Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 48
jr48 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Árni Gunnar Sig- urjónsson fædd- ist á Húsavík 21. apr- fl 1945. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 27. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Rósa Árnadóttir, f. 15.5. 1906 á ísólfsstöðum á Tjörnesi, d. 1977, og Sigurjón Jónsson, f. 20.6. 1903 á Héð- inshöfða á Tjörnesi, d. 1968. Systkini Ár- na eru: Jón, f. 1939; Björk Kristín, f. 1942, d. 1957; Sigþór, f. 1947; Helgi, f. 1951. Árni Gunnar kvæntist árið 1968 Hólmfríði Sigtryggsdóttur, f. 26.10. 1947 á ísafirði. Foreldr- ar hennar eru Hjálmfríður S. Guðmundsdóttir, f. 19.8. 1914 í Vatnadal við Súgandafjörð, og Sigtryggur K. Jörundsson, f. 5.8. 1909 á Flateyri við Önundarfjörð. Börn Árna Gunnars og Hólm- fríðar eru: 1) Lína Rut Wilberg, f. 11.3. 1966, fósturdóttir Árna. Hennar faðir er Karl Wilberg. Sambýlismaður hennar er Gunn- ar Már Gunnarsson, f. 15.3. 1971. „Einstakur“erorð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagieðasólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. . V „Einstakur“ á við um þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt „Einstakur" er orðið sem best lýsir þér. (Terri Femandez.) Heiðarleiki, æðruleysi, kjarkur, einlægni, þrautseigja, lífsgleði, blíð- lyndi, mannkærleikur, bjartsýni, lífs- vilji. Allt eru þetta falleg orð sem nægja þó ekki hvert og eitt til að lýsa honum pabba. Þar sem við sitjum hérna saman, systkinin, og hugsum til baka, þá koma þessi orð svo sterkt upp í huga okkar allra. En það sem einkenndi hann hvað ^ rnest var án efa trúin sem endur- ** speglaðist í öllu því sem hann gerði. Lífsviðhorf hans var okkur svo mikil hvatning, hann hafði óbilandi trú á okkur og öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og betra veganesti út í lífið er vart hægt að hugsa sér. Hans einlæga trú á Guð og hvemig hann lifði eftir boðskap biblíunnar, Börn hennar eru: Erla Kamilla An- tonsdóttir, f. 25.7. 1990; ísold Antons- dóttir, f. 10.7. 1992; Sigrún Gunnar- sdóttir, f. 18.5. 1998, d. 20.5. 1998; Már Gunnarsson, f. 19.11. 1999. 2) Guð- mundur Annas, f. 5.7. 1969, sonur hans er Dagur Árni, f. 12.4. 1996. 3) Rósa, f. 28.1. 1972, gift Jakobi Inga Ja- kobssyni, f. 12.9. 1962, þeirra börn eru Hólmfríð- ur, f. 28.3. 1996, og Aron, f. 15.9. 1997; 4) Díana, f. 25.5. 1982. Son- ur Árna og Ástu Sigurðardóttur er Haukur Arnar Árnason, f. 4.4. 1966, kvæntur Sveinbjörgu Harð- ardóttur, f. 28.9. 1961, þeirra börn eru Daníel Smári, f. 21.1. 1989, Andrea Laufey, f. 23.9. 1991, Silvía Ösp, f. 8.10. 1996. Árni Gunnar lauk prófi í húsa- smíðum á Húsavík og meistara- námi í Reykjavík. títför Árna Gunnars fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. gaf okkm- svo ólýsanlega mikið og verðum við honum ævinlega þakklát fyiár. f tæpa tvo áratugi barðist hann hetjulega við krabbamein og sýndi öllum að jákvæði og bjartsýni geta gert kraftaverk. Aldrei heyrðum við hann kvarta og við trúum því að þessi óbilandi lífsvilji hafi orðið til þess að við fengum að hafa hann lengur hjá okkur. Stundum finnst okkur að Æðra- leysisbænin