Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 13 FRÉTTIR Áformað að byggja viö Hótel Selfoss fyrir 500 milljónir KA kaupir Hótel Selfoss fyrir 40 millj. Morgunblaðið/Sigurður Fannar Guðmundason Hótel Selfoss er starfrækt í stórbyggingunni Ársölum í miðbæ Selfoss. Morgunblaðið/Sigurður Fannar Guðmundsson Frá undirritun kaupsamnings um Ársali á Selfossi. Sitjandi frá vinstri: Kristján Einarsson, forseti bæjarstjórnar, Karl Björnsson bæjarstjóri, Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri KÁ og Erlingur Loftsson, stjórnarformaður KÁ. Aftari röð: Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, Samúel Smári Hreggviðsson bæjar- fulltrúi, Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Árborgar, Sig- ríður Ólafsdóttir bæjarfulltrúi, Torfi Áskelsson bæjarfulltrúi, Margrét Ingþórsdóttir bæjarfulltrúi, Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustusviðs KÁ og Stefán Örn Þórisson hótelstjóri. Selfossi - Sveitarfélagið Árborg og Kaupfélag Árnesinga svf. hafa gert samning um kaup félagsins á hús- eigninni Ársölum^ Eyravegi 2, Sel- fossi þar sem KA hefur starfrækt Hótel Selfoss frá 5. febrúar 1998. Heildarkaupverð er kr. 40 millj. og þar af verða kr. 30 millj. greiddar í áföngum innan eins árs en kr. 10 millj. eru greiddar með kaupleigu- samningi sem tekur til menningar- hluta hússins. Samningurinn er skil- yrtur við uppbyggingu Ársala. Viðbygging kostar 500 millj. KÁ mun stofna sérstakt eignar- haldsfélag sem mun stækka hótelið um a.m.k. 60 hótelherbergi og ljúka framkvæmdum við 400 manna kvik- mynda-, leikhús-, tónlistar- og ráð- stefnusal og leigja fasteignina út til rekstraraðila að loknum fram- kvæmdum. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdakostnaður geti numið allt að 500 milljónum króna. Eignin verður afhent hinu nýja félagi til afnota 1. maí nk. Ársalir eru í miðbæ Selfoss við Ölfusárbrú. Húsið er fjögurra hæða bygging, auk kjallara, alls um 6.000 m2 að flatarmáli, með um 12.000mz lóð. í húsinu er Hótel Selfoss starf- rækt með 20 tveggja manna her- bergi. Veitingasalur er á fyrstu hæð og rúmar u.þ.b. 45 manns í mat. Aðrir salir hótelsins rúma allt að 400 manns í sæti. Hægt er að halda dansleiki fyr- ir um 800 manns. Verslunar- og þjón- usturými er á 1. hæð, stórir fundar- salir á 2. hæð, auk þess sem í húsinu er fokheldur um 400 manna menn- ingarsalur sem ætlaður er fyrir leik- og kvikmyndasýningar og tónlistar- flutning ásamt ráðstefnuhaldi. í turni hússins eru fokheldar tvær hæðir sem hentað geta undir skrifstofur sem hvor um sig er um 250 m2. Einn- ig er rúmgóður kjallari í bygging- unni. Menningarhlutinn fokheldur frá 1986 Á undanfömum árum hefur marg- sinnis verið rætt af hálfu bæjaryfír- valda á Selfossi um nauðsyn þess að Ijúka við uppbyggingu húseignarinn- ar Ársala á Eyravegi 2 sem verið hef- ur í eigu sveitarfélagsins. Hluti húss- ins var fullgerður árið 1986 en menningarhluti þess hefur staðið fok- heldur frá þeim tíma. Sveitarfélagið hefur ekki séð sér fært að ráðstafa fé til að Ijúka framkvæmdum við menn- ingarsalinn og almennt hefur verið viðurkennt að fjölga þurfi herbergj- um í hótelinu til að treysta rekstrar- grundvöll þess. Frá upphafi hefur sveitarfélagið borið talsverð rekstr- arútgjöld vegna þessarar fasteignar. Langur undirbúningur Sveitarfélagið, Atvinnuþróunar- sjóður Suðurlands og fleiri aðilar hafa á undanförnum árum þróað og kynnt hugmyndir um uppbyggingu Ársala í þeirri von að semja