Morgunblaðið - 10.03.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 10.03.2000, Síða 80
ATLANTSSKIP - ÁREIÐANLEIKI í FLUTNINGUM - Leitid upplýsinga i síma 520 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Líftæknifyrirtækið deCODE leggnr fram umfangsmikla skráning- arlýsingu hjá bandarísku verðbréfa- og kauphallarnefndinni -Bjóða á tít hlutafé sem svar- ar til 14,8 milljarða króna deCODE genetics Inc., móðurfélag íslenskrar erfðagreiningar, hefur sótt um skráningu á hluta- bréfum félagsins á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Áætlað er að bjóða út hlutafé fyrir 200 milljónir Bandaríkjadala, eða sem sam- svarar um 14,8 milljörðum króna. Fyrirtækið hefur lagt fram umfangsmikla skráningarlýsingu hjá bandarísku verðbréfa- og kauphallamefndinni (SEC) vegna umsóknarinnar. I skráningarlýsingunni, sem er alls 714 blaðsíður að lengd, er m.a. að finna ítarlega lýsingu á rekstri, .,-áiitfkomu og rannsóknarstarfsemi fyrirtækisins. I skráningarlýsingunni eru einnig sett fram markmið fyrirtækisins á sviði líftækni og upplýs- ingatækni, birt er yfirlit yfir rekstrarreikning deCODE og lagðar fram upplýsingar um stjórn- endur fyrirtækisins og laun þeirra. Þá er kynnt ít- arlega hvaða áhætta geti fylgt því að fjárfesta í fyr- irtækinu. Auk þessa er birt mikið magn fylgiskjala, s.s. afrita af fjölda samninga sem fyrirtækið hefur gert. Ekki hefur enn verið ákvarðað á hvaða verði hlutabréfin verða seld í útboðinu. Samkvæmt upplýsingum frá deCODE hefur skráningarlýsingin vegna hlutafjárútboðsins ekki tekið gildi og ekki má selja hlutabréfin eða fallast á kauptilboð í þau á meðan útboðsgögnin eru til með- ferðar og staðfestingar. í kjölfar framlagningar skráningarlýsingarinn- ar er hafið svokallað „þagnartímabil" skv. reglum sem gilda um undirbúning að skráningu á hluta- bréfamarkað. Á því tímabili má fyrirtækið ekki veita frekari upplýsingar en þar koma fram allt fram að staðfestingu umsóknar fyrirtækisins um skráningu á almennan hlutabréfamarkað. Er talið Ifklegt að 8-12 vikur muni líða þar til SEC hefur lokið athugun sinni. Fjárfestingarbankinn Morgan Stanley Dean Witter Inc. verður aðalumsjónaraðili hlutafjárút- boðsins en Lehmans Brothers Inc. verður meðum- sjónaraðili. 5,7 milljarða tap af rekstrinum I skráningarlýsingunni kemur fram að tap hefur verið af rekstri deCODE allt frá stofnun íyrirtæk- isins árið 1996, alls um 76,7 mOljónir Bandaríkja- dala, sem samsvarar um 5,7 milljörðum íslenskra króna. Heildartekjur fyrirtækisins námu á síðasta ári 1,2 milljörðum króna og tap fyrirtækisins af rekstri nam þá 1,7 milljörðum kr. að óreglulegum liðum frátöldum. Aukningin milli áranna 1998 og 1999 var 113%. Fram kemur í skráningarlýsingu að búist er við áframhaldandi tapi af starfseminni á næsta ári. ■ Gífurlega yfirgripsmikil/10 ■ Engin trygging/40-41 Knatt- •• spyrnuhús í Garðabæ VIÐRÆÐUR um byggingu knatt- spyrnuhúss við Vetrarmýri í Garða- bæ eru komnar á fullan skrið, en framkvæmdastjórn Rnatthúsa ehf. bíður nú eftir svari frá fjórum sveit- arfélögum um það hvort þau hyggist taka þátt í byggingu hússins, en ætla má að það muni kosta um hálfan milljarð króna. