Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 6
við skulum gæta að okk- ur: draumurinn getur breytzt í veruleika á hvaða augnabliki sem er. Við skulum búa svo um hnútana að við missum ekki andlegt jafnvaegi, þegar við heyrum rugguihestinn hneggja. Hann á sér einnig líf, ekki síður en Freyfaxi svo -að dæmi sé tekið. Jafnvel skyndiástin er geðþekk, séð réttum augum, en ekki með lit- uðum gleraugum rómantískra fagurkera. Arfur frá einföldum og óbrotnum veruieika hippí- anna. Og þó! Ætli sú ást sem ekkert skilur eftir nema rign- inguna á milli þeirra sé upp- götvun hippíanna? Spyrjið Maupassant. Eða atomsprengj- an. Við vitum að Brian Patt- en segir það satt, að æskan hef- ur ekki kunnað að meta kjarn- orkuna vegna þess að hún veit að hún er fremur skæðasta vopn stríðsguðsins en bless- un þess nýja veruleika, sem við hefðum kosið. Heimur ungl- ingsins, ég vil segja barnsins, speglast með áhrifaríkustum hætti í ljóði Pattens um sprengj una. Ég býst ekki við að ég komi hugsun hans, tilfinningu eða hrynjandi til skila í þýðingunni, en mundi þó óska þess að hún vekti einhvern til nokkurrar umhugsunar um þann heim, sem börn <_kkar telja sig hafa hlotið í arf. Eða héldum við kannski að við hefðum afhent þeim „sprengju, sem hægt væri að dreifa yfir blóm — sprengju, sem birti upp alheiminn ... og sendi nið- ur regnskúrir af gleði?“ Nei. Æskan fékk sprengju kalda stríðsins og víst kæmi það henni ekki á óvart, þó að hún stæði einn morguninn við gluggann og sæi ekkert „gegn- um bráðnaðar rúðurnar". Holl áminning. Margir hafa reynt að breyta svörtum galdri í hvít an. Við höfum trúað því að það væri hægt. Galdra-Loftur var einn þeirra sem fórst í þeirri trú — Brian Patten og hans kynslóð er varfærnari. Hún tekur enga álhættu við altarið. Kannski við höfum kennt henni það, þrátt fyrir állt. I»á höfum við ekki skrifað líf okk- ar í sandinn. Það væri glámskyegni af okkur sem eMri erum að skella skollaeyrum við þessari hik- andi afstöðu unga fólksins. Á sama hátt og við höfum reynt að rétta því hjálparhönd hef- ur það einnig rétt okkur sína. Til þess að leiða heiminn út úr þeirri sjálfheldu, sem hann er nú í, er okkur nauðsynlegt að þessar hendur mætist. Af þeim sökum m.a. hef ég vakið athygli á Ijóðum Brians Patt- ens. Sá sem veit ekki að alltaf er hætta á að „alheimurinn rotni“ og gerir sér ekki grein fyrir því að drekinn er meðal okkar — honum hefur ekki tek izt það sem mörgum hefur reynzt erfiðast, en er þó hvað nauðrynlegast — að vera sam- tíma sjálfum sér. BÖKMENNTÍR OG LISTIR Ljóð eftir Brian Patffen ÞÉR VÆRI NÆR AÐ TRÚA HONUM Dæmisaga. Þegar hann sá gamian rugguhest í Woolworth reyndi hann að fóðra hann en án mikils árangurs svo að hann strauk honum, átti iangt samtai við hann um trén sem hann kom frá, háaloftin sem hann hafði gist. Reyndi síðan að fara með hann en eftirlitsmaður verzlunarinnar kallaði á framkvæmdastjórann sem hringdi í lögregiuna sem sagði fyrir rétti næsta morgun: „Hann hegðaði sér einkennilega þegar hann var handtekinn, framburður hans hljóöaði aðeins „Ég trúi á rugguhesta*‘. Við höfum ástæðu til að ætla að hann sé geðveikur“. ,,íá einmitt“, sagði saksóknarinn, „komið með rugguhestinn sem sönnunargagn“. „Ég er hræddur um að hann hafi komizt undan, herra, sagði verzlunarstjórinn. „Skildi eftir sönnun — hóffar á hauskápu eftirlitsmannsins“. „Já, einmitt“, sagði saksóknarinn hræddur við hneggið sem barst utan úr ganginum. LÍTILL DREKI Ég hef fundið lítinn dreka í eldiviðarskúrnum. flann hlýtur að hafa komið úr myrkviðnum, af því raki skógarins, grænka hans og lauf speglast enn í augum hans. Ég fóðraði hann á ýmsu, reyndi gras stjörnurætur, hezlihnot og fífla, en hann starði á mig eins og hann viidi segja, ég þarfnast fæðú sem þú getur ekki útvegað. PARTÍ Iiann sagði: „Verum-hér nú þegar allir eru farnir og klæmumst fallega hvort við annað, meðan liitt fólkið er að kveðja og dögun iæðist inn eins og ókunnugur gestur. Hikum ekkl vegna þess sem við vitum eða vegna þess hve hér er orðið kait, gefum huganum taumínn og sleppum lausum hinum óða, limlesta . krókodíl ástarinnar“. Og það gerðu þau ínnan um bergfléttur»og ölbletti og síðan tók hann strætisvagn og hún lest, þá var ekkert annað á milli þeirra en regnið. KJÁNALEG UPPGÖTVUN NONNA LITLA Dæmisag-a fyrir Kjarnorku-A dam. Dag nokkurn meðan Noani litli var að lcika sér að gömlu dóti uppi á háalofti bjó hann óvart til atómbombu