Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 19
verjum og vakið algjort hneyksli í hinum kommúniska heimi. í ■öðru lagi var hún nú orðin „hin konan“ í lífi eins af hin- um þremur ráðamönnum Kúbu (sem voru Ché og Castro-bræð urnir) Ekki bætti það um að kona Ché og börn bjuggu líka í Havana og svo fyrri kona hans Hilda sem eflaust hefði notað samband hans við Tam- öru til að hefna sín á Aleidu fyrir það að hafa stolið Ché frá sér. Sá tími kom að Ché fannst Tamara vera reiðubúin að taka þátt í byltingu. Það var 1962 og verið var að þjálfa skæru- liðasveit frá Nicaragua á Kúbu til þess að hefja byltingu í heimalandinu. Ché réði Tam- öru hjá þessu liði og þegar það steig á land í Nicaragua sama ár var hún í för með því. Þar fékk hún eldskírn sína. Reynsl- an í Nicaragua leiddi óhjá- kvæmilega til herferðar í Ból- ivíu. Menn geta ímyndað sér skelfingu yfirboðara Tamöru. Þeir álitu tilraun Kúbumanna til þessa „útflutnings á bylt- ingu“ sinni stórhættulega og hafði aldrei dottið í hug að hinn dýrmæti njósnari þeirra væri staddur mitt í öllu farg- aninu. Moskvustjórnin var á móti þeirri ætlun Kúbumanna að gera vopnaða byltingu í Suður- Ameríku og var það af ýms- um ástæðum. Það kom fyrst og fremst í bága við tilraunir Sovr étmanna um friðsamleg stjórn- mála- og verzlunarviðskipti við þessi ríki burtséð frá stjórn- skipulagi þeirra. Enda þótt Castro hefði fullt eins mikið með þessi skæruhernaðarævin- týri að gera og Ché, leit sovét- stjórnin á Ché sem forsprakk- ann og raunar ekki að ástæðu- lausu. Ennfremur kom Sovét- mönnum og Ché ekki vel sam- an um fjármálin, en hann hafði verið iðnaðarmálaráðherra og svo vildi til að það voru Sov- étmenn sem borguðu reikning- inn og töldu Ché hafa farið illa með aurana. Einnig kom þeim illa saman um ýmsar kreddur. Þegar Ché réðist loks opinber- lega á Sovétmenn er hann var á ferð um Afríku 1964 og '65 fór að hitna á honum heima fyrir. Eftir kröfu Moskvustjórnar- innar bolaði Fidel hinum gamla félaga sínum úr stjórninni. Fid- el og Ché hafði heldur ekki komið of vel saman upp á síð- kastið. Ché var líka bolað úr embættum sínum í hernum og flokknum. Þá var sama og úti um feril hans í Havana og Ché átti um ekkert að velja nema reyna fyrir sér með byltingu erlendis og hélt nú fyrst til Congo (þar sem hann hjálpaði Kinshasa uppreisnarmönnum). Því næst fór hann til Bolivíu. Castro sá fram á, að ekki væri það lakara fyrir sig, ef svo færi að Ché heppnaðist þetta og studdi hann því dyggilega. Öðru máli gegndi um Sovétmenn. Þeim leizt nefnilega miður vel á það, að Ché léki lausum hala og gerði allt vitlaust í Suður- Ameríku og skipuðu því Tam- öru að hafa strangar gætur á honum í þann mund er barátt- an byrjaði í Bolivíu. Hvernig mátti það vera að Tamara fékk sig til að njósna Mtm Þessa mynd tók Guevara sjálfur af Tamöru. um þann mann sem hún elsk- aði? Beinast liggur raunar við að álíta að hún hafi aldrei elsk- að hann. Hún var alin upp í þeim sið að taka pólitískar „skyldur“ fram yfir tilfinning- ar sínar og trúði því greinilega að það væri skylda hennar að njósna um Ché og hverjar til- finningar sem hún bar í brjósti til hans voru þær greinilega ekki nógu sterkar til að kæfa pólitíska skyldurækni hennar. Það verður tæplega álitið að um ást hafi verið að ræða. En kannski gefur þetta full harðneskjulega mynd