Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 5
BÖKMENNTIR OG LISTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN DREKINN ER MEÐAL OKKAR Ljóðlist stendur í blóma í Bretlandi. Eins og kunnugt er eiga Bretar sum merkustu Ijó'ð skáld sem nú eru uppi. Fá þeirra eru þó kunn hér. Þótt margir þekki Neruda af augljós>um ástæðum, hef- ur enginn heyrt talað um Ted Hughes. Einhver man kannski eftir Auden, af því hann orti ljóð um ísland eftir ferðalag sitt hingað, eða kannski frekar vegna þess að hanm sagði í boði menntamála- ráðherra: Fyrir mér er Island heilög jörð. Minna þarf til að vinna hug og hjarta íslendinga. Okkur veitir víst ekki af að koma okkur upp sæmilegum hópi fastra aðdáenda. Land okkar er afskekktara en flest- ir virðast gera sér ljóst. Það er lítið þekkt og enn eru margar vitleysur um það sagðar. í sjálfu sér gerir það kannski ekkert til og nógur tími að eign ast stóran hóp erlendra vina. Þó skýtur upp sæmilegum að- dáendum okkar fslendinga annað veifið í eilendum blöð- um, t.d. las ég fyrir skömmu stutta fréttaklausu í banda- rísku blaði, þar sem óskapazt var yfir drykkjuhneigð manna þar í landi og bent á að Banda- ríkjamenn skyldu taka íslend- iniga sér til fyrirmyndar: á ís- landi væri ekkert áfengisvanda mál, þar væri ekki einu sinni selt áfengi. Þar væru engir glæpir framdir, engin fangelsi, (kannski satt!) — og einn lög- regluþjónn, sem hefði mjög lít- ið að gera. Er ekki að efa að þessi nærfærna og innblásna frásögn á eftir að hafa veru- leg áhrif á enigilisaxneska ljóða- gerð, svo að ekki sé talað um álit okkar út á við. Að þessu slepptu, virðist ekki út í hött að fullyrða að ís- lendingar fylgjast ótrúlega illia með ljóðlist enskumælandi þjóða. Ekki veit ég hver ástæð- an er. Líklega sú að við erum upp yfir það hafnir. Hvað geta þeir miðlað okkur? Raunar er engu líkara en íslendingar hald'i að nafla- strengur ljóðlistarinmar sé — ja eigum við að segja í Frakklandi eða Svíþjóð? S-ví- um er margt til lista lagt og naflastrengurinn virðist mjög nákominn lífi þeirra og menningu. Og þeir eiga mörg ágæt Ijóðskáld. En ég fullyrði að ferskleiki og óvæntur kraft- ur setur meira mark á verk skálda í ýmsum öðrum löndum en Svíþjóð. Þar er nú- tíma skáldskapurinn svokallaði orðinn svo gróinn og fastur í sessi að hann er að fá á sig eitthvað mosavaxið eða á ég he’ldur að segja — hefðbundið yfirbragð, sem minnir á Tenny- son, Longfellow og Nirvana. Eða kannski Einar Braga? AUt svo postulínsfínt og full'koimið að guð almáttuigur hlýtur að roðna af minnimiáttarkennd, þegar hann sér þessa sönnu tólg. Það er því ekki að undra, þótt Svíar leiti nú að nýju al- gleymi í róttækri sporthugsjón. Af þessum sökum og ýmsum öðrum hef ég haft gaman af að kynna mér ljóðlist í þeim löndum sem lítið fer fyrir í um- ræðum manna hér á landi, þegar ljóðlist ber á góma. Og þótt undarlegt sé og kannski óskiljanlegt með öMu virðist nú- tíma skáldskapur Breta hafa farið fyrir ofan eða neðan garð hjá okkur, svo að ekki sé tal- að um bandaríska ljóðagerð, a. m.k. sér þess ekki stað, að hún sé kunn með íslenzkri þjóð. Ég hef síður en svo í hyggju að tíunda enskan nútímaskáld- skap í þessu greinarkorni. Þar væri af of miklu að taka. En góður og áhugasamur þýðandi mætt vel eyða nokkrum tíma í að kynna okkur þennan rkáld- skap. Aftur á móti hef ég af forvitni og nýjungagirni verið að glugga í ljóðabækur yngsta ljóðskáldsins brezka, sem vak- ið hefur athygli, Brians Patt- ens, en síðari bók hans, „Notes to the Hurryfag Man“ er ný- komin út og hefur vakið ótrú- lega mikla athygli. Fyrri bók hans, „Little Johnny’s Confess- ion“ kom út 1967 og fór efni hennar eins og eldur í sinu bæði um Bretland og