og gróf hana í garðinum fyrir framan húsið af því hann vissi ekki livað hann átti af henni að gera. Næsta morgun mcðan hann borðaði kornflögur við sólarupprás sá hann glitta á hana í dögginni innan um kálhausana svo að hann fór með hana inn í borgina þar sem hún angaði af túlípönum en var því miður ekki æt. Hann gerði sér hreiður í kolunum ekki ólíkt fuglshreiðri, en stærra, hann er óviðeigandi hér og fremur þögull. Ef þú tryðir á hann. flýtti ég mér til þín svo að þú gætir tekið þátt í þessu undri mínu, þó vil ég heldur bíða átekta og sjá hvort þú átt ekki leið hér um. GEIMFARINN Við förum í ferð til stjarnanna í brjósti okkar, þar sem ástin er geimfarinn loksins einn, og hugsar ekki um á hvaða stjörnu hann lendir, frjáls að því að svífa railli þess sem er sagt og hins sem er skilið með því að segja það sér hvernig alheimurinn rotnar meðan mennirnir lcita úrræða til. að bæta hann. HR. JÓN TEKUK VIÐ Sko, Jón og frú hafa flutzt inn í Paradís! þau hafa látið byggja hús þar. leggja eina eða tvær götur og smíða ni'kkrar skemmíisnekkjur fyrir garðinn tvo bílskúra, eina kirkju og sóknarprest úr plastt. Ég spurði vongóðúr hvenær leigan rynni út. Þau brostu og sögðu: „Við borguðum út I hönd“. Ilvað get ég gert við hana? andvarpaði hann og vissi ekki af ncinum felustað. Ég er hræddur um að önnum kafinn lögregluþjón kynni að bera að og setti mig inn. Þá mundi ég gefa út yfirlýsingu, segja Ég vildr eignast nýja sprengju, bláa sprengju sprengju sem ég gæti sprengt í hcimavistum þar sem vinir mínir sofa, sprengju sem vekti þá ekki eða hræddi en hindraði þá aðeins í að gráta, sprengju sem ég gæti leikið mér að á leikvellinum og dreift yfir blóm, sprengju sem birti upp alheiminn í mörg ár og sendi niður regnskúrir af gleði. En hann mundi ekkert mark taka á mér, hann tæki aðeins upp minnisbókina sína og skrifaði: Þetta barn er viUtola. Þetta barn er bomba. í martröð síðustu nætur varð sprengjan gagnsæ og í gegnum hana reikuðu atómvinir mínir naktir nema hvað þeir höfðu sett á rétta staði nokkur rotnandi laufblöð. Nú, miklu eldri í útliti, ráfa ég um myrkar götur í leit að stað þar sem ég gct skilið sprengjuna mína eftir en er alls staðar gerður afturrcka af opinberum blókum sem segja: „Hún er fráhrindandi“, og ég svara: „Auðvitað“. Hún mun fæla blóm og fugla og sólina frá því að koma og einn morguninn þegar ég horfi út við dagmál, nývaknaður og Ijómandi, til að ganga úr skugga um að uppgötvun mín hefur ekki sprungið út mun ég ekkert sjá gegnum bráðnaðar rúðurnar. Mattlhías Johannossen þýddi. Eirikur Smith iTieð sýningu þeirri er Ei- ríkur Smith héit í London fyr- ir tveim árum má segja, að orð- ið hafi nokkur þáttaskil hjá hon um eins og jafnan verða hjá leitandi listamönnum öðru hverju. Hann sagði skilið *við hina ljóðrænu abstraktstefnu, sem verið hafði ráðandi í verk- um hans um langt árabil og átti sér að mörgu leyti fyrir- myndir í formum og litum úr landslagi. Hvorttveggja var, að Eiríki fannst hann kominn á leiðarenda í þessu formi og eins hitt, að hann kynntist nýjum á- hrifum, einkum frá Englandi, áhrifum, sem farið hafa eins og eldur í sinu um allan heim. Trúiega hafa sýningargestir í Bogasalnum r<ekið upp stór augu, þvi hin nýja myndlist Eiríks er bæði nýstárleg hér og hefur mikinn slagkraft. í fáum orðum sagt byggir Eirík- ur nú á manninum og umhverfi hans. Hann hefur á ný tekið til við gamalt viðfangsefni að tjá manninn, fígúruna, undir ýms- um aðstæðum. I þetta sinn ættu þeir ekki að kvarta, sem ekki hafa þótzt sjá neitt út úr myndum. Hjá Eiríki ætti það að vera nokkuð ljóst. Hann málair myndir um hið ómann- eskjulega umhverfi, sem mað- urinn hefur búið sér til, um ó- frið, en líka um það dular- fulla, það óræða og jafnvel fjöruna og vorið. Víða teflir hann fram sveigjanleik og rythma mannslíkamans á móti glerhörðum formum umhverfis- ins. Við skynjum einmana- kenndina og tómleikann í þeim sumum og þrá mannsins eftir fegurra og betra lífi í öðrum. J. slenzkir myndlistarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir stöðnun og óþarflega fast- heldni við Parísarskólann og abstraktstefnuna. Eiríkur Smith sýnir með myndum sín- um í Bogasalnum að ný við- leitni gæti verið að ryðja sér til rúms í íslenzkri myndlist og hann hefur hugrekki til að segja alveg skilið við fyrri af- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. apríl 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.