Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 X----------------------- MINNINGAR BJORN GÍSLASON + Bjöm Gíslason fæddist í Hafnar- fírði 28. febrúar 1963. Hann lést í umferðar- slysi á Kjalarnesi 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Elín Björg Magnúsdóttir, f. 1942, og Gísli Björnsson lögreglumaður, f. 1935, d. 1991. Systir Björas er Laufey Ólafía, f. 1959. Björn kvæntist 10. maí 1980 Vilborgu Hannesdóttur, f. 1962. Foreldrar hennar eru hjónin Hannes Benediktsson húsasmíða- meistari og Borgþóra Gréta Ósk- arsdóttir. Björn og Vilborg eignuð- ust þijú börn, Elínu Björgu, f. 20.3.1985; Gísla, f. 26.7.1991; og Grétu Ósk, f. 29.2.1996. Bjöm ólst upp með foreldrum sínum í Reykjavík. Hann lauk verslunarprófí frá Fjölbrautaskól- anurn við Ármúla. Árið 1984 hóf hann störf hjá lögreglunni í Reykjavík, og 1987 lauk hann prófí frá Lögregluskóla ríkis- ins. Hann starfaði óslitið sem lögreglu- maður fram á árið 1999. Árið 1995 stofnaði Bjöm ásamt eigin- konu sinni einkahlutafélagið Báta- fólkið og litlu siðar ásamt nokkrum öðmm Islands flakkara ehf. Hann starfaði mikið að ferðamálum. Útför Bjöms fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bjöm Gíslason lifði fjölbreytilegu og innihaldsríku lífi. Hann var nátt- úruunnandi og fjölhæfur útivistar- maður, kunnáttumaður um fjallaferð- ir, siglingamaður á íljótum, ágætur skíðamaður og ástríðufullur skot- veiðimaður. Eru þá áhugamál hans ekki öll talin; hann lærði t.d. bæði flug og köfun. Þau hjónin, Bjöm og Vilborg Hannesdóttir, voru samstiga í áhuga- málum og ekki síður samhuga um allt er laut að fjölskyldu þeirra og fjöl- skyldum. Að Bimi sóttu margvísleg- ar annir utan heimilis, en bömum sín- um þremur sinnti hann af alúð og umhyggjusemi. Bjöm og Vilborg voru frumherjar í fljótasiglingum á íslandi. í upphafi voru þær leikur þeirra og félaga 4 þeirra nokkurra, en þróuðust á 9. ára- tugnum yfir í atvinnustarfsemi þeirra hjóna, og árið 1995 stofnuðu þau Bátafólkið ehf. Eiginkonan er fram- kvæmdastjóri, en Bjöm stjómaði siglingum af lífi og sál, hvenær sem hann kom því við. Starfssvið þessa fyrirtækis er Hvítá í Amessýslu og starfsstöðin á Drumboddsstöðum í Biskupstungum. En þau stunduðu Uka siglingar á Jökulsá í Skagafirði; þar hefur Bátafólkið aðsetur á Bakkaflöt. Fyrir nokkrum árum átti Björn frumkvæði að því að stofna annað fé- lag, sem hlaut nafnið íslandsflakkar- ar ehf. (Iceland Rovers). Upphafið var það að Bjöm hafði fengið auga- -^stað á Land Rover-jeppum til vetrar- og fjallaferða. Fyrir hans frumkvæði samdi hópurinn við innflytjanda þess- ara bíla um kaup á Land Rover De- fender-jeppum. Þeim var breytt eins og þurfa þótti til fjallaferða og félagið síðan stofnað til að selja fólki jeppa- ferðir um landið vítt og breitt til skemmtunar og afþreyingar. Þeir sem í þessu fylgdu Bimi dáðust oft að hugkvæmni hans og og áræði. Hann var stundum kallaður „ílugmaður- inn“ í þeirra hóp. Hann þurfti ekki að hvetja, fremur stundum að letja. Útivistaráhugi Bjöms Gíslasonar & v/ T-ossvogskirkjwga^ð a ^WSímii 554 0500 Þeir líkna Handunnu englarnir hans Lórusar. Pöntunarsimi 520 6116. var fráleitt bundinn eingöngu við bíla eða báta. Fátt veit ég að vísu um skíðaíþrótt hans; veit þó að gaman þótti honum, og þeim Vilborgu báð- um, að steypa sér á skíðum niður há fjöll, hvort heldur var Ýmir í Tind- fjöllum eða Baula eða Botnsúlur. Kunnari er mér ástríða hans til