Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMSÓKN DECODE UM SKRÁNINGU Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rannsóknir Islenskrar erfðagreiningar eru í brennidepli í skráningarlýsingu deCODE til bandarísku verðbréfa- og kauphallarnefndarinnar. Gífurlega yfírgrips- mikil skráningarlýsing SKRÁNINGARLÝSING sú sem deCODE genetics Inc., móðurfélag íslenskrar erfðagreiningar, hefur lagt inn hjá bandarísku verðbréfa- og kauphallarnefndinni (SEC) um fyrsta útboð á almennum hlutabréf- um félagsins er á áttunda hundrað síður að lengd. í skráningarlýsing- unni er að finna afar ítarlegar upp- lýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins, upplýsingar um stjómendur þess og laun þeirra, sem og gífurlegt magn ýmissa fylgiskjala, s.s. afrita af fjölda samninga sem ís- lensk erfðagreining hefur gert við fyrirtæki og stofnanir, að ekki sé minnst á ráðningarsamninga við ein- staka starfsmenn fyrirtækisins. Er á áttunda hundrað blaðsíður Skráningarlýsingin er alls 714 blaðsíður að lengd. Tæplega áttatíu fyrstu síðumar era svokölluð út- boðslýsing (prospectus) og er þar að finna nákvæmt yfirlit yfir rekstur og starfsemi deCODE en út frá þessum upplýsingum leggja hugsanlegir fjárfestar mat á hvort þeir gætu vilj- að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. í útboðslýsingunni er rakin starf- semi deCODE og markmið þess á sviði líftækni og hvernig stefnt sé að því að ná þeim. Farið er yfir hvers konar hlutabréf séu í boði og yfirlit yfir rekstrarreikning deCODE fylgir einnig. Hugsanlegum fjárfestum er ennfremur kynnt ítarlega hvaða áhætta geti fylgt því að fjárfesta í fyrirtækinu. Árangur í rannsóknum rakinn I útboðslýsingunni veitir yfir- stjóm deCODE nokkra sýn á fjár- hagsaðstæður fyrirtækisins og þann árangur sem náðst hefur í starfi þess, sem og á hvaða vettvangi það hefur haslað sér völl. Rakin era þau tækifæri sem deCODE telur fyrir hendi á Islandi til að ná einstæðum árangri í erfðafræðirannsóknum. Miðlægur gagnagrannur er kynntur til sögunnar sem og starfsleyfi það sem deCODE hefur fengið frá ís- lenskum stjómvöldum. Farið er lið fyrir lið yfir þær rann- sóknir sem íslensk erfðagreining hefur stundað á ýmsum sjúkdómum undanfarin ár og hvar mestur árang- ur hefur nást. Kemur fram að í öllum tilfellum er unnið að genarannsókn- um og fylgja upplýsingar um í hvaða tilfellum hefur tekist að einangra genamengi tiltekinna sjúkdóma. Veittar era upplýsingar um helstu samstarfsaðila fyrirtækisins, hverjir era hugsanlegir kaupendur að þeim niðurstöðum sem fást úr rannsókn- um unnum á grundvelli miðlægs gagnagranns og ennfremur er fjallað um þá samkeppni sem deCODE þarf að takast á við á þessum vettvangi. Einnig er gerð grein fyrir því við- skiptaumhverfi sem deCODE starf- ar í, m.a. með hliðsjón af íslenskum lögum. Afar nákvæm lýsing fylgir á helstu yfirmönnum hjá deCODE, starfsfer- ill þeirra er rakinn og kaup þeirra og kjör era einnig til sýnis í útboðslýs- ingunni. Yfirlit yfir helstu hluthafa í deCODE fylgh- og hvernig kauprétti starfsmanna fyrirtækisins að hluta- bréfum er háttað. Loks er fyrir- komulagi kaupa á NASDAQ-hluta- bréfamarkaðnum í Bandaríkjunum og EASDAQ-hlutabréfamarkaðnum evrópska lýst stuttlega. Afrit af gffurlegu magni samn- inga sem deCODE hefur gert Pegar útboðslýsingunni sleppir er að finna í skráningarlýsingunni afar