Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 2
Bændahjón frá (Jkraínu í búðarferð. 1 verzlunum ríkir skoríur á algengustu vörum tímunum saman Inlegu uppfræðslugreinatr á hverjum degi og prédika meiri aga og framleiðni á vinnustöð- um, ef Rússar væru þegar stundvísir, áreiðanlegir og ag- aðir starfsmenn. Reyndin er hið gagnstæða. Ég ekki engan, sem lætur samvizkuna reka sig til að „ljúka verkinu", eða finnur sig knúðan til að mæta í vinnu ef hann er ekki í skapi til þess. Takmarkið er að gera sem minnst og starfsregiurnar — í praksís en ekki á pappírnum — miðast við það mark. Mót- mælendasiðfræðin kom aldrei til Rússlands. Hið rótgróna slen nítjándu aldarinnar á í fullu tré við áróður tuttugustu ald- arinnar. Fyrir nokkrum dögum hringdi ég til embættismanns á skrifstofu hans. Eftir hina venjulegu stundarfjórðungs bið vegna símatruflana fékk ég loks númerið og kvenmaður svaraði súr í bragði. Hann upplýsti mig um það höstug- lega, að félagi R. væri í leyfi við Svartahaf, hringið aftur eft ir hálfan mánuð. Ég hringdi aftur eftir hálftíma, af því ég vissi að R. var í Moskvu. í þetta skipti svaraði önnur kvenrödd, yngri en jafn höst- ug og sagði að maðurinn væri ekki í skrifstofu sinni en þó í húsinu — hringið aftur eftir klukkustund. í næstu símtölum fengust þær upplýsingar, að R væri 1) erlendis í viðskiptaer- indum í sósíalisku ríki og 2) á fundi i annarri stjórnardeild annarsstaðar í borginni. Sá fimmti, sem svaraði var karl- maður og kom með hið eina, hreinskilna svar dagsins: hann vissi ekki hvar R væri né hve- nær hann kæmi aftur — og það vissi heldur enginn á skrif- stofu hans. etta er sönn saga — ó- venjuleg, en þó aðeins að stig- inu til. R er deildarstjóri í so- vézku ráðuneyti og samsvarar að minnsta kosti framkvæmda- stjóra í stóru fyrirtæki. Hann var ekki að reyna að hafa mig af sér (í slíkum tilvikum eru lygarnar risalygar og halda á- fram vikum saman) hann hirti einfaldlega ekki um að láta samstarfsfólk sitt vita hvar hann væri. Þeir gátu sjálf- ir ekki náð til hams. Einkarit- ara hafði hann engan. Þetta er reglan, ekki undantekningin 1 skrifstofum Moskvu: ringul- reið, sinnuleysi og ekki einu sinni málamyndaáhugi. Vinir mínir telja að þetta sé allt að kenna stöðnuninni í rússnesku efnahagslífi og því hversu ógerlegt sé að vinna sig upp. „Það er sama hve vel eða trassalega maður vinnur“, segja þeir, „maður fær sínar 100 rúblur á mánuði, kannski 110. Það er hægt að lifa af því, en ekki meir. Leggi maður miklu harðara að sér getur maður fengið ofurlítið meira — en til hvers er það? Það er aldrei nóg til að skipta neinu máli. Þetta myndi allt taka gagnger- um stakkaskiptum, ef einhver hvatning kæmi tiL“ En ég efa það. Rússar hafa flestir unnið þannig frá því sögur hófust. Hinsvegar hefur þessi hræri- grautur og skortur á efnahags- legri örvun, eflt annað rúss- neskt skapgerðareinkennl — mannúð og langlundargeð. Uoraður og lotinn skurð- armaður í skóverksmiðju er mjög illa haldinn af háum blóð þrýstingi og hjartasjúkdómi. Hann hefur unnið þarna í nítján ár og á aðeins eitt eftir til að komast á eftirlaun. Hann á erf- itt með að komast alla leið til verksmiðjunnar og getur, er þangað