sport- veiða. I hugann kemur mynd af hon- um og veiðifélögum hans þremur á hlaðinu í Sveinatungu í Norðurárdal sl. haust. Glaðir vom þeir og hvatleg- ir, fjórh- ungir menn, nýkomnir til byggða með veiðifeng sinn úr Snjó- fjöllum; tíndu dáfagrar kippur úr pokum sínum. Bjöm var þeirra for- ingi og forgöngumaður. Fjölbreytilegri mannsævi verður ekki með orðum lýst, síst í stuttri minningargrein. Hér verður þess lítt getið að Bjöm var lengi lögreglumað- ur og þátttakandi í víkingasveit henn- ar. A því sviði sem öðram, þar sem hann starfaði, var hann áhugasamur um velferð manna og skynsamleg vinnubrögð. Bjöm átti mjög marga menn að. Hann var vinmargur, og að honum stóðu fjölmennar ættir, fóður- og móðurætt og fjölskylda tengdafor- eldra hans. Hann var þó einkasonur móður sinnar og eini bróðir eftirlif- andi systur. Með þeim mæðginum var alla tíð mjög náið samband og samráð um margt. Tvisvar báru þau saman ráð sín í síma að morgni þess dags sem hún missti drenginn sinn. Bjöm Gíslason varð ekki langlífur. Ef hann hefði lifað hefði hann orðið 37 ára gamall 28. febrúar sl. Ýmsum hef- ur þó ekki þótt einhlítt hvað í því felst að verða langlífur. Skáldið góða, Jón- as Hallgrímsson, velti fýrir sér í einu erfikvæði skammlífi og langlífi: Hvaðerlanglífi? lífsnautnin frjóvga aleflingandans ogathöfnþörf. Það munu margir mæla sem til mannsins þekktu að Björn hafi verið athafnasamur maður og margt þarf- legt unnið og hann hafi kunnað að njóta lífsins innilega. í þeim skilningi varð hann langlífur, og þannig verður hans minnst. Vorið færist nær, og brátt grær jörðin sem hann unni yfir moldum hans. Helnauð er það ástvinum hans öllum. Þeir hylja ekki harm sinn, en láta sameiginlega huggast við minn- ingu um góðan dreng. Finnur Torfi Hjörleifsson. Það er þannig í þessum heimi að sumum mönnum virðist ætlað frekar en öðram að skera sig úr, vera frum- kvöðlar og í fararbroddi. Þannig mað- urvarBassi. Við kynntumst fýrst fýrir nokkram áram þegar móðir hans og faðir minn rugluðu saman reytum. Sá kunnings- skapur dýpkaði og varð að vináttu, enda erfitt annað en að laðast að þeim manni sem Bassi var. Fyrr en varði voram við komnir á fullt ásamt fleira góðu fólki í að stofna nýtt fýrirtæki í ferðaþjónustu, Islandsflakkara, og að auki flutti ég skrifstofu Fjallaleið- sögumanna inn á Stórhöfða 20 þar sem fýrir var Langjökull ehf. og Bátafólkið, fyrirtæki Villu og Bassa. Bassi var ákaflega hugmyndaríkur og kjarkmikill við að koma hugmynd- um sínum áfram og frá honum geisl- aði orka og kraftur sem hreif fólk með. Bassi var stórhuga og lét ekki smáatriði vera fýrir sér. Hann var vinur vina sinna, hjálpsamur og drenglundaður. Bassi var mikið nátf> úrubam, fjallamaður og veiðimaður. Náttúra landsins var hans fjöregg og hana vildi hann vemda. Bassi lifði lífinu lifandi og þótt hann hafi fallið frá ungur hafði hann afrekað meira en flestum tekst á einni mannsævi. í þeim skilningi varð hann svosannarlega langlífur. Eg lærði ákaflega mikið af samver- unni við Bassa, sjóndeildarhringur- inn víkkaði og mér varð betur ljóst en áður hve miklu einn maður fær áork- að með sterkum viJja og seiglu. Efst í huga era þó samverastund- imar, ferðimar á Landróveranum, gönguferðir og óteljandi spjallstundir á Stórhöfðanum og í Háagerðinu þar sem Bassi sagði sögur eins og honum einum var lagið þannig að við hin grétum úr hlátri. Með tímanum Jijaðnar sorg og reiði og eftir stendur minning um stórbrot- inn karakter og góðan dreng. Eg anda djúpt í öræfanna geimi, án angurs horfi gegnum rúm og tíma og stíg á skfðin: hér í kuldans heimi við höfund lífs og dauða skal ég glíma. I kristalsögnum sindra sólir glaðar, - sem sveimur vetrarbrauta þyrlast mjöllin. Ég bruna, bruna, hraðar, sífellt hraðar, að hjartastað þess guðs, sem bjó til fjöllin. