Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma Landsbanka íslands batnar um 67% milli ára Bankinn hagnaðist um 1,5 milljarða LANDSBANKI íslands var rekinn með 1.520 milljóna króna hagnaði ár- ið 1999. Hagnaður ársins 1998 var 911 milljónir króna og jókst hagnað- ur Landsbankans því um 66,9% á milli ára, segir í frétt frá bankanum. Afkoma Landsbanka íslands árið 1999 er sú besta í sögu Landsbanka- samstæðunnar. ,Afkoman er betri en okkar áætl- anir gerðu ráð fyrir og er ánægjulegt að góða afkomu má rekja til allra sviða samstæðunnar. Það eru grunn- þættirnir í rekstrinum sem eru að styrkjast, það er útlánastarfsemin, almennar þjónustutekjur og aðrir grunnþættir í rekstrinum. Hagnaður myndast því ekki af óreglulegum tekjum ársins, til dæmis gengis- hagnaði vegna tilfallandi viðskipta á hlutabréfamarkaði. Þetta er ég mjög Á AÐALFUNDI Opinna kerfa hf„ sem haldinn var í gær, voru allar til- lögur stjómar félagsins samþykktar, þ.á m. tillögur um fimmfalda jöfnun hlutafjár og 100% arðgreiðslu. Gengi hlutabréfa mun því lækka úr 260 í 51,8 þegar opnað verður fyrir við- skipti á Verðbréfaþingi íslands í dag. Tiliaga stjórnar félagsins um 100% arðgreiðslu af nafnvirði hluta- fjár, sem þýðir 42 milljóna króna sáttur við,“ segii- Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið. Hagrætt á þremur sviðum „Við höfum lagt mjög mikla áherslu á hagræðingu til að bæta samkeppnisstöðu Landsbankans til langs tíma. Þetta höfum við aðallega gert á þremur sviðum. Við höfum hagrætt verulega í útibúanetinu og bætt verkaskiptingu útibúa og mið- lægrar vinnslu. Með þessu og bættri tækni í rekstri tókst okkur að fækka stöðugildum í bankanum úr 965 í 920. Það ber að hafa í huga að þessi lækkun kostnaðar er ekki öll komin fram árið 1999. I öðru lagi hefur hagræðing í úti- búaneti leitt af sér ýmsan annars arðgreiðslu til hluthafa, var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um. Einnig var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum tillaga stjóm- arinnar um fimmfalda jöfnun hluta- fjár, sem þýðir að bókfært nafnvirði hlutafjár eykst um 168 milljónir króna, fer úr 42 í 210 milljónir króna. Skráð gengi hlutabréfa í Opnum kerfum var 260 við lok viðskipta í gær og hafði hækkað um 10,6% frá deginum áður. konar sparnað og höfum við m.a. minnkað mjög verulega fjárbindingu í fasteignum, en verðmæti lóða og fasteigna sem hlutfall af heildareign- um lækkaði úr 3% í 1,6% í lok árs 1999. Einnig hefur verið fjárfest veru- lega í upplýsingatækni til að auka sjálfvirkni og draga úr kostnaði. Reyndar má rekja 80% aukningar annars rekstrarkostnaðar til auk- inna útgjalda vegna fjárfestingar í upplýsingakerfum og rekstrar þeirra,“ segir Halldór J„ en rekstr- arkostnaður jókst um 15,6% á móti 22,4% aukningu hreinna rekstrar- tekna. I fréttatilkynningunni kemur fram að arðsemi eigin fjár Lands- banka Islands var 15,6% samanborið við 12,4% árið áður, en í útboðslýs- ingu vegna sölu á 15% hlut ríkisins í bankanum kom fram að stefnt væri að 9-12% arðsemi eigin fjár bank- ans, og var það 3-5 ára markmið hans. Heildareignir jukust um 22,1% á seinasta ári, en Halldór segir að stefnt sé að 10-12% aukningu heild- areigna í ár. „Með því reynir bank- inn að eiga sinn þátt í að draga úr þenslu í bankakerfinu.“ Hann segir einnig að þetta ár verði ár áfram- haldandi vöruþróunar og vinnu við að bæta þjónustu bankans. „Þá verð- ur nánari samþætting trygginga- og bankastarfsemi ásamt áframhald- andi alþjóðavæðingu meðal for- Gengi lækkar úr 260 í 52 Aðalfundur Össurar hf. Aöalfundur Össurar hf. veröur haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík, föstudaginn 24. mars 2000, og hefst hann kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verða: 1 Venjuleg aöalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins. 9 a Tillaga til breytinga á grein 2.01 í samþykktum félagsins. Lagt er til aö stjórn félagsins veröi heimilaö aö hækka hlutafé félagsins í áföngum um allt aö kr. 70.000.000, þar sem aö hluta til veröi vikiö frá forgangsrétti hluthafa. Q " Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum félagsins samkvæmt 55. grein hlutafélagalaga. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoöenda, munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins aö Grjóthálsi 5, Reykjavík, viku fyrir aöalfund. Reikningar hafa einnig veriö birtir á heimasíöu félagsins sem er www.ossur.is. Aögöngumiöar og atkvæöaseölar veröa afhent á fundarstaö. 