kemur, varla unnið handarvik. En honum er 'leyft að vera áfram í verksmiðjunni til þess að hann fái eftirlaun- in — og þetta er gert umyrða- laust, eins og sjálfsagður hlut- ur. Eins er það með stúlkutetr- ið sem vinnur í rjúkandi mötu- neytinu, eys upp súpu, káli, kjöti og kartöflum — leiðinda- starf og eftir því erfitt og fyr- ir það fær hún 60 rúblur á mánuði, sem varla er nóg til að draga fram lífið. En hún lum- ar undan nægum mat til heimil- isins og eiginmaður hennar og dóttir borða ókeypis í mötu- neytinu. Umsjónarmennirnir loka augunum fyrir þessu: það er augljóst mál að hún verður að annast um fjölskyldu sína — það væri ómannlegt að fetta fingur út í það. Saga skurðarmannsins og af- greiðslustúlkunnar eru jafn dæmigerðar og nokkuð annað í Rússlandi. Föðurlegt og vernd- andi viðhorf er enn mjög sterkt í efnahagslífinu, svo sem það hefur alltaf verið. I augum alla þorra Rússa hefur lýðræði á- vallt merkt efnahagslegt ör- yggi fremur en pólitískt frelsi. Á einu framleiðslusviði stöndum við framar vestrænum löndum, segir vinur minn einn. „Að áróðrinum frátöldum, auð- vitað. í framleiðslu á pólitísk- um skrýtlum stöndum við miklu frarnar." „Hvað fjöldann snertir, vissu lega. Skrýtlur um glappaskot kommúnismans og flokksleið- togana eru óteljandi. En um gæði þeirra er ég hinsvegar ekki viss, þar eð rússneskan mín, sem yfirleitt virðist fúll- nægjandi, bregzt mér þegar viniir mínir hlæja sem hæzt. Ég skil bezt léttari sögurnar, sem kalla fram mild bros. „Það er árið 2000 og komm- únisminn loks alger. Sasha litli er að velta fyrir sér undrum fortíðarinnar. „Pabbi, hvað var sósíalismi?" „Það var þegar við urðum að borga allt með pen- ingum í stað þess að fá það út- hlutað ókeypis, eftir þörfum. Ef þig til dæmis vantaði smjör, þurftirðu að bíða í biðröð við gjaldkerastúkuna eftir að fá peningum skipt fyrir miða og bíða svo við afgreiðsluborðið eftir að fá smjör út á miðann, ef afgreiðslustúlkan var í góðu skapi“. „Pabbi, hvað er smjör?“ Þetta voru vitanlega ýkjur hjá kunningja mínum. Rúss- land stendur vestrænum lönd- um áberandi framar á mörgum sviðum. f lestri alvarlegra bók- mennta. (Frámunalega lélegt sjónvarp á þar mikinn hlut að máli.) f áfengisdrykkju. (Magn ið er gífurlegt. Talið er að ár- leg vodgadrykkja Rússa nemi um 10,5 lítrum á mann.) í gönguferðum og þátttöku í úti- íþróttum. Og í frjálsum ástum bæði fyrir og utan hjónabands. Hin hefðbundna hugmynd um tepruskap Rússa er einber heilaspuni — og ef til vill fjærst sannleikanum af öllum hugmyndum, sem vestrænir menn gera sér um líf í Rúss- landi. Undir yfirborðs siðprýði á almannafæri (það er gömul rússnesk hefð, ekki sovézk upp finning) eru allmiklu minni hömlur ríkjandi meðal Rússa á þessu sviði en í nokkru vest- rænu þjóðfélagi, sem ég þekki. Svo að segja al'lar heimavistir æðri skóla eru sameiginlegar fyrir bæði kynin — piltar og stúlkur búa hlið við hlið og er talið sjálfsagt að íbúarnir sofi ekki ávallt í sínum réttu her- bergjum. Ástalíf er óvenju hispurslaust, tilfinningalega jafnt og líkamlega. Um kyn- ferðismál er 'lítið rætt og sekt- arkennd hverfandi. „Við nefnum það sósíallistiskt raunsæi," sagði háskólastúdent einn. „Viss fjöldi