ekki. Hann átti að mæta á fund klukkan níu. Upp með þig maður! Hann lyfti varlega af sér sænginni og setti annan fótinn hægt niður á gólfið. Hvar var rýamottan? Hann leit- aði fyrir sér með fætinum. Svo setti hann hinn fótinn fram úr. Hann lenti líka á jökulköldum gólf- dúk. — Hvar í helvítinu var mottu- ræfilinn? Hann kippti fótunum upp í aftur og breiddi vel ofan á sig. Svo teygði hann sig í rofann á náttlampanum. Hvað var þetta eiginlega? Var allt orðið bandsjóðandi vitlaust? Rofinn var ekki heldur á sinum stað! Hafði nú hreingerningabrjál- æði Ingibjargar farið út í rafmagn- ið líka? Var hún farin að rífa í burtu Ijósin i húsinu til handy- andyskúrunar og skrúbbunar? Nei, hann var umburðarlyndur maður, en þetta var einum of langt geng- ið. Hann leitaði fyrir sér á nátt- borðinu og fann sígarettukveikj- arann. Kveikti á honum og þá sá hann það. Auðvitað. Hann var uppi í sumarbústað. Bölvaður auli gat hann verið. En svona er van- inn ríkur í mannskepnunni. Mað- ur, sem hefur ætt á fætur eld- snemma allt sitt lif, hvernig á hann að muna svona fyrsta dag- inn, að nú var allt breytt? Hann var að byrja nýtt lif. Það var eng- inn fundur klukkan níu, enginn asi og læti og þeytingur aftur á bak og áfram um bæinn. Hann var hættur. Kominn út úr allrí hringa- vitleysunni. I dag var ekkert sem kallaði að. Eða á morgun eða hinn. Ekkert næstu þrjár vikurn- ar. Algjör hvild. Einvera og hvíld. Ekkert samvizkubit út af þessu eða hinu, sem gera þurfti, en eng- inn tími var til. Næstu þrjár vik- urnar átti hann tíma sinn algjör- lega einn. Aleinn. Hvað kom hon- um við, hvað klukkan var? Ekk- ert. Honum stóð nákvæmlega á sama. Hann gat gert, hvað sem hann vildi. Sofið, lesið, hugsað, meira að segja dansað bara ef hann langaði til. Hann átti sig og sinn tima sjálfur. Hann hafði ákveðið þetta frí fyrir löngu. Það átti að vera upphafið á hans nýja lífi. Þeirra nýja lifi. Hans og fjöl- skyldunnar. Hann teygði sig í lampasnúr- una og setti hana i samband. Tók bókina, sem lá á náttborðinu og opnaði hana. Hann hafði sofnað út frá henni í gærkvöldi. Það var Lear konungur. Hann hafði fyllt stóra tösku af bókum úr bóka- herberginu. Allur Shakespeare, Homer og Dante og svo Islend- ingasögurnar. Og aðra með plöt- um. Bach, Beethoven, Schubert og hvað þeir nú hétu allir. Þeir áttu að vera félagar hans í ein- verunni. Hann opnaði bókina. Hvar var hann nú aftur? Jú hérna var það: Let it be so; thy . . Thy, skelf- ing var þetta asnaleg enska. Ef hann átti að vera alveg hrein- skilinn þá . . . Hreinskilinn? Það var ekkert að marka þetta ennþá. Hann var rétt að byrja á bókinni. Nú hafði hann loksins tíma til að lesa þær bæk- ur, sem allir menntaðir menn áttu að hafa lesið. Og höfðu lesið eftir því sem þeir sögðu sjálfir. Nú, hann hafði svo sem sagt það lika. Og fjandinn hafi það, eitthvað hlaut að vera merkilegt við Shake- spare kallinn eins og allir dá- sömuðu hann. Hann var sjálfur bú- inn að dásama hann í fjölda ára. Hamlet til dæmis. Hann hafði séð Gunnar Eyjólfs sem Hamlet til dæmis. Og ekki sofnað; Hann var meistari í að sofa í leikhúsum og á konsertum. Og tala svo gáfu- lega um verkin á eftir. Það gerði, hvað hann var