Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavíkurborg- kaupir Höfðatún 2 á 111 milljónir Lóðin líklega boðin út í vor Tún BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að borgin kaupi lóðina við Höfðatún 2, á homi Borgartúns og Höfða- túns, ásamt tæplega 1.800 fer- metra húsi sem á henni stend- ur. Kaupverð er 111 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarverkfræð- ings er verið að undirbúa deili- skipulag svokallaðs Vélamið- stöðvarreitar, sem afmarkast af Skúlatúni, Borgartúni, Höfðatúni og Skúlagötu, en lóðin við Höfðatún 2 er á því svæði. Starfshópur hefur unn- ið að forsögn fyrir deiliskipu- lagið undanfarið og telur lóð- ina við Höfðatún 2 mjög mikil- væga fyrir heiidarmynd þess. Reykjavíkurborg á aðra lóð á Vélamiðstöðvarreitnum, lóð- ina við Skúlatún 1 og að líkind- um verða báðar þessar lóðir boðnar út í vor eða sumar. Endanlegar skipulagstillögur verða svo unnar í samráði við þásem fá lóðirnar úthlutaðar. í bréfi sem skrifstofa borg- arverkfræðings lagði fyrii' borgarráð segir að miklu skipti varðandi skipulags- möguleika á reitnum að þess sé kostur að láta rífa húsið sem stendur á lóðinni. Niðurstaða deiliskipulagsins mun ráða úr- slitum um hvort það verði ofan á að rífa húsið og þá hvort nýtt hús verði byggt. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem athafna- svæði, þar sem fram getur far- ið atvinnustarfsemi af nær öllu tagi. Ætlunin er er breyta því úr iðnaðarsvæði í skrifstofu- svæði og miðar vinna við deili- skipulagið að því. Jafnframt er verið að undirbúa umferðar- skipulag íyrir hverfið. Lóðirnar Skúlatún 1 og Höfðatún 2 eru í eigu Reykjavíkurborgar ':Ú Verkefnið upplýsingatækni fyrir alla, um sítengingu við Netið Fjölbýlishúsið við Hjallabraut 35 til 43 í Hafnarfirði er oft kallað rauða blokkin af íbúum bæjarins, en hver veitnemíTað nú verði farið að kalla það Netblokkina. Hafnarfjörður FJÖLBÝLISHÚSIÐ við Hjallabraut 35 til 43 í Hafn- arfirði hefur verið valið til að taka þátt í tilraunaverkefni um gagnaflutninga gegnum loftnet Skýrr, en þann 15. apríl munu íbúar hússins fá sítengingu við Netið í gegn- um ioftnetið, í þrjá mánuði í tilraunaskyni. Tiiraunin er liður í verk- efni Hafnarfjarðarbæjar, Opinna kerfa hf. og Skýrr hf. sem ber nafnið Upplýs- ingatækni fyrir alla, en markmið þess er að vinna að því að hagnýta möguleika upplýsingatækninnar til fullnustu í Hafnarfirði og auðvelda almenningi að- gengi að tækninni. Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingastjóri Hafnar- fjarðarbæjar og verkefnis- stjóri Upplýsingatækni fyrir alla, segir fjölbýlishúsið við Hjallabraut hafa verið valið sem tilraunahús að ráði tæknimanna hjá Skýrr. Staðsetning þess henti vel miðað við staðsetningu send- isins, auk þess sem húsið sé stórt og fjölmennt, en í því eru samtals 48 íbúðir. Hann segir að einnig hafi verið tal- ið jákvætt hversu breiður aldurshópur íbúa hússins sé og þar að auki hafi margir þeirra lýst áhuga sínum á þátttöku. 16 sinnum meiri flutningshraði Jóhann Guðni segist von- ast eftir góðu samstarfi við íbúa hússins og tekur fram að þeir beri ekki neinn kostnað af tilrauninni. í bréfi til íbúanna kemur fram að með búnaði þessum fáist allt að eins megabætis flutn- ingsgeta sem sé sextán- faldur flutningshraði hefð- bundinnar ISDN-tengingar. Einnig er bent á að notkun Netsins með þessum búnaði komi ekki í veg fyrir síma- notkun heimilisins samtímis. Jóhann Guðni segir til- raun þessa meðal annars eiga að leiða í ljós hver kostnaður íbúa Hafnarfjarð- ar muni koma til með að vera af þráðlausri sítengingu við Netið, en stefnt sé að því að bjóða íbúum upp á hana í nánustu framtíð. Þá sé reiknað með að fast gjald verði greitt fyiúr hana, óháð notkun. Fjölbýlishús við Hjallabraut var valið til þátttöku Hringanóri í Elliðavogi SJALDSÉÐUR gestur var á ferð nýlega í