hafi verið samin af pabba eða um hann, því það hvernig hann tókst á við veikindi sín einkenndist af hennar boðskap. Guðgefiméræðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Elsku pabbi. Við höldum áfram vegferð okkar ein, en víst við munum aldrei, aldrei gleyma að æðruleysi þitt og trúin hrein er minningin sem öll við mun- um geyma. Þú ávallt átt þinn stað í okkar hjörtum og hvar sem við svo dveljum ertu þar, við heyrum söng þinn hljóma rómi björtum, sú huggun okk- ur léttir stundimar. Ástarkveðja, Lína Rut, Haukur Arnar, Guð- mundur Annas, Rósa og Díana. Ungm- drengur er að koma til ömmu á Húsavík. Það er stillt vor- kvöld, logn og friður og eftii’vænting- in er mikil þegar stigið er út úr rút- unni. Kyrrðin er rofin af fögrum hljómum, einhvers staðar í grennd- inni er leikið á harmóníku. Hann gengur á hljóðið. Undir húsvegg hjá ömmu á Bjarmalandi sitja tveir drengir og leika á harmóníkur. Ann- ar er kunnugur, já, svo sannarlega. Það er Árni Gunnar, frændi hans sem þenur aðra nikkuna. Komumaður, Ami Sigurbjörnsson dáist að frænda sínum. Tónarnir hljóma um allan bæ í kyrrðinni, kvöldið er umvafið töfra- ljóma sem Árni Gunnar á sinn þátt í að skapa. Slíkan ljóma átti Árni Gunnar oft eftir að vefja um samver- ustundir allra sem kynntust honum. Tónlistargáfa Árna Gunnars kom fljótt í ljós og þótt aðstæður lejrfðu ekki að hann færi í tónlistarnám eign- aðist hann snemma nikku. Hann nam hljóðfæraleik af öðrum spilurum sem og sjálfum sér. Árni lék bæði á píanó og harmóníku og unni fögrum söng. Flest okkar kynntust Ama Gunn- ari þegar hann gekk að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína, Hólmfríði Sig- tryggsdóttur, Fríðu, systur okkar og mágkonu. Brúðkaup þeirra, sem haldið var á ísafirði, er minnisstætt fyrir margra hluta sakir og vekur oft kátínu þegar það er rifjað upp í fjöl- skyldunni. í huga þeirra eldri var þessi nýi fjölskyldumeðlimur fyrst og fremst glæsimenni og sómdi sér vel við hlið Fríðu. Þau voru sannarlega fallegt par. Fríða, tengdamóðir Árna Gunnars, hreifst af honum við fyrstu kynni og ávallt síðan enda var hann bæði kátur og heillandi. Yngri kyn- slóðin leit til Ama Gunnars með stjömur í augum því hann gaf sér tíma til að leika við hana og heilla með töfrabrögðum og tónlist. Ámi Gunnar og Fríðahófu búskap sinn á Húsavík þar sem Árni vann við húsasmíðar en hann var húsasmíða- meistari að mennt. Hann var röskur maður sem hikaði ekki við að leggja nótt við dag ef þurfti til að ljúka um- sömdu verki. Húsvíkingar nefndu hann gjarnan Bratt og lýsir það við- urnefni honum ágætlega. Hann lét ekki smámuni vaxa sér í augum, var bjai-tsýnn maður sem ekki vílaði fyrir sér verk sem öðram sýndust ófram- kvæmanleg. Árni Gunnar var góður skákmað- ur. Hann sat í stjórn Taflfélags Húsa- víkur á áranum 1964-71 og varð m.a. tvívegis skákmeistari Húsavíkur. Árni Gunnar naut þess að keppa og blindskák var uppáhald hans, þá telfdi hann jafnvel við nokkra í einu og fékk þannig eitthvað til að glíma við._ Á Húsavíkuráranum voru skyld- menni Fríðu aufúsugestir hjá Ái'na Gunnari og Fríðu en heimsóknir strjálar því flest voru þau búsett á