Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 4
DAGLECT LÍF í RÚSSLANDI þessar sögur orðið villandi. Því á mörgum öðrum sviðum hefur lífið í Rússlandi til að bera meiri kímni, umburðar- lyndi og þjóðfélagslega auðgi en á sér stað í framfaraþjóð- félögum vestrænna landa. í augum flestra Rússa er efnahagslegur skortur og fá- tækt hið eina sem skyggt get- ur á rósemi og öryggi hins dag- tega lífs. r VFömul kona, klædd hinni óumflýjanlegu svörtu kápu og ullarsjali, heyr hina daglegu baráttu fyrir matvörum fjöl- skyldunnar í verzlunargötu einni í miðborginni. Matvöru- verzlanir í borginni eru lokað- ar frá klukkan eitt til tvö e.h. en gamla konan tekur sér stöðu í biðröðinni utan við lok- aðar dyr fiskbúðar klukkan 1.40. Klukkan tvö eru 60 manns samankomnir þarna, að- allega ellilauna fóik eins og hún sjálf og allir halda á poka- skjöttum, sem í eru ýmsar vör- ur vafðar í gömul Pravda- blöð. Loks eru dyrnar opnað- ar (og þó aðeins til hálfs, báð- ar hurðirnar eru aldrei opn- aðar, hversu stór sem hópur- inn er) og fólkið ryðst fram með bardagastunu og olnboga- skotum og pústrum á báða bóga. Gömlu konunni er hrund- ið til og frá — en hún ryður sér aftur inn í þvöguna við af- greiðsluborðið. Þegar kemur að henni skattyrðist hún við af- greiðslustúlkuna, gjaldkerann og hina viðskiptavinina. Dag- farslega er þessi kona mein- leysið sjálft en við innkaupin eru það lög frumskógarins, sem gilda. í nálega hverri verzlun í Moskvu gerist sama sagan. Svo vill til að sem stendur er eng- inn skortur á fiski. (Þ.e.a.s. frystum, sötluðum eða niður- soðnum. Nýr fiskur er nánast ófáanlegur, eins og alltaf, og í fiskrétta-matstofu einni í Len- ingrad — þar sem nærri sést til Eystrasaltsins — segir fram- leiðslustúlkan manni að „vera ekki með neina vitleysu" þeg- ar maður spyr hvort nokkuð á matseðlinum sé ferskt). En skortsviðhorfið ræður lögum og lofum, kaupendur í búðum ganga aldrei að verkefná sínu með stillingu, jafnvel þótt birgð ir séu nægar. Enginn veit hvenær eða hversvegna þessi „halli“ eins og það er kallað, á sér stað. Eina vikuna er hörgull á þvottadufti, næstu viku vant- ar katla, síðan rakblöð — skyndilega tæmast allar hillur hvarvetna í borginni af ein- hverri ákveðinni vörutegund. Og fólkið í biðröðunum ýtir og hrindir og mjakar sér að af- greiðsluborðunum til að ná í blýanta, buxur, gaffalbita eða hvað sem ea- áður en birgðir þrjóta. (Sögnin „að kaupa“ er eiginlega horfin úr daglegu tali í Rússlandi og í stað hennar komin önnur orð — „að fá ', „að ná í“, „að finna“.) En hagur hins rússneska neytanda stendur ekki í stað. Þvert á móti fara vörugæði og fjölbreytni í verzlunum og í klæðaburði fólksins hægt og hægt vaxandi. Hrukkueyðing- arkrem og hárskolunarvökvar fást nú í snyrtivörubúðum — í grófgerðum umbúðum, en gefa þó kaupendaskaranum of- urlítið bragð af munaði og æv- intýrum. S ýningargluggar GUM og þriggja eða fjögurra minnd verzlana eru upplýstir og stundum jafnvel smekklega skreyttir og setja dálítinn stór- borgarbrag á göturnar, sem annars eru dauflegar og snauð- ar ásýndum eins og á stríðs- tímum væri (þótt fötin, sem höfð eru til sýnis séu oftar til skrauts eins en ekki til söJu). Og framfarirnar í húsnæðis- málum eru sýnu meiri. Hinar gífurlegu byggingaframkvæmd ir á borgarsvæðinu eru flat- neskjulegar og Ijótar en þar hefur þó mikill f jöldi fólks loks ins fengið eigið húsnæði. Þótt þröngt sé er það mikil breyt- ing til batnaðar frá hinum kæfandi, taugaslítandi sambýl- isbúðum, þar sem þetta fóik hefur jagast við nágranna sína áratugum saman. Rússar hafa, eftir eigin mælikvarða, aldrei verið svo vel settir. En þótt undarlegt sé eru þessar nýju byggingar — jafn- vel nýju flugval'lamannvirkin — farin að flagna og molna. Og nærri hver einasta fram- leiðsluvara er frumstæð