Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 20
ar, ráðleggingar og huggun handa þeim, sem hart höfðu orð ið úti í ástamáium, las þar upp bréf frá „hlustendum“ allt ó- keypis. Sum bréfanna voru nokkuð dularfull á köflum eða svo fannst áheyrendum, sem ekki var skrítið, því að Ché var kominn til Nanchahuazú og bréf in voru dulmálsskeyti frá Tania til hans. Fyrir utan þessa þjónustu við hann var hegðun hennar í Cam- iri all undarleg og er þá ekki ofsagt, þar sem hún var þjálf- aður njósnari og vissi að gengi Ché valt beinlínis á hátterni hennar. Hún spókaði sig í þorp- inu með tveimur beztu skæru- liðum Ché, bræðrunum Hoberto og Guido Percdo, sem kynntu sig sem hina nýju eigendur bú- garðsins Casa de Calamina-húss ins með tinþakinu. Toyotajepp- inn hennar sást oft á götunum. Og til að bæta gráu ofan á svart, sagði hún fólki það í gamni að hún og félagar hennar væru skæruliðar. í þá daga dreymdi engan um skæruliða hvað þá að talaðværi um þá og Tania og Peredo- bræðurnir voru óðum að beina athygli fólks að sér með þessu tali sínu, að ástæðulausu. Það var óhjákvæmilegt að herinn færi að gefa þeim gætur. Enginn veit hvers vegna Tan ia datt í hug að segja þessar „skrítlur". Hún var snjall njósn ari. Það gat verið að hún drægi þannig athygli að skæruliðun- um vísvitandi. Þó er ekki lík- legt að jafnvel samvizkulaus njó°nari eins og Tania hefði gefið bólivíanska hernum svona færi á Ché og mönnum hans, en sem starfskona sovézku leyniþjónustunnar bar henni að uppræta skæruiiðið einhvern veginn. En hvort sem hún ætl- aði að fórna Ché eða ekki þá urðu það afleiðingarnar af hegð un hennar í Camiri. í La Paza hafði hún unn- ið dyggilega að því að byggja upp bækistöð, sem sjá átti Ché fyrir matvælum, hergögnum, peningum og nýliðum og vera jafnframt líftaug hans við um- heiminn. Án hennar var hann bjargarlaus og auðveld bráð fyr ir bolivíanska herinn. Nú var Ché ekki svo mjög áhugasam- ur um byltingu í Bolivíu og hafði meiri áhuga á meginlands- byltingu sem aftur átti að opna leiðina til byltingar í heima- landi hans Argentínu. Bolivía átti aðeins að verða áfangi á þeirri leið eða byrjunin. Ché sendi Tania til Argentínu til þess að sjá um að ýmsir félag- ar þar kæmu til fundar við hann í Nancahuazú í Bólivíu. Fyrsti árangur Argentínu ferðar Taniu var koma lista- mannsins Bustos til La Paz í febrúar 1967, en hún hafði haft samband við hann í Córdoba. Einnig var þar til staðar að- stoðarmaður Fidels Castro. Frakkinn Jules Régis Debray. Mótið var undirbúið í gömlum og góðum stíl. Bustos og De- bray sem ekki þekktust áttu að koma inn í fordyri Hotel Sucre Palace í La Paz hver um sig me'ð nýjasta tölublað tímarits- ins Life í hendinni og þar spurði maður að nafni Andrés þá: — Eruð þér ferðamaður að njóta sólarinnar hér í Bólivíu? — Ef þeir svöruðu játandi var farið með þá á fund Taniu sem nú nefndi sig Elmu. Hinn fyrsta marz 1967 hélt hún af stað til Nancahuazú með Debray og Bustes án þess að segja þeim hvert haildið væri. Vitað er að minnsta kosti Bustos vissi ekkert um hvern þeir áttu áð hitta, en það var enginn annar en Ché sjálf- ur. Þegar þeir komu til Camiri eftir fjögurra daga erfitt ferða- lag fór Tania með þá til Mari- etta veitingahússins þar sem hún var vel þekkt. Þau óku í Toyotajeppanum hennar sem var jafnvel þekktur í Camiri og hún sjálf. Og enn mætti spyrja hvers vegna í ósköpunum Tania þrautþjálfaður njósnari gerði slíkt glappaskot þegar líf lá við að ekkert vitnaðist um Ché