Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 61 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Kristján Þorsteinsson, einn af eigendum Humarhússins, tekur við viður- kenningu frá Sigurvini Gunnarssyni, fyrir hönd Klúbbs matreiðslu- meistara, Þórunni Sigurðardóttur, fyrir hönd Menningarborgarinnar og Jónínu Ingvadóttur fyrir hönd Visa Island. Humarhúsið veitinga- staður febrúarmánaðar VEITINGAHÚSIÐ Humarhúsið var valið veitingahús febrúarmánað- ar af gestum veitingahúsa, en allt þetta ár mun Klúbbur matreiðslu- meistara standa fyrir vali á veitinga- húsi mánaðarins í samvinnu við Reykjavík menningarborg. Gestir veitingahúsa geta greitt þeim atkvæði sitt á heimasíðu Klúbbs matreiðslumeistara, iceland- ic-chefs.is, eða á svarseðlum sem birtir eru í dagblöðum. Kiúbburinn óskar eftir því að gestir veitingahúsa um land allt velji veitingahús mánaðarins með tilliti til gæða matar, þjónustu, umhverfis, verðlags og annars sem áhuga vek- ur. Humarhúsið var annað veitinga- húsið sem valið var en veitingahús janúarmánaðar var Lækjarbrekka. Nýsköpunarsjóður námsmanna Aukin framlög til nýsköpunar NÝSKÖPUNARSJÓÐUR náms- manna veitir námsmönnum styrki til að vinna að nýsköpun í atvinnulífi og á fræðasviði yfir sumarmánuðina. Verkefnin gefa námsmönnum kost á að starfa að menntaðarfullum og krefjandi verkefnum í sínu fagi. Þeir vinna þessi verkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir og hefur þessi vinna því oft gefið stúdentum ómet- anleg tengsl við atvinnulífið. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlögum frá ríkissjóði, Reykjavík- urborg og öðrum sveitarfélögum. Ríkissjóður hefur nú aukið framlag sitt til sjóðsins úr 15 milljónum í 20 milljónir. Þetta gefur sjóðnum færi á að styrkja um þrjátíu námsmenn til viðbótar næsta sumar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn orðið að hafna fjöl- mörgum spennandi verkefnum vegna fjárskorts, en með auknu framlagi ríkissjóðs verður mun minna um það. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóð- ur komi til með að geta styrkt um 150 verkefni næsta sumar. Umsóknarfrestur rennur út 10. mars nk. og er hægt að sækja um styrlri á heimasíðu Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Stofnfundur Ungra jafnaðar- manna í Iðnó STOFNFUNDUR Ungra jafnaðar- manna verður haldinn í Iðnó laugar- daginn ll.mars kl. 15, en þar renna saman í eina sæng ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins, Kvennahsta og Alþýðuflokksins. Að stofnuninni standa að auki aðil- ar úr Röskvu og Grósku sem ekki hafa áður fundið sér stað í flokks- starfi á landsvísu. Með stofnun Ungra jafnaðar- manna gefur ungt fólk í Samfylking- unni tóninn fyrir komandi landsfund og flokkstofnun Samfylkingarinnar í byrjun maí. Dagskrá fundarins er eftirfarandi. Ulfur skemmtari leikur af fingrum fram og að því loknu flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstóri, ávarp. Lög og stefnuskrá borin upp og Helgi Hjörvar, forseti borgarstjómar fiytur hugvekju. Því næst leikur hljómsveit- in Ensími og formaður ungra jafnað- armanna flytur ávarp. Kynnir verður Oddný Sturludóttir. Kynningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar LEIKSKÓLAR Mosfellsbæjar verða með kynningardag fyrir nýja íbúa Mosfellsbæjar í dag, föstudaginn 10. mars, kl. 9 og 15. Skúlastjúrar munu taka á múti gestum og kynna stefnu og starfshætti leikskúlanna. Leikskúlar Mosfellsbæjar eru: Lcikskúlinn Hlaðhamrar v/ Langatanga, Leikskúlinn Hlíð v/ Langatanga, Leikskúlinn Huldu- berg, Lækjarhlíð 3 og Leikskúlinn Reykjakot, Krúkabyggð 2. • • Osku- d^gurí Arseli _ Félagsmiðstöðin Ársel í Árbæ stúð að venju fyrir Ösku- dagsballi. Fjöldi barna og unglinga Iagði leið sína í Ár- sel, þar sem köttur- inn var sleginn úr tunnunni og tunnu- kúngur krýndur. Unglingar i Árseli sáu um túnlistina, máluðu andlit og stjúrnuðu leikjum. Valinn var besti bún- ingurinn, og á mynd- inni er búið að verð- launa Sindra fyrir skemmtilegasta bún- inginn. Opinn fundur Vg um sjávar- útvegsmál KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík heldur opinn fund laugar- daginn 11. mars um sjávarútvegsmál í Hafnarstræti 20,3. hæð. Þar mun Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, flytja