Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Messu páfa á sunnudag beðið með eftirvæntingu Helmut Kohl heldur blaðamannafund Biður fyrirgefningar á syndum kirkjunnar Páfagarði. AP, AFP. HELFORIN, krossferðirnar, rann- sóknarrétturinn og virðingarleysi við konur. A þessu og ýmsu öðru ætl- ar Jóhannes Páll páfí II að biðjast afsökunar við messu í Péturskirkj- unni á sunnudag. Þá mun hann við- urkenna, að kaþólska kirkja hafí ým- ist framið eða umborið margt skelfilegt í næstum 2.000 ára sögu sinni. í messunni á sunnudag ætlar páfi að biðja fyrirgefningar á sex megin- syndum eða syndaflokkum en Piero Marini, helgisiðameistari Páfagarðs, sagði, að ekki væri unnt að tína til allar syndir kirkjunnar í 20 aldir. Meðal annars mun páfi játa syndir, sem framdar voru í nafni trúarinnar eða vegna umburðarleysis og of- sókna á hendur svokölluðum villu- trúarmönnum. Hann mun nefna trúarstríðin, ofbeldisverkin, sem framin voru í krossferðunum, og rannsóknarréttinn. Páfi mun játa yf- irsjónir kirkjunnar gagnvart fólki, sem játaði aðra trú; gegn menningu annarra manna; konum; kynþáttum; fátæklingum og hinum óbornu. Ræða páfa hefur ekki verið birt en AP Jóhannes páll páfi 11 á fundi i' gær með prestum í Róm. embættismenn Páfagarðs hafa þó skýrt frá innihaldi hennar að sumu leyti. Meðal annars mun páfi víkja með einhverjum orðum að aðgerða- leysi kirkjunnar er helförin gegn gyðingum stóð yfir. Vitað er, að ekki eru allir kardinál- ar og aðrir frammámenn innan kaþólsku kirkjunnar sáttir við fyrir- hugaða fyrirgefningarbón páfa en það hefur lengi verið honum mikið hjartans mál að reyna að sættast við fortíðina með þessum hætti. „Það er dálítið athyglisvert, að það er alltaf páfinn og kirkjan, sem biðja fyrirgefningar, en aðrir þegja þunnu hljóði,“ sagði páfi við fréttamenn er hann var á leið til Brasilíu 1977. „Kannski á það líka að vera þannig.“ Margir gyðingar eru ósáttir við yfirlýsingu kaþólsku kirkjunnar frá 1998 um helförina og segja, að þar sé ekki finna neina fordæmingu á þeim ráðamönnum hennar, sem gerðu fátt til að bjarga gyðingum. Er þá fyrst og fremst verið að víkja að Píusi XII en hann var páfi á stríðsárunum. Æðsti rabbíninn í Israel og tals- menn gyðinga í Þýskalandi og á Ital- íu hafa lýst yfir, að „ekkert nýtt“ sé að finna í ræðu páfa um helförina ef marka megi fréttir af henni. Hryðjuverk ekki útilokað RÚSSNESK farþegaþota í einka- eigu fórst í gær í flugtaki á Sherem- etyevo-flugvelli í Moskvu. Allir sem um borð voru, nfu manns, fórust í slysinu en orsakir þess eru ókunnar. Hermt er að flugvélin hafi náð að hefja sig upp í um 50 metra hæð en hafi siðan hrapað til jarðar við enda flugbrautarinnar. Meðal þeirra sem fórust í flugslys- inu voru Artyom Borovik, sem er þekktur blaðamaður í Moskvu, og Ziya Bazhayev, forsljóri rússnesks olíufyrirtækis. Lögregla hefur ekki útilokað að hryðjuverk hafi grandað þotunni þar sem vitað er að Borovik hafði fengið margar líflátshótanir vegna umdeildra skrifa og sjón- varpsþátta. Einnig hefur verið á það bent að Bazhayev hafði nýlega lagt fé í sjóð til styrktar börnum sem lið- ið hafa þjáningar vegna átakanna í Tsjetsjníu. Þotan var af gerðinni Yak-40 en slíkar vélar geta tekið 20- 30 farþega. Hér sést hvar flugvallar- starfsmenn huga að flaki vélarinnar í gær, skömmu eftir að hún fórst. Er búinn að safna fyrir sektunum Berlín. AFP, Reuters. HELMUT Kohl, fyrr- verandi kanzlari Þýzkalands, greindi frá því á blaðamannafundi í Berlín í gær, að hann væri nú búinn að safna 5,9 milljónum marka, jafnvirði 213 milljóna króna, til að mæta sektum sem flokki hans, Kristilegum demókrötum (CDU), verður að öllum líkind- um gert að greiða vegna ólöglegra fram- laga í sjóði flokksins sem Kohl hefur viður- kennt að hafa tekið við á síðustu valdaárum sínum. En hann ítrekað einu sinni enn, að hann myndi aldrei gefa upp nöfn gefenda