eða menn hans, þar sem aðein fjór ir mánuðir voru liðnir frá komu hans til landsins og undirbún- ingi ekki nærri lokið. Má vera að hún hafi verið í uppnámi yfir tilhugsuninni um að hitta Ché. Þótt ósennilegt sé getur svo verið. En á leiðinni til Nancahuazú sagði Roberto Peredo henni frá því að skæru- liðarnir hefðu orðið fyrir ýms- um óþægindum. Roberto sagði að vegna allrar þessarar um- ferðar kringum búgarðinn hefðu þeir verið kærðir tvisvar fyrir að framleiða kókain og smygla því og lögregian hafði tvisvar gert húsleit. Eftir að hafa heyrt þetta átti Tania náttúrlega að snúa aftur hið snarasta. En hún lét það ógert. S jálfur hafði Ché harð- bannað henni að koma til Nan- cahuazú en bíða í La Paz. Hún var því beinlínis að óhlýðn ast honum með því að fylgja Buster og Debray tilbúðanna og enn frekar með því að dveljast þar áfram. En nú var hún að framkvæma skipanir miklu hærri yfirvalda en Ché var. Eins og vænta mátti uppgötv- uðu bólivíönsk yfirvöld undir eins jeppann og þekktu hann aftur. Þau fundu meðal annars í honum lista með nöfnum og heimilisföngum allra samstarfs- manna Taniu í La Paz og eins háttsetts skæruliða, kúbumanns ins Ricardo. Afleiðingarnar voru þær að viku seinna kom heil herdeild til Nanchahuazú og tíu dögum síðar nálgaðist þrjátíu og tveggja manna sveit bækistöðvarnar. Skæruliðarnir gerðu þeim fyrirsát, drápu sjö þeirra og efndu þannig til óeirða miklu fyrr en Ché var reiðu- búinn að berjast. Eins og De- bray sagði síðar gerðu átökin þennan dag gersamlega út um baráttuna og ákváðu þegar ör- lög skæruliðanna og Ché sjálfs. Ché hafði hemil á reiði sinni en ritaði í dagbók sína: — Allt bendir til þess að upp hafi kom- izt um Taniu og þar með er vandlega unnið starf tveggja ára rokið út í veður og vind —. En hann hafði ekki hemil á sér þegar hann hitti Taniu sjálfa. Bustos er til frásagnar. Hann segir Ché hafa hellt sér yfir Taniu, sem fór hágrátandi af fundi hans. Hún hafði raun- ar ekkert erindi átt. Hún hafði þegar afrekað nóg: skæruliðarn ir voru algerlega sambands- lausir við umheiminn, vegna kæruleysis hennar. Tania hafði ekki einasta sig- að hernum á mikilvægustu stöðv ar Ohé heldur og skorið á líf- taug hans við La Paz. Vera má að hið fyrra atriði hafi ekki verið rothöggið, en hið síðara var það svo sannarlega. Hinn sovézki njósnari hafði enga áhættu tekið: hún hafði séð um að Ché ætti enga undankomu- leið. En hvort sem hún hefur síð- an ætlað að forða sér eða ekki skipti það nú litlu máli. Hún var föst í sinni eigin gildru. Herinn var á hælum þeim og hún varð að fylgjast með skæru liðunum. Hún átti um ekkert að velja. Þeir voru lítið hrifnir af þessu. Hún veiktist og fékk 40 stiga hita og átti lengi í hita- sóttinni. Því gat hún ekki fylgzt með þeim og varð að skilja hana eftir í umsjá bakvarða sem áttu að sameinast aðalliðinu seinna. Þeir náðu því aldrei. Heilsa Taniu versnaði enn við það að brjótast gegnum hin forfæru suð-austurhéruð með bakvörðunum undir forystu undirforingja Ché sem var Joa- quin (Juan Vitalie Acuna Nun ez, foringi í kúbanska hernum). Hún fékk líka taugaáfall og bændur sem mættu herdeildinni sögðu hana hafa verið fram úr hófi taugaveiklaða og móður- sjúka. Hún fékk hroðalegar martraðir og æpti upp úr svefni Henni lenti oft saman við skæruliðana einkum við máltíð- ir. Þeir kenndu henni um ófar- ir sínar og veittust allir að henni. Hún skalf eins og lauf í vindi fyrir ásökunum þeirra en reyndi samt að bera blak af sér og tók oft upp vasabók