erindi um ástand fiskistofna við ísland og Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður flytja erindi um stjórn fiskveiða. Fundarstjóri verður Sigurbjörg Gísladóttir. Fundurinn hefst klukkan 11 og er öllum opinn. NÝTT ÁR — NÝ ÖLD — NÝTT LÍF! Frábær árangur í megrun og bættri heilsu! Uppl. í síma 698 3600. Sveit Sigurbjörns Haraldssonar sigraði í flokki yngri spilara. Talið frá vinstri: Daníel Már Sigurðsson, Bjarni Einarsson, Sigurbjörn Haralds- son og Guðmundur Halldúrsson. Með þeim í sveitinni spilaði Guðmund- ur Þ. Gunnarsson. Kvennalandsliðið sigraði í íslandsmúti kvenna sem fram fúr um helgina. Hér eru þær stöllur í mútslok ásamt Guðmundi Ágústssyni, forseta BSÍ. Talið frá vinstri: Guðrún Júhanncsdúttir, Bryndís Þorsteinsdúttir, Guð- mundur Ágústsson, Erla Sigurjúnsdúttir og Dröfn Guðmundsdúttir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarsson Sveit Sigurbjörns íslands- meistari yngri spilara Því miður tóku aðeins tvær sveitir þátt í yngri spilara mótinu í sveita- keppni 2000. Þær spiluðu 96 spila úr- slitaleik og varð sveit Sigurbjöms Haraldssonar hlutskarpari með 378 impa gegn 195. Með Sigurbirni spil- uðu: Guðmundur Halldórsson, Bjami Einarsson, Guðmundur Þór Gunnarsson og Daníel Már Sigurðs- son. Sveit Homafjarðar-Manna, sem endaði í 2. sæti, skipuðu : Frímann Stefánsson, Anna Guðlaug Nielsen, Júlíus Finnbogason, Hallgrímur Arnarson og Páll Þórsson. Landsliðið vann íslandsmót kvenna í sveitakeppni Sveit FBA, sem nýverið vann landsliðskeppni kvenna, tryggði sér Islandsmeistaratitil kvenna í sveita- keppni 2000. Þær sigmðu í raðspila- keppni við 10 aðrar sveitir með 200 vinningsstig. Fyrir FBA spiluðu: Guðrún Jóhannesdóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir, Erla Sigurjónsdótt- ir og Dröfn Guðmundsdóttir. Sveit Smárans kom skemmtilega á óvart og var í toppbaráttunni allt mótið. Þær áttu erfiðar sveitir í lokin en stóðust álagið með glæsibrag og enduðu að lokum í 2. sæti. Fyrir Smárann spiluðu: Unnur Sveinsdótt- ir, Inga Lára Guðmundsdóttir, Ragna Briem og Þóranna Pálsdóttir. Sveitin Norðan 4 var skipuð spilur- um frá Norðurlandi vestra og eystra. Þær enduðu í 3. sæti með 188 stig eftir að hafa verið við toppinn allt mótið. Undir merkjum Norðan 4 spiluðu: Soffía Guðmundsdóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Ágústa Jónsdóttir og Inga Lára Stefáns- dóttir. Lokastaða efstu sveita var annars: FBA 200 Smárinn 192 Norðan4 188 Þrír Frakkar 184 Hekla 172 SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Reykjavíkurde- ild RKÍ Barnfóstrunámskeið 3. 15., 16., 20. og 21. mars. 4. 22., 23., 27. og 28. mars. 5. 29., 30/3, 10. og 11. apríl. 6. 26., 27. apríl, 3. og 4. maí. 7. 5., 6., 7. og 8. júní. Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 1986-1988. Upplýsingar/skráning í síma 568 8188. FÉLAGSLÍF Frá Guðspeki- „ félaginu /t\ Ipgóltsstræti 22 I YvX 1 Askriftarsími \Ap/ Gangleraer 896-2070 I kvöld kl. 21 heldur Haraldur Ólafsson erindi um trúarhreyf- ingar á íslandi i húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Halldórs Haraldssonar. Sýnt verður myndband með Krishnamurti. Ásunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbeiningum fyrir almenn- ing. Áfimmtudögum kl. 16.30—18.30 erbókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. I.O.O.F. 12 = 180310814 = Þk I.O.O.F. 1 = 180310814 = 9.0* □ GLITNIR 6000031019 III Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. VAKA í kvöld kl. 20.00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Efni: Andabarátta, Guðlaugur Gunnarsson fjallar um efnið. Lofgjörð og gott samfélag. Allir velkomnir. Aðalstöðvar KFUM og KFUK. Holtavegi 28. Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs- ins verður á morgun, laugardag- inn 11. mars, kl. 14.00—16.00. Yfirskrift: Mismunandi kjör barna og unglinga í heiminum. Leikrit, myndlist, söngur, basar og margt fleira. Aðgangseyrir kr. 100 fyrir börn og kr. 200 fyrir full- orðna. Ágóðinn rennur óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar í tengslum við verkefnið; Mis- munandi kjör barna og unglinga i heiminum. Allir velkomnir. Sjáumst hress.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.