Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra um aðfferðir ríkisvaldsins vegna samninga ] N ýtt skattþrep ólíl k- legt í þessari atrennu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist fagna því að kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins skuli vera á næsta leiti. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að vita til þess að fyrstu samningarnir skuli vera í höfn og óhætt að segja að það gefi góðar vísbendingar um að mönnum takist áfram að byggja hér upp stöðug- leika og kaupmátt og tryggja þann- ig lengsta hagvaxtarskeið í sögu þjóðarinnar,“ sagði Davíð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tvívegis fundað með fulltrúum Alþýðusambandsins og Flóabanda- lagsins um aðgerðir í skattamálum og Davíð segir að fulltrúum launa- Merkt erfða- breytt mat- væli í verslan- ir um áramót EVRÓPUSAMBANDIÐ . hefur styrkt rannsóknir á áhrifum erfða- breyttra lífvera á umhverfi og fæðu um 20 milljónir evra eða rúmlega 1,4 milljarða íslenskra króna frá því far- ið var að vinna eftir 5. rammaáætlun sambandsins á síðasta ári. Eru það fyrst og fremst háskólar sem hafa hlotið þessa styrki, að sögn dr. Ind- riða Benediktssonar, vísindafulltrúa hjá Evrópusambandinu, en hann hélt erindi á ráðstefnu um erfða- breytt matvæli sem haldin var í gær í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar var Erfðabreytt matvæli - framtíð- arvon eða „Frankenstein-fæða“? Segir Indriði að sá misskilningur sé útbreiddur að litlar sem engar rannsóknir hafi farið fram á erfða- breyttum matvælum. Fram kom í máli Indriða að Evrópusambandið varði 47,6 millj- ónum evra eða tæpum 3,4 milljörð- um króna á árunum 1987 til 1998 til rannsókna á áhrifum erfðabreyttra líffvera en til þeirra teljast m.a. tóm- atar, epli og önnur óunnin matvæli. Erfðabreytt matvæli hafa einungis verið á markaði í fimm ár. Engin af rannsóknunum sem nið- urstöður hafa fengist úr skilaði nið- urstöðum sem gefa tilefni til mikilla áhyggna. Segist Indriði fremur hafa áhyggjur af að háværar varúðar- raddir gegn erfðabreyttum lífverum og matvælum verði sem síbylja og að afleiðingar þess verði þær að menn taki síður mark á raunverulegum hættum, sem gætu komið í ljós við notkun og neyslu þeirra. I ávarpi Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra kom fram að reglu- gerð um að erfðabreytt matvæli verði merkt sérstaklega er til um- fjöllunar í ráðuneytinu og víðar og er búist við að hún taki gildi íyrir vorið. fólks verði kynnt útspil ríkisstjórn- arinnar á fundi í ráðherrabústaðn- um í dag kl. 10. Ríkisstjórnarfundur er boðaður kl. 11 og er búist við að þar verði kynntar breytingar stjórnarinnar í skattamálum. „Við höfum rætt þessi mál, en höfum ekki sett út spil okkar fyrr, þar sem við settum skilyrði um að þessir samningar kæmust að landi fyrst. Það hefur nú gerst og auð- vitað eiga þessar niðurstöður sínar góðu og slæmu hliðar; þetta er sjálf- sagt á ystu nöf, eins og gengur," sagði Davíð og benti á að ef þessar hækkanir næðu upp allan skalann myndu fljótlega skapast vandræði. „Ef þeir lægst launuðu fá mest út úr VÉLAR grænlenska ioðnuskipsins Ammasat stöðvuðust þegar skipið var statt tæpar 2 sjómílur undan Krísuvíkurbjargi á fímmta tímanum í gærmorgun en skipið var þá á leið til Þorlákshafnar. Skipið rak hratt í átt að bjarginu og voru þyrla Land- helgisgæslunnar og varðskip kölluð á vettvang, auk þess sem fjöldi nær- liggjandi skipa var í viðbragðsstöðu. Skipveijar komu vélinni hins vegar aftur í gang þegar eftir var um ein sjómfla í bjargið og sigldi það fyrir eigin vélarafli til Þorlákshafnar. Að sögn Hrólfs Gunnarssonar, skipsfjóra á Ammasat, komst að öll- um lfkindum sjór inn um loftinntök olíutanka skipsins og í oh'una og varð til þess að vélar skipsins stöðv- uðust. Hann segir slíkt sjaldgæft, skipið hafi hins vegar verið mjög þessu, eins og tókst í kjarasamning- unum 1997, getur þessi samningur stuðlað að stöðugleika," sagði hann. Landsbyggðin má síst við óróleika Davíð vildi ekki upplýsa um ein- stakar aðgerðir sem fyrirhugaðar væru, sagði aðeins að farið yrði yfir alla þá þætti sem fulltrúar launa- fólks hafa sérstaklega nefnt, t.d. persónuafslátt og barnabætur. Hann sagði þó ólíklegt að fallist yrði á nýtt skattþrep í þessari atrennu, en Flóabandalagið hefur farið fram á það fyrir fólk með tekjur undir 110 þúsund kr. á mánuði. Aðspurður um þá gjá sem virðist hlaðið og vonskuveður á þessum slóðum. Ammasat var á siglingu til Þor- lákshafnar með stóran loðnufarm, 650 tonn, þó ekki alveg fullfermi, er drapst skyndilega á vélinni klukkan 4:41 í morgun. Var skipið þá 1,8 sjó- mflur undan Krísuvíkurbergi. Ekki beinlínis hætta á ferðum