Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 3
Í Mtð -A. kvöldið áður hafði hann farið á sitt vikulega vodka fyllirí (eins og margir rússneskir verkamenn gera enn). Eftir að hafa sinint erindi sínu lagði hann leið sína í almenningseld- húsið sem var næsta hsrbergi við svefnskálann til að fá sér vænan teyg af vatni, þar sem brennivínsþorstinn sótti nú mjög á hann. Ef til vill var það vegna þess að hann ætlaði sér aðeins að vera andartak í e'ldhúsinu, ef til vill var hann (eins og sækj- andinn hélt fram) andfélags- legur að eðlisfari, ef til vill var það (eins og lögfræðingur hans hélt fram) vegna þess að hann hafði nýlga lamazt á hægra handlegg og var ekki enn búinn að ná fullum tökum á þeirri iist að hneppa að sér — en hver sem ástæðan eða á- stæðurnar voru, þá var engum b'löðum um það að fletta, að maðurinn hafði ekki hneppt að sér þegar hann skjögraði að eldhúsvaskinum til að fá sér að drekka. Eldhúsið var mannlaust svo árla á sunnudagsmorgni. En auðna réði því að einmitt á klædd. Þær krufu málið til mergjar, 'lið fyrir lið af þeirri nákvæmni, sem það verðskuld- aði. Var sakborningurinn drukkinn eða allsgáður? Var tilgangur hans glæpsamlegur eða var hirðuleysi einu um að kenna? Hefði hann getað hneppt að sér, ef tillit var tek- ið til handleggslömunarinnar og annarra aðstæðna? Þeim tókst að halda andlitinu í skefjum lengstaf — en urðu um síðir að láta undan hlátrinum. Móð- ur sakborningsins, gull og hrukkótt babushka, var í rétt- arsálnum og hún hló ekki held- ur barmaði sér í sífellu. Innan skamms var úrskurður réttarins kunngerður: sýkn saka (að sögn hins unga lög- fræðings eina sýknunin sem hún hafði unnið á tveggja ára málaflutningsferli.) Gamla kon an grét nú sýnu hærra en áð- ur, skjögraði að dómarastúk- unni, signdi sig og hneigði nærri niður í gólf og blessaði félaga dómara, verjanda og sækjanda til skiptis. En þessi mál eru sjaldan svo brosieg eða fá svo farsælan endi. ve'ldin) að veita vanþróuðum ríkjum aðstoð. Þar sem Arabar virðast fá mesta aðstoð, er flest- um í nöp við Araba. Áróðurs- myndir af rússneskum fram- leiðsluvörum, sem verið er að skipa upp í arabiskum höfnum, vekja ekki beinlínis hin tilætl- uðu viðbrögð bróðurlegrar hreykni. „Það er ekki eins og við séum einhver allsnægta- þjóð, skilurðu. Allir Rússar vita að hver einasti hlutur sem sendur er til Afríku og Asíu, er tekinn frá þeirra eigin munni.“ (rremjan í garð Araba kal'laði fram óvænt viðbrögð hér í sex daga stríðinu. Þrátt fyrir háværan áróður gegn ís- rael urðu Moskvubúar ærir af fögnuði yfir sigri Israelsmanna, jafnvel muzhik-arnir sem venjulega eru hatrammir and- stæðingar Gyðinga, voru nú á þeirra bandi. ,,Nú er í fyrsta skipti“, var mér sagt, „fínt að vera Gyðingur hér í landi.