Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 71 FOLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir mynd Mike Leigh, Topsy - Turvy með Jim Broad- bent og Allan Corduner í aðalhlutverkum. Sagan um gerð Míkadó Frumsýning London á níunda áratug þar- síðustu aldar. Hinar vin- sælu gamanóperur Gilberts (Jim Broadbent) og Sullivans (All- an Corduner) njóta mikilla vin- sælda nema sú nýjasta, ída prins- essa, sem fær aðeins sæmilega dóma í bresku pressunni. Sullivan vill semja alvarlegri tónlist en þeir eru báðir bundnir af samningi við leikhúseigandann D’Oyly Carte. ída er skellur og Carte þarf á nýju stykki að halda hið fyrsta. Gilbert fer ásamt eigin- konu sinni á sýningu á japönskum listmunum í London og hjá honum fæðist hugmyndin að Míkadó. Sull- ivan samþykkir að semja með hon- um verkið og við tekur mikill átakatími í leikhúsinu. Þannig er sagan í Topsy - Turvy eða Ringulreið með Jim Broadbent og Allan Corduner í aðalhlutverk- um en með önnur hlutverk fara Timothy Spall, Lesley Manville, Ron Cook og Wendy Nottingham. Þetta er nýjasta mynd eins fremsta leikstjóra Breta, Mike Leigh, en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Leigh fæddist árið 1943 í Sal- ford í Lancashire á Englandi. Hann lagði stund á listnám og nam kvikmyndagerð við kvikmynda- skólann í London. Hann gerði sína fyrstu bíómynd, Bleak Moments, árið 1971 en starfaði fyrsta ára- tuginn mest fyrir sjónvarp og gerði hverja myndina á fætur ann- arri, svo sem Hard Labour (1973), Nuts in May (1976), Abigail’s Party (1977), Grown Ups (1980), Meantime (1983), Four Days in July (1985) og The Short & Curl- ies (1990). Þær náðu ekki langt út fyrir Bretland en með þeim komst Leigh í fremstu röð breskra leik- stjóra. Hann gerði gamanmyndina High Hopes árið 1988 og fjöl- skyldudramað Life Is Sweet þrem- ur árum síðar en þær voru frumsýndar í kvikmyndahúsum og náðu meiri dreifingu en sjónvarps- verkin. Og loks gerði hann Nakin eða Naked árið 1993, ákaflega svarta kómedíu um nútíma heim- EHE Af hvenju hljóp Inski Jói fram af Kömbunum? speking í London og þá sem urðu á vegi hans á götum borgarinnar. David Thewlis fór listilega með að- alhlutverkið og Leigh hlaut Gull- pálmann á Cannes sem besti leik- stjórinn; myndin var sýnd hér á landi við góðar undirtektir. Þrem- ur árum síðar gerði hann svo Leyndarmál og lygar sem án efa er hans besta mynd. Hún var út- nefnd til Óskarsins, hlaut Gull- pálmann á Cannes og þrenn verð- laun frá BAFTA, sem einnig hafði veitt leikstjóranum sérstök heið- ursverðlaun árið áður. „Ég hámaði í mig allt sem til er um Sullivan, er haft eftir leikaran- um Allan Corduner. „Við höfðum næstum sex mánuði til þess að undirbúa okkur fyrir hlutverkin áður en kvikmyndatökurnar hóf- ust, bætir hann við en Leigh er frægur fyrir langan undirbúnings- tíma þegar handrit mynda hans verða í raun til. Topsy - Turvy er tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna fyrir bestu listrænu leikstjórnina, bestu búningana, besta frumsamda handritið og bestu förðunina. Leikarar: Jim Broadbent, Allan Corduner, Timothy Spall, Lesley Manville, Ron Cook og Wendy Nottingham. Leikstjóri: Mike Leigh (High Hopes, Nakin, Career Girls, Leyndarmál og lygar.) Sigurgeir Sigmundsson, Karl Tómasson og Birgir Haraldsson. Gildran búin að „Eika’ða!