Fjöldi báta streymdi á vettvang tilbúinn að aðstoða skipveija á Ammasat, auk þess sem varðskipið Týr var sent á vettvang. Björgunar- sveitin í Grindavík var ræst út og björgunarsveit í Hafnarfírði sett í viðbragðsstöðu. Þyrla Landhelgis- gæslunnar fór á vettvang á sjötta tímanum og þyrlusveit vamarliðs- ins var í viðbragðsstöðu. IV^jög vont veður var á þessum vera að myndast innan raða launa- fólks sagðist Davíð lítið þora að tjá sig um það, þessi mál væru við- kvæm og ættu heima innan verka- lýðshreyfingarinnar. „Eg vona auð- vitað að það náist samningar við alla aðra aðila á vinnumarkaði, slíkt er mikilvægt og síst má nú lands- byggðin við því að þar verði efnt til óróleika. Ef fyrirtæki hér á vestur- horninu eru með örugga kjara- samninga á meðan fyrirtæki úti á landi eru ekki með þá er augljóst að samkeppnisstaða fyrirtækja úti á landi hríðversnar. Ekki má þjóðin við því, eins og þróun byggðar hefur verið háttað,“ sagði forsætisráð- herra. slóðum í gær og miðaði siglingu Ammasat hægt eftir að vélin komst í gang á ný. Varðskipið Týr fylgdi skipinu til Þorlákshafnar af örygg- isástæðum. Hrólfur sagði að aðeins hefði verið hægj að sigla á um þriggja mflna hraða. Hann taldi þó vél skipsins ekki hafa orðið fyrir verulegum skemmdum en það yrði kannað betur í landi. „Við vorum ekki beinlfnis í mikilli hættu en það stefndi óneitanlega í það og því tók maður enga áhættu. Varðskipið var komið til okkar um það leyti sem vélin fór í gang og þar eru menn þrautþjálfaðir í að koma taug á milli skipa,“ sagði Hrólfur. Ammasat er í eigu grænlenskra og i'slenskra aðila og er á því 14 manna áhöfn, 7 Islendingar, 5 Grænlendingar og 2 Færeyingar. Kaupþing opnar í New York og Stokkhólmi Á AÐALFUNDI Kaupþings, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær, kynnti Guðmundur Hauksson stjómarformaður tillögu þess efnis að stjórn félagsins yrði falið að kanna með hvaða hætti best yrði staðið að opnun og skráningu Kaupþings á Verðbréfaþingi íslands og var tillag- an samþykkt. Sigurður Einarsson forstjóri skýrði frá því í ræðu sinni að bankinn hefði opnað skrifstofur í New York og Þórshöfn í Færeyjum og stefnt væri að opnun skrifstofu í Stokk- hóhni á næstu vikum. í tilkynningu frá Kaupþingi segir að ástæða sé til þess að ætla að starf- semi á þessum stöðum eflist hratt og í því sambandi er vísað til þess að dótt- urfyrirtæki Kaupþings í Lúxemborg, sem stofnað var á árinu 1998, starfar frá síðustu áramótum sem Kaup- thing Bank Luxembourg með 24 starfsmenn. Starfsemi Kaupþings á stærsta fjármálamarkaði heims verður þrí- þætt: I fyrsta lagi verður um að ræða miðlun á amerískum hlutabréfum og í öðru lagi sjóðsstýringu á sérstökum áhættusjóði. í þriðja lagi er stefnt að þjónustu við íslensk fyrirtæki sem hyggja á samstarf eða fyrirtækja- kaup í Bandaríkjunum og bandarísk fyrirtæki sem vilja fjárfesta á íslandi. ------^4-*------ Guðmundur Arni gefur ekki kost á sér GUÐMUNDUR Árni Stefánsson al- þingismaður hefur sent frá sér til- kynningu þar sem hann segist ekki munu gefa kost á sér í formanns- kjöri Samfylkingarinnar. Hann seg- ir að ástæður þessarar ákvörðunar séu bæði persónulegar og pólitískar. Össur Skarphéðinsson hefur gefið kost á sér í formannskjörinu. Guðmundur segir í tilkynning- unni að fjölmargir stuðningsmenn Samfylkingarinnar í þéttbýli og dreifbýli hafi hvatt sig til að gefa kost á sér til formanns og sé hann þakklátur fyrir þann stuðning og traust. „Hina stóru og mikilvægu ákvörð- un um formannsframboð og hugsan- lega í kjölfarið formennsku í stjórn- málaflokki tekur hins vegar enginn endanlega nema sá sem í hlut á. Og þrátt fyrir þessa víðtæku hvatningu og stuðning hef ég tekið þá ákvörð- un eftir vandlega íhugun að gefa ekki kost á mér að þessu sinni- Ástæður þeirrar ákvörðunar eru bæði persónulegar og pólitískar. Ég vona að stuðningsfólk mitt virði og skilji þessa ákvörðun," segir í til- kynningu Guðmundar Árna. Þegar Morgunblaðið leitaði eftir því hjá Jóhönnu Sigurðardóttur hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í formannskjör Samfylkingarinnar sagðist hún ekkert vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Loðnuskipið Ammasat vélarvana undan Krísuvikurbjargi Ljósmynd/Hallgrímur Erlendsson Ammasat sigldi til Þorlákshafnar í gær fyrir eigin vélarafli. Rak hratt í átt að bjarginu Sérblöð í dag eké&tt líf BIOBLAÐIÐ «* • • FOSTUDO íslensla landsliðið í handknattleik lá í Stokkhólmi / B3 13 ára stúlka lék með blakliði stúdenta / B5 I Morgunbíaðinu í dag er sórstök umfjöllun um Formúlu-1 þar sem sagt er frá íþróttagreininni og keppnist- ímabilinu sem er að hefjast. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.