ísafirði og Reykjavík. En öllum var tekið opnum örmum þegar þau komu norður og farið með gesti á hina fjöl- mörgu sögustaði Þingeyinga. Fríða og Ámi Gunnar fengu Árna, bróður Fríðu, til að koma til Húsavíkur að vinna hjá þeim við húsbyggingu. Pilt- urinn sem var óráðinn skellti sér norður og hvatti Ami Gunnar hann til að læra húsasmíði. Varð það úr og unnu þeir mágarnir saman á smíða: verkstæðinu Fjalar á Húsavík. I frístundum tefldu þeir oft og í endur- minningunni em Húsavíkurárin tími skemmtilegra atvika, fjörags félags- skajiar og ánægjulegrar vinnu. Arið 1972 fluttu Árni Gunnar og Fríða til Reykjavíkur og tókust á við nýtt umhverfi og aðstæður. Árni og Fríða áttu það sammerkt að þau létu fátt vaxa sér í augum. Hvar sem þau bjuggu byltu þau íbúðum við, lag- færðu og útfærðu húsakynnin á smekklegan og hentugan hátt. Bygg- ingar- og uppbyggingarstarf þein-a reis hæst á Laugaveginum. Við vor- um mörg sem hristum höfuðið van- trúuð þegar Fríða og Árni ákváðu að kaupa bakhús við Laugaveg sem var í mikilli niðurníðslu. Gæti þetta orðið mannabústaðm-? í þetta hús lagði Árni Gunnar síðustu ki'afta sína, lag- færði vegg fyrir vegg, spýtu fyrir spýtu. Það var ekki sú flís í þessu húsi sem Árni Gunnar hafði ekki fondrað við. Og hann naut dyggrai' aðstoðar Fríðu. Húsnæðið fékk á sig nýjan svip dag frá degi og að lokum var það orðið notalegt hús - heimili eins og Fríða og Árni höfðu alltaf stefnt að og trúað að það gæti orðið. Árni Gunnar og Fríða vora góð heim að sækja og höfðu sérlega gaman af þegar gestirnir vora til í að taka lag- ið. Einn veturinn var bræðrum Fríðu leiðbeint í hljóðfæraleik, kvöld eftir kvöld komu þeir á Miklubrautina til Fríðu og Ama Gunnars. Glaðværð ríkti og dátt var leikið og sungið. Árni var óþreytandi að segja þeim til og ætlaðist líka til að þeir legðu sig alla fram. Seinna var það stoltur faðir sem leiðbeindi syninum Mumma í tónlistinni og fylgdist af alhug með Díönu, dóttur sinni í tónlistarnámi hennar. I gegnum tíðina lék Árni í ýmsum danshljómsveitum, m.a. hljómsveit- inni Haukum á Húsavík og seinna með danstríói í Reykjavík. Árni Gunnar lék reyndar á alls konar skemmtunum, t.d. á jólaböllum hjá AA-samtökunum og samkomum á Dvalar- og hjúkranarheimilinu Selja- hlíð, vinnustað Fríðu. Allt til síðasta dags spilaði Árni á mannamótum. Nú síðast í janúar var hann að bolla- leggja hvernig hann færi að því að spila á þorrablótinu í Seljahlíð. Hug- ur hans var hjá íbúum Seljahlíðar og löngun hans til að gleðja þá var svo sterk að hann hugleiddi ekki veikindi sín. Fyrir rúmum ái'atug greindist Árni Gunnar með sjúkdóm þann sem að lokum lagði hann að velli. Það var mikið reiðarslag fyrir hann og fjöl- skylduna en þau tókust á við sjúk- dóminn af æðraleysi. Árni bar veik- indi sín vel og var ákveðinn að gefast ekki upp. Hann sýndi okkur ættingj- um og vinum ræktarsemi en gerði lít- ið úr þjáningum sínum. Fríða stóð við hlið hans eins og klettur. Hún kvart- aði aldrei, stundaði Árna af ást og al- úð og sló á létta strengi. Árni var alla tíð afai' hrifinn af Fríðu og hann gerði sér grein fyrir hve einstök eiginkona hún reyndist, ekki síst síðustu árin