og grófgerð. Þrátt fyrir allar um- bætur er þetta land, sem er svo valda- og áhrifamikið, enn svo furðulega sárfátækt. Eða svikin, sem viðgangast í öllum stéttum þjóðfélagsins, allt frá afgreiðslustú'lkum, sem svíkja hvern viðskiptavin um nokkur grömm af pylsu og taka svo með sér kíló á viku heim til fjölskyldunnar, til stórþjófanna, sem hafa gert verksmiðjur, heildsölur og dreifingarkerfi að algerum ó- löglegum einkafyrirtækjum. Starfsmenn í slíkum fyrir- tækjum vita venjulega af þess- um „vinstri handar rekstri“, þekkja hann jafnvel út í æsar. En þeir hreyfa sjaldan mótmæl um. Það er gert ráð fyrir því, að þeir sem hafi aðstöðu til að svíkja, geri það. Afskiptaleysið er jafn pottþétt og svikin sjálf. F yrir þremur vikum var ungur bílstjóri að aka út kjöti og tók þá eftir hálfum kýr- skrokk, sem gleymzt hafði að taka í eina verzlunina. Hanin lyfti honum aftur inn í bíl sinn og var í þann veginn að aka burt, þegar slátrarinn, sem var kona, sá til hans og spurði hvert hanin ætlaði. „Hví skyldi þér ekki vera sama, elskan? Þinni vakt var lokið fyrir tíu mínútum“. Konan leit á úrið sitt, hikaði andartak og gaf honum síðan bendingu um að hafa sig á brott. Bílstjórinn fór með kýrkjötið heim til sín, þar sem því var skipt á milli ættingja hans. Hann sagði mér þessa sögu ekki sem undantekningu held- ur sem dæmi um regluna. „Ég á þetta ekki, þú átt það ekki — enginn á það, og enginn skiptir sér af því nema hann þurfi að svara til saka. Þessvegna eru verzlanirnar svona tómair." Samt er ástandið óendanlega miklu betra í Moskvu en ann- arsstaðar í Rússlandi. Höfuð- borgin er í þungamiðju þess skiptingarkerfis sem vörum og þjónustu er dreift eftir til hinna ýmsu borga og lands- hluta. Moskva fleytir rjómann af allri framleiðslu og Rússar koma þangað um hundruð mílna veg jafnvel til þess eins að kaupa í matinn. Holdug og glaðleg kona fremst í matvörubiðröð í einni Moskvu-verzlananna biður um fjögur kíló af ódýrri pylsu. „Af hverju svona mikið?“ spyr ó- þolinmóður ungur maður í hvítri skyrtu fyrir aftan hana. „Ertu að birgja þig upp fyrir næsta stríð?“ Háðið fer fyrir ofan garð og neðan hjá kon- unni og hún skýrir frá því al- varleg í bragði, að pylsa fáist aldrei í hennar heimabæ. Hún bjó um 75 kílómetrum utanvið Moskvu og kom til borgarinn- ar einu sinni í viku til að kaupa kjömeti handa fjölskyldunni. c LJ væðaskiptingin hefur það í för með sér, að það sem vest- rænir gestir sjá í verzlunum Moskvu er sízt af ö'llu dæmi- gert fyrir landið í heild. Blaða- mönnum, sem heimsækja Mosk- vu er gjarnt að vísa til verð- lags sem þeir sjá á göngu sinni framhjá verzlunargluggum borgarinnar — en slík verð- upptalning hefur takmarkað gildi þegar tekið er tillit til þess hve birgðir verzlunarinn- ar af viðkomandi vöru eru litl- ar. Ríkis fornsölurnar eru miklu nákvæmari og gleggri mælikvarði á framboð og eft- irspurn á hinum rússneska neytendamarkaði en stórverzl- anirnar. Það er þar, sem tízku- fólk Moskvuborgar gerir inn- kaup sín. Lagleg, ung skrifstofustúlka er að leita sér að nýjum „spari“-skóm í fornsölu rétt hjá fiskbúðinni og finnur eina við sitt hæfi á meðal langra raða af slitnum og þefjandi rosabullum. Þetta eru svartir enskir skór frá Clark’s, svo til nýir en með gamaldags stál- hæl. (í Englandi hefðu þeir kostað — nýir auðvitað — inn- anvið 5 pund) Verðið er 50 rúblur og stúlkan borgar þær með glöðu geði. Mánaðcirlaun hennar eru 75 rúblur. Þykk, ítölsk mohair-peysa, vel með farin, kostar 70 rúbl- ur. Ullarpeysa frá Marks og Speneer og notuð að minnsta kosti eitt ár, kostar 36 rúblur. (f Englandi hefur hún senni- lega kostað 2 pund — eða and- virði fjögurra vinnustunda, hér kostar hún tveggja vikna káup, varla nothæf). Verð á hlutum, sem seldir eru manna á milli er mjög svipað því sem gerist í