Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Þótt erfitt geti reynst að koma fóðri til útigangshrossa í vondri færð er mikilvægt að sjá um að þau leggi ekki af. HROSSABÆNDUR finna svo sannarlega fyrir því þessa dagana hvað þessi vetur sem nú ríkir hefur verið heyfrekur og erfiður hrossum, sérstaklega útigangshrossum. Jafn- vel á góðum beitarjörðum hafa verið jarðbönn með litlum hléum frá því í nóvember. Því hefur þurft að gefa hrossum óvenju mikið. Hætt er við að einhverjir verði heylausir og þurfi að kaupa hey þegar líða tekur á vorið. Veður hafa einnig verið óvenju vond og það eykur enn heyþörfina hjá útigangshrossum. Þá hefur slæm færð sums staðar valdið erfið- leikum við að koma heyi til hrossa. Girðingar, skurðir og ristarhlið eru víða á kafi í snjó. Oft í viku berast fréttir af Iausum hrossum sem gera usla og skapa slysahættu á þjóðveg- um landsins. Hálkan stórhættuleg fyrir hross í síðustu viku gerði einn hlákudag og við það minnkaði snjórinn eitt- hvað. En strax í kjölfarið frysti. Færið sem skapaðist þá er eitt það versta sem hægt er að hugsa sér fyrir hross. Þeir sem séð hafa ójám- uð hross reyna að fóta sig á svelli vita hvað það getur tekið á taugarn- ar. Ef hrossin detta geta afleiðing- arnar verið skelfilegar. Þau eiga erf- itt með að standa aftur á fætur á svelli og auk þess er alltaf hætta á beinbrotum. Sérstaklega þarf að fylgjast með að útigangshross lokist ekki inni, t.d. á grastó, ef frystir snögglega. Þau hætta sér ekki út á svellið og geta hreinlega soltið ef þeim er ekki bjargað. Stundum þarf að nota haka eða skóflu til að búa til götu til að hægt sé að lokka þau úr prísundinni. Ekki er ástandið betra í hesthúsa- hverfum í bæjum og borgum þegar hálka og ófærð eru eins og þessa dagana. Það getur verið stórhættu- legt að ríða út jafnvel þótt hrossin séu skaflajárnuð. Til að auka örygg- ið er hægt að láta bora auka göt í skeifur og bæta tveimur sköflum við í hverja þeirra. Ruðningar sem nú eru víðast hvar meðfram vegum og reiðvegum gera það að verkum að engrar undan- komu er auðið ef aðvífandi hætta steðjar að. Þvi miður hefur orðið að minnsta kosti eitt alvarlegt slys af þessum sökum íyrir nokkrum dög- um er þurfti að aflífa efnilegt hross sem varð fyrir bíl sem ekki var hægt að stöðva vegna hálkunnar. Þá eru einnig daémi um að hross hafi dottið Afleitur vetur fyrir hross Langt er síðan hrossa- bændur og hestamenn hafa upplifað jafn erfíð- an vetur og nú með jarðbönnum, erfíðri færð, kaffærðum girð- ingum, snjóflóði, ösku- falli og gífurlegri hálku. Ásdis Haraldsdóttir veltir fyrír sér hvernig best sé að bregðast við þessari óáran. Hrossum getur orðið fótaskort- ur á hálkunni, eins og öðrum, með alvarlegum afleiðingum. á svelli. Sérstaklega ætti fólk að gæta sín þegar það ríður í frosnum hjólförum. Það er brýnt að þeir sem hafa um- sjón með útigangshrossum líti til þeirra á hverjum degi eins og kveð- ur á um í nýlegri reglugerð um að- búnað hrossa. Færð hefur oft verið erfið á undanförnum vikum og mán- uðum og stundum ekki hægt að koma fóðri til hrossa. Ef það er ekki hægt, er eina ráðið að reyna að koma hrossunum heim eða þangað sem heyið er geymt og fóðra þau þar. Þó óskemmtilegt sé að hafa hross heima við þar sem allt veðst út í skít verður að láta sig hafa það þegar tíðin er svona. Skíturinn hverfur með tímanum en verra er ef hrossin fara að leggja af. Það getur orðið dýrkeypt að reyna að ná holdafari þeirra upp aftur. Heyið