Bandaríkin, ef marka má upp'lýsingar sem bók unum fylgja. Aðeins nokkrir mánuðir liðu frá því bókin kom fyrst út, þar til hún var end- urprentuð og nafn þessa unga skálds á vörum allra, sem ljóð- list unna. Á kápu segir að Patten sé yngri en kjarnorkusprengjan. Hann hafi fæðzt í Liverpool 1946, hafi eitthvað dútlað við blaðamennsku í bráðri æsku, síðan lagt land undir fót og lifað eins og farandsöngvari, enda má með sanni segja að það orð eigi við hann. Mörg ljóðanna „voru skrifuð fyrir röddina, eins og söngvar, og ættu því að lesast upphátt til fulls skilnings", eins og út- gefendur komast að orði. Patt- en hefur verið kallaður einn helzti frumkvöull þeirrar stefnu að endurvekja ljóðið fyr ir eyrað, eins og Bretarnir orða það. Hann hefur flakkað stað úr stað, lesið ljóð sín í sjón- varp og útvarp og hvarvetna, þar sem hann hefur komið því við. f annarri bókinni er jafn- vel birt Ijóð, sem skáldið unga mælti af munni fram á einu ljóðlestrarkvöldinu. Það var tekið á segulband og síðan vél- ritað, og ekki sé ég að það mundi hvað gæði snertir skera sig verulega úr öllum þorra þeirra ljóða sem nú skolast á okkar annarlegu strönd og upp- haf sitt eiga í þeim erlenda frumskógi, sem kallast heims- menning. En til að koma í veg fyrir misskilning verð ég þó að viðurkenna að ekki er þetta merkilegt ljóð að mínum dómi og yrði ég vafalaust að heyra Patten lesa það upp sjálfan, til að sannfærast um að það eigi sér sjálfstæðan og sérstæðan innra veruleik og hljóðfall sem hæfir. Af þeim sökum læt ég það ekki fljóta með hér í þess- um lauslegu þýðingum mínum, þó að það hefði kannski þótt forvitnilegt. Hér er ekki ætlunin að skrifa um skáldskap Brians Pattens, enda er hann of ungur, of- mikil ráðgáta til þess. Auk þess verður hann ekki metinn for- sendúlaust og án tillits til enskrar ljóðagerðar um þessar mundir. Ég hef fremur kosið að gefa af veikum mætti dálitla hugmynd um ljóð hans, ef það mætti verða til þess að hvetja einhvern til að kynnast ljóða- gerð hans betur, og þá ekki síður engilsaxneskri ljóðagerð yfirleitt. Þar er um auðugan garð að gresja. Þar er sumt af því bezta sem nú er ort. Brian Patten virðist mér góður fulltrúi æskunnar, sem nú er að vaxa úr grasi og veldur talsverðum áhyggjum, einkum þeirra sem þekkja hana ekki. Hann er fordómalaus, ferskur, nýr, en umfram al'lt ó- hræddur að gefa tilfinningum sínum lausan taum. Hann á í rikum mæli viðhorf æskunnar við samtíð sinni, hrynjandi hennar og síðast en ekki sízt, kjark henriar og heilindi, sprottin af nýju mati og kröf- unni um fordómalausan heiðar- leika. Hann er ekki enn orð- inn stórskáld og kannski verður hann það aldrei. En hann er merkisberi æskunnar og þeirr- ar óvæntu reynslu, sem bíður okkar ef við nennum að stíga niður af þessum fína tróni okk ar, kynnast henni, hlusta á hana. Ljóð Pattens veita okk- ur auðveldara að sjá hennar heim með nýjum augum. í þeim heimi er ekki allt eftirsóknar- vert, ekki allt eins og það á að vera, en þar er margt nýstár- legt og lærdómsríkt. Einföld myndsaga hans verður okkur nákomin vegna þess að hún varpar ljósi, birtir upp — og og ekki sízt vegna þess að hún kastar skuggum. Draum- urinn á sér rugguihest. Og STEFÁN HÖRÐUR CRÍMSSON BERSALIR í svikahlerinu á mótum hafáttar og hááttar situr bláberjasalinn í eigin draumi undir hestburði af fjöllum. Nú er glatt í sölum. Hrækindaþefur í loftinu og sætur beizlahljómur. Tréhestar bryðja silfurmélin. Margt er kynlegt fyrir dyrum úti og ýmsir veðurboðar í fari bergmálsins. I gegnum rifna áru smýgur dökkur slæðingur. Bláberjasalinn gefur ský á stall. Firðin þegir —- engar tungur mæla lengur svörin fram. 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.