Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aukin óregla, vanlíðan nemenda til umfjöllunar á fundi MA og VMA Efnilegt æsku- fólk lent í alvar- legum vítahring SKOLAMEISTARAR Mennta- skólans á Akureyri og Verk- menntaskólans á Akureyri, svo og forvarnarfulltrúar skólanna hitt- ust á fundi í vikunni til að ræða aukna óreglu og jafnframt vanlíð- an nemenda og slælegar mæting- ar þeirra á föstudögum. Stefán Þór Sæmundsson, forvarnafull- trúi MA, sagði að á fundinum hefðu þau sjónarmið verið rædd að stóran hluta vandans mætti rekja til þess að tilteknir vínveit- ingastaðir í bænum væru með stöðug gylliboð til unglinganna á fimmtudagskvöldum. Stefán Þór sagði að dæmin sýndu að nemendur skólanna allt niður í 16 ára aldur fengju þarna inngöngu og jafnframt afgreiðslu á barnum. Þetta staðfesti nem- endur og einnig hafi myndir í þættinum „í annarlegu ástandi" sem sýndur er á sjónvarpsstöð- inni Aksjón á Akureyri talað sínu máli. Framtíðinni stefnt í voða Stefán Þór sagði að skólarnir hefðu ákveðið að taka höndum saman, með velferð nemenda sinna að leiðarljósi. Hann sagði ljóst að of margt efnilegt æsku- fólk væri lent í alvarlegum vlta- hring og gæti ekki höndlað stöð- ugt áreiti vínsala og þá áfeng- istísku sem haldið væri að því. Afleiðingarnar kæmu m.a. í ljós í sálarkreppu og dvínandi skóla- sókn og þar með væri náminu og framtíðinni stefnt í voða. „í íþróttakappleikjum er það gjarnan svo að leikmenn ganga eins langt og dómarinn leyfir. Það sama gildir um annað athæfi í mannlegu samfélagi. Þess vegna höfum við lög og reglur. Þegar vínsalar komast upp með það að fara kringum lögin teygja þeir sig æ lengra í gróðavon sinni og það er með ólíkindum hvað þeir kom- ast upp með,“ sagði Stefán Þór. Börnin okkar þurfa meira aðhald Skólameistarar framhaldsskól- anna hafa sett sig í samband við sýslumann og bæjarstjórn. Einn- ig hefur verið leitað til þingmanna og áformað er að halda borgara- fund á Akureyri um málið. For- varnafulltrúar skólanna vilja skora á bæjaryfirvöld og lögreglu að láta málið til sín taka og biðja foreldra að halda vöku sinni. „Börnin okkar þurfa meira að- hald. Þau höndla ekki þetta frelsi sem þrífst í skjóli þess að lögum og reglum er ekki framfylgt og ég veit að margir nemendur kjósa sér annað og heilbrigðara líf. Ef stemmningin er fyrir hendi er úr nægu að moða í mannbætandi tómstundum og ósk okkar er sú að heilbrigðari lífsstfll komist í tísku og að fólk láti nú í sér heyra út af þessu máli en verði ekki sinnuleysinu að bráð,“ sagði Stefán Þór. Morgunblaðið/Kristj án Hátt uppi og hress ÞÓTT ötullega hafi verið unnið að því að flytja snjó á vörubflum ofan í sjó vantai- ekki gríðarstóra snjósk- afla á Akureyri. Ljósmyndari rakst á Isak, sem er fjögurra ára, efst uppi á einum þeirra, sá er við Steinahlíð í Glerárhverfi og eins og sést á mynd- inni gefst honum kostur á að horfa eins og kóngur yfir rflfi sitt. Drengir og stúlkur á Akureyri og víðar á Norðurlandi hafa séð sér hag í að nota snjóskaflanna til að byggja hús. Skaflarnir eru það stórir að nægt byggingarefni er fyrir hendi. Stærsti mjólkurframleiðandi landsins hyggst selja kvóta sinn frá samlagssvæði Mjólkursamlags KEA Nennir ekki lengur að benast í bönkum BENEDIKT Hjaltason, bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og stærsti mjólkurframleiðandi lands- ins, stefnir að því að