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Villa, Gréta, Gísli, Elín yngri og eldri og Laufey, við Ingibjörg sendum ykkur okkar bestu kveðjur, megi góðar vættir gefa ykkur styrk. Einar Torfi Finnsson. Minningar okkar um Bassa frænda vara að eilífu og verða ekki frá okkur teknar. Brosið hans, prakkaraglamp- inn í augunum og fasið fullt af lífi, lífi sem hann lifði hátt og Jiratt. Þessi litli síbrosandi grallari, dundandi sér í sandkassa eða moldarhaug, eða inni á stofugólfi með stóra gulu Tonka trukkana sem hann fékk í Ameríku og allir frændumir fengu að leika með gegn ákveðnum skilyrðum, búandi sér til sína ævintýraheima sem hann lifði og hrærðist í. Stóra systir og eldri frændsystldnin áttu að passa drenginn: Hvar er Bassi? Bassi er týndur. Hópnum skipt upp til að leita. Bassi fundinn uppi í brekku með hvolpahópinn sem oft þurfti að bjarga úr fanginu á honum því hann knúsaði þá aðeins of fast. Þessi litli ævintýramaður hélt áfram að vera ævintýramaður þegar hann varð stór. Hann naut útivistar með pabba sínum, þeir fóru saman í veiðitúra, vélsleðaferðir upp á heiði eða bara gengu saman. Hann kom lúinn heim úr ferðalögum sínum og mamma nuddaði fætur hans á meðan hann sagði henni ferðasöguna. Oft saup Systa mamma hveljur á meðan á írásögninni stóð því Bassi kryddaði „pínulítið" með englasvipinn á and- litinu, eins og honum einum var lagið, svona rétt til að koma blóðinu á lireyf- ingu hjá mömmu sinni. Ævintýramaðurinn hitti ævintýra- stúlkuna sína, hana Villu, 17 ára og saman klifu þau fjöll, sigu í björg, þeystu upp um fjöll og fimindi á jepp- um og öðram farartækjum, sigldu niður jökulár og gljúfur. Saman voru þau eins og prinsinn og prinsessan í ævintýrinu, saman eignuðust þau börnin sín þrjú, Elínu, Gísla og Grétu, saman byggðu þau upp fýrirtækið sitt, Bátafólldð, á kraftmildnn hátt, en það var einmitt krafturinn og vænt- umþykjan sem einkenndi allt þeirra samstarf. Það var ógleymanlegt að vera með Bassa úti í náttúranni, uppi í Sveinatungu þar sem hann reyndi að kenna okkur að skjóta af riffli og bjó til drauga í hlöðunni, eða sigla niður Hvítá þar sem hann valdi fómarlamb tiJ að draga með sér ofan í ána og lét svo líta út eins og að hann hefði bjarg- að úr lífsháska. Það var alltaf stutt í stríðnina hjá honum Bassa, þó ekki færi mikið fýrir honum. En hann var alltaf traustur og öraggur í sínum gjörðum, enda þrautþjálfaður í að bregðast við óvæntum uppákomum, sem lögreglumaður, við björgunar- störf, leiðsögu, siglingar, flug eða fall- hlífastökk, lengi mætti telja þau verk sem hann tók sér fyrir hendur. Bassi hélt því blákalt fram að fjallaklifur, ísklifur, bátaferðir og jöldaferðir væri ekld nærri eins hættulegar og að vera í bíl í umferðinni. Hann hafði rétt fýrir sér. Bassi var lögreglumaður frá fæð- ingu nánast. Hann var ekki nema fjögurra ára þegar hann handjámaði frænda sinn við rúmið sitt og það varð að bíða í fjóra tíma þar til Gísli kom heim með lyldana að jámunum. Gísli pabbi hans, sem lést fýri níu áram, var lögreglumaður og fannst okkur