hinna ólöglegu framlaga frá þessu tímabili. Hann tjáði fréttamönnum að hann hefði mætt „miklum skilningi" hjá vinum og kunningjum í viðskiptalífi Þýzka- lands, sem hann leitaði til eftir framlögum í nýjustu fjársöfnun sína. Fjölmargir áhrifamenn í CDU hafa lagt hart að Kohl að gefa upp nöfn gefenda hinna ólöglegu fram- laga; það væri eina leiðin til að binda enda á hneykslið sem skekið hefur flokkinn og valdið fylgishruni hans á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort hann teldi að þetta fé, sem hann legði flokknum nú til, myndi bæta þann skaða sem hinir ólöglegu leynisjóðir sem hann hélt úti hefðu valdið flokknum, sagði Kohl: „Flokkurinn hefur alla tíð verið heimili mitt og er, allt fram á þennan dag,“ og bætti við: „Það er mér mikilvægt, þegar flokkurinn hefur orðið fyrir skaða, að ég geri það sem í mínu valdi stendur til að reyna að bæta úr honum.“ Kohl hefur sagzt ætla að leggja CDU til 6,3 milljónir marka - þre- falda þá summu sem hann tók við í nafnlausum og þar með ólöglegum framlögum í kanzlaratíð sinni. í gær sagði hann að nú þegar væru 5,9 milljónir komnar á bankareikn- ing sem væri í umsjá lögmanns hans, og búið væri að lofa honum afgangnum. Hann sjálfur og eigin- kona hans, Hannelore, munu leggja 700.000 mörk í púkkið, með veðláni teknu út á íbúðarhús þeirra hjóna í Oggersheim við Ludwigshafen. A blaðamannafundinum lagði Kohl fram lista með nöfnum 30 kunnra Þjóðverja, sem lagt hafa honum lið í fjársöfnun- inni. Leikararnir Hein- er Lauterbach og Uschi Glas eru þar á meðal, skráð fyrir 10.000 marka framlagi, en stærð framlaga hvers og eins á listanum nær allt upp í eina milljón marka, sem þýzki fjöl- miðlakóngurinn Leo Kirch, hefur lagt vini sínum Kohl til. En Kohl neitaði að segja nokkuð um, hvort einhver nýju gefendanna hefði einnig verið á meðal gefenda ólöglegu framlaganna. Á þetta einkanlega við um Kirch, en sumum þykir sem þrjózka Kohls við að láta undan þrýstingi um að upplýsa hverjir gefendurnir hefðu verið á sínum tíma styrki grunsemdir um að þar hefðu menn verið að kaupa sér póli- tíska greiða. Slíkum aðdróttunum vísaði Kohl einnig enn á ný á bug í gær. Merkel segir hvorki af né á Hann neitaði því ennfremur, að hann væri með fjársöfnuninni að reyna að bæta stöðu sína innan flokksins einnig með það í huga að hafa áhrif á það hver velst í flokks- leiðtogasætið þegar Wolfgang Scháuble, arftaki Kohls, fer úr því á flokksþingi í apríl. Sá orðrómur hef- ur komizt á kreik, að Kohl vilji beita sér gegn því að Angela Merkel, nú- verandi framkvæmdastjóri CDU, komist í æðsta flokksemþættið. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að hún nýtur víðtæks stuðn- ings meðal almennra flokksmanna. Þrátt fyrir það hafnaði Merkel því enn á ný í gær að lýsa sig opinber- lega reiðubúna að gefa kost á sér. Þýzka útvarpsstöðin Deutsche Welle hefur eftir Merkel, að flokks- stjórnin muni á fundi sínum hinn 20. marz taka ákvörðun um tilnefn- ingu í embættið; fyrr muni hún ekk- ert gefa upp um mögulegt framboð sitt. Þá lýsti í gær ennfremur hinn nýi þingflokksformaður CDU og CSU, Friedrich Merz, með óvænt afdrátt- arlausum hætti stuðningi við for- mannsframboð Merkel. „Allt ann- að“ væri hinum almenna flokks- manni óskiljanlegt, að sögn Merz. Auk þess væri tími til kominn að kona veldist í æðsta flokksem- bættið. Helmut Kohl Njósnari innan NATO talinn hafa veitt Serbum upplýsingar um loftárásir bandalagsins London. AFP. Sagður hafa ljóstrað upp fyrirhuguðum árásarferðum NJÓSNARI innan Atlantshafs- bandalagsins lét Serbum í té leyni- legar upplýsingar um fyrirhuguð skotmörk og allar ferðir flugvéla bandalagsins í loftárásunum á Júgó- slavíu á síðasta ári fyrstu tvær vik- urnar eftir að þær hófust, að því er breskir fjölmiðlar höfðu eftir hátt- settum embættismönnum í Banda- ríkjunum í gær. Jamie Shea, tals- maður NATO, sagði þó