stálminningur. Hann hafði ótal tilvitnanir á reiðum höndum úr óteljandi verkum. Og hann renndi alltaf augunum yfir listagagnrýni blaðanna. Hún kom sér vel, það hafði verið eitt það albezta, sem blöðin höfðu nokk- um tíma gert, þegar þau tóku upp alla þessa menningarvitastarfsemi. Jú, hann hafði alltaf haft á reið- um höndum alla þá sönnu menn- ingu plús nauðsynlegar tilvitnanir, sem hann hafði þurft á að halda í þeim selskab sem hann hafði ferðast í undanfarin fimmtán ár. Það var ekki það, að hann kynni ekki að meta góða list. Hann var bara alltaf svo þreyttur. Svo dauðans þreyttur. En nú var öðru máli að gegna. Nú gátu öll þessi andskotans brögð og lýgi farið beinustu leið þangað sem þau áttu heima. Hann þurfti ekki lengur á þeim að halda. — Æ, hann ætlaði að hvíla sig dá- lítið lengur. Það var engirt hætta á að Lear hlypi langt. Og á morg- uri var annar dagur. Hann lagði bókina frá sér og teygði úr sér I rúminu. Velti sér á hliðina og skreið í kuðung undir hlýrri sænginni. Einn af uppáhalds- leikjunum hans, þegar hanr. va' strákur var að skríða í kuðung undir sænginni, draga hana upp fyrir höfuðið og búa sér til holu í hlýju myrkrinu. Þá var hann úti- legumaður í dimmum helli, sem átti í höggi við kulda, snjó og hungur, að ógleymdum bannsett- um byggðamönnunum, sem hann háði ógurlega bardaga við. Einn á móti öllum heiminum. Eða sjó- ræningi, sem sigldi skipi sinu sigrihrósandi á braut eftir mann- skæðar orrustur við óvinina, með- an fallbyssukúlurnar dundu allt í kringum hann. Eða Percy hinn ósigrandi. í hlýju holunni undir sænginni voru heilir ævintýra- heimar, sem enginn þekkti nema hann Hann dró sængina upp fyrir höfuðið og reyndi að ná aftur til- finningunni frá drengjaárunum, spennunni og æsingnum, sem blönduðust svo kitlandi örygginu og hlýjunni Hún hafði verið aðal- atriðið í leiknum, þótt hann gerði sér ekki grein fyrir því þá. En hann kom fljótt út undan henni aftur. Það var engin ástæða til að kæfa sig. S krítið að honum skyldi detta þetta í hug núna. Hann hafði ekki munað eftir þessum leik í herrans háa tíð. Enda haft öðru mikilvæg- ara að sinna. — Hlægilegt að fara að skríða undir sængina eins og smástrákur; — Hann leit skömmustulegur í kringurrr sig. Nú það var svo sem ekkert til að skammast sín fyrir. Hann var hér einn og gat gert það sem hann langaði til Skyldu hans strákar gera þetta líka? Áttu þeir sér einhvers stað- ar svona hlýja holu, sem þeir skriðu inn í? Ævintýraheima, sem enginn þekkti nema þeir? Varla! Nei, það var hreint óhugs andi. I þau skipti, sem hann sá þeim bregða fyrir, voru þeir annað hvort hangandi fyrir framan sjón- varpið eða á leið í skólann, eða út að leika sér. Ingibjörg hafði sem betur fer getað vanið þá af þessum hryllilega háværu leikjum þeirra. Indíána- og kábojleikir með öskrum og ýlfrum, sem gátu vakið dauðan mann úr gröf sinni, hvað þá að nokkur vinnufriður fengist. Þeir höfðu hreint verið að gera hann vitlausan, þegar hann þurfti að vinna úr einhverju heima. Og hann hafði sagt henni það skýrt og skorinort. Hann vildi hafa frið á sínu heimili þessar fáu stundir, sem hann gat eytt þar. Og þó, ef til vill áttu þeir sér sínar hlýju holur einhvers staðar. Hann vissi