einhvem veginn alltaf sjálfsagt að Bassi fetaði í fótspor hans, eins og Laufey stóra systir gerði reyndar líka og fleiri frændsystkini. Bassi var í sérsveit lögreglunnar og var einstak- lega vel liðinn af sínu samstarfsfólki. Meðal frændfólksins var hann lögguhetjan okkar sem framkvæmdi allt sem okkur hin dreymdi um en ekki þorðum. Það er erfitt fyrir eiginkonu, böm, móður, systur, tengdaforeldra, aldr- aða ömmu og alla hans ættingja og vini að Bassi skuli frá þeim tekinn í blóma lífsins. Það er ekki sanngjamt. En við ráðum ekki okkar nætur- stað og eins og segir í versinu úr Predikaranum: Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur í heiminum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma, að deyja hefir sinntíma að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinntíma að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinntíma. Ég komst að raun um, að allt sem Guð gjörir, stendur að eilífu við það er engu að bæta, og af því verður ekkerttekið. Elsku Villa, Elín, Gísli og Gréta, Systa og Finnur, Laufey og Hafdís, Hannes og Gréta. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og hjálpa ykkur að horfa fram á veginn. Oll okkar stóra fjölskylda mun standa ykkur við hlið og reyna af fremsta megni að tendra ljósin í myrkrinu. Minningin um góðan dreng, sem lifði lífinu lifandi og skilur eftir svo margt fýrir okkur hin til að minnast og læra af, mun hjálpa til að svo verði. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Guð blessi ykkur öll. Laufey amma og tjölskylda. Frændi minn og fermingarbróðir var sviplega kvaddur úr þessum heimi. Nafni eða Bassi eins og hann var jafnan kallaður, var bjartur yfir- litum, hávaxinn, grannur og þrekinn vel. Hann var ósérhlífinn og dugnað- arforkur hinn mesti. Tálmar öftraðu honum ekki frá settum markmiðum. Hugrökk lundin þekkti sín takmörk. Frændsemi var honum í blóð borin. Bassi var náttúrabam. Óspillt nátt> úra veitti honum einstaka gleði og hæfileikar hans nutu sín í faðmi henn- ar. Hann lifði af snjóflóð og ótrúleg- ustu hrakninga. í huga mínum var hann sannur Ljósvíkingur. Bassi var ríkulega búinn réttlætis- kennd. Hann var einn af öflugustu liðsmönnum sérsveitar lögreglunnar í Reykjavík, en hann hvarf af þehn vettvangi fyrir nokkram áram. Eg átti þess kost að halda námskeið um skyndihjálp fýrir þessa vösku sveit á meðan Bassi var þar. Mér er minnis- stætt hversu annt honum var um ör- yggismál hennar. Ég var stoltur af því að eiga svo hugdjarfan og hraust- an frænda. Við voram leikfélagar í æsku en hittumst sjaldan hin síðari ár. Hjá foreldram hans í Árbænum og í Sveinatungu í Norðurárdal hjá afa okkar og ömmu eignuðumst við ljúfar æskuminningar. Bemskusumrin í Sveinatungu rifjuðust upp fýrir mér þegar hann bauð mér og systkinum mínum í bátsferð niður Hvítá við Dramboddsstaði í Biskupstungum. í fullsetnum gúmbát af skellihlæjandi og skríkjandi viðvaningum, ein- kenndist fas Bassa af íhugulli sjálfs- trú og úrræðasemi. Mér virtist hann ósigrandi innan um öfl náttúrannar. Hann tindraði af lífsþrótti og tiltrú á framtíðina. Bassa varð eiginkonu og þriggja bama auðið. Vilborg gaf manni sínum ekkert eftir. Ferðamál fönguðu hug þeirra allan og þau komu sér upp fyr- irtæki í ferðaþjónustu með aðdáunar- verðum dugnaði. - Föðurmissir fýrir tæpum áratug varð Bassa þungbær. Vinátta þeirra feðga var einstök. Þefr ræktuðu kosti hvor annars. Tápmikil hláturmildi