Elliðavogi. Hringanóri hélt sig í smá- bátahöfn Snarfara yfir helgina. Hringanóri er minnsti selur sem sést við Island, talsvert minni en landselur. Kubbslegt vaxtarlag, stutt trýni og hringirnir á baki og síðum selsins eru meðal einkenna hringanóra. Hringanóri er algengasti selurinn við Grænland og er þar mikið veiddur. Hann er ekki ótíður við Norður- land en mun sjaldséðari sunnanlands. Hringanórar halda stundum til undir ís og mynda öndunarop á ís- inn. Urturnar kæpa gjarna í snjóhúsum sem þær mynda yfir öndunaropi og er þá eini inngangurinn op- ið á gólfinu beint niður í sjóinn. Hringanóri á flotbryggju í Elliðavogi á sunnudag. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Viðræður um byggmgu knattspyrnuhúss í Garðabæ komnar á fullt skrið Garðabær Sveitarfélögin greiði 31 milljón á ári í leigu FRAMKVÆMDASTJÓRN Knatthúsa ehf. sendi, í lok febrúar, fjórum sveitarfélög- um, þ.e. Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Bessastaða- hreppi tillögu að viljayfirlýs- ingu um þátttöku í byggingu knattspyrnuhúss við Vetrar- mýri í Garðabæ. Samkvæmt tillögunni skuldbinda sveitar- félögin sig til að greiða sam- tals 50 milljónir króna í hlutafé og 31 milljón á ári í leigutekjur í 25 til 30 ár. Tillagan var send sveitar- félögunum í framhaldi af fundi sem forráðamenn þeirra áttu með fram- kvæmdastjórninni hinn 25. febrúar síðastliðinn og var óskað eftir niðurstöðu fyrir hinn 10. mars, en ekkert sveitarfélaganna hefur enn tekið afstöðu til tillögunnar. Ef ráðist verður í fram- kvæmdir má búast við því að heildarkostnaður verði um hálfur milljarður og er þá miðað við yfirbyggðan knatt- spyrnuvöll af fullri stærð eða 68x105 metra. Bæjarráð Kópavogs tók málið fyrir á bæjarráðsfundi í gær, en afgreiðslu þess var frestað. Málið var kynnt í bæjar- ráði Garðabæjar á þriðjudag- inn og sagði Ingimundur Sig- urpálsson, bæjarstjóri að það yrði afgreitt á næsta fundi, sem verður næstkomandi þriðjudag. 50 milljónir í hlutafé Guðmundur G. Gunnars- son, oddviti Bessastaða- hrepps, sagði að verið væri að kynna málið í hreppnum og að búast mætti við því að það yrði afgreitt á hrepps- nefndarfundi hinn 21. mars næstkomandi. I Hafnarfirði var málið lagt fram til kynningar í bæj- arráði í síðustu viku og sagð- ist Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri búast við því að það yrði tekið til afgreiðslu á næsta fundi, sem verður fimmtudaginn 16. mars. Samkvæmt viljayfirlýsing- unni munu sveitarfélögin leggja fram 50 milljónir króna í hlutafé, sem greiðast eiga með jöfnum greiðslum á árunum 2001 til 2003. Greiðslan skiptast þannig að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður gi-eiða 15 milljónir hvert, en Bessa- staðahreppur 5 milljónir. Þá skuldbinda sveitarfé- lögin sig til þess að tryggja Knatthúsum ehf., 31 milljón á ári í leigutekjur, næstu 25 til 30 ár. A móti fá þau a.m.k. 60% af nýtanlegum tímum í húsinu fyrir íþróttafélögin sín. Leigutekjurnar skiptast þannig að Hafnarfjörður og Kópavogur greiða 12 milljón- ir hvert, Garðabær greiðir 6 milljónir og Bessastaða- hreppur 1 milljón. Heildarframlag sveitarfé- laganna er bundið því að stjórn Knatthúsa takist að tryggja nægjanlegt hlutafé til þess að standa undir bygg- ingu knattspyrnuhússins og að með leigugreiðslum sveit- arfélaganna takist að tryggja greiðslu rekstrarkostnaðar hússins svo og afborganir og vexti af þeim lánum, sem tek- in verða til byggingar þess. Guðjón Kristbergsson, framkvæmdastjóri Knatt- húsa, sagðist þegar hafa fengið jákvæð viðbrögð frá Hafnarfirði og Garðabæ, en vildi annars lítið tjá sig, þar sem sveitarfélögin ættu öll eftir að afgreiða málið. Hann sagði að endanlegur kostnað- ur lægi ekki fyrir, þar sem ekki væri búið að ákveða ná- kvæmlega hvaða útfærsla af knattspyrnuhúsi yi’ði byggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.