þegar hann gatekki án hennar verið. Sjúkdómur Ama olli því að hann gat ekki verið í föstu starfi. Hann vildi þó gjarnan vinna og tók stund- um að sér einstök verk. Eitt sinn fékk hann fjöldann allan af gluggafögum sem þurfti að lagfæra og var beðinn um að hafa þau klár eftir 2-3 vikur. Hann samþykkti það og hóf störf. Næsta dag skilaði hann öllum fögun- um, tilbúnum! Það átti ekki við hann að dunda sér við vinnu. Árni var alla tíð skoi'pumaður og segja má að veik- indin hafi hann líka tekið í skorpum. Oft var hann mjög illa haldinn og við bjuggumst ekki við að mega njóta samvista við hann mikið lengur. En hann kom okkur sífellt á óvart og tók nýjci skorpu - Brattur! Árið 1993 var haldið fjölmennt ættarmót á Núpi í Dýrafirði. Á mót- inu var Árni hinn hressasti, alltaf með hlýtt viðmót og heitt á könnunni fyrir okkur hin. Og seint mun við- stöddum gleymast þegar hann lék fyrir hópinn á orgel Núpskirkju. Fyrir rúmum þremur áram héld- um við systkini Fríðu, makar og börn í Aðalvík á Hornströndum. Þetta var allnokkurt ferðalag en Árni ákvað að koma með. Þegar að Látram var komið var stefnan strax tekin á Straumnesfjall. Flest fóram við hægt og sígandi á fjallið, blésum mikinn og voram lengi að jafna okkur á eftir. En það átti ekki við Árna Gunnar. Hann fór fyrir hópnum, náði fyrstur á toppinn og þegar við komum niður aftur var hann löngu kominn á áfangastað og beið með kaffi og með- læti fyrir göngumóða ferðamenn. Keppnisskap hans og viljastyrkur kom sjaldan betur fram en í þetta sinn. Þarna skaut hann okkur ref fyr- ir rass. Það er milt ágústkvöld árið 1999, þoka niður í miðjar hlíðar, birkið ilm- ar og bálið brennur. Við söfnumst saman í Tunguskógi á Isafirði ásamt öðram skógarbúum og syngjum og spilum. Ami Gunnai' stendur með nikkuna, bros leikm- um varir hans og glampi í augum. Hann er kominn vestur í eina heimsóknina enn til tengdaforeldra og annarra vensla- manna. Enn á ný hefur hann haft bet- ur við erfiðan sjúkdóm og tekist á hendur ferðalag. Harmóníkan er með í för eins og svo oft áður. Hann leikur fyrir okkur, veitir gleði og yl inn í hjörtu okkar og haustkvöldið er um- vafið töfraljóma. Elsku Fríða, Lína, Mummi, Rósa, Díana, Haukur og fjölskyldur. Ykkar missir er mikill en eftir lifu' minning um kæran og ljúfan fjölskylduföður. Guð veri með ykkur. Systkini Fríðu og fjölskyldur. ARNIGUNNAR > SIG URJÓNSSON -?■ SIGRIÐUR KONRÁÐSDÓTTIR + Sigríður Kon- ráðsdúttir fædd- ist á Tjörnum í Sléttuhlíð í Skaga- firði 18. núvember 1900. Hún léstáHeil- brigðisstofnun Siglu- fjarðar 22. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kon- ráð Karl Kristinsson og Anna Pétursdútt- ir. Sigríður var eín sex systkina sem komust á legg af túlf sem fæddust og síð- ust til að hverfa yfir múðuna miklu. Hin voru Anna, Gísli, Guðmundur, Margrét og Konráð. Sigríður eignaðist einn son, Baldvin Jú- hannsson, árið 1921. Hann kvæntist árið 1945 Önnu Huldu Júlíusdúttur og eign- uðust þau sex börn, Theodúru Hafdísi, f. 1945, Konráð Karl, f. 1946, Júlíus Sævar, f. 1947, d. 1997, Sig- urð Örn, f. 1948, Ás- dísi Evu, f. 1951, og Maríu Gíslínu, f. 1954. Alls eru af- komendur Sigríðar