þeirra lagði lipurð að innsta streng okkar hinna. Það kom mér ekki á óvart að Hekla tók að gjósa réttum sólarhring eftir að Bassi dó, því það logaði í henni síðustu mán- uðina sem faðir hans lifði. Ætíð sem minni karla era sungin á þomablóti verður mér hugsað til þeirra feðga. Þeir vora farsælh- og vinsælir lögreglumenn. I lífsins blóma hurfu þeir héðan úr heimi. Ör- lög og vinátta feðganna eru hafin yfir mannlegan skilning. Ég trúi því að þeir eigi eftir að bralla margt saman hjá Guði blessaðir. Það væri þeim líkt að búa í haginn fýrir komu okkar hinna. Genginn er glaðvær, góður, grandvar og duglegur drengur. Vil- borgu, bömum þeirra þremur Elínu, Gísla og Grétu, Elínu móður hans og Laufeyju systur hans og öllu þeirra fólki votta ég dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja þau í ósegjanleg- um harmi. Bjöm Hjálmarsson. Kær vinur minn og frændi er fall- inn frá. Bassi var einstakur maður, hann var rammur maður að afli og vel gefinn. Ferðaþjónustan skipaði stór- an sess í lífi hans síðustu árin. Ég naut þess heiðurs að vinna náið með honum í nokkur ár þegar iýrirtækin Langjökull ehf. og Bátafólkið unnu saman í ýmsum málum. Hann vann sleitulaust að því að byggja upp sterkt markaðs- og sölufyrirtæki sem starfaði aðallega á afþreyingarmark- aðinum, en föstudagskvöldið örlagar- íka var hann einmitt að hefja kynn- ingarferð hjá A-ferðum sem var nýjasta afkvæmi hans. Eldmóður og hugmyndaauðgi era orðin sem lýsa störfum Bassa í ferða- þjónustunni hvað best. Hann var reyndar svo heppinn að vera kvæntur og eiga þrjú yndisleg böm með Vil- borgu Hannesdóttur sem er öragg- lega ein af mestu kjarnorkukonum sem uppi hafa verið fyiT og síðar og hefur hennar hlutur í uppbyggingu þeirra á Bátafólkinu síst verið minni. Sem félagi var Bassi einstaklega traustur. Hann var góður sögumaður og mikill húmoristi. Ef mig vantaði hjálp einhverra hluta vegna eða mann í erfitt verkefni, þá kom Bassi alltaf fyrst upp í hugann. Það var alveg sama hvað verkefnið var erfitt eða hvenær það átti að gerast, hann sagði aldrei nei. Sem leiðsögumaður í ferðum vildi hann alltaf gera sem mest og best við ferðamennina, til dæmis var hann einu sinni að keyra Þingvallahringinn á torfærajeppa fyrir eitt jeppafyrir- tækið í góðri færð að vetri til. Honum fannst fyrir neðan allar hellur að fólk- ið væri komið alla leið til íslands og búið að kaupa rándýra jeppaferð og síðan átti bara að keyra á malbiki, nei, það varð að bæta úr þessu. Hann sagði mér eftir á að hann hefði komið við á toppum tveggja ónefndra fjalla á leiðinni til að lífga uppá ferðina. Svona tókst honum alltaf með ein- hveijum ráðum að skila af sér ein- staklega ánægðum ferðamönnum. Þegar ný hugmynd eða spekúlering- ar í sambandi við ferðaþjónustuna komu upp hjá okkur báram við þær oft og iðulega hvor undir annan, hann vildi alltaf gera betur og fara hærra, hugmyndimar vora óþrjótandi. Það er erfitt að sætta sig við að það sé ekki hægt að tala við eða hitta Bassa framar í þessu lífi. Það er stað- reynd sem við verðum að lifa með, en minningin um góðan dreng lifir áfram. Við hjónin viljum votta Elínu, móð- ur Bassa, og Laufeyju, systur hans, samúð okkar en missir þeirra er búinn að vera mikill, þai- sem Gísli, faðir Bassa, lést árið 1991. Elsku Villa, Elín, Gísli og Gréta, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi. Við Anna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.