það ekki. En það gat vel verið, þótt hann vissi það ekki. Hvað vissi hann í rauninni um þessa þrjá rollinga sína? Þessi þrjú afkvæmi sln, skyldubundið framlag hverrar fjölskyldu til- þjóðfélagins. Aldur þeirra? Hára- og augnalit? Nei fjandakornið, hára- og augnalit þeirra vissi hann ekkert um. Nema Lalla, hann hafði brún augu. Hvaðan þau voru komin var honum ráðgáta. En ald- urinn. Jú, Nonni hann var tólf ára og Sveinn, var hann ekki níu? Jú, það voru þrjú ár á milli þeirra. Og Lalli, örverpið. Hann var sjö ára. Eða var hann sex? Jú, hann var víst sex. Nei, hann átti að byrja í skólanum í haust. Jú, auð- vitað var hann sjö ára, hvernig lét hann? Hann sem gaf honum þessa flottu og dýru rafmagnsjárn braut í afmælisgjöf í vor. Hann var greinilega orðinn alveg út- keyrður. Að muna ekki einu sinni almennilega, hvað manns eigin af- kvæmi eru gömul! Nei, guð vissi, að honum veitti ekki af þessari hvíld. Hann yrði áreiðanlega eins og nýr maður, þegar hann kæmi aftur í bæinn, eftir þriggja vikna einveru og hvild. Og þá — já þá hófst hans nýja líf fyrir alvöru. Hann hafði náð því takmarki, sem hann hafði sett sér. Og nú ætlaði hann að fara að njóta ávaxtanna af öllu stritinu. Þótt það væri freistandi að halda áfram. Því var ekki hægt að neita. Hann var kominn í svo fjandi góða aðstöðu, sérstaklega innan flokksins. Ef hann héldi áfram, vissi hann, að hann átti vori í ráðherrastöðu eftir fáein ár. Jafnvel um næstu kosningar. Það væri svo sem ekki skitlegt að verða menntamálaráðherra — eða fjármálaráðherra. — En nei, ákvörðun hans varð ekki þokað. Hann var búinn að koma lífi sfnu í þann farveg, sem hann hafði alltaf ætlað sér. Og hafði meira en nóg fyrir sig að leggja. I sann- leika var hann bara orðinn skratti vel stæður. Eiginlega forríkur, þegar allt var talið með. En það hafði hann líka alltaf ætlað sér. Og hann hafði svo sannarlega unnið fyrir því. Unnið fyrir hverri skitirini krónu. Ja, svona hér um bil hverri. Auðvitað hafði hann notfært sér þau tækifæri, sem honum höfðu boðizt. Maður verður aldrei rikur, ef maður ætlar að burðast með einhverjar afdalaheiðarleikahug- myndir. En hann hafði þó ekki verið eins og sumir — hann ætlaði ekki að fara að nefna nein nöfn sem sviku og stálu, hvar sem þeir gátu hendi að komið. — Nema auðvitað undan skatti. Hann við- urkenndi það fúslega. En meðan skattalöggjöfin var eins fáránleg og hún var, þá vár það ekki nema eðlilegt. Hún blátt áfram bauð upp á það. Og því ekki hann eins og aðrir? Það var eiginlega ekki hægt að kalla það svik. Hefð — tradi- sjón var miklu betra. Og aldrei hafði hann viljandi gert neinum illt. Lifið var nú einu sinni bar- átta, eins líf annars dauði. Og fáirðu kjaftshögg, þá er að taka þvi eins og Tnaður. Ekki vola og væla og kenna öðrum um. Hann hafði alltaf verið hepp- inn. Kjaftshöggin, sem hann hafði fengið, voru teljandi á fingrum annarrar handar. Hann brosti ánægjulega með sjálfum sér. Nei, heppinn var ekki rétta orðið. Hann hafði lagt sig allan fram, hverja ögn af sjálfum sér. Unnið eins og skepna. Þrefaldan vinnudag oft á tíðum. Og nú var markinu náð. Undanfarna mánuði hafði hann losað sig við flest nefndarstörfin. Þau höfðu verið orðin