Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 9
alls starfsfólks, og skólarnir hafa verið reistir af nokkrum vanefnum og einkum að fyrir rekstri þeirra hefur ekki verið nægilega séð, a.m.k. meðan ég þekkti bezt til. Á fjölbreytta starfsaðstöðu hefur skort og fullnægja þarf margvíslegum þörfum unglinga á viðkvæmu og óróasömu reki. Kröfur þarf að gera til þeirra, en um fram allt að veita þeim aðstöðu til náms, líkamlegs og andlegs, fé- lagslegrar og þegnlegrar þjálf- unar, og þeir eru umönnunar- þurfi, er þeir dvelja fjarri heimilum sínum mánuðum sam- an. Á stríðsárunum fóru þeir t.a.m. ekki heim í jólaleyfum nema að takmörkuðu leyti. Þessir skólar geta komið miklu góðu til vegar og eru óhjákvæmi- legir úti um byggðir landsins en yfirstjórn skólanna þarf að vera skipuð nokkrum mönnum, sem hafa mikla reynslu af þeim og vita, hvað heimavistarfyrir- komulagið kostar.“ „Undirðu ekki vel við starfið þrátt fyrir allt?“ „Allur þáttur skólastarfsins, er laut að kennslu, var mér ljúfur leikuir, þótt raunar væri miskunnarlaust starf álla daga og fram á nætur þá mánuði, er skólinn s tarfaði, með því líka að ég mun sjaldan hafa farið undirbúningslaust í kennslustund og reyndi að vera nemandi og þurfti þess raun- ar alla mína tíð, en nám hefur verið mér forvitnilegt viðfangs efni frá fyrstu tið samfara ríkri tjáningarþörf á öðru leyti við ættgenga innhverfu." þjóðgarð á Þingvöllum tll Inn- an vébanda heninar, enda bar hreyfingin öðrum fremur málið til sigurs með þjóðgarðslögun- um 1928, en í eina tíð formað U.M.F.Í. Guðmundur Davíðs- son segist fyrst hafa hreyft þessari hugmynd á eystri gjár- bakka Hrafnagjár, er hann leit yfir þjóðgarðssvæðið, sem var 6. sept. 1908, og var hann þá í skógræktarferð austur um sveitir og í fylgd með þáv. skógræktarstjóra Kofoed Han- sen.“ Þjóðarlegt uppeldis- gildi Þingvalla Þjóðgarðsvörður var inntur eftir því, hvernig skapa eigi viðmót og andrúmsloft fyrir þá, sem heimsækja Þingvelli. Hann hafði talað um „þjóðar- legt uppeldisgiidi" staðarins. „Fyrirhöfn vegna þeirra, sem að garði ber, má ekki spara. Fólk verður að finna, að hér eigi það heima og í hlýjum hugarjarðvegi fær staðurinn varðveitzt og eflzt til áhrifa rneð þjóðinni. Viðtökurnar hér verða að vera án manngreinar- álits, þeirra þurfa að njóta ung ir jafnt sem aldnir, ráðherra jafnt sem bakpokaferðalangur- inn, óstýrilátur hópurinn um hvítasunmuna og einfarinn, er heyr sér fróðleik um staðinn og oft er kominn um langan veg og fjarlæg höf, þá er því ekki að lyna, að tækifærin eru sumpart ónóg og ekki nýtt sem skyldi né svo skipúlega sem verða mætti og er mikið stnfögur og er sameiginlegt álit núv. og fyrrv. þjóðminjavarðar, biskups, og ég hygg einnig húsameistara ríkisins, að hana beri að varðveita sem næst sinni núverandi mynd.“ Staða þjóðgarðsvarðar „Hvað um stöðu þjóðgarðs- varðar — gefur hún nægilegt svigrúm?" „Staða þjóðgarðsvarðar er of 'lítt mörkuð í núgildandi lög- um um þjóðgarðinn. Þingkjör- in nefnd hefur yfirumsjón með staðnum og ræður hún sér framkvæmdastjóra og fjár- haldsmann og er skrifstofa þjóð- garðsins i Reykjavík. Samvinna mín við Þingvallanefnd og starfsmenn hennar hefur raun- ar verið með ágætum, og hef ég setið flesta fundi nefndar- innar í seinni tíð og fengið tæki- færi til að fylgjast með störf- um hennar og verið spurður ráða um ýmis framkvæmdaatr- iði þjóðgai'ðinum viðkomandi. Hef ég þannig ágætt tækifæri til þess að koma á framfæri tillögum um þjóðgarðinn og hugmyndum mínum um hann sem og aðfinnislum og gagnrýni — og er þar réttur vettvang- ur minn.