og skrifaði orð þeirra hjá sér og kvaðst mundu segja Ché til þeirra. Hún var full hroka og yfirlætis og ræddi við ferða- félaga sína eins og ósiðaða viilimenn. Hún hélt mjög á lofti muninum á menntun þerra og þekkingu sinni á ýmsum mál um, kynnum sínum af lífinu í Evrópu, dýrum hótelum, góðum mat, og siðmenntuðu lífi sem þeir þekktu ekkert til. En hin endalausa ganga gegn um óbyggðirnar, rifrildið við skæruliðana og hungrið sem sí- fellt svarf að, ger'ði Taniu svo móðursjúka að hún æpti á stundum að Joaquin: — Ég þoli þetta ekki lengur! Skjóttu mig, ef ég hef gert eitthvað af mér! — Hið undarlega í málinu er að skæruliðarnir skyldu ekki taka hana á orðinu. Ekki bætti það úr skák né gladdi skæruliðana, er upp- víst varð að hún var ófrísk, eða svo segir sagan. Nú virð- ist hún ekki hafa lagt lag sitt við neinn skæruliðanna nema Ché Guevara. En á meðan hinni hroðalegu fjögurra mán- aða löngu ferð stóð, hlýtur oft að hafa legið við að hún yrði skæruliðunum að bráð, en þeir sáu ekki annan kven- mann mánuðum saman. Joaqu- in og Braulio tættu oft utan af sér fötin cg dönsuðu nekt- ardansa fyrir augum hennar ti'l þess að brjóta niður vilja- þrek hennar. Venjulega flúði hún snöktandi undan þeim. Endalok Tamöru Bunke urðu snögg. Hinn 31. ágúst 1967 kom þessi þreytti Hokkur að Masi- curí ánni þar sem hún rennur í Ríó Grande sem er stærsta fljót Bólivíu. Þar beið þeirra í launsátri þrjátíu og tveggja manna herflokkur undir stjórn Mario Vargas. Um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm, eft- ir sögn Vargas, héldu skæru- liðarnir út í ána og héldu vopnum sínum og búnaði yfir höfðum sér. Þá gaf Vargas skipun um ?.ð skjóta. Tania var með þeim öftustu, en féll samt í fyrstu skothríðinni. Hún var greiriílegt skotmark vegna blússunnar rinnar, sem var hvít- og grænröndótt, hið eina kven'lega, sem eftir var í bún- aði hennar. Hún féll strax eins og allir félagar hennar utan tveir. Lík hennar flaut niður ána og fannst ekki fyrr en viku seinna. Þá var það ill- þekkjanlegt og lítið eftir af hinni laglegu 1 ýzku stúlku. Hún þekktist af munum sem fundust i bakpoka henn- ar, þar sem voru vegabréf hennar og ijósmynd. Auk þess vasabók með nöfnum og heim- ilisföngum félaga hennar. Hún kom jafnvel upp um þá dauð. Þarna voru líka lyfseðlar og einn hundr.ið dollara seðill auk segulbandsspólu með tón- iist indíána. Hún hafði sem sé stundað „tómstundagaman“ sitt til hins síðas;a. Ché Guevai a, maðurinn, sem hún að líkindum elskaði og sannanlega sveik, dó fimm vikum síðar. Hann varð fórn- arlamb sinnar eiginn reiknings skekkju, en einnig djöfullegr- ar maskínu kommúnista í Kreml og hins frábæra njósn- ara þeirra — skæruliðans Ta- niu. EIRÍKUR 5MITH Framhald af bls. 7. hjá ísleifi Konráðssyni. En hvernig heldurðu að þessu verðitekið? — Á sínum tíma var abstrakt málverkið ekki talið í húsum hæft. Lengi vel var það ekki það, sem maður gæti kallað stofulist. Aðeins einstaka sér- vitringar kunnu að meta það. Nú seljast abstraktmyndir eins og heitar lummur, enda hafa þær oft svo mikið skreytigildi, að þær geta vel talizt stofu- prýði. Ég held, að allt óðru máli gegni með myndlist eins og þessa, sem ég er að sýna. Ætl- umin er ekki sérstaklega að búa til eitthvað fallegt. Ég hef litla trú á, að þetta verði tal- in stofulist í bili. Það þarf að brjóta ísinn og kenna fólki, að gildi myndlistar liggur ekki bara í yfirborðslegri fegurð. — Nú er það reyndar ekki neitt nýtt að nota mannslíkam- ann sem yrkisefni