Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HAGKAUP Stretch stigvél Stretch stigvél Meira úrval - betri kaup ERLENT Tvísýnar þingkosningar á Spáni um helgina José María Aznar, forsætisráðherra Spánar, meðal stuðningsmanna sinna á fundi í Valencia á þriðjudag. Efnahagsbatinn er beittasta vopn Aznars Madríd. AFP. MIKIL umskipti hafa orðið í efna- hagsmálum Spánar síðustu fjögur árin og eru þau talin beittasta vopn José María Aznars forsætisráðherra í baráttunni við sósíalista fyrir þing- kosningarnar sem fara fram á sunnu- dag. Sósíalistar hafa myndað banda- lag með öðrum vinstrimönnum í íyrsta sinn í marga áratugi í von um að geta fellt stjóm Þjóðarflokksins en forystumenn nýja bandalagsins virðast eiga í erfiðleikum með að sannfæra kjósendur, sem njóta góðs af hagsældinni, að þörf sé á breyting- um. Á fjögurra ára valdatíma Aznars hefur atvinnuleysið minnkað úr 23% í 15%, hagvöxturinn hefur verið um 4% á ári, skattar hafa verið lækkaðir og fjárlagahallanum hefur verið eytt. Þjóðarflokkurinn leggur mikla áherslu á þennan árangur í auglýs- ingum sínum fyrir kosningarnar og lofar að halda áfram á sömu braut, lækka skattana frekar, fjölga störf- um og bæta kjör ellilífeyrisþega. Aznar sagði jafnvel í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel á mánudag að önnur ríki Evrópusambandsins gætu nú tekið Spán sér til fyrirmynd- ar í efnahagsmálum. Hann varaði þó við því að efnahagslega árangrinum yrði stefnt í hættu ef sósíalistar og bandamenn þeirra kæmust til valda. Sósíalistar benda hins vegar á að atvinnuleysið á Spáni er meira en í nokkru öðru aðildarríkja ESB og segja að einkavæðing stjórnarinnar hafi aðallega bætt hag forstjóra ell- efu af fyrirtækjum landsins. Sósíalistar komu mörgum á óvart í janúar með því að undirrita sam- starfssamningvið Sameinaða vinstri- menn (IU), undir forystu kommún- ista, og samstarf vinstriflokkanna hefur gert þeim kleift að veita Þjóð- arflokknum harða og jafna keppni. Slíkt bandalag spænskra vinstri- manna hefur ekki verið til frá árinu 1936 þegar Alþýðufylkingin var mynduð, en félagsleg umbótastefna hennar hratt af stað uppreisn hersins undir forystu Francos hershöfðingja og hún leiddi til spænsku borgara- styrjaldarinnar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var fyrir viku, nýtur Þjóðar- flokkurinn stuðnings 41,6% kjósend- anna, sósíalistar 36,6% og Sameinað- ir vinstrimenn 7,4%. Sósíalistar voru við völd á Spáni í fjórtán ár þar til Aznar og Þjóðar- flokkurinn tóku við stjórnartaumun- um árið 1996 eftir mjög nauman sig- ur í þingkosningum. Þjóðarflokkur- inn fékk þá 38,8% atkvæðanna og sósíalistar37,7%. Kjörtímabilið, sem er að Ijúka, er hið lengsta á Spáni frá dauða Franc- os einræðisherra árið 1975; öllum hinum kjörtímabilunum lauk með því að kosningum var flýtt. Joaquín Almunia, leiðtogi sósíal- ista og forsætisráðherraefni vinstri- flokkanna, er gamall bandamaður Felipe González, fyrrverandi forsæt- isráðherra og leiðtoga sósíalista, en ekki gæddur sömu persónutöfrum og hann. Óttast hryðjuverk Vilji Aznar halda forsætisráð- herraembættinu eftir kosningamar er líklegt að hann verði að mynda bandalag með flokkum þjóðemis- sinna í Katalóníu og fleiri flokkum. Spánverjar óttast að aðskilnaðar- hreyfing Baska, ETA, reyni að spilla kosningunum með hermdarverkum. Hreyfingin batt enda á 14 mánaða vopnahlé sitt í desember eftir að samningaviðræður hennar við spænsku stjórnina fóru út um þúfur og ETA hefur verið kennt um tvö sprengjutilræði á árinu. Spænskur herforingi í Madríd beið bana í öðru þeirru 21. janúar og stjómmálamað- ur úr sósíalistaflokknum og lífvörður hans létu lífið í hinu tilræðinu í Vitor- i^mánuði síðar. Spænska þjóðvarðliðið sagði á miðvikudag að það væri „nánast al- veg öruggt" að ETA myndi gera sprengjuárás skömmu fyrir kosning- arnar eða á kjördag og kvaðst því ætla að vera með mikinn viðbúnað. Tölvuaðstoð Vantar þig smá aðstoö við að nota Word, Excel eða Windows? Erum með einkakennslu og námskeið fyrir litla hópa. Nánari upplýsingar á www.tolst.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.