nýtist mun betur ef hrossin halda góðum holdum allan veturinn. Einnig er auðveldara að brynna hrossum ef þau eru heima við. Vatnsskortur er eflaust farinn að hrjá mörg hross nú. Það sést best þegar þvagið úr þeim er orðið dökkt á lit. Þótt íslensk útigangshross virðist geta bjargað sér furðuvel á því að éta snjó þegar ekki næst í vatn er það mikið álag á líkamann, sérstaklega þegar snjórinn er jafn frosinn og harður og hann er nú. Siyóflóð og öskufall Ekki eru allir erfiðleikamir taldir enn því nýlegar fréttir herma að þrjú hross hafi farist í snjóflóði ó Norðurlandi. Til að bæta gráu ofan á svart gaus Hekla og aska dreifðist bæði til norðurs og suðurs. Vegna þess að öskumagn varð ekki mikið í byggð er ekki talin hætta á bráða- eitrun af völdum flúors í öskunni. Hins vegar má gera ráð fyrir að ein- hver áhrif eigi enn eftir að koma í ljós. Þegar hlánar fyrir alvöru er hætta á að vatnspollar þar sem mik- ið magn ösku safnast í verði eitraðir. Það er því ástæða til að fylgjast vel með hrossum á þeim svæðum sem öskufall varð. Þótt sól hækki á lofti og styttist í vorið er ekki þar með sagt að allir erfiðleikar séu að baki því þörfin fyrir gott fóður minnkar ekkert þótt vori. Auðvitað er von til þess að snjó taki smám saman upp og þar sem mikil sina er er hún góð með heyi en dugar engan veginn sem fóður ein og sér, sérstaklega ekki fyrir tryppi og fylfullar hryssur. Mjög sjaldgæft er að einhver gróður sé kominn svo heitið geti fyrr en um miðjan júní hér á landi. Þótt stundum sé sagt að hross svelti sig fyrir nálina, þegar grasnálamar kíkja upp úr sverðinum á vorin, er engin ástæða til að hætta að gefa fyrr en þau hætta alveg að éta hey- ið. Með því að bjóða hrossunum hey með svo lengi sem þau vilja kemur það í veg fyrir snöggar fóðurbreyt- ingar sem geta meðal annars lýst sér í hófsperru og hrossasótt. Enn og aftur verður sérstaklega að hugsa vel um tryppi og fylfullar og nýkastaðar hryssur þvi fóðurþörf þeirra er gífurlega mikil. Það er því að mörgu að hyggja og ekki ólíklegt að eftir vetur sem þennan hugi margir að því að grisja hrossahópinn sinn. Því hrossin sem séð er fram á að verði engum til gagns eða ánægju í framtíðinni éta alveg jafn mikið og þau góðu fyrir- höfnin við þau er hin sama. Orkan jókst til muna ! „Ég hef tekið NATEN 12 3 samfleytt í 2 ár. Ég varð fljótt þróttmeiri, orkan jókst til muna og svefn varð betri. Naten hefur einnig góð áhrif á kynorkuna og kemur jafnvægi á líkama og sál." Fæst í sérverslunum og apótekum um iand allt - S 2 £ c S! f! c.r 22 2> a, Pi t/I QQ 2 ll * 2 Fædubótarefniö sem fólk talar um! NATEN' Fimm mót á dagskrá um næstu helgi STIGAMÓTI Geysis, sem fyrirhug- að var að halda á laugardag, var frestað vegna veðurs og verður hald- ið um næstu helgi. Það var því ekk- ert mót haldið um helgina en bragar- bót verður á því um næstu helgi þegar mikið verður um að vera. í tvígang hefur verið getið um vígslu reiðskemmunnar frægu á Blönduósi þar sem fram koma frægir hestar í fremstu röð eins og Oddur frá Blönduósi og Galsi frá Sauðárkróki og fleiri. Hringur í Svarfaðardal ríð- ur á vaðið og heldur fyrst félaga firmakeppni sína. Gustur í Kópavogi verður með annað mót sitt á árinu, haldið utandyra eins og hið fyrra, og í Hafnarfirði verður hið árlega Opna- PON-mót haldið innandyra, því eng- inn völlur er á Sörlavöllum sem stendur vegna framkvæmda. Það verða því fimm samkomur hesta- manna um helgina og keppt á öllum stöðum eftir