við fjár- festa um framgang málsins. M.a. var kynnt hugmynd um að komið yrði á fót eignarhaldsfélagi sem myndi kaupa núverandi húsnæði og annast að öðru leyti fjármögnun og upp- byggingu Ársala en leigði síðan reksturinn út. Sveitarfélagið átti í viðræðum við nokkra aðila um málið. Það var svo ekki fyrr en fulltrúar KA sýndu málinu verulegan áhuga í byrjun ársins 1999 að raunhæfir möguleikar komu fram um að þessi uppbygging gæti orðið að veruleika. Þær samningaviðræður sem teknar voni þá upp hafa nú leitt til þess að KA hefur skrifað undir samning um kaupin á Ársölum. Félagið mun á næstu dögum ásamt hópi fagfjárfesta stofna sérstakt eignarhaldsfélag um kaupin. Gert er ráð fyrir að hlutur KÁ í hinu nýja félagi verði 20 til 25% og er stefnt að því að dreifa eignar- aðildinni frekar með sölu á hlutabréf- um til almennings. Hið nýja félag mun reisa viðbygg- ingu við Ársali með um 60 hótelher- bergjum ásamt tengigöngum, ljúka framkvæmdum við kvikmynda-, leik- hús- og tónlistarsal og leigja fasteign- ina út til rekstraraðila að loknum framkvæmdum. KA mun áfram ann- ast hótelreksturinn í húsinu. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna þessara framkvæmda geti numið allt að kr. 500 millj. Núverandi leigusamningur KA og Sveitarfélagsins Árborgar frá febrúar 1998 um rekstur Hótels Sel- foss mun standa þar til viðbyggingin verður tekin í notkun um mitt ár 2002. KA rekur í dag umfangsmikla ferðaþjónustu um allt Suðurland og hyggst áfram byggja upp og styrkja rekstur sinn á því sviði. Umtalsverð samlegðaráhrif Með uppbyggingu Ársala verður til áhugaverð viðbót við fjölbreytta atvinnustarfsemi á svæðinu þar sem boðið er upp á hótel með samtals um 80 gistiherbergjum ásamt aðstöðu fyrir ráðstefnur og fundi eins og best verður á kosið. Jafnframt verður í hótelinu kvikmynda-, leikhús- og tón- leikasalur íyrir 400 gesti ásamt að- gangi að veitingasölu. Þessi fram- kvæmd verður lyftistöng íyrir ferðaþjónustuna í Árborg og á Suður- landi öllu og mun hún að auki bæta verulega aðstæður fyrir menningar- lífið á svæðinu jafnframt því að auka tekjur og efla atvinnu í sveitarfélag- inu. Samlegðaráhrif þessarar fram- kvæmdar verða umtalsverð eins og segir í fréttatilkynningu frá aðilum. Foreldraþingið 2000 í Breiðholtsskóla Halldór Blöndal um tillögur um byggðakvótann Foreldrar vinna mikilvæg störf í skólum FORELDRAR, sem unnið hafa uppbyggj- andi starf í skólum, halda erindi á morgun í Breiðholtsskóla, en þar verður haldið Foreldra- þingið 2000. Það er SAMFOK og SAM- KÓP sem standa að þessu þingi. „Þingið er haldið að frumkvæði SAMFOK en SAMKÓP kom inn í málið á síðari stigum þess, enda er þingið hugsað fyiir fólk af öllu landinu,“ sagði Helgi Kristófersson, stjórn- armaður í SAMFOK - Sambandi foreldrafélaga og for- eldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi. En hvert skyldi vera tilefni þingsins? „Tilefnið er að unnin hafa verið margvísleg góð og jákvæð störf af foreldrum í skólum landsins og SAMFOK vildi kynna þessa starf- semi fyrir öðrum þannig að hægt sé að nýta þá reynslu sem þarna er fyrir hendi.