Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 56
^6 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ V eldur fákeppni verðbólgunni? * BRÚÐA'RGJAFIR *SÖFN*UNARSTELL *GJAFAKORT Bæjarlind 1-3, Kóp., sími 544 40 44 Jón Bjarnason AUKIN verðbólga á síðustu misserum er mikið áhyggjuefni. Pað er hvort tveggja að framfærslukostnaður heimilanna í landinu hefur hækkað og einn- ig er stöðugleika í hag- kerfinu stefnt í hættu. TGegn þessum verð- hækkunum hefur verið beitt hefðbundnum hagstjórnartækjum, s.s. vaxtahækkunum, en það virðist ekki hafa borið mikinn árangur enn sem kom- ið er. Það sem híns vegar vekur ugg er að drjúgur hluti af þessari verðbólgu gæti stafað af verðsamráði og hækkun smásölu- álagningar í matvöruverslun hér- lendis. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum og Pjóðhagsstofn- un hækkaði smásöluverð á innflutt- um mat- og drykkjarvörum um 7,8% á sl. ári og á sama tíma lækk- aB*>ði meðalverð á innfluttum mat- og drykkjarvörum til dreifíngaraðila um 2% á tímabilinu janúar til nóv- ember miðað við sama tíma frá ár- inu áður. Að öllu eðlilegu hefði verðlag á innfluttum matvælum því átt að lækka en hið gagnstæða hefur gerst. Þessi staða mála er talin svo alvarleg að hagfræðingar Seðla- banka Islands draga þetta sérstak- lega fram i nýútkomnu ársfjórð- ungsriti Seðlabankans um ^peningamál: „Sá munur sem er á verðhækkunum á mat- og drykkjar- vörum á íslandi og í helstu við- skiptalöndum verður ekki skýrður með gengisþróun krónunnar, enda hefur gengi hennar hækkað gagn- vart vegnu meðaltali gjaldmiðla við- skiptalandanna og mest gagnvart evrópskum gjaldmiðlum. Pað er því eðlilegt að leita skýringa í mikilli innlendri eftirspurn og umskiftum á innlendum matvörumarkaði, t.d. samruna fyrirtækja sem kann að hafa dregið úr verðsamkeppni og leitt til hærri álagningar.“ Með öðrum orðum, innkaupsverð hefur lækkað en stórmarkaðakeðjur hafa samt leyft sér að hækka vöru- verð til viðskiptavina sinna. Heil- •VJsrigð samkeppni hefur verið bæld niður og smásöluálagningin virðist orðin að sjálftökurétti í skjóli fá- keppni og einokunar. Neytendur standa eftir berskjaldaðir og heimil- in í landinu þurfa að greiða hærra SUSHI Nú færð þú Sushi bakka hjá okkur á miðvikudögum og föstudögum. •j* Bæði biandaður fiskur og hrísgrjónarúllur Éh náttúrulega! eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smóratorgi verð til þess að auka hagnað þessara fáu stóru aðila. Hvert fara þá þessar auknu álögur sem lagðar eru á neytendur í landinu? í hvaða at- vinnugrein ætli að sé um hvað mesta offjár- festingu að ræða? Hvaða nýir aðilar með háa arðsemiskröfu hafa komið inn með fjármagn í matvöru- verslunina í landinu og stuðlað þar að aukinni fákeppni og skapað sér nánast sjálftökurétt á smásöluálagningu í landinu? Hvar koma þessir fjármunir fram sem hafa verið teknir af neytendum í landinu í skjóli fákeppni á sl. ári? Þeir fjármunir sem koma nú fram í ársreikningum sem góð afkoma og háar arðgreiðslur nokkurra fyrir- tækja og fjárfestingarsjóða hafa ekki orðið til af sjálfu sér, svo mikið er víst. Er það tilviljun að megin hækkun smásöluálagningarinnar kemur fram á tveim til þrem síðustu mánuðum ársins? Slíkir hlutir sem þessir eru litnir mjög alvarlegum augum í flestum iðnvæddum ríkjum. Ef rökstuddur grunur leikur á verðsamráði milli fyrirtækja, t.d. í Bandaríkjunum, yrði fyrirvaralaust gerð rannsókn á því máli, fyrirtæki lögsótt og þeim refsað ef efni stæðu til. Þar ytra álíta stjórnvöld það skyldu sína að vernda rétt neytenda og tryggja samkeppni. Hérlendis hefur verið treyst á að virk samkeppni haldi niðri vöruverði samfara bættri þjónustu og auknum vörugæðum. Hið gagnstæða virðist gerast, þ.e. lög og viðskiptaleg umgjörð efna- hagslífsins er nýtt til fákeppni og einokunarstöðu. Ljóst er að að Hvar koma þessir fjármunir fram sem hafa verið teknir af neytendum í landinu í skjóli fákeppni á sl. ári, spyr Jón Bjarnason. Þeir hafa ekki orðið til af sjálfu sér, svo mikið er víst. óbreyttu