nákvæmar upplýsingar um fjármál fyrirtækisins undanfarin ár. Mikið magn samninga, sem deCODE hefur gert við ýmis fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir vegna rekstursins eru fylgiskjöl með skráningarlýsingunni, m.a. ráðningarsamningar við helstu stjórnendur og stjórnarmeðlimi, samstarfssamningar og loks rekstr- arleyfissamningurinn við íslensk heilbrigðisyfirvöld. Enn má nefna samninga við Háskóla íslands og yf- irvöld í Reykjavík um, rannsókna- samning við Rannsókna- og fræðslu- sjóðinn ehf., starfssamning við nóbelsverðlaunahafann Sir John Vane, sem sæti á í stjórn deCODE, en samningur við Vane felur m.a. í nákvæma útlistun á þeim greiðslum sem hann fær frá fyrirtækinu. Meðal fylgiskjala má einnig nefna þær starfsreglur sem deCODE unn- ið eftir, þ.e. reglur um ákvarðana- töku í fyrirtækinu, aðalfundi og aðra fundi, ráðningu yfirmanna og starfs- skilyrði þeirra. Einnig fylgir afrit af rannsóknarsamningi milli deCODE og lyfjarisans Hoffman-LaRoche sem telur næstum eitt hundrað síður. Má geta þess að í þessum samningi er víðast óskað leyndar um þær upp- hæðir sem Hoffman-LaRoche greið- ir deCODE vegna samstarfsins. Ennfremur má geta afrita af samningum milli Hjartaverndar og deCODE, samninga sem deCODE hefur gert við einstaka lækna, kaup- leigusamning milli deCODE og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins vegna húsnæðisins á Lynghálsi 1, þar sem Islensk erfðagreining er til húsa o.s.frv., allt niður í ráðningarsamn- inga við einstaka starfsmenn Is- lenskrar erfðagreiningar þar sem er að finna upplýsingar um laun þeirra ogkjör. Liklega 8-12 vikur þar til eftirlitsnefnd lýkur athugun sinni á skráningarlýsingu deCODE Svokallað þagnar- timabil hafíð SVOKALLAÐ „þagnartímabil" er hafið, nú þegar deCODE genetics, móðurfélag Islenskrar erfðagrein- ingar, hefur lagt inn skráningarlýs- ingu hjá bandarísku verðbréfa- og kauphallarnefndinni (SEC). Má deCODE aðeins ræða það sem fram kemur í útboðslýsingu þess fram að staðfestingu umsóknar um skrán- ingu á almennan hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Ekki er ólíklegt að 8-12 vikur muni líða þar til SEC hef- ur lokið athugun sinni en á meðan má ekki selja hlutabréf í deCODE eða fallast á kauptilboð í þau. Fjárfestingarbankinn Morgan Stanley Dean Witter Inc. verður aðalumsjónaraðili hlutafjárútboðs- ins hjá deCODE en Lehmans Brothers Inc. verður meðumsjónar- aðili. Sér Morgan Stanley um fram- vindu svokallaðs útboðsferlis, sem standa mun yfir fram að skráningu hlutabréfa deCODE á almennum hlutabréfamarkaði í Bandaríkjun- um, fyrir hönd deCODE. deCODE hyggst skrá hlutabréf sín bæði í Nasdaq-kauphöllinni bandarísku og í þeirri evrópsku, Easdaq. Er sennilegt að markmiðið með því að hafa bréfin skráð á tveimur mörkuðum sé að ná til breiðari hóps hugsanlegra fjár- festa, en því þykir fylgja ákveðinn stimpill að vera á Easdaq, og þar era gjarnan skráð helstu vaxtarfyr- irtæki álfunnar. Er líklegt að hljóti deCODE sam- þykki hjá SEC, og verði þar með hæft til skráningar á Nasdaq, dugi þær upplýsingar einnig fyrir Easd- aq-markaðinn, enda má ráða af um- fangi skráningarlýsingarinnar hversu þessir hlutir eru teknir föst- um tökum í Bandaríkjunum. Útboðslýsing ítarlegur upp- lýsingabæklingur um deCODE Hin ítarlega skráningarlýsing, sem deCODE hefur samið í sam- vinnu við Morgan Stanley fer nú