því sem næst verður komist. Enn og aftur skal minnt á netfangið til að koma úrslitum í birt- ingu í hestaþætti Morgunblaðsins: vakr@mbl.is og munið að skrá fæð- ingarstað hrossanna. Hér fljóta með úrslit frá móti Sleipnis sem haldið var á íþróttavellinum á Selfossi fyrir rúmri viku, en þau bárust of seint til komast með í síðasta þriðjudagsþátt. Börn 1. Sigrún A. Brynjarsdóttir á Sylgju frá Selfossi 2. Stefán Á. Þórðarson á Þórdísi frá Selfossi 3. Ástgeir R. Sigmarsson á Fáki frá Hárlaugsstöðum 4. Örn Davíðsson á Gránu frá Laugarbökkum 5. Gunnar Jónsson á Molda frá Búlandi 6. Ólafur T. Pálsson á Spatta frá Skarði Unglingar 1. Freyja A. Gísladóttir á Muggi frá Stangarholti 2. Sandra Hróbjartsdóttir á Verð- anda frá Grimd 3. Kristinn Loftsson á Inga-Hrafni frá Egilsstöðum 4. Árni S. Birgisson á Glaumi frá Ketilsstöðum 5. Ragnar Gylfason á Létti frá Laugarvatni Ungmenni 1. Helgi Þ. Guðjónsson á Sveiflu frá Kolsholti 2. Reynir Þ. Jónsson á Glóa frá Hofsstöðum 3. Ómar I. Ómarsson á Brönu frá Tunguhálsi 4. Elín Magnúsdóttir á Áru frá Oddgeirshólum Konur 1. Harpa K. Hlöðversdóttir á Þyrni frá Minni-Borg 2. Hulda Brynjólfsdóttir á Klakki frá Hreiðurborg Opinn flokkur 1. Leifur Helgason á Hviðu frá Halakoti 2. Steindór Guðmundsson á Blóma frá Dalsmynni 3. Halldór Vilhjálmsson á Herk- úles frá Lækjartúni 4. Sigríður Harðardóttir á Árdegi frá Dalbæ 5. Hermann Þ. Karlsson á Fríðu frá Ytri-Bægissíðu 6. Sigurður R. Guðjónsson á Skjanna frá Hallgeirseyjarhjáleigu 7. Sævar Ö. Sigurvinsson á Flaum frá Holti. 8. Hlöðver Ólafsson á Vímu frá Kollaleiru MorgunblaðiðAaldimar Kristinsson Ekkert hestamót var haldið um síðustu helgi en af nógu verður að taka um þá næstu. En menn æfa víða stíft fyrir átök sumarsins og hér fara tamningamenn í Víðidalnum mikinn í breiðfylkingarreið eins og gjarn- an er riðin að loknum verðlaunaafhendingum. Hrossaræktin 1999II er komin út Hrossaræktin 1999II er komin út hjá Bændasamtökum Islands. Þar eru að finna alla dóma kynbóta- hrossa og töiulegt yfirlit frá síðasta ári. Fyrir áramót kom Hrossaræktin 19991 út en hún hefur að geyma kynbótamat fyrir undaneldishross. í BÓKINNI eru allar niðurstöður kynbótadóma á landinu árið 1999. Fremst er listi yfir öll sýnd hross á árinu í stafrófsröð. Á eftir sjálfum dómunum eru birtar ýmsar fróðleg- ar töflur og yfirlit. Til dæmis er hægt að sjá hvaða hross fengu hæstu ein- kunnir sem gefnar eru fyrir ákveðna eiginleika. Þetta getur verið hand- hægt fyrir hryssueigendur sem vilja í fljótu bragði skoða þá stóðhesta sem eru með hæstu einkunnir fyrir þá eiginleika sem þeir sækjast eftir fyrir hryssumar sínar. Hverjir eru t.d. með hæstu einkunn fyrir tölt? Það vekur reyndar athygli að hæsta einkunn sem gefin var fyrir tölt árið 1999 er 9,0. Jafnvel þótt nú sé hægt að lesa alla dóma á heimasíðu Bændasamtaka Islands verður eflaust margt áhuga- samt fólk um hrossarækt og ættir hrossa ánægt með að geta haft þess- ar upplýsingar hjá sér á náttborðinu og gluggað í þær fyrir svefninn. Hrossaræktin 1999, I og II, fæst hjá Bændasamtökum íslands. Fyrra heftið kostar 2000 kr. og seinna heft- ið 2.500 kr. Hægt er að fá bæði ritin í áskrift á 3.500 kr. á ári, en 4000 kr. ef einnig er keypt hrossaræktarblað Búnaðarritsins Freys sem kemur út einu sinni á ári og hefur m.a. að geyma ýmsar fræðigreinar um hrossarækt. Slíkar greinar voru áður gefnar út í III. hefti Hrossaræktar- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.