stúlkna gerir sér það að reglu að sofa ekki hjá karlmanni í fyrsta skipti sem þau hittast — en það eru aðeins um 15 af hundraði." Pillan þekkist ekki, varla að ein stúlka af hundraði hafi heyrt hennar getið. („Þeir myndu aldrei kynna hana hér“, var mér sagt. „Fæðingartalan er of lág og þeir hafa áhyggj- ur af því. f borgunum er eitt barn hámark nú. Það eru hvorki peningar né rúm fyrir fleiri — fólk vill fá að lifa“.) Hettur eru ekki heldur notað- ar, enda þótt sumar háskóla- stúlkur þekki til þeirra. Og þó að gúmmíverjur séu fáanlegar í lyfjabúðum, þekki ég engan karlmann sem notar þær, eða hefur nokkurntíma gert það. Samt sem áður eru slysabörn afar fá. Fóstureyðingar eru lög legar og öllum frjálsar, oftast ókeypis, og venjuleg borgar- stúlka hefur látið framkvæma þær nokkrum sinnum áður en hún giftir sig. Nokkrar fara til einkalækna — sem þó er ólög- legt — til að komast hjá skýrslugerðum og öðrum óþæg- indum á heilsuverndarstöðvun- um. Þóknun er frá 5 upp í 30 rúblur — ekkert til að hafa á- hyggjur af. Sumar stúlkur greiða læknum sínum 10 rúbl- ur aukalega fyrir deyfingar- sprautu. Hinn greiði aðgangur að fóstureyðingum gerir vitanlega alla afstöðu til kynlífs mun frjá'lslegri. En ég held að hún væri jafn frjálSleg þótt öðru- vísi væri í pottinm búið. Hún var það á dögum Stalíns þeg- ar lögin voru öllu strangari en nú. E n stuttpilsin eru enn al- gjör bannvara. í stærri borg- unum eru nú leyfð pils sem ná einum eða tveimur þumlungum fyrir ofan hnéð, ásamt ,.shake“, „jazzi,“ örfáum innfluttum hljómplötusjálfsölum og öðrum nýjungum, sem þar til fyrir ári höfðu verið bannfærðar sem hættuleg auðváldsspilling. En engri stúlku dettur í hug að klæðast stuttpilsi á almanna- færi. „Hversvegna ekki?“ spurði ég búðarstúlku með Ijóst, litað hár, þegar hún seildist eftir eintaki mínu af Paris Match og horfði eins og bergnumin á myndir af vestrænum stallsystr um sínum með ber læri. „Maður yrði tekinn fastur. Eða rekinn. Maður kæmist ekki upp með það einn einasta dag.“ Hún þagði við, horfði andvarpandi á myndirnar og bætti við: „Auk þess myndi maður drepast úr kulda.“ Hér, eins og í svo mörgu öðru verður strangleikinn að- eins að litlu leyti rakinn til kerfisins. Veðurfar, 'landfræði- leg lega og saga Rússlands hafa gert það að harðbýlu landi. Sömu viðhorfa og í stutt- pilsa- og kynferðismálum — mikið frjálslyndi bak við tjöld- in, mikil siðavendni, jafnvel meinlæti, opinberlega verður ekinig vart í dómsölum. Lögin eru oft framúrskarandi harð- neskjuleg, en bakvið hið grimmúðlega vélabákn leynist einnig mannúð. I einu hinna örlitlu rétt- arherbergja í borgardómi Moskvu var verið að bera fram áfrýjun í sakamáli. Sakfelling hafði fengizt fimm vikum áður í einum undirdómartna. Dómar- inn las upp ágrip af inálinu og grundvallaratriði áfrýjunar. Hinn sakfelldi var þrjátíu og þriggja ára gamall vélamaður sem var ofurlítið andlega áfátt og bjó (eins og margir Moskvu búar gera enn) í verkamanna- skála. Sunnudagsmorgun einn snemma hafði hann staulazt út úr rúmi sínu og fram á salern- ið — staulazt vegna þess að 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. apríl 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.