selja mjólkur- kvóta sinn, tæplega 500.000 lítra og hætta búskap. Hann hyggst búa áfram á Hrafnagili en sagði í samtali við Morgunblaðið alls óvíst hvað hann tæki sér fyrir hendur í framhaldinu. Benedikt sagði að verð á mjólkur- kvóta væri 200 krónur fyrir lítrann og því er verðmæti kvóta hans tæpar 100 milljónir króna. Hann sagðist ekki nenna lengur að berjast í bönkum, eins og hann orðaði það og með því að selja kvótann gæti hann gert upp all- ar sínar skuldir og átt einhvern af- gang eftir. Benedikt sagði að ekki væri búið að ganga frá sölu á kvótanum en þó væri líklegast að hann yrði seldur burtu af mjólkursamlagssvæði KEA. „Því miður sneri vindurinn nú ekki þannig hjá mér að ég léði máls á því að selja KEA eða framleiðendum á svæðinu kvótann. En það getur allt breyst og ég á von á að þetta mál skýrist á næstu dögum. Einn aðili utan svæðis- ins hefur sýnt áhuga á að kaupa allar skepnur og allan kvóta í einum pakka. Ég mun skoða það mál enda er best fyrir mig að losna við þetta allt í ein- um pakka," sagði Benedikt, en bætti við að ekki væru allir innan fjölskyld- unnar sáttir við að fara þessa leið. Skiptir fleira fólk máli Benedikt sagði þetta vissulega stóra ákvörðun og að það væri skammt stórra högga á milli hjá sér. Einnig skipti þetta máli fyrir fleira fólk en vel mætti ætla miðað við Ekkert verið hægt að fljúga til Grímseyjar í viku Eng’in tæki í eynni og brautin breytist í svellbunka í hálkunni FYRIRHUGAÐ var að bera sand á flugvöllinn í Grímsey í gær en slíkt hefur ekki verið prófað áður. Mikil hálka hefur verið á flugbrautinni og hún ásamt slæmu veðri hefur gert að verkum að ekki hefur verið flogið til Grímseyjar í um viku, eða frá því á fimmtudag í síðustu viku. Gríms- eyjarferjan Sæfari flutti sand út í eyju og kom skipið þangað um há- degisbil í gær. Þorlákur Sigurðsson oddviti í Grímsey sagði að þetta ástand væri það sem íbúar þyrftu að búa við og ekki einsdæmi að fella þyrfti niður flug til eyjarinnar í nokkra daga og upp í viku vegna veðurs yfir vetrar- mánuðina. „Þetta er ekki óþekkt fyrirbæri hér í Grímsey, veðrið er bara ekki betra oft á tíðum hér,“ sagði Þorlákur. Tökum enga áhættu Þorlákur vonaðist til að sandburð- urinn myndi bera árangur og hægt yrði að fljúgaúnnan tíðar út í eyju. Flugfélag Islands er með áætlun- arflug í Grímsey þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum og ferjan kemur tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Brynjólfur Arnason flugvallarvörður sagði að veðrið hefði verið heldur leiðinlegt síðustu daga, en mikill vindur var í eyjunni í gær og hann ásamt hálkunni á flug- brautinni hafði þau áhrif að ekki var reynt að fljúga þá. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur Gríms- eyinga, en vitanlega sárnar mönn- um að komast ekki milli lands og eyjar þegar á þarf að halda,“ sagði Eldtraustir öryggisskápar á heildsöluverði Skápur á mynd með fjórum hillum kr. 125.000 umboðs- og heíldverslun Sími 461 4025 I Fax 461 4026 Netfang: gagni@centrum.is Bókasafn Háskólans á Akureyri Málþing um staf- ræn bókasöfn Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= &TTHVA& /S/ÝTl STAFRÆNA bókasafnið - aðgang- ur bókasafna að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum er yfirskrift málþings á vegum Bókasafns Há- skólans á Akureyri, en það verður haldið í dag, föstudaginn 10. mars. Markmið