að ekkert hefði komið fram sem renndi stoðum undir þessa fullyrðingu. Breska dagblaðið The Guardian sagði að í leynilegri skýrslu banda- rískra embættismanna kæmi fram að stjómvöld í Belgrad hefðu fengið nákvæmar upplýsingar um fyrirhug- aðar ferðir flugvélanna og skotmörk þeirra. Serbar hefðu verið látnir vita a~ daglegum fyrirmælum tii flug- mannanna fyrstu tvær vikumar eftir að árásirnar hófust 24. mars. Gátu komið hersveit- unum undan Fjallað verður um skýrsluna í heimildarmynd sem breska sjón- varpið BBC hyggst sýna á sunnu- dagskvöld. Að sögn BBC kemur þar fram að Serbar hafi einnig vitað um ferðir njósnaflugvéla og ómannaðra könnunarloftfara NATO og júgó- slavneski herinn hefði getað flutt hermenn sína og vígvélar frá skot- mörkum bandalagsins. í heimildarmyndinni er haft eftir háttsettum embættismanni í Banda- ríkjunum að Wesley Clark hershöfð- ingi, yfirmaður herafla NATO, hafi verið sannfærður um að Serbar hafi fengið upplýsingar frá njósnara inn- an bandalagsins fyrstu dagana eftir að árásimar hófust. „Ég veit að það er njósnari á meðal okkar og ég ætla að finna hann,“ á hann að hafa sagt við samstarfsmenn sína. Clark sagði þó í viðtali við BBC í gær að hann teldi „alls ekki“ að njósnari væri í höfuðstöðvum NATO. Þegar hann var spurður hvort njósnari væri „innan NATO“ svaraði hann: „Ég held ekki.“ 600 manns höfðu aðgang að upplýsingunum í heimildarmyndinni kemur fram að yfirmenn NÁTO uppgötvuðu sér til mikillar hrellingar að 600 manns höfðu aðgang að upplýsingunum um skotmörkin fyrstu tvær vikur loftár- ásanna. Upplýsingunum var dreift í ömggu tölvukerfi og þegar þeim, sem fengu þær, var fækkað niður í 100 stöðvaðist upplýsingalekinn strax, að því er haft var eftir banda- rísku embættismönnunum. Embættismaður í höfuðstöðvum NATO sagði hins vegar að banda- lagið hefði ekki fundið vísbendingar um að skipanirnar til flugmannanna hefðu borist Serbum. Óryggi boð- skiptakerfisins væri í stöðugri end- urskoðun og gerðar hefðu verið ráð- stafanir til að tryggja að viðkvæmar upplýsingar bærust aðeins þeim sem þyrftu að fá þær. Fréttaritari BBCí öryggismálum, Andrew Gilligan, segir að njósnarinn hafi ekki náðst og flest bendi til þess að hann sé ekki einn af starfsmönn- um höfuðstöðva NATO heldur einn af fulltrúum aðildarríkja bandalags- ins í Brussel eða embættismaður í einhverju ríkjanna. Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði hins vegar að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að þessar grunsemdir ættu við rök að styðjast. „Hvemig stendur á því að við gátum sent 1.200 flugvélar í 38.000 árásarferðir á 78 dögum án þess að missa einn einasta flugmann og aðeins tvær flugvélar voru skotn- ar niður? Ef Serbar hefðu fengið þessar upplýsingar hefðu þeir ör- ugglega notfært sér þær með meiri árangri," sagði Shea. Skýrt var frá því í ágúst að njósnari kynni að hafa veitt serbneskum stjómvöldum upp- lýsingar um ferðaáætlun og skot- mörk bandarískrar herþotu af gerð- inni F-117A sem Serbar skutu niður. Blaðið The Scotsman fullyrti að óþekktur herforingi NATO hefði lekið upplýsingunum í rússnesku leyniþjónustuna sem hefði síðan lát- ið Serbum þær í té. Franski herforinginn Pierre- Henri Bunel viðurkenndi í nóvember 1998 að hann hefði veitt júgóslav- neskum stjómarerindreka upplýs- ingar um fyrirhuguð skotmörk NATO fimm mánuðum áður en loft- árásirnar hófust. Haft var eftir honum að hann hefði gert það vegna andúðar á Bandaríkjunum. I heimildarmynd BBC kemur einnig fram að sænskur kaupsýslu- maður var sendur í leynilega ferð á vegum NATO til Moskvu og Belgrad áður en loftárásunum lauk. Hann er sagður hafa fært Slobodan Milosev- ic, forseta Júgóslavíu, þau skilaboð að rússnesk stjórnvöld hefðu fallist á friðaráætlun og vildu að serbneskar öryggissveitir yrðu fluttar frá Kos- ovo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.