um 40 talsins. títfúr Sigríðar fúr fram frá Siglufjarðarkirkju 4. mars. Hún Sigg’amma, eins og við köll- uðum hana alltaf, varð öllum sínum samferðamönnun til góðs. Á langri ^ævi snerist hennar tilvera um að hjálpa til og létta undir með öðrum. Hún eignaðist fátt fyrir sjálfa sig um ævina og það litla sem í hennar eign endaði, gaf hún aftur þeim sem henni fannst að myndi nýtast betur en henni sjálfri. Allt hennar ævistarf var það sama og hjá þorra fólks í þessu landi. Hún fæddist í sveit, ólst þar upp og starfaði uns hún fluttist til Siglufjarðar sem ung kona. Þar vann hún í síld og síðar við sauma- skap meðan hendur hennar gátu þrætt nálina og fólk hafði not fyrir krafta hennar á því sviði. Okkur systkinunum var hún allt- af og ævinlega undurgóð. Að sofa hjá ömmu var dálítið ævintýri. Hún gaf okkur eitthvað gott í munninn, setti okkur fyrir ofan sig í rúmið og las fyrir okkur þar til við sofnuðum. Hún hélt fast í litla hendi og gekk hratt þegar hún leiddi okkur heim til sín svo litlir fætur máttu hafa sig alla við að fylgja henni eftir. Af bréfi sem hún Sigg’amma skrifaði bróður sínum í kringum 1950 sést að hendur hennar hafa þá verið byrjaðar að sýna einkenni parkinsonsveiki sem varð hennar höfuðóvinur og lagði hana í rúmið síðustu æviárin. En æðruleysi hennar og umhyggja fyrir öðrum urðu til þess að hún kvartaði ekki. Stundum varð veruleiki hennar sá sem hún mundi frá æsku sinni og eitt sinn varaði hún mig við að verða ekki á vegi nautanna sem sloppið höfðu úr girðingu á næsta bæ. í annað skipti vildi hún ganga með mér frá Siglufirði og inn í Sléttuhlíð, þar myndum við fá mjólkursopa á einhverjum bænum og hvíld. Þá var sólskin í augum hennar og bros á vörum. Nú þegar guð er búinn að byggja húsið hennar ömmu á himnum hlýt- ur það að vera veglegt, svo lengi sem hann hefur verið að verki. Það hefur alltaf verið gott að vita af henni í lífi okkar og nú er gott að vita af henni á góðum stað þar sem hún mun bíða okkar hinna og taka á móti okkur með mjólkursopa og góðri hvíld. Elsku amma, við þökk- um þér samfylgdina og allan þinn kærleik. Hvíl þú í friði. En fyrir handan hafið þar hillir undir land, í gullnum geislum vafið það girðir skýjaband. Þar gróa í grænum hlíðum með gullslit blómin smá í skógarbeltum blíðum í blómsturlundum fríðum má alls kyns aldin sjá. Þar sé ég sólu fegri á súlum standa höll í dýrð svo dásamlegri, hún drifin gulli’ er öll. Þar sé ég fylking fríða og fagurbúna sveit um ljóssins sali líða með ljóssins ásýnd blíða í unaðs aldinreit. (V. Briem.) F.h. okkar systkina, _ Ásdís Eva. Ertu þá farin, elsku Sigga amma? Ég veit að nú líður þér vel því að þú varst tilbúin að fara, alveg að verða 100 ára. Ég man þegar þú sagðir að þú ætlaðir að fara að hitta mömmu þína og pabba. Nú ertu komin til þeirra og svo veit ég að hann Júlli afi minn tekur vel á móti þér. Það verður skrítið að koma á Sig- ló og geta ekki heimsótt þig en ég veit að þú ert samt með mér, elsku amma. Farðu í friði. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, guð í skjóli þínu. Þinn langalangömmustrákur Skarphéðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.