málþingsins er að gefa íslenskum bókavörðum tækifæri til að kynnast nýjungum á sviði gagnasafna og rafrænna tímarita og læra af reynslu nágrannaþjóða við innleiðingu nýrrar tækni. Auk innlendra fyrirlesara munu tveir fyrirlesarar frá Norðurlöndum fjalla um reynslu sinna þjóða af landssamningum um aðgang að gagnasöfnum og rafrænum tímarit- kvótastærð búsins að það hafi skapað 4-5 störf í vinnslunni, auk þess sem þrír menn starfi við sjálft búið. „Þetta umhverfi allt saman og ósætti milli mín og kaupfélagsins hef- ur mikið að segja varðandi þessa ákörðun mína,“ sagði Benedikt. Einn- ig benti hann á að við síðustu þensín- hækkun upp á tvær krónur, hafi skuldir sínar hækkað um 180.000 krónur. Benedikt er heldur ekki sáttur við það samkomulag sem skrifað var undir nýlega milli mjólkurframleið- enda í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu og Kaupfélags Eyfirðinga um stofnun félags um mjólkurvinnslu. „Ég se ekki að það fyrirtæki gangi og heldur ekki að við bændur náum að eignast það alveg enda er það ekki áætlun kaupfélagsins að svo verði.“ Brynjólfur. Friðrik Adolfsson hjá Flugfélagi Islands á Akureyrarflugvelli sagði að þegar hlánaði eins og nú hefði gerst breyttist flugbrautin í svell- bunka, en engin tæki væru til staðar í Grímsey til að ryðja brautina. Hægt væri að fljúga Twin Otter-vél- um til Grímseyjar en ekki þegar hliðarvindur væri. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur fyrir Grímseyinga, en við höfum öryggið í fyrirrúmi, tökum enga áhættu,“ sagði Friðrik. um og lagalega hlið samningaferl- isins. Fulltrúar seljenda gagnasafna og tímarita munu kynna vörur sín- ar og þjónustu á málþinginu. Markhópur málþingsins er bóka- verðir frá öllum tegundum bóka- safna hvaðanæva af landinu. í tengslum við málþingið verða haldin notendafræðslunámskeið fyrir bókaverði þeirra bókasafna sem þegar hafa gert samninga um aðild að gagnasöfnum CSA, Pro- quest (ABI/Inform) og OVID. Námskeiðið var haldið í gær, fimmtudag, og svo verður annað námskftið á morGrun, lauGfardaer. Hádegis- tónleikar BJÖRN Steinar Sólbergsson, orgelleikari Akureyrarkirkju, leikur á hádegistónleikum í kirkjunni á morgun, laugardag, kl. 12. Leikur hann verk eftir Johann Sebastian Bach vegna 250 ára ártíðar hans. Lesari er Gunnlaugur P. Kristinsson. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Hægt er að kaupa létt- an hádegisverð í safnaðarheim- ilinu eftir tónleikana. Indlandskvöld INDLANDSKVÖLD verður haldið í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju í kvöld, föstudags- kvöldið 10. mars, og hefst það kl. 20. Það er liður í kirkjuviku sem stendur yfir í Akureyrar- kirkju. Gunnai- Kvaran selló- leikari segir frá hjálparstarfi og ferð sinni til Indlands. Boðið verður upp á veitingar. Tekið verður á móti gjöfum til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Óvissuferð FA FERÐAFÉLAG Akureyrar býður upp á óvissuferð nk. laugardag, 11. mars, kl. 9. Um er að ræða skíðagönguferð. Skráning í ferðina er á skrif- stofu félagsins við Strandgötu, en þar er opið á föstudögum frá kl. 17.30 til 19. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á morgun, laugardaginn 11. mars, kl. 13.30. Kirkjuskóli verður í Svalbarðskirkju kl. 11 sama dag. Kyrrðar- og bæna- stund í kirkjunni kl. 21 á sunnu- dagskvöld, 12. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.