munu aðgerðir stjórnvalda til að stýra efnahagsmálum reynast fálmkenndar og árangursíitlar. Enda er sú raunin. Samt sem áður sér forsætisráð- herra, sem er æðsti yfírmaður efna- hagsmála landsins, ekki ástæðu til að beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á því, hvers vegna verð á innfluttri matvöru hefur hækkað svo mjög á sl. ári, hvort stórmark- aðsrisar hérlendis hafi misbeitt markaðsaðstöðu sinni og stuðlað að þessum óeðlilega og mikla mun á þróun verðs á matvörumarkaði hér- íendis og erlendis. Ef forsætisráð- herra hefur í alvöru áhyggjur af fá- keppni á matvörumarkaði hér á landi ætti hann að beita sér fyrir stjórnvaldsaðgerðum til að leysa upp þá einokun sem komin er upp í smásöluversluninni og efla á ný eðli- lega samkeppni í vöruverði og gæð- um vöru og þjónustu matvöruversl- ana. Það er nefnilega ekki nóg að lýsa aðeins áhyggjum af stöðunni, aðgerðir verða að fylgja orðum. Höfundur er alþingismaður. Annarlegar MIKIÐ óskaplega getur nú verið gott að vera ungur og áhyggju- laus, lifa Iffinu frjáls og óþvingaður og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Senni- lega hafa íslensk ung- menni aldrei lifað jafn spennandi tíma og ein- mitt um þessar mundir. Möguleikamir virðast óendanlegir, nánast allt er hægt að kaupa og prófa og frelsið og taumleysið drýpur af hverju strái. Það er ekki laust við að maður fyllist öfund og langi til að verða ungur á ný til að taka þátt í þessum guðdómlega gleðileik. Ég nýt reyndar þeirra forréttinda að fá að vinna með ungu fólki sem kennari og forvarnaf- ulltrúi í framhaldsskóla og í tengslum við þau störf fæ ég að upplifa örlítið brot af fjörinu og fáeinir molar af veislu- borðinu hafa ratað í fang mér eftir helgam- ar. Einnig get ég, eins og landsmenn aðrir, lif- að mig inn í menningar- heim æskunnar gegn- um fjölmiðla og víst er þar hraður hrunadans stiginn. Heilu útvarps- stöðvamar, tímaritin, alikálfar dagblaðanna og fjölskrúðugir sjónv- arpsþættir gera út á unglingana og þar er lífróður dagsins róinn. Að vísu virðast allir gera út á sömu mið en þar er enginn kvóti og því um að gera að físka sem mest. „I>júsaíbeinni“ Áhrifamesti miðillinn er sjónvarp og þar má koma með verulegt inngrip í félagsmótun unglinga. Mig langar að nefna þar til sögunnar vini mína Valla sport og Sigga Hlö í hinum ást- sæla þætti Með hausverk um helgar, sem því miður er nú að mestu sendur út truflaður á Sýn. Geðþekkari og greindarlegri þáttastjórnendur hef ég trauðla séð. Þeir sýna ungum við- mælendum sínum óskoraða virðingu, ekki síst stúlkum, og framkoma þeirra öll einkennist af fágun og smekkvísi. Þetta eru líka menn sem þora og þeir innleiddu m.a. þá nýjung að „djúsa í beinni" og teljast því verð- ugir fulltrúar frelsis og sjálfstæðis. Þeir láta ekki einhverja forpokaða afturhaldsseggi segja sér fyrir verk- um. Stefán Þór Sæmundsson Verslun Ert þú nútíma- I jafnaðarmað- ur án þess að vita af því? í MÓT tveggja árþús- unda eru tímamót sem verða varla stærri. Það eru forréttindi að upp- lifa slíka stund. Síðasta aldamótakynslóð er þekkt í sögunni sem mikið athafnafólk. Unga fólkið nú er hin nýja aldamótakynslóð. Starfsvettvangur þess verður 21. öldin. Fyrir ungan einstakling eiga allir vegir að vera færir og frelsi hans til at- hafna á að vera tryggt. Jafnaðarstefnan hef- ur gengið í gegnum ýmsar breytingar á undanförnum Hann vill gott velferð- arkerfi í samræmi við vilja þjóðarinnar. í nú- tímajafnaðarstefnu eru hins vegar engin rétt- indi án ábyrgðar. Nútímajafnaðarmað- ur vill stórauka veg og virðingu menntunar en Islendingar standa töluvert langt að baki öðrum þjóðum hvað varðar menntunarstig þjóðarinnar og fjár- magn til menntunar. Menntun er spurning um framtíðarlífsgæði en samt líta margir á árum. Þessar breytingar hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum s.s. þriðja leiðin eða nýja miðjan. Nútímajafn- aðarstefna er stefna ungs fólks og al- mennrar skynsemi. Þetta er stefna sem þekkir kosti markaðsvæðingar og frjálsra