“ Yfirleitt geta öll afskipti af útlendingum haft erfiðleika í för með sér fyrir óbreyttan magnaðist undir kommúndst- iskri stjórn. Loftskeytakona á flutn- ingaskipi nokkru sem sigldi til hafna í Norður-Evrópu, var meðal hinna lénsömu. í auð- valdsríkjum fékk hún þó aldrei að vera í landi lengur en fjór- ar klukkustundir í einu — og aldrei öðruvísi en í hóp, sem gætt var af einum KGB fúll- trúa skipsins — samt var þetta nægur tími til þess að sjá dá- lítið af heiminum og kaupa sér fáeinar flíkur. (Hún var bet- ur sett en helmingur skipshafn- arinnar, sem aðeins höfðu svo- kölluð annars flokks vegabréf og máttu ekki stíga fæti á land í aiuðvaldshöfnum). En í júlí varð hún ógæfunni að bráð. Bezta vinkona hennar, sem var skðlakennari, giftist ítölskum manni í Moskvu og fylgdi hon- um til Rómar eftir hina venju- legu erfiðleika. Mánuði síðar var loftskeytakonan færð yfir á skip, sem sigldi aðeins á so- vézkar hafnir — í atkvæða- minna starf sem var þriðjungi verr launað. Þá var hún köll- uð fyrir KGB og henni strang- lega bannað að eiga nokkur bréfaskipti við vinkonu sína „föðurlandssvikarann" Nú von ar hún aðeins að vinkonan sé nógu skynsöm til að hefja ekki bréfaskriftir. Þrjátíu og fimm ára gömlum ætti eintak af bók Freuds „Kyn líf og ástarsálfræði". Læknin- um lék mikilll hugur á að lesa hana þar eð hann starfar við sálfræðideild stórs sjúkrahúss. En hann er ekki enn orðinn sér- fræðingur og því ekki „óhætt“ að lesa Freud. E náði í bók- ina, sem gefin var út árið 1922 í St. Pétursborg og ungi læknir- inn fór strax að féltta slitnum blöðum hennar. Hann kveðst sannfærður um að sá tími muni koma að sovétstjórnin verði að láta undan vísindalegum kröf- um um leyfi til að lesa Freud alveg eins og hún hefur nú viðurkennt erfðafræði og aðrar vísindagreinar. „Hvernig skyldi það verða?“ spurði ég. „Ég er bjartsýnismaður. Áreiðanlega á næstu hundrað árum.“ Ekketrt sýnir jafn glöggt hverndg rússneskur almenning- ur er einangraður frá fréttum og skoðunum umheimsins, en rekstur TASS fréttastofunnar. Blaðamaður frá Moskvu lýsti hooum fyrir mér. „Á hverjum morgni er útvöldum hópi rit- stjóra og fréttamanna sent ein- tak af Hvíta TASS. Þetta er all ítarlegt ágrip af heimsfrétt- unum — állt staðreyndir og margt í rauninná fengið beint frá vestrænum firéttastofum. Síðan eru undirritstjórum gef- in fyrirmæli um hvernig eigi að framreiða efnið og túlka það. Mótmælaganga í Grikk- landi til dæmis, er annaðhvort Myndin til vinstri: Rússar dansa og skemmta sér á nýjum skemmtistað í Moskvu. Nýtt úthverfi í Moskvu, dæmi- gert fyrir tilbreytingarleysið i nútima arkitektúr Rússa. þeirri stundu bar að umsjón- armann verkamannaskálans í eft irlitsferð, og leit hann inn um gluggann. Þetta var uppblásin sjálifumglöð manngerð og ákaf- ur föðurlandsvinur og í bræði sinni yfir þessari svívirðu við sovézkt þjóðskipulag, kallaði hann til lögregluþjón sem var þar nálægur. I sameiningu drifu þeir ó- dæðismanndnn skilningslausan og möglandi fyrir lög og dóm og vörnuðu honum að laga sig til þar ti'l lögregluliðþjálfinn hafði gent sínar athU'ganir á fyrirliggjandi sönnunargögn- um. Maðurinn var svo í undir- dómi dæmdur til átján mánaða vinnubúðavistar fyrir „illkynj- aðan dónaskap". Um áfrýjunina fjallaði kvendómari á bezta aldri, lög- fræðingur mannsins var ung og mjög falleg stúlka í þröngri bleikjri peysu en sækjandinn fiulllorðin kona, einkenni|s Enn ein vísbending um hina þjóðfélagslegu afstöðu er kyn- þáttarígurinn. i Moskvu verð- ur æ meira vart við fjandsemi í gairð Afrikustúdentanna, sem boðið er að stunda