Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Öskudagnr á Seyðisfirði Seyðisfirði - Seyðfirsk börn spröng- uðu um bæinn á öskudaginn til þess að gleðja kaupmenn og aðra með söng og glensi. Frí var í „stóra skól- anum“ og margar óprúttnar verur, látnar sem lifandi, voru á ferli. A leikskólanum var farið í leiki, sungið og dansað daglangt. Par afmáðust öll félagsleg skil manna í milli og á milli dýrheima og mannheima. Það var því ekkert sérstakt undrunarefni þótt prinsessur dönsuðu við sjóræn- ingja meðan krókódílar og kolkrabb- ar slóu taktinn. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Öskudagsgrín á Flúðum Hrunamannahreppi -Börnin í leikskólanum á Flúðum héldu upp á öskudaginn með tilheyrandi glensi og gríni. Góður gestur, Eygló eyðslukló, fulltrúi frá Latabæ, kom í heimsókn og skemmtu krakkarnir sér konunglega. Skemmtun fyrir eldri bömin fór fram í íþróttahúsinu þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni o.fl. Einnig komu foreldrar við sögu. Árshátíð Flúðaskóla var haldin deginum áður. Þar léku nemendur úr hverjum bekk leikþátt og leikin var fjölbreytt tónlist. Nemend- ur 7.-10. bekkja héldu dansleik um kvöldið og jafn- öldrum þeirra í Reykholtsskóla í Biskupstungum var boðið í heimsókn. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Morgunblaðið/Egill Egilsson Prinsessur og hlébarðar á Flateyri Flateyri - Á meðan eldri krakkarn- tókst þeim að ná góðri sveiflu með ir gengu um bæinn og tóku lagið hjálp fóstru sinnar. gegn vænum poka af sælgæti, ____________________________ skemmtu þau allra yngstu sér á Leikskólanum Grænagarði á Flat- eyri uppáklædd sem prinsessur, hlébarði o.fl. í tilefhi þess að ösku- dagur var enn á ný ranninn upp. Fóstrumar létu sitt ekki eftir liggja og brugðu sér í gervi Línu Lang- sokks, frystihúsdömu og blómarós- ar. Þó þau allra yngstu væru ekki alveg með danssporin á hreinu Samstarf um félagsþjón- ustu og framhaldsskóla Grandarfirði - Fjögur sveitarfélög á Snæfellsnesi hafa ákveðið að fara í samstarf um félagsþjónustu og framhaldsskóla. Sveitarfélögin fjög- ur eru Snæfellsbær, Eyrarsveit, Stykkishólmsbær og Helgafells- sveit. Fyrsta verkefnið sem sam- starf verður um er félags- og skóla- þjónusta, en aðalstöðvar þessarar þjónustu verða í Snæfellsbæ. Gert Þeir fullorðnu eru líka með Dalvík - Öskudag- urinn á Dalvík fór fram með hefð- bundnu sniði líkt og undanfarin ár. Krakkarnir rifu sig eldsnemma á fætur og íklæddust all- skyns furðubúning- um, máluðu sig all- avega og stormuðu síðan af stað í fyrir- tæki og stofnanir, sungu fyrir starfs- menn þeirra og fengu sælgæti fyrir greiðann. Mjög gaman var að sjá hversu mikið og frjótt ímyndunarafi krakkarnir höfðu við búningagerðina og nokkuð ljóst var að mikil vinna hafði verið lögð í margan búninginn. Það voru ekki bara krakkarnir sem klæddu sig upp og skreyttu þennan dag. Starfsmenn Spari- Morgunblaðið/fgigja Elísabet, Helga, Helga Þóranna og Rakel starfs- menn Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík. sjóðs Svarfdæla á Dalvík tóku virkan þátt í gamninu, eins og myndin ber með sér, og þótti mörgum kúnnanum kúnstugt að láta kött, mús og kanínu afgreiða sig í sparisjóðnum þennan dag. er ráð fyrir að starfsmenn verði fjór- ir og munu þeir sinna almennri fé- lags- og skólaþjónustu fyrir allt svæðið. Kostnaður við þetta verk- efni verður eitthvað meirí en kostn- aður einstakra sveitarfélaga er nú, en þjónustan verður aukin og bætt. Næsta samstarfsverkefni sveitar- félaganna verður stofnun fram- haldsskóla. Ákveðið hefur verið að hann verði í Grundarfirði og gert ráð fyrir að nemendum verði ekið til síns heima eftir hvern skóladag. Þessi fram- kvæmd mun styrkja mjög byggð og búsetu á Snæfellsnesi því algengt er að fólk flytjist í stærri sveitarfélög þegar börn þeirra þurfa að fara í framhaldsskóla. Undanfarin ár hafa þessi sveitar- félög verið að nálgast hvert annað og nú er nánast hægt að segja að þau myndi eitt atvinnusvæði. Algengt hefur verið að iðnaðarmenn taki að sér stór verkefni í nágrannasveitar- félögunum og sjómenn róa sömu- leiðis oft frá höfnum í næstu þorp- um. Með því að stofna til samstarfs um afmörkuð verkefni eru sveitar- félögin að ýta undir þessa þróun. Hins vegar hafa engar viðræður um sameiningur þessara sveitarfé- laga átt sér stað. Bættar samgöngur eru grundvöll- urinn undir því að aukin samvinna geti blómstrað. Nýr vegur fyrir Bú- landshöfða er mikil bót að þessu leyti og sveitarstjórnarmenn vænta þess að innan tíðar verði byggð brú yfir Kolgrafarfjörð. Brúin mun stytta leiðina milli Grundarfjarðai' og Stykkishólms verulega og er mik- ið öryggisatriði fyrir íbúana vegna þess að vegurinn fyrir Kolgrafar- fjörð er stundum hættulegur vegna veðurofsans sem þar geisar. Er þess skemmst að minnast að síðastliðinn sunnudag fuku fjórir bílar út af veg- inum í botni fjarðarins, þar af ein rúta. Morgunblaðið/Sigurgeir Stálvaskar Mikið úrval af vönduðum stálvðskum framleiddum í verksmiðjum Intra í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. TCnGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 5641088 • Fax= 564 1089 Fást í bygginga vöru vershmum um land allt Oskudagurinn í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum - Öskudagurinn í Eyjum var haldinn í blíðskapar- veðri, loksins, sögðu krakkarnir eft- ir stöðugar brælur undanfaraa daga og vikur og þau tóku til óspilltra málanna við söng og gleði í verslun- um og fyrirtækjum bæjarins. Hvar- vetna var vel á móti þeim tekið og að launum fyrir skemmtilegan söng, rapp og annað sem hljómaði vel fengu allir eitthvað gott í poka sem japlað verður á næstu daga. Slík var gjafmildin að sumum þótti nóg um. Eftir því var tekið hvað búningar barnanna era að verða glæsilegir og Ijóst að margir foreldrar og systkini leggja sig öll fram um að búningam- ir verði sem glæsilegastir og ef til vill er komið að því að verðlauna flottustu og frumlegustu búningana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.