viðskipta. Þetta er einnig stefna sem felur í sér sanngjamt vel- ferðarkerfi og sókn í menntamálum. Þessi stefna byggir á alþjóðavæð- ingu og meðvitund um umhverfíð. Nútímajafnaðarstefna er á móti höftum og íhaldssemi. Hinn 200 ára grunnur jafnaðai’- stefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag hefur hins vegar aldrei átt jafnvel við og nú og kristallast þessi hugtök vel í jafnaðarstefnu nú- tímans. Skemmdarverkamenn ís- lenskra menntamála Nútímajafnaðarmaður trúir á jafnrétti til náms óháð efnahag. Ágúst Ágústsson menntun sem kostnað en ekki sem fjárfestingu. Ólíkt svo mörgu í pólitíkinni er af- ar auðvelt að sjá hverjir eru ábyrgir fyrir bágri stöðu menntamála á Is- landi en á síðustu 17 árum hefur einn stjómmálaflokkur, Sjálfstæðisflokk- urinn, ráðið menntamálaráðuneyt- inu í 14 ár. Spellvirkjarnir eru því auðfundnir. Markaðshagkerfi en ekki markaðssamfélag Nútímajafnaðarmaður styður markaðshagkerfí en ekki markaðs- samfélag. Hann vill einkavæða hin ýmsu ríkisfyrirtæki s.s. bankana og Landssímann og selja áfengi í al- mennum verslunum. En einkavæð- ing er bara orðin tóm ef ekki á sér stað samkeppnisvæðing á sama tíma. Nútímajafnaðarmaður vill gefa íbúum landsbyggðarinnar tækifæri að flytjast til Reylqavíkur ef þeir höfuðkvalir Forvarnir Hin íslenska þjóð kærir sig ekki um þau upp- eldislegu gildi, sem oft- lega má tengja við for- varnir, segir Stefán Þór Sæmundsson, heldur vill hún taumlaust frelsi. Mér er minnisstætt þegar þjóðin skreiddist þunn úr rúmi á nýársdag, þá tóku þessir brosmildu félagar á móti okkur í ótruflaðri útsendingu. Auðvitað voru þeir framlágir eins og flestir aðrir en kunnu ráð við því. Þeir auglýstu þama einhvern áfengan gosdrykk og því meir sem þeir dreyptu á honum þeim mun hressari urðu þeir og fyrr en varði voru allir komnir í stuð. Síðan hafa þeir verið í útsendingu á föstudagskvöldum og unga fólkið getur nú skálað við þessi átrúnaðargoð sín og sent þeim tölv- upóst. Þarna eru allir svo hressir, lyfta glösum og em staðráðnir í því að skemmta sér ærlega. Unglingadrykkja er sjálfsögð Norðlendingar eiga líka sinn djammþátt á föstudagskvöldum. Það er hin framsækna sjónvarpsstöð Ak- sjón sem sýnir okkur þáttinn í annar- legu ástandi. Þótt stjómendurnir Doddi og Ingi Þór séu ekki jafn gjörvilegir og goðin á Sýn era þeir naskir á það sem skiptir máli og myndskeiðin mörg hver hrein snilld. Gott dæmi er innlit þeirra á salerni veitingastaðar eitt fimmudagskvöld- ið þar sem nemendur mínir vora að freista þess að losa sig við þvag í frek- ar annarlegu ástandi. Einnig hafa verið fróðleg og skemmtileg mynd- skeið frá börunum þar sem berlega kemur í ljós að maður þarf ekki að vera 18 ára til að fá inngöngu, hvað þá að vera þurrbrjósta til tvítugs. Svo fær maður jafnvel ókeypis að drekka! Frelsið leikur svo sannarlega við unglingana og þennan veruleika fær- ir Aksjón okkur heim í stofu og stjórnendumnir eru í flestu trúir yf- irskrift þáttarins. Fyrir mig, sem ólst upp við Rann- veigu og krumma og aðrar bláedrú sjónvarpsstjömur, er þessi heimur töfram líkastur. Ég held svei mér þá að regluleg áfengisdrykkja í sjón- varpi hafi ekki tíðkast fyrr en val- mennið JR kom til sögunnar í Dallas. Því miður var ímynd hófdrykkjunnar í þáttunum eyðilögð með ofneyslu hjá Cliff Barnes og Sue Ellen og ég man ekki betur en Cliff hafi verið gerður að Islandsvini og látinn messa hér um alkóhólisma. Þannig koma fyllibytt- urnar óorði á brennivínið. En í áður- nefndum unglingaþáttum er gleðin til allrar hamingju ein við völd og skila- boðin einföld og augljós: Við þurfum áfengi til að geta skemmt okkur. Unglingadrykkja er sjálfsögð. Ríkissjónvarpið dregur lapph’nar eins og oft áður og þar virðast flestir skraufþurrir í útsendingu. Þá er ég ekki að tala um einhverja menningar- lega matgoggaþætti fyrir fullorðna heldur steingelda unglingaþætti. Hvenær ætlar sjónvarpið að sinna kröfum markaðarins og bjóða til bjórkvölds á föstudagskvöldum? Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.