Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 11
mikið að hverskonar vmna, sem eytt, ekKI vaxiB artur. Kotðís- væri við þeirra hæfi, myndi veikin er tvennskonar, með út- auka lífsgleði þeirra og létta brotum (sárum) og með hrúðr- undir í baráttunni við sjúkdóm- um (körtum). Sú með hrúðr- inn, þá lögðum við okkur í líma unum er örðugust viðureignar. við að beina hugsunum þeirra Aldrei voru þó sjúklingar, sem að einhverju verkefni eða síðar komu, eins illa á sig komn- vinnu. Konurnar höfðu nóg að gera með að prjóna og bæta flíkur, og kar'lmennirnir við að riða net. Margir af þeim voru blindir eða limlestir, en jafn- vel þeir urðu smám saman vinnufærir. Ég minnist þess, að ein kvennanna, sem hafði misst fremstu fingurkögglana, gat hekklað fegurstu kaffidúka. Spítalinn borgaði sjúklingun um fyrir vinnu þeirra, með- fram til að auka áhuga þeirra fyrir vinnunni. Þetta hepnaðist svo vel, að seinna meir fóru þeir að taka að sér vinnu fyr- ir fólk utan spítalans, svo sem riðun fiskineta, allskonar hús- gagnasmíði og þessháttar. Auð- vitað var allt, sem sjúklingarn- ir smíðuðu eða bjuggu til, vand lega sótthreinsað. Einhver mesta gleði og ánægja þeirra var, að geta sent smá peninga- upphæðir til heimila sinna og nán ustu vina. Nokkrir hinna dug- legustu gátu smám saman sent mjög álitlegar peningaupphæð- ir til heimila sinna. Spítalinn lét sjúklingunum munntóbak og neftóbak í té. Sá einasti „lúxus“, sem sjúkl- ingarnir létu eftir sér var sæl- gæti og kaffi, sem þeir tóku fram yfir allt annað. Fólk hafði þær einkennileg- ustu hugmyndir um smithættu. Við spítalann vann td ..gos- karl, sem af ótta við smithættu fékkst aldrei til að aðstoða við að bera lík af sjúklingi út í 'líkhúsið. En dag nokkurn sá ég hann taka í nefið hjá sjúklingi, og skáru þeir þó sjálfir allt sitt neftóbak. Yfirleitt höfðum við ágætis starfsfólk og eng- inn af því smitaðist. Aðstandendur sjúklinga komu sjaldan að heimsækja þá, enda áttu flestir langt að. Ef til vill hefur þetta átt ekki hvað minnstan þátt í því, að sjúkl- ingarnir sættu sig fljótt við spítalavistina, og skoðuðu spí- talann sem heimili sitt. Borðstofurnar voru tvær og voru þær jafnframt notaðar til að vinna í, fyrir þá sjúklinga sem höfðu fótavist. Þriðja sal- inn fengum við útbúinn, með aðstoð Oddfellówreglunnar, sem kapellu. Reglan gaf altar- istöflu og Rebekkusysturnar í Danmörku áltarisdúk. Spí- talapresturinn, Friðrik heitinn Hallgrímsson, messaði annan hvern sunnudag, en auk þess heimsótti hanin sjúklingana iðu lega, las fyrir þá eða skemmti þekn á annan hátt. Auk þess komu oft ýmsir skemmtikraft- ar og þá sérstaklega söngfólk er söng fyrir þá úti á göngun- um. Smám saman útskrifuðust 21 sjúklingur. Fimm komu þó aft- ur. Níu eru nú dánir, en sjö eru búsettir utan spítalans. Lækningin á sjúklingunum tók smám saman svo miklum og stórstígum framförum og bata, að sjúklingarnir urðu alveg ó- þekkjan'legir. Maður gat naum ast trúað sínum eigin augum, að þetta væru sömu vesaling- arnir, sem við upprunalega tók um á móti. Sárin og útbrotin gréru, en auðvitað gátu þeir líkamshlutar, sem ónýtir voru orðnir og sjúkdómurinn hafði ir og þeir fyrstu, þegar spítal- inn var tekinn til notkunar. Aðeins fyrstu árin var spít- alinn fullskipaður. Eftir það fór sjúklingum stöðugt fækk- andi. Síðan 1931 hafa verið sam tals tuttugu sjúklingar, þar til haustið 1933 og vorið 1934, þá bættust við fjórir sjúklingar. Þessvegna var aðeins helming- ur spítalans notaður frá ár- inu 1928. Á tímabili leyfðu stjórnarvöldin nokkrum ís- lenzkum fjölskyldum búsetu