nám í borg- inni og njóta meira frélsis og fríðinda en rússnesku náms- mennirnir sjálfir. Áður hvísl- uðust Rússar á um andúð sína á þessum námsmönnum, í vit- und þess að þeir gerðu sig seka um eitthvað hálf ósóvézkt, ef ekki ómannúðlegt, nú er þetta mál rætt umbúðalaust, eins og fólk sé hreykið af að taka þátt í viðurkenndum for- dómum. Þessi afstaða nær, í mildara formi, til arabiskra og ind- verskra námsmanna, blaða- manna og sendiráðsstarfsmianna í Moskvu. Einnig hér eru kyn- þáttafordómarnir blandaðir gremju yfir vanþökkuðu örlæti. Af öl'lum utanríkisstefnum Rússa er sú óvinsælust (næst á eftir þeim sem virðast auka á styrjaldarhættuna við Vestur- Rússa. Þrátt fyrir sýndarlegar kurteisisheimsóknir mennta- og íþróttamanna á báða bóga og hægfara innflutning vestrænna tízkufyrirbrigða, lifir allur þorri sovét-fó'lks í algerri ein- angrun. Landið helzt harðlok- að fyrir öllum hinum beztu (og jafinframt verstu) samtímahug- myndum, menningu og upplýs- inguim umheimsins — nema í þeim mæli, sem miðstjórnin telur öruggt. Að umgangast útlendinga eða lesa erlend stjórnmálarit eða véfengja í aivöru hina rúss- nesku túlkun heimsatburða og sögu, er að vekja á sér grun og í sumum tillvikum persónu- legar refsiaðgerðir. Þetta kem- ur ekkert við þeirri öldu ný- Stalíinisma sem nú er risin, og bitnar einkum á efri röðum embættismanna og hinum 'litla hópi frjálslyndra menntamanna. Það er vægara áfiramhald þeirr ar einangrunarstefnu, sem á- vallt hefur ríkt í Rússlandi og vélvirkja var meinuð þátttaka í verzlunarsendinefnd, sem hon- um hafði verið sagt að hann yrði tekinn í. Hann var agn- dofa þegar hann frétti ástæð- una: örstutt ástarævintýri, sem hann hafði átt tveim árum áð- ur með póllskri stúlku, sem hann hafði hitt á götum Moskvu. „En hún er pólsk,“ segir vélvirkinn, „frá lýðræðis- landi, sósíalistisku systurlýð- ve'ldi". Engu að síður verður þessi blettur ekki máður af honum (samkvæmt almennum skilnimgi á hinu óskrifaða boð- orði) fyrr en eftir minnst þriggja ára fyrirmyndarhegð- un. „Verra gat það verið“, seg- ir hann mæðulega, „hún hefði getað verið Tékki.“ I Leninrad kom þrítugur læknir í heimsókn til E. sem er listfræðingur og eftir nokkurt hik (vegna nætrveru minnar) gerði hann grein fyrir erindi sínu: hann hafði frétt að E „framsókn“ eða „afturhald", allt eftir nýjustu línunni. Blaðamaðurinin kann svo auðvit að nauðsynlegar formúlur og búning utambókar, hann skrif- ar af tilhlýðilegri bræði um „fasistana" eða hrifningu um „framverði hinna vinnandi stétta“ — eftir atvikum. En enginn lætur sig dreyma um að nota Hvíta TASS eins og það kemur fyrir. Fyrrum lugu þeir í fávizku sinni, nú vita þeir sann'leikann — og ljúga miklu betur“. Sögur sem þessar tilheyra að vísu undantekningunum — þeim sem festast í minni mamns. Mikill meiri hluti rúss- nesku þjóðarinnar fær áldrei nein særandi kynni af flokki eða lögreglu. Það stafar af því að þessi mikli meirihluti lifir rólegu því klafabundna lífi sem er einræðinu þóknanlegt, það eru aðeins hinir fáu sem stíga einhver víxlspor, sem eru tekni ir til bæna. En einar út af fyrir sig geta 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.