af henni. Sá möguleiki er fyrir hendi að persónuleiki hennar hafi verið klofinn þannig að barizt hafi í henni þessar tvær tilhneig- ingar: skylduræknin við póli- tíska trú sína og ást á Ché og hún hafi einfaldlega ekki get- að gert upp við sig hvað gera skyldi í málinu, ekki getað gert upp á milli þeirra. Annars veg- ar var hún tannhjól í maskínu kommúnista en hins vegar ást- fangin stúlka. Það kann að hafa verið auðveldast að leika bæði hlutverkin í einu og vona að allt færi vel á endanum. Það er að minnsta kosti mannlegri skýring. Tamara Bunke kom til Bolir víu 18. nóvember 1964. Þá hét hún nýju nafni, Laura Gutiérr- es Bauer og bar nýtt vegabréf. Hún lék stúdent og læddi sér inn í æðstu menntastofnun Boli víu sem nemandi í lyfjafræði. Engum virðist hafa þótt það undarlegt, að vel menntuð og lagleg stúlka frá Buenos Aires skyldi hafa leitað uppi svo fjar- læga og afskekkta borg, sem La Paz höfuðborg Bolivíu, til um. Á stjérnmál minntist hún aldreL E ina frávikið frá þessu fá- breytta lífi varð þegar hún hitti Anitu Heinrich sem var einkaritari dómsmálaráðherrans Antonic Jendeta, en sá var mað urinn sem afhenti Fidel Castro dagbækur Ché Guevaras um vorið 1968 til þess að þæryrðu ekki notaðar í áróðursskyni á móti hinum látna byltingarfor- ingja. Það getur varpað ljósi á það hvernig Laura læddi sér inn á stokk hjá bolivönsku stjórninni. Ráðuneyti Mendet- as hefur eflaust orðið fyrsta þrepið á þeirri leið. Laura og Anita (sem líka var af þýzkum uppruna) voru oft saman úti á meðal fólks. Venju- lega enduðu samkomurnar í nektarveizlum og þar var drukk ið óspart. Þetta var ekkert nýtt fyrir stúlku sem hafði tek- ið þátt í svalli Kúbumanna í Austur-Berlín forðum. En yfir- leitt var litið á Lauru sem vel upp alda, unga stúlku sem dáði þjóðlög, lagði stund á keramik og rannsakaði siði og venjur frumbyggja landsins. Hún var uppalin og menntuð í Evrópu, að auki lagleg svo að ekki var að kynja þótt hún yrði vinsæl í La Paza, jafnt meðal lista- manna sem stjórnmálamanna, ungs fólks sem menntamanna. Undir yfirskini áhuga síns á þjóðinni og siðum hennar hátt- um og menningu rak Laura síð- an starfsemi sína fyrir Ché og sovézku leyniþjónustuna. Hún gaf skýrslu til Austur-Berlín- ar og Moskvu um hverja hreyf- ingu Ché og manna hans. Guevara og hin kúbanska kona hans Aleida March. þess að læra þar lyfjafræði. Það fylgdi hlutverki hennar að þykjast vera fátæk og vinna fyrir sér með náminu. Laura, eins og hún hét nú, kenndi þýzku (en í Bolivíu hafa þýzk áhrif löngum verið sterk). Með- al nemenda hennar var blaða- maður að nafni Gonála Lópe Muno og varð hann svo gagn- tekinn af fátækt hennar og eymdarlífi að hann réði hana við tímarit sem hann hafði ný- lega stofnað. Aðrir höfðu það í flimtingum að hún væri í raun og veru „einkaritarinn" hans. Laura hafði mikil áhrif á Lópe Muno eins og allflesta sem hún hitti í La Paz. Hún kom fyrir sjónir sem geðsleg ung stúlka, hæglát og greind í þokkabót. Hún lifði líkt og bó- hem í lélegri íbúð og svaf á gólfinu, sótti fáar veizlur og drakk lítið sem ekkert. Henni þótti afar gaman að þjóðlög- Það var í hennar verkahring að vinna með bólivanska komm- únistaflokknum en Ché og Castro þurftu á stuðningi hans að halda til skæruhern- aðar síns. í þokkabót hafði hún yfirumsjón með njósnum fyrir Ché. Er það næsta kaldhæðnis- legt. Hún