í spítalanum, þ.e. þeim hluta hans, sem ekki var notaður fyr- ir sjúklinga. En eftir stjórnar- skiftin 1932 var þeim fyrirskip- að að flytja í burt, vegna kröft- ugra mótmæla frá Oddfellów- reglunni og spítalalækni. En sumarið 1935 var samt þessi hluti spítalans aftur tekinn í notkun, og nú fyrir geðveikis- sjúklinga. í júní 1938 voru 19 holds- veikissjúklingar á spítalanum, níu karlmenn og 10 konur. Meiri hlutinn gamalmenni. Að- eins sex undir fimmtugu. Utan spítalans voru 14, og þá með- taldir þeir, sem útskrifaðir voru frá spítalanum, sem smit- fríir. Alls hefur verið veitt mót- töku 218 sjúklingum. Þar af sex tvisvar sinnum, svo raun- verulegur sjúklingafjöldi hef- ur verið 212. Fjórir hafa strok- ið af spítalanum á þessu tíma- bili. Einn þeirra kom þó aftur, tveir voru dánir, en einn þeirra er enn á lífi þegar þetta er skrifað 1938. Prófessor Sæmundur Bjarn- héðinsson hefur verið læknir spítalans frá 1889 tii 1934, eða samtals 36 ár, en þá varð hann að láta af störfum vegna heilsu- brests.“ — Hér líkur frásögn frú str. Christophine Bjarnhéð- insson. — Eins og áður er getið var Holdsveikraspítalinn í Laugar- nesi gefinn íslenzka ríkinu af Oddfellówreglunni í Dan- mörku. Hann kostaði tilbúinn til notkunar kr. 220,000,00. Þá var sama myntin hér á landi og í Danmörku. Tálnaglaðir menn geta reynt að reikna út hversu óhemju upphæð þetta er á þeim tímum, miðað við gengi ísl. krónunnar í dag. Strax og íslenzka ríkinu hafði verið af- hentur spítalinn átti það að ráða yfir honum að öllu leyti og þá auðvitað að standa straum af rekstri hans. Stæði hann ónot- aður í'allt að þrjú ár féll eign- arrétturinn af.tur til dönsku Stórstúku Oddfellówreglunn- ar, svo hún gæti, eftir beztu vitund, ráðstafað honum ti'l mannúðarmála og almenn- ings heilla. Holdsveikraspítalinn var um fjölda ára langstærsti spítalinn hér á landi, að flatarmáli 750 fermetrar-rúmmál 7770 rúm- metrar og kjallarinn 2100 rúm metrar. Hann var tekinn í notkun af ensku hernaðaryf irvöldunum, er þau hernámu landið. En árið 1942 brann hann til kaldra kola. Trygging- arfénu var, nokkrum árum seinna, ráðstafað til byggingar á fyrsta fávita'hælinu hér á landi, með aðstoð ríkisstjórn- Fyrstu sjúklingarnir voru flutt- ir til spítalans í sérstaklega gerðum trékössum og stundum höfðu þeir komið með strand- ferðaskipum utan af landi og voru mjög veikir. Holdsveikrasptíalinn í Laugamesi brennur. arinnar, af Stórstúku íslenzku Oddfellówregliunnar, en danska Oddfel'lówreglan hafði áður fært henni tryggingarféð að gjöf. Nú eru aðeins þrir holds- veikissjúklingar hér á landi, all ir komnir á efri ár. Við and- lát þeirra hefur holdsveikinni verið útrýmt hér á landi, og þar með náðst það endamark, sem stefnt var að, af dönsku Oddfellówreglunni, með gjöf- innd. Oddfellówreglan I.O.O.F. á 150 ára afmæli um þessar mundir, eða réttara sagt sú grein hennar sem íslenzka Reglan er í sambandi við, því sjálf er hún æfagömul. Þótti því vel við eiga að minnast stofnunar hennar hér á landi og rifja lítillega upp sjálf tildrögin, ásamt þeirri stór höfðinglegu mannúðargjöf til íslenzku þjóðarinnar, sem fylgdi með stofnun hannar. í tilefni afmælisins færir ís- lenzka Oddfellówreglan I.O.O.F. þjóðinni að gjöf: Há- valtageisla tæki (Cobalt-tæki), af fullkomnustu gerð, til 'lækn- ingar á krabbameini. Tækið verður staðsett í Landsspítalan um. Ágæta samvinnu og að- stoð við útvegun tækisins, hafa Krabbameinsfélag íslands og Reykjavíkur látið í té, og ber að þakka það að verðleik- um. M. J. Br. 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.