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörð- ur og Bessastaðahreppur. Rnatthús ehf. sendu þeim öllum tillögu að viljayfirlýsingu og má búast við að Mtoþau afgreiði hana í næstu viku. Sam- kvæmt tillögunni skuldbinda sveit- arfélögin sig til að greiða 50 milljónir króna í hlutafé og 31 milljón á ári í leigutekjur í 25 til 30 ár. ■ Sveitarfélögin/14 ------*~H--------- Tæpra 100 milljóna mjólkur- kvóti til sölu BENEDIKT Hjaltason, bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, stærsti mjólkurframleiðandi lands- ins, hefur ákveðið að selja mjólkur- kvóta sinn, tæplega 500.000 lítra, og hætta búskap. Benedikt segir að verð á mjólkurkvóta sé 200 krónur á lítrann og því nemur verðmæti kvóta hans tæplega 100 milljónum króna. Benedikt segir að ekki sé búið að ganga frá sölunni, en líklegast verði kvótinn seldur burt af mjólkursam- lagssvæði KEA. „Því miður sneri vindurinn nú ekki þannig hjá mér að ég léði máls á því að selja KEA eða framleiðendum á svæðinu kvót- ann. En það getur allt breyst og ég á von á að þetta mál skýrist á næstu dögum. Einn aðili utan svæðisins hefur sýnt áhuga á að kaupa allar skepnur og allan kvóta í einum pakka. Eg mun skoða það mál, enda er best fyrir mig að losna við þetta allt í einum pakka,“ segir hann. ■ Nennir/16 ---M-*---- Nýtt kvik- mynda- fyrirtæki BÚIST ER við að á næstu dögum nái Sigurjón Sighvatsson, kvik- myndaframleiðandi í Los Angeles, og Friðrik Þór Friðriksson, leik- stjóri og framleiðandi á íslandi, sam- komulagi um stofnun fyrirtækis um framleiðslu kvikmynda. Nýja fyrir- tækið mun hafa um milljarð ís- lenskra króna til ráðstöfunar og verður þar með langstærsta íslenska framleiðslufyrirtækið á þessu sviði. Fyrirtækið yrði stofnað um gerð tiltekins fjölda kvikmynda, eins og títt er í alþjóðlegri kvikmyndafram- leiðslu, líklega 3-4 myndir. Gert er ráð fyrir þátttöku innlendra áhættu- fjárfesta, auk framlaga Friðriks Þórs og Sigurjóns og bankalána. Innbrot á Stokkseyri BROTIST var inn í saltfiskvinnsluna Hólmaröst aðfaranótt miðvikudags- ins og þaðan stolið tölvubúnaði, fax- tæki og símum. Einnig fóru þjófamir inn í frystigeymslu sem Þormóður rammi - Sæberg hf. á í húsinu og grömsuðu þar í nokkrum kössum en stálu engu úr geymslunni. Sinfónían hyllt SIGRÚN Eðvaldsddttir konsert- meistari og Petri Sakari hljóm- sveitarstjóri taka við hamingjuósk- um gesta að loknum afmælistón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í gærkvöldi. ■ Barnið/33 Morgunblaðið/Ásdís ■ Milljarður/Dl Afkoma Landsbankans betri en áætlað var Hagnaður jókst um rtímar 600 milljónir HAGNAÐUR Landsbanka íslands jókst um 609 milljónir milli ára og er afkoma bankans árið 1999 sú besta í sögu Landsbankasamstæð- unnar. Afkoman batnaði um 67% á milli ára og segir Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbank- ans, að afkoman sé betri en áætlan- ir gerðu ráð fyrir. Samtals nam hagnaður bankans 1.520 milljónum króna á síðasta ári en var 911 millj- ónir króna árið 1998. Góð afkoma varð á öllum sviðum samstæðunnar og segir Halldór að grunnþættirnir í rekstrinum séu að styrkjast. „Hagnaður myndast því ekki af óreglulegum tekjum ársins, til dæmis gengishagnaði vegna til- Áhersla á hag- ræðingu í úti- búanetinu fallandi viðskipta á hlutabréfa- markaði. Þetta er ég mjög sáttur við,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Halldórs hefur verið lögð áhersla á að hagræða í úti- búanetinu sem einnig hafi leitt af sér ýmsan sparnað og minnkað verulega fjárbindingu í fasteignum. Þá hefur bankinn fjárfest verulega í upplýsingatækni til að auka sjálf- virkni og draga úr kostnaði. Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar, segir af- komu Landsbankans vera ágæta en hún mætti vera betri miðað við afkomu hinna viðskiptabankanna tveggja og með hliðsjón af mikilli markaðshlutdeild Landsbankans. „Landsbankinn er enn með hæsta kostnaðarhlutfallið af bönk- unum. Það sýnir að bankinn á enn inni til að hagræða í rekstri og nýta stærð sína til betri afkomu. Hin hliðin sem snýr að viðskipta- vinum Landsbankans er sú að Landsbankinn hefur lægstan vaxtamun af viðskiptabönkunum.“ ■ Bankinn hagnaðist/20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.