Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 8
Þ ingvellir í vetrarbún- ingi. Öxarárfoss er fros- inn. Sígræn barrtré teygja sig upp úr snjón- um. Hamrabeltið við gjána er blásvart. Súlur eru horfnar inn í mistr- ið. Skjaldbreiður virðist aldrei hafa verið eins mjallhvítur, og Hrafna- björg, þetta augnayndi, kemur upp úr snævi þaktri hraunbreiðunni eins og höggmynd með mjúkum línum. Þingvallabærinn og kirkjan falla inn í um- hverfið, inn í andstæð- urnar vegna síns hlýlega svips; handan við ána er Hótel Valhöll, sem var reist 1898. Það stóð upp- runalega við svonefnda Kastala, hóla, sem eru beint niður af gamla veginum, er liggur úr Almannagjá, en var flutt þangað sem það stendur nú ásamt kon- ungshúsinu árið 1930 í tilefni af alþingishátíð- inni. Á kaldasta árstímanum á út- mánuðum er yfirleitt fátt um mannaferðir til Þingvalla. Hins vegar ef sól skín og fært er austur, er töluverður slæðing- ur af fólki, sem leggur leið sína á staðinn til að skoða og njóta náttúrudásemda. Hótelið er lok að yfir veturinn. Árið 1928 urðu tímamót í sögu Þingvalla. Þá var staður- inn gerður að þjóðgarði með sérstakri lagasetningu og á- kvæðum og þjóðgarðsvörður skipaður, sem er virðingar- staða. Síðan 1959 hefur séra Eirík- ur J. Eiríksson gegnt embætt- inu. Auk þess að vera jafn- framt sóknarprestur staðarins, hefur hann áratugum sam- an verið formaður Ungmenna- félags fslands, en áður hafði hann — eða síðan 1942 — ver- ið skólastjóri Núpsskóla í Dýra firði, þekktasta landsprófs- skóla á íslandi, þar sem unn- uzt kraftaverk á unglingum, sem voru haldnár námshindrun um. Hugsjónir og æskuköllun Á þessum tímum hugsjóna- leysis og sinnuleysis kann mörgum að virðast dýrt spaug að eiga sér hugsjónir. Þjóð- Botnsúlur gnæfa fannhvítar yfir hamravegg Almannagjár og barrtrén á Þingvöllum. BOÐUN ÞINGVALLA OG ARFUR KYNSLÓÐANNA Vetrarheimsókn til Þingvalla og rœtt við Þjóðgarðsvörð, séra Eirík J. Eiríksson, um þjóðgarðinn, ungmennafélagshug- sjónina, bókasöfnun, trúmál, uppeldismál o.fl. EFTIR STEINCRÍM SIGURÐSSON Séra Eiríkur þjóðgarð'svörður: „. . . . bókin stendur og fellur með lífstjáningargildi sínu og verður að haldast í hendur bóklestur og lífræn tengsl við samtíðina, viðfangsefni hennar, kröfur“ (myndir af þjóðgarðsverði: stgr). frægur maður sagði í blaðavið- tali er hann var spurður, hvernig hann hefði getað hrundið í framkvæmd hjartans máli síniu þrátt fyrir peninga- örðugleika og veraldlegar hindranir: „Ætli það hafi ekki verið hugsjón eða eitthvað svo- leiðis, en hugsjónir eru ekki fyllilega í tízku nú.“ Til nán- ari skýringar má geta þess, að það var trú á málstaðinn, sem ýtti undir framkvæ'mdÍT þessa manns. Þeir, sem ungir gengu ungmennafélagshreyfingunni á hönd, áttu þessa trú í ríkum mæli — trú, sem var eldsneyti þeirra í lífinu. Sem kunnugt er hefur ungmennafélags-hug- sjónin sætt gagnrýni, einkum hjá þeim, sem þekkja hana ekki að innan. Séra Eiríkur var níu ára, þegar hann gekk í hreyfinguna á Eyrarbakka. Þrettán ára gam all er hann orðinn formaður í yngri deild félagsins á Bakk- anum. Býr lengi að fyrstu gerð. Síðan hann gerðist formaður Ungmennafélags íslands 1938, hefur hann gegnt þessari æsku köllun sinni við hvaða aðstæður sem er. Um hávetur er hann kominn austur í Aratungu á jeppanum sínum í ófærð til þess að flytja innblásna hvatn ingarræðu í afmælisveizlu Ung- mennafélags Biskupstungna. Á harðri góunni í vetur brýzt hann í stórhríð upp í Hauka- dal til þess að vera þar við vertíðariok hjá vini sínum Sig- urði Greipssyni, þegar hann er að brautskrá nemendur úr lýð- skóla sínuim, þeim eina á Is- landi. Þar hel'dur síra Eiríkur ræðu innan um félaga sína í Skarphéðni og nemendur og gesti, ræðu, sem er byggð upp í sérstökum stíl, ekki í venju- legum ungmennafélagsstíl, öllu heldur í akademískum stíl, og fer ekki illa á: Nemendur Haukadalsskó'la hafa lokið eins konar spartverskri akademíu, eina sannkallaða „herskóla lífs- ins“ á Íslandi, sem þeir búa að alla ævi. Starfsaðstaða Á dögunum, þegar unnt var við illan leik að komast til Þingvalla (þann dag mátti heita ófært austur) og þjóðgarður- inn stórveldi í vetrarskrúðan- um, gafst færi á að spja'lla stundarkorn við þjóðgarðsvörð um staðinn, um skólahald, um hugsjónir, um trúmál, um bæk- ur og bókasöfnun og sitthvað fleira. „Hefurðu sérstaka hugsjón um Þingvelli?" „Hvers vegna heldurðu, að ég sé hérna?“ segir hann. „Nú ferðu frá þjóðfrægu mannræktarstarfi, skólastjóra- starfinu fyrir vestan, sem þú ert sagður hafa innt af hendi með óvenjulegum árangri, hvað kom til, að þú hættir þar?“ „Prestskapur og skólastjórn á eins manns herðum var full- erfitt er til lengdar lét, og bitnaði um of á samstarfsmönn- um. Prestskapinn þar vestra hefði ég raunar aldrei yfirgef- ið, ef mér hefði til hugar kom- ið, að prestakallið væri ekki eftirsóknarvert, en nokkur töf hefur á orðið, að menn sæktu um það“. „Ekki sérðu eftir því að hafa tekið að þér skólastjórn?" „Þvert á móti. Þar kemur ekki neinn persónulegur ósigur, heldur vildi ég leggja áherzlu á hitt, að heimavistarskó'lafyr- irkomulagið gerir miklar kröf- ur til stjórnenda, kennara og 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. apríl 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.