“ TVÖ af sterkari öflum rokksögu Islands ætla að sameinast á sann- kallaðri rokkhátið sem haldin verður í Mosfellsbæ í kvöld og annað kvöld. Það er engin önnur en keyrslurokksveitin Gildran og hinn ókrýndi mótorfákskonungur Eiríkur Hauksson. Hátíðin verður haldin á staðnum Álafoss föt bezt sem er staðsettur í hverfi gamla Álafossullarverksmiðjanna. Gildrumenn sem ekki hafa spil- að saman opinberlega í lengri tíma vegna anna hjá hliðarverk- efni hljómsveitarinnar, Gildru- mezz, gerðu sér Iítið fyrir og fluttu inn rokkhetjuna Eirík Haukson frá Noregi í þeim eina tilgangi að fá hann til að taka þátt í uppákomunni. Leiknir verða allir helstu slagarar beggja aðila ásamt því sem hluti af Gildrumezz tónleikadagskránni, sem samanstendur af lögum Creedence Clearwater Revival, fær að fljóta með. Eiríkur mun einungis koma fram með Gildr- unni í þetta eina skipti og því er þetta einstakt tækifæri til að sjá hann og Birgi Haraldsson, söngv- ara hljómsveitarinnar, raula „ást- ardúetta" saman. „Þetta er hugmynd sem kvikn- aði fyrir allnokkru síðan,“ segir Karl Tómasson, trommari Gildr- unnar. Það er einnig augljóst að einhver ósýnilegur þráður hefur verið á milli Eiríks og Gildrunnar í gegnum árin. „Við þurftum bara að hittast einu sinni og þá urðum við perluvinir og höfum verið al- veg síðan.“ Með hljómsveitinni að þessu Jón Rafnsson sinni mun bassaleikarinn Jón Rafnsson, sem meðal annars er meðlimur í Guitar Islancio, plokka bassann þar sem Þórhall- ur Árnason verður ekki með að þessu sinni. Annars er það að frétta að hljómsveitinni að hún stefnir á plötuútgáfu á árinu en ekki hefur komið út plata með nýju efni frá þeim í átta ár. En árið 1997 kom út safnplata í tilefni af tíu ára starfsafmæli sveitarinnar. Eirikur Hauksson Fréttagetraun á Netinu vg>mbl.is —4í.ím^ eitth\/ao rjÝrr Nceturqalirm í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. _ Borðapantanir í síma 587 6080. FJARAN jómantískur staður. ión Möller leikur á píanó fyrir matargesti. FiORU- ÚARÐURINN B22S* ' Nýja ^ Víkingasveitin leikurfyrir dansi eftir kl. 24.00 föstudag og laugardag jóðlegur og sá eini sinnar tegundar. Víkingasveitin leikur og syngur íyrir matargesti. Clarins býður þér að koma og kynnast því allra nýjasta. Kynning í Hygeu, Laugavegi 23, í dag föstudag kl.13-18 og á morgun, laugardag 12-16. Extra-Firming Foundation. Einstakur farði sem gefur unglegra og trisklegra yfirbragð. Extra-Firming Facial mask. Gerir húðina bjartari og unglegri á aðeins 5 mínútum. Þessi árangursríki andlitsmaski mýkir og styrkir húðina. Extra-Firming Concentrate. Gerir húðina stinnari á hverjum degi. Þetta gel vinnur allan daginn að þvf að draga úr þreytumerkjum, fínum línum og hrukkum. Berið gelið á að morgni undir dagkrem. Komdu og fáðu faglega ráðgjöf um eiginleika þessara vara. Þær geta gert gælumuninn fyrir þig! rveir veitingastaðir á sama stað sem kveður að. Haf narstræti FJORUKRAIN SIMI 565 12 13 CLARINS ---P A R I S- H Y G E A jnyrtivðruverjlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.