“ Gistihúsmál „Hvrnð gerist í gistihúsmálum staðarins?" „Talað hefur verið um að reisa nýtt gistihús á Þingvöll- 'um, er væri opið sumar og vet- ur. Sú hugmynd er sjá'lfsögð og þarf að komast í framkvæmd Þjóðgarðsvörður á bökkum Öxarár (gjáin í baksýn): „Sögulegt mikilvægi Þingvalla skiptir mestu máli“. fram. Vegalengdin frá Reykja- vík hingað nemur ekki miklu meira en mörg fjarlægðin inn- an stói'borgar.“ „Sögulegt mikilvægi Þing- valla skiptir mestu máli,“ kvað þjóðgarðsvörður, „fyrst og síð- ast hafa Þingvellir sögulega þýðingu.“ Hann sagðist vilja minna á, að fornleifafélagið hafi verið stofnað fyrst og fremst í þeim tilgangi að standa fyrir fornleifarannsókn á staðnum, „en næstum alveg hef ur verið látið sitja við 90 ára frumrannsóknir Sigurðar Vig- fússonar“. Hann talaði um, að staðnum yrði ekki lokað fyrir ferðamönnum né dválargestum, svo sem um helgar. Þvert á móti væri aðkallandi að greiða fyrir fólki með bílastæði, tjald- stæði, göngustíga og ekki sízt, að við vatnið sé lögð rækt, hvað fiskeldi snertir, og skip- an komið á við veiðiskap, er sæmiir „bjarta vatninu fiski- sæla“ — þrátt fyrir allt einu fiskisælasta í veröldinni, þótt jivo sé að sjá, að virkjun Sogs- ins hafi stórlega skert veiði- nytjar þess. „Hafa verið gerðar ráðstaf- anir til að gera eitthvað fyrir Þingvelli í sambandi við ís- lenzka listmenningu?“ auglýst væri á vissum tímum. Slík starfsemi gæti verið í tengslum við þjóðarhúsið á Þingvöllum og söfn þess. Þess má geta, að unnið er fyrir til- stilli Ágústar Böðvarssonar að vandlegu og nákvæmu korti yf ir staðinn. Saminn hefur verið að tilhlutan Þingvallanefndar stuttur leiðarvísir yfir staðinn og ennfremur er mér kunnugt um, að bókaútgefandi einn í Reykjavík lætur nú vinna að Þingvallabók.“ Friðunarráðstafanir „Þú talaðir um, að það eigi að veita fólki sem frjálsastan aðgang að staðnum, en eru ekki varúðarráðstafanir nauð- synlegar, svo að vel fari?“ „Þótt staðurinn eigi að vera opinn sem flestum, er ekki þar með sagt, að engar skorður séu reistar við véltækni nútímans á landi staðarins og vatni. Lokun Almannagjár, sem þeg- ar hafði verið framkvæmd, hafði lengi verið áhugamál ým- issa velunnara staðarins. Jó- hannes Patursson sagði á Al- þingishátíðinni 1930, er hann sté úr bíl sínum við efra mynni gjárvegarins: „Hér geng ég nið ur með húfu mína í hendinni". „Jón Leifs heitinn kom fram á sínum tíma með ýmsar athygl- isverðar tillögur viðkomandi ÞLngvöllum og taldi, að Þing- vallabær ætti að vera lista- mannasetur. Til þess er hann naumast fallinn, en hins veg- ar eru listamenn og þó eink- uim málarar tíðir og vel séðir Sumarbústaðir „Margir telja óviðeigandi að leyfa fólki að byggja sumar- bústaði við Þingvelli — sam- ræmast sumarbústaðir á Þing- vallasvæðinu við framtíð þjóð- garðsins?" „Þú hefur í huga hin miklu Séra Eiríkur J. Eiríksson flytur ræður í Haukadal í vetur: „Hvað guðfræðina snertir sagði Grundtvig: Maðurinn fyrst . . .“ Boðun Þingvalla „Finnst þér staða þín á Þing- völlum þjóna þessum andstæðu eðlisþáttum, annars vegar tján- ingarþörf og hins vegar inn- hverfu?" „Ekki er því að neita, að staðurinn býður upp á nokkra einveru, þótt hún sé minni en margur hyggur og starfið hér furðu erilsamt. Hins vegar bjóða Þingvellir upp á boðun, sem byggist á reynslu kynslóð- anna og arfi og þarf að vera léiðarljós og framtíðarmark. Menn hefur dreyrnt uim að gera Þingvelli að skólastað. H'vað sem um það er að segja, hljóta þeir að hafa þjóðarlegu upp- eldishlutverki að gegna, enda orkti Jónas Hallgrímsson fleiri kvæði um Þingvelli en nokk- urn annan stað, og vakningar- gildi þeirra ljóða ómetanlegt á vakningaröld þeirri, er hófst með þeim Fjölnismönnum og aldrei má Ijúka: Sproti á þeim meiði var ungmennafélagshreyf ingin, og varð hugmyndin um óleyst verkefni hér á Þingvöll- um, þar sem er kynning stað- arins, raunar jafnt að sumri sem að vetri.