var líka aðal tengi- liður milli stuðningsmanna Ché í La Paz og skæruherbúða hans í suð-austur Bolivíu. Til þess að kóróna þetta allt, fól hann henni svo að ræða við ýmsa Argentímumenn en í því landi hafði hann í huga að gera bylt- ingu. miðju ári 1966 giftist Laura ungum Bc4ivíumanni sem er undarlegt þar sem hún elsk- aði Ché Guevara. En ást kom þessu hjónabandi ekkert við. Eiginmaður hennar var 25 ára gamall stúdent í verkfræði, Mar io Antonio Alvarez að nafnl. Þau höfðu hitzt í gistihúsinu þar sem þau bjuggu bæði. Hann var ástfanginn af henni eins og Ijóslega kom fram í bréf um hans nokkrum mánuðum seinna er hann grátbað hana um að skilja ekki við sig eins og hún ætlaði. Þá var hann við nám í Sofiu í Búlgaríu. Auðvitað hafði Laura gifzt honum af hagsmunaástæðum og engu öðru. Hana vanhagaði um ríkisborgararétt í landinu og bolivíanskt vegabréf. Það gerði henni kleift að ferðast til og frá Boliviu hindrunarlaust. Að þessu loknu hafði hún engin frekari not af Mario og útveg- aði honum því styrk til náms í Bulgaríu. Hún varð að vera al- gerlega óbundin því að skæru- liðarnir höfðu nú komizt yfir búgarð í Nancahuazú nærri fjög ur hundruð mílur suð-austur af La Paz og hún varð að geta ferðazt fram og aftur milli þess- ara staða án þess að þurfa að hafa áhyggjur af eiginmanni. Rétt fyrir giftingu sína hafði Laura notað hið falsaða vega- bréf sitt í síðasta sinn til að ferðast til Argentínu, Mexikó og ef til vill einnig til Kúbu. Á leiðinni gegnum Argentínu til baka keypti hún Toyota jeppa fyrir eitt þúsund tvö hundruð og fimmtíu sterlings- pund. Þegar López Munos spurði steinhissa hvernig fátæk stúlka eins og hún hefði efni á öðru eins munaði svaraði hún hik- laust að henni hefði áskotnazt arfur frá þýzkum ættingja að upphæð 1250 sterlingspund. Þessi saga var svo aum sem ver ið gat og furðulegt að Munoz skyldi ekki hafa séð undir eins í gegnum hana. Aðstæðurnar voru meira að segja allar hinar grunsamlegustu. Hann hafði hitt hana á götuhorni í La Paz, há- grátandi, þar sem hún stundi því upp að það hefði verið brot- izt inn í íbúð hennar og stolið aleigunni. Munoz fann svo til með henni að hann fór undir eins með hana á skrifstofu sína og „gaf henni tebolla og reyndi að róa hana.“ Við munum aldrei fá að vita hvað gerðist yfir þessum tebolla En eftir þetta komust ýmis gögn upplýsingaþjónustu dag- blaðanna í hendurnar á jafn undarlegum „blaðamönnum" og hinum argentínska listamanni Ciro Roberto Bustos sem var einn tengiliður Ché og jafnvel Ché sjálfum. í hinni nítján þús- und orða skýrslu sem Buston gaf Bólívíustjórn í apríl 1967 sagðist hann hafa fengið þessi gögn frá Lauru. 1. Toyotajeppa sínum ferð- aðist Laura Gutiérrez Bauer de Martinez oftlega til Suð-aust- urhéx-aðanna. Stundum dvaldi hún um stundarsakir í Santa Cruz, helztu borg þessa lands- hluta, sem telur eitt hundrað þúsund manns, en hún var eins konar „neðanjarðarstöð" skæru liðanna á leiðinni til Nancahu- azú. En venjulegast eyddi hún mestum tíma sínum í hinni ryk- ugu litlu olíuborg Camiriminna en fimmtíu mílur suð-austur af skæruherbúðunum. í Camiri dvaldi Laura á Hot- el Oriente og kallaði sig Pró- fessor Tania og stundaði lófa- lestur. Klukkan tíu á morgn- ana kom hún fram í Zararenda útvarpinu og flutti leiðbeining- 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.