í myndlist. Sjáðu myndir Þorvaldar Skúlasonar og Snonra Arin- bjarnar frá kreppuárunum. Þeir voru alltaf að mála alls- konar karla við vinnu eða börn að leik. — Já, og Scheving hefur raunar haldið áfram með sína stórskornu karla alla tíð og hverjum góðborgara finnst í lagi að hafa þær myndir í stof- unni eins og það vitaskuld er. — En það ræður kannski úrslitum í afstöðu skoðarans, að Scheving hefur sína karla jafnan í fallegu umhverfi. Jafnvel sjórinn er fallegur, þó hann sé úfinn. Og í ævintýra- myndunum hans eru fuglar og kýr og sveitarómantík, sem fólk fedlir sig vel við. — Já, ég veit það, en þess gætir elnmltt mjog I nritlmaTlst- inni, að menn eru að fást við hluti, sem venjulegum áhorf- anda finnst beinlínis ljótir. Kannski er þetta meira í ætt við að semja bók. Þetta er af- staða til lífsins og listarinnar. — Stundum hefur verið deilt um það, hvort myndlist eigi að hafa skáldskapargildi og mig minnir, að í abstraktlistinni væri skáldskapargildi eitt af þessum heilögu bannorðum. Hvaða álit hefur þú á skáld- skapargildi myndlistar? — Ég held að maður eigi að mála eins og mann langar í það og það skiptið og svo verð- ur útkoman ef til vill allt öðru vísi, að ári. Það skiptir mig ekki lengur neinu máli, hvort mynd hefur skáldskapargildi eða ekki, heldur einungis, að ég geti litið á hana sem gott verk. Ég hef ekki áhuga á að prédika neitt, miklu fremur er ég hinn hlutlausi áhorfandi. — Á sænskri grafíksýningu í Handíðaskólanum nú á dög- unum var helzt að sjá, að allir væru með Víet Nam á heilan- um. Guernica Picassos hefur verið taiin máttug prédikun um ógnir og viðbjóð stríðs. Þannig er margt í nútímalistinni; menn eru að láta til sín taka og finnst það eitthvað ekki nægilegt að búa til þokkalega samstillingu úr bláu og gulu. — Jú, það er rétt, að margir eru með viðleitni í þessa átt, en málverkið er þögul list og getur aldrei orðið eins og sú list, sem byggir á orðinu. í það og það skiptið finnst manni allt af viðfangsefni augnabliksins merkilegast og mest hrífandi, en ég lít svo á að málverk eins og ég sýni á þessari sýningu með fígúrum og hugleiðingum um vandamál dagsins, séu ekk- ert merkilegra viðfangsefni en abstrakt samstilling í bláu og gulu. — Svo þú ert ekki einn af þeim, sem frelsast um leið og þeir aðhyllast nýja stefnu og lýsa því þá yfir, að al'lt annað sé ómögulegt? — Nei, ég vona, að það sé ekki svo illa komið fyrir mér. — Margar mynda þinna á þessari sýningu hafa dularfulla eiginleika að því er virðist. Leggurðu áherzlu á að fá fram dulmögnuð áhrif? — Oft finnst mér myndir beztar frá mínum bæjardyrum séð, þegar þær eru dálítið ó- ræðar. Myndir geta annars bú -ið yfir margskonar seiðmagni og gæðum. Sumir mála með ljós myndalegri nákvæmni og beita við það tæknilegum brögðum og þeir beztu ná í myndir sín- ar einhverju sem ljósmynda- vélin getur aldrei náð. Amer- íski málarinn Andrew Wieth máliar þannig til dæmis og nær góðum árangri. — Já, það eru sem betur fer margar leiðir að markinu. — Það má nú segja. Það er mikið fjör í heimskúnstinni núna og syngur hver með sínu nefi og þykir ekki lengur neitt athugavert. Sjálfum finnst mér það stórum meira hrífandi en ef allir væru að glíma við það sama. — Er hægt að segja, að þú hafir orðið fyrir áhrifum af poplistinni? — Ég held, að ég hafi not- að mér eitt og annað úr fram- úrstefnum í myndlist, en ekki 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. apríl 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.