til umsagnar hjá eftirlitsnefndinni, SEC, _og reynir hún að sannreyna þær upplýsingar sem þar koma fram. Hefur þetta ferli verið kallað áreiðanleikakönnun. Segja má, að SEC virki í raun sem fulltrúi fjár- festa í þessu efni, þ.e. hlutverk nefndarinnar er að staðfesta að þær upplýsingar sem gefnar era í skrán- ingargögnum séu nægilega skýrar og greinargóðar, þannig að hinn al- menni fjárfestir geti óhikað tekið ákvarðanir grandvallaðar á þeim. Hins vegar er ekki ósennilegt að Morgan Stanley hafi þegar gert eigin könnun á áreiðanleika deCODE enda ólíklegt að slíkur banki myndi taka að sér að verða aðalumsjónaraðili útboðsins án þess að hafa fullvissað sig um að allt væri me_ð felldu. Útboðslýsingin er afar mikilvæg í öllu ferlinu en hún er eins konar upplýsingabæklingur um deCODE þar sem kynna þarf fyrirtækið eins vel og mögulegt er þar sem því er ekki leyfilegt að gefa upp aðrar upplýsingar en þar koma fram eftir að sótt hefur verið um skráningu. Eftirlitsnefndin, SEC, tekur um- sókn deCODE til umfjöllunar og getur sent fyrirtækinu ábendingar um breytingar. Fyrirtækið lagfær- ir það sem þarf og sendir umsókn- ina inn aftur og þannig getur hún gengið fram og til baka nokkrum sinnum áður en hún er samþykkt. Þá getur deCODE gefið út endan- lega útboðslýsingu og er því skylt að senda hana til allra fjárfesta sem hafa áður fengið upplýsingar um útboðið. Ekki búið að ákveða verð hlutabréfa í útboðinu A þagnartímabilinu er deCODE óheimilt að koma með nýjar upp- lýsingar sem breytt gætu verðmati eða verðmæti þess. Felur þagnar- tímabilið þannig í sér eins konar neytendavemd eða vernd fyrir fjár- festa. Það stendur yfir allt þar til útboðsferlinu er lokið og reyndar enn lengur, eða þar til 25 dögum eftir að byrjað verður að versla með hlutabréf fyrirtækisins á markaði. Á meðan umsóknin er til umfjöll- unar hjá eftirlitsnefndinni er líklegt að Morgan Stanley myndi nokkurs konar sölu- eða fjármögnunarsam- tök með öðrum verðbréfamiðluram sem eru tilbúnir til að taka þátt í að selja hlutabréf fyrirtækisins. Hver aðili um sig safnar saman yfirlýs- ingum um áhuga frá fjárfestum til að kanna hver áhugi þeirra er á bréfunum og hver eftirspurnin muni verða. Markmiðið er að finna nægilega marga fjárfesta til að kaupa öll hlutabréfin. Ekki hefur enn verið ákveðið, hversu mörg hlutabréf verða boðin út í deCODE, né á hvaða verði þau verða seld í útboðinu. Að öllum lík- indum verða þessar ákvarðanir ekki teknai- fyrr en að lokinni kynningu á deCODE og eftir að endanleg út- boðslýsing hefur verið gefin út og henni dreift til fjárfesta. Reglan er sú að þá komi stjórnendur fyrirtæk- is og umsjónaraðilinn, í þessu tilfelli Morgan Stanley, sér saman um út- boðsverð og magn bréfa. Þegar endanlegt verð hefur verið ákveðið og minnst tveimur dögum eftir að fjárfestar hafa fengið end- anlega útboðslýsingu, er tilkynnt að útboð hlutabréfanna sé hafið. Þetta gerist venjulega eftir að mörkuðum hefur verið lokað til að viðskipti geti hafist með hin nýju hlutabréf við upphaf næsta dags auk þess sem þetta gefur umsjónaraðilum tæki- færi á að styrkja pöntunarlistann hjá sér. Útboði er ekki lokið fyrr en gengið hefur verið frá öllum við- skiptum þess og þau hafa verið gerð opinber. Það gerist venjulega fimm til sjö dögum eftir að viðskipti með bréfin hefjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.