alltof mörg. Tuttugu og fjórar nefndir og for- maður í yfir tíu. En það var eins og það væri ómögulegt að fá hæfa menri í svona störf. Það voru alltaf sömu mennirnir, sem máttu axla byrðarnar. En nú yrðu aðrir að taka við, hann var búinn að fá nóg. Og aukastörfin, þeim hafði hanri verið að koma sér út úr hægt og hægt síðasta árið. Og eftir fríið beið það starf, sem hann hafði mestan áhuga á. Ævistarf hans héðan í frá. Tilhugsunin var dásamleg. Þótt hann yrði að við- urkenna, að hann mundi að vissu leyti sakna — ja sakna svo margs. Það yrðu auðvitað viðbrigði að verða bara venjulegur almennur borgari í staðinn fyrir . . . nú því ekki að viðurkenna það hreinskiln- ingslega: hann hafði verið mjög mikilsvirtur og málsmetandi mað- ur. Haft sitt að segja á æðstu stöðum. Auðvitað hafði hann það enn og munoi nara aor norcicru leyti áfram, en það yrði aldrei það sama og vera í miðri hringiðunni. — Nú hann hafði sjálfur valið og það líf, sem nú var að hefjast, var það líf, sem hann hafði alltaf dreymt um. — Búinn að blóðsjúga spen- ann! Það hafði hún alltaf sagt. — Þú hættir ekki fyrst þú ert einu sinni kominn á spenann. Ekki fyrr en þú hefur blóðsogið hann. Það var orðið langt síðan honum hafði dottið hún í hug, Guðrún Fyrri konan hans. — Hvenær hefurðu fengið nóg af bitlingunum? Hvenær ætlarðu að lifa? Lifa? Finnst þér þetta eitthvert líf? Við eigum ekki bót fyrir rass- inn á okkur. Alltaf blönk, og littu á húsgögnin. Kallarðu þetta eitt- hvert líf? Bíddu í nokkur ár og þá getum við lifað þvi lífi, sem ég vil að við lifum, þá skaltu sjá. — Nokkur ár — nokkur ár! Hver veit, hvað verður eftir nokk- ur ár Og hvaða máli skiptir allt þetta drasl, sem fólk hrúgar í kringum sig? Gættu þín bara góði, að þú hafir ekki týnt hæfileikan- um til þess að lifa einhvers stað- ar á þessum nókkrum árum þin- um. Að þú verðir ekki orðinn steinblindur fyrir því, hvað er líf. au höfðu rifizt um þetta 1 það óendanlega. Aldrei verið stundlegur friður, meðan þau bjuggu saman. Hann fylltist alltaf kergju og æsingi, þegar hann minntist hennar. Hún hafði aldrei getað skilið, að peningar uxu ekki á trjánum. Að það þurfti að vinna fyrir þeim. Vinna! Hún var alltaf síklifandi á því að lifa. Lifa! En hvers konar lífi er hægt að lifa án peninga? Ekki þvi lífi, sem hann vildi lifa. — Líttu á fugla himinsins. . . . ein af tilvitnunum hennar. Jú, hún hafði ekki skirrst við að nota ritninguna sér til framdráttar í rök- ræðunum við hann. Og aldrei þok- að hársbreidd, alltaf verið jafn sannfærð um, að hún hefði á réttu að standa. Hann skildi ekki, hvað hann hafði enzt til að þræta við hana. Fuglar himinsins — liljur vall- arins. Hnuh! Ætli hún sæi ekki eftir því núna og hafa hlaupið svona í burtu eins og hálfviti. Með þessum líka delanum. Ætli hún hefði ekki hugsað sig tvisvar um, ef hún sæi hann í dag? Lifa? Já, hún hafði þá fengið að lifa. Baslið var henni fjandans mátulegt. Og hún hafði ekki feng- ið grænan eyri frá honum. Ekki það. að hún reyndi nokkuð til þess, hann varð að viðurkenna það. Hún hafði meira að segja SMÁSAGA Eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. apríl 19<39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.