fornsökinum. Gífurleg verzlun með notaðan fatnað á sér stað með þess axi hanidlöngunaraðferð. Allt, hversu gamalt sem það er, hef- ur sitt gildi og hver einasta stúlka er kaupkona í frístund- um sínum og veit af eðlishvöt, svo ekki skakkar meiru en 5 rúblum, verð hvers hlutar. Kommúnisminn hefur skapað öflugasta einstaklingsframtak sem fyrirfinnst í heiminum. v T erðbólgan í svartamark- aðs (þ.e. hinu raunverulega) verðlagi er hvað stórbrotnust á bifreiðum. Skráð verð á Vo'lga-bifreiðum er nálægt 6000 rúblum, en nýleg bifreið kost- ar 12.000 till 15.000 rúblur á Moskvumarkaði og allt upp í 18.000 (eða fimmtán ára laun iðnverkamanins) í minni borg- unum. Þess má geta, að bið- listanum fyrir Volga-bifreiðir — nýju gerðina, sem er orðin tveimur árum á eftir áætlun — var nýlega lokað og sagt er að þeir síðustu verði að bíða í tíu ár. En það er hvort sem er að- eins þeir allra ríkustu, sem hugsa um bíla — og þeir allra ríkustu eru yfirleitt hátísettir „apparatchiks". Vinnandi fólk, eins og það sem ég þekki hugs- ar ekki um bíla heldur hluti eins og sítrónur. Góð sítróna kostar iðnverkamann um þriggja stundarfjórðunga vinnu. Það er óverjandi eyðsliu semi en hann lætur það stund- um eftir sér að kaupa hana vegna þess að það er svo gott að hafa sneið út í tebollann. Auk þess eru sítrónur oft einu ávextirnir, sem fáanlegir eru á vetrum. Nýtt grænmeti er jafn sjald- gæft og jafn dýrt, en tómatar sjást stöku sinnum á bænda- markaðinum — og kostar kíló- ið fjögurra klukkustunda vinnu. Þetta er auðvitað alger munaðarvara, en hinsvegar er verðlagið á allri matvöru svo hátt, að maðalfjölskylda eyðir hérumbi'l helmingi teknanna í mat og það þótt kosturinn sé vægast sagt tilkomulítill. Hjón, sem bæði vinna kunn- óttustörf geta haft um 200 rúblur á mánuði. Þegar 100 rúblur hafa verið greiddar fyr- ir mat auk húsaleigukostnaðar, ljóss og hita, skatta og far- gjalda og (dýrra) aukaliða eins og klippiriga og bíómiða, geta, þegar vel stendur á, orðið 50 rúblur eftir til annarra inn- kaupa. En sæmilegir kvenskór, jafnvel inniskór, kosta 40 rúbl- ur, jakkaföt (léleg) kosta 125 rúblur og frakki 250. Þessi þrenn innkaup myndu því sam- svara eyðslueyrinum fyrir allt árið — þó líklegra sé að pen- ingunum verði varið til að klæða og punta barnið Gamli frakkinn verður því látinn duga og kaup á hvítri skyrtu eða nælonsokkum verða við- urhlutamikil fyrirtæki. Hvernig fær það þá staðizt, að einkaritari eyði öllu viku- kaupinu sínu í franskan brjósta haldara? „Það er vegna þess, að mér er sagt, „að stúlkurn- ar eru svo sjúkar af löngun í eitthvað, sem getur aðgreint þær frá fjöldanum, að þær vilja bókstaflega svelta til að geta keypt það. Maður verður að skilja sálarástand þeirra. Alla ævi eru þær umkiingdar gráum hversdagsleika. Hvaða máli skiptir það þá, hvort lífið er ofurlítið erfiðara í nokkra mánuði? Þetta eir þeirra eini möguleiki til að eignast loks- ins eitthvað fallegt. En hversvegna allar þess- ar bollaleggingar um lífskjör- in? Fótæk þjóð þarf ekki endi- lega að vera óhamingjusöm, þegar öllu er á botninn hvolft. Rússland varðveitir mikið af þeim einfaldleik, þeirri hlýju og ómenguðu dyggðum, sem finna mátti í þjóðfélögum áður en iðnvæðing og „ameríkani- sering" komu til sögunnar, og ef um annað iand væri að ræða, væru taldir fram töfrar þess í stað þess að klifa sífellt á van- köntunum. Auk þess liggja orsakirnar fyrir öreigð neytendanna miklu dýpra en í klaufsku núgildandi skipulags eða leiðtoga þess. Lénsskipulagið gekk aldrei vel í Rússlandi, það gerði auð- valdsskipulagið ekki heldur. Framhald á bls. 21, Rússar eru lífsglaðir, enda þarf fátæk þjóð ekki endilega að vera óhamin gjusöm þjóð. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. apríl 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.