4 Reykjavík, 10. mars 2000 Stjóm Ossurar hf. www.ossur.ls OSSUR, L Landsbanki Islands hf. Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Hreinar vaxtatekjur Milljónir króna 5.516 4.477 +23,2% Aðrar rekstrartekjur 3.594 2.968 +21,1% Önnur rekstrargjöld 6.456 5.583 +15,6% Framlag í afskriftarreikning útlána 1.145 1.000 +14,5% Skattar 28 9 +194,7% Hagnaður ársins 1.520 911 +66,9% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Sjóður og kröfur á lánastofnanir 23.021 15.549 +48,1% Utlán Milljónir króna 131.070 113.045 +15,9% Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 33.402 24.133 +38,4% Aðrar eignir 5.602 5.468 +2,6% Eignir samtals 193.095 158.187 +22,1% Skuldir við lánastofnanir 26.808 22.082 +21,4 % Innián 77.821 73.432 +6,0% Lántaka 70.278 44.691 +57,3% Aðrar skuldir og víkjandi lán 6.797 8.242 -17,5% Eigið fé 11.391 9.741 +16,9% Skuldir og eigið fé samtals 193.095 158.187 +22,1% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 15,6% 12,4% Eiginfjárhlutfall (CAD) 9,6% 8,7% Vaxtamunur 3,0% 3,3% gangsatriða árið 2000,“ segir Hall- dór J. að lokum. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að afkoman sé ágæt en mætti vera betri, sé miðað við afkomu hinna viðskiptabankanna tveggja og með hliðsjón af mikilli markaðshlutdeild Landsbankans. „Landsbankinn er enn með hæsta kostnáðarhlutfallið af bönkunum, eða 71% á móti 61% hjá Búnaðar- banka og 63% hjá íslandsbanka. Það sýnir að bankinn á enn inni til að hagræða í rekstri og nýta stærð sína til betri afkomu. Hin hliðin sem snýr að viðskiptavinum Landsbankans er sú, að Landsbankinn hefur lægstan vaxtamun af viðskiptabönkunum," segir Jafet. Jafet segir að þróunin hjá Lands- bankanum sé mjög í átt að hagræð- ingu, og ekld skuli gleyma því að Landsbankinn átti í miklum erfið- leikum fyrir nokkrum árum. „Það tekur alltaf ákveðinn tíma þegar mikið þarf að taka tíl. Mér finnst ýmislegt benda til þess að Lands- bankinn sé að komast á fullan skrið og ætti að eiga í fullu tré við hina bankana í framtíðinni,“ segir Jafet Ólafsson að lokum. \4 t t j-- -4 -/ t á ±t 4 Baugur hf. Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyiing Rekstrartekjur Milljónir króna 24.971 18.841 +33% Rekstrargjöld 23.636 18.130 +30% Afskriftir 438 192 +128% Fjármagnsgjöld 147 62 +137% Skattar 222 108 +106% Hagnaður af reglulegri starfsemi 528 349 +51% Aðrar tekjur og gjöld 72 0 Hagnaður hlutdeildarfélaqa 46 53 -13% Hagnaður ársins 646 402 +61% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 11.268 6.395 +76% Eigið fé 3.383 1.426 +137% Skuldir 7.885 4.969 +59% Skuldir og eigið fé samtals 11.268 6.395 +76% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall 1,09 0,91 Veltufjárhlutfall 30,0% 22,3% Hagnaður Baugs hf. jókst um 61% HAGNAÐUR Baugs hf. nam 646,6 milljónum króna árið 1999 en var 401,5 milljónir króna árið 1998, og jókst hagnaðurinn því um 61% milli ára. Heildartekjur félagsins voru 24.617 milljónir króna en 18.663 milljónir árið áður. Tekjuaukning er því 32% milli ára. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsgjöld var 1.335 milljónir króna. I tilkynningur frá Baugi kemur fram að félagið gjaldfærði á síðasta ári töluverðan kostnað vegna fjár- festingar á 10-11-verslunarkeðjunni og uppbyggingar upplýsingakerfa, auk þess sem gjaldfærðar voru 29,9 milljónir króna vegna starfsloka- samninga. Afskriftir voru 436 millj- ónir en fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur námu 146 milljónum. Framlegð af vörusölu í matvöru var 0,1% hærri en árið 1998 og 0,7% hærri í sérvöru. Eigið fé í árslok 1999 nam samtals 3.382 milljónum en var 1.426 milljónir í árslok 1998. Eiginfjárhlutfall í árslok var 30%. Tíu stærstu hluthafar í Baugi hf. í árslok 1999 voru Fjárfestingarfélag- ið Gaumur ehf. með 32,2%, Reitan- grappen A/S 17,82%, Fjárfar ehf. 6,24%, Helga Gísladóttir 5,90%, Kaupthing Luxembourg S.A. 4,86%, Lífeyrissjóður verslunarmanna 4,45%, Islandsbanki höfuðstöðvar 2,84%, Kaupþing hf. 2,81%, Kaup- þing-fjárfestingarverðbréf 2,74% og FBA með 1,83%. Samtals eru tíu stærstu hluthafarnir með 81,69% hlut í félaginu að nafnvirði um 917 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.