“ En hvers konar störf er þarna ver- ið að ræða um? „Það eru til dæmis þátttaka for- eldra í gerð skólareglna, þá er rætt um heimsóknir foreldra í bekk barns síns og þeir hvattir til að nýta sér heimsóknarleyfin betur. Þá er tekið fyrir vinahópaátak - þá eru myndað- ir vinahópar innan bekkja og þar hefur skilað sér mjög góður árangur, bæði fyrir nemendur og ekki síður fyrir kennara, en slíkt starf léttir vinnuálagi af þeim. Þá ver ður fj all- að um skólafærni, nám- skeið barna sem eru að byija í skólanum. Nem- endasamningar eru á dagskrá einnig, en hug- myndin kom frá bama- skóla á Eyrarbakka og Stokkseyri, samningar af þessu tagi felast í að foreldrar gera samning við barn sitt í tengslum við skólann. Fyrir þetta fengu for- eldrar á Eyrarbakka og Stokkseyri foreldraverðlaunin árið 1999. Loks er rætt um góð tengsl foreldra og skóla. Þar er tekið á málefnum nem- enda frá upphafi skólagöngu og til loka grunnskólanáms. Við sem stöndum að þessu málþingi vonumst til að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta - ekki síst foreldrar ut- an höfuðborgarsvæðiðsins, þeir eru mjög velkomnir. I lok þingsins verða umræður og fyrirspurnir og gefst þá fólki tækifæri til að spyrja út í það sem fram hefur farið og annað sem því liggur á hjarta um málefni skóla- barna. Góð mæting á svona þing sýn- ir áhuga á málefninu og hvetur for- eldra til dáða.“ Helgi Kristúfersson Ekki rétt að etja saman tveimur byggðarlögum HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis og fyrsti þingmaður Norð- urlandskjördæmis eystra, segir að sér komi mjög á óvart sú tillaga Kristins H. Gunnarssonar, for- manns stjórnar Byggðastofnunar og þingflokksformanns Framsókn- arflokksins, að fremur eigi að út- hluta þeim byggðakvóta, sem Byggðastofnun hafði úthlutað Grímsey, til Hríseyinga sökum þess vanda sem nú steðjar þar að í atvinnumálum. Segir Halldór að ekki geti talist óeðlilegt að Byggðastofnun skyldi úthluta Grímsey byggðakvóta. Grímsey sé nú einu sinni afskekkt- asta byggðarlag landsins og hafi alla sína afkomu af fískveiðum og vinnslu sjávarafla. Vel þurfi því að sjá fyrir þeim hlutum eigi eyjan að haldast í byggð, sem hljóti að telj- ast mikilvægt, m.a. út af grunn- línupunktum íslensku fiskveiðilög- sögunnar. Halldór bendir á að vandi Hrís- eyinga hafi ekki verið kominn upp þegar byggðakvóta var úthlutað. Ákvörðun hafi verið tekin um að úthluta byggðakvótanum til fimm ára og menn standi einfaldlega frammi fyrir því nú. Um þá skoðun Kristins að byggðakvótinn ætti að vera stærri segir Halldór að það liggi fyrir að Byggðastofnun hafi talið á sínum tíma að Hrísey kæmi til greina í tengslum við úthlutun byggðakvótans og að þess vegna hefði ekki skipt máli ef byggða- kvótinn hefði verið stærri á þeim tímapunkti. „Eftir á þýðir ekki að vera að etja saman tveimur byggðarlögum með þeim hætti sem Kristinn Gunnarsson gerir í þessu dæmi,“ sagði Halldór, „og hugmyndir hans um að Byggðastofnun úthluti þriðju hverri síld og þriðja hverj- um þorski er auðvitað alveg út í hött.“ Halldór lagði hins vegar áherslu á að þingmenn reyndu eftir fremsta megni að fylgjast grannt með þróun mála í Hrísey. „Síðast í dag átti ég viðræður við Guðmund Val Stefánsson fiskifræðing um hugsanlegt laxeldi við fjörðinn og ég vil trúa því að okkur takist að leysa úr vanda Hríseyinga og at- vinnuástand þar muni verða gott á nýjan leik,“ sagði Halldór. LAGERSALA Verðsprengjan heldur áfram um helgina Verð frá kr. 500 - 0000 Nýjar buxnadragtir 8.000 Ullarjakkar, kápur og pelsar 5.000 Síðir kjólar og stuttir 1500 Buxur 1.000—1.500 Bollr 500—1.500 Opið föstudag frá kl. 13-18 og laugardag frá ki. 11-16 BABVLON Síml 561 3377 i I \ V ' U • t : l 'i M I N Straumar Síml 561 8414 Lagarsalan er haldin í bakhúsi á Laugavegi 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.