“ Síra Eirikur bætti því við, að aðhlynning er veita ber skólanemanda sé náskyld og þarf að vera af sama toga sem mörg þjónustan á Þingvöllum og fyrirgreiðslan. Þingvallakirkjan Um kirkjuna á staðnum sagði hann: „Nýting kirkjunnar hér á Þingvöllum tel ég eigi að vera ríkur þáttur í starfræks'lu stað- arins. Alveg er ég sammála þeim röddum, ea- fram hafa kom ið, að guðsþjónusta í einhverri mynd eigi að fara fram í Þing- vallakirkju hvern helgan dag, ef ekki alla daga sumarmánað- anna.“ „Hvað um Þingvallakirkju — á að varðveita hana í sinni mynd sem mónúment eða á að stækka hana eða byggja að nýju?“ „Kirkjan á staðnum þykir hið allra fyrsta, þótt umbætur hafi verið gerðar í Valhöll í seinni tíð, sem mælzt hafa mjög vel fyrir, jafnt meðal innlendra sem erlendra gesta“. „Hvar ætti þetta nýja gisti- hús að standa?“ „Vandfundinn er heppilegur staður fyrir slíkt gistihús og stærðin raunar ekkert aðalatr- iði.“ Þjóðarhús á Þingvöllum „Hefur eitthvað gerzt í hug- mynd um þjóðarhús á Þingvöll um?“ „Undirbúningsnefnd þjóðhá- tíðar 1874 hefur komið fram með hugmynd um þjóðarhús á Þingvöllum. Sú tillaga fékk furðulega dræmar undirtektir. Má benda á, að þótt alþingi væri hér lagt niður 1798, hef- ur þinghald aldrei fallið hér með ö'llu niður. Þingvallafund- irnir voru eins konar þjóðfull- trúasamkomur. Alþingi kom hér saman 1930 og 1944. Þingsetn- ing og þingslit gæti farið hér gestir í þjóðgarðinum og ná- grenni hans. Mætti með ýmsu móti bæta aðstöðu þeirra hér á staðnum, jafnvel með húsa- kynnum til dvalar og væri vel viðeigandi, að listasafn væri hér, svo veitull sem staðurinn er til listsköpunar. Slíkt mætti tengja þjóðarhús-hugmyndinni og mætti varðveita hér á við- eigandi hátt margt staðnum viðkomandi.“ „Hvað finnst þér að ætti að gera meira til að efla mennt- unar- og lærdómsaðstöðu á staðnum?" „Náttúrufræðingar dveljahér löngum við rannsóknir og mætti nokkurn vott þeirrar gestakomu sjá í veglegu bóka- safni staðarins — sem og hefði að geyma sögulegar heimildir staðarins og landsins í heild. Væri vel viðeigandi, að nátt- úrufróðir og sögufróðir menn leiðbeindu um staðinn, t.d. um helgar þannig að út'lendir gest- ir og innlendir gætu notið slíkr- ar skipulagðrar fræðslu, er skrif og umræður um úthlutun sumarbústaðalanda í Gjábakka- landi. Hefur Þingvallanefnd orðið fyrir þungum ásökunum í þessu máli. Um lögbrot verð- ur ekki rætt í þessu sambandi, líklega verður fyrirkomulagi í stjórn Þingvalla breytt innan skamms, en eðlileg virðist sú ráðstöfun, að Alþingi skipi enn sem fyrr Þingval'la.nefnd“. Hann heldur áfram: „Tengsl Alþingis og Þingvalla verða að vera hin nánustu. Ber vel að athuga, að Þingvellir eru ekki þjóðgarður í alþjóðlegri merk- ingu þess orðs nema að tak- mörkuðu leyti vegna fornminja staðarins og alþingishalds áð- ur fyrr.“ Umgengni „Hvað um umgengni fólks á Þingvöllum?" „Af blaðaskrifum og umræð- um á Alþingi má sjá, að um- gengni þar fyrir nokkrum ára- Framhald á bls. 21. 27. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.