Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 44
; 44 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MINNINGAR MORGUN BLAÐIÐ Búsmalinn hundsaður Islendingar eru jafnabarmenn þegar dýraríkid er annars vegar. ÞEIR hafa ákveðið að mismuna dýrunum líka. Ráðamenn þjóðarinn- ar hafa nú látið þau boð út ganga að dýrunum skuli raðað eftir mikilvægi alveg eins og mannfólkinu á Islandi. Rétt eins og aðeins stjórnmála- og embætt- ismenn eru nógu mikilvægir til að verðskulda launahækkanir hefur verið ákveðið að tiltekin dýrateg- und skuli framvegis hafin yfir aðrar. Öll verða dýrin því áfram smælingjar og daglaunarusl utan eitt en því verður úthlutað ábyrgðarstöðu og tilheyrandi for- réttindum. Og sú skepna er hest- urinn, sem tróna mun efst í virð- ingarstiganum og verða í senn kvótaeigandi, einkaleyfishafi og verðbréfamiðlari dýraríkisins á íslandi. Hesturinn á að verða hinn fer- fætti fulltrúi íslenska úthlutunar- þjóðfélagsins. Ráðsmaður landbúnaðarins, Guðni Ágústs- VIÐHORF Eftir Asgelr Sverrisson son, mun vera upphafsmað- ur þeirrar hugmyndar að íslenski hesturinn verði fram- vegis í aðalhlutverki við margvís- leg „opinber tækifæri“, t.a.m. þegar útlend mikilmenni heiðra íslensk með nærveru sinni. Mismunun er óhjákvæmileg, þau vísindi hefur þjóðin höndlað og hún dregur ekki í efa það lög- mál að sumir séu og verði aum- ingjar en aðrir og útvaldir eigi skilið að fá úthlutað tilteknum gæðum. Sá skilningur er enda jafnan staðfestur í þingkosning- um á fjögurra ára fresti. Um verðleika er því ekki spurt í mannlífinu á íslandi en þar með er ekki sagt að sömu reglur henti jafn vel í dýraríkinu. Það er misskilningur að ís- lenski hesturinn sé heppilegt þjóðartákn. Útlendingum þykir íslenski hesturinn dvergvaxinn, réttnefndur rindill. Þeir skríkja jafnan af kátínu þegar knapar berast yfir völl og fætur þeirra nema næstum við jörð sökum þess hversu lágreist dýrið er. Enda er það svo að erlendir menn æpa oftar en ekki „póní, póní“ þegar þeir sjá þennan und- arlega ferfætling koma hraðþjót- andi og eru fræddir um að þar sé ekki á ferðinni það misskilda dýr tapírinn eða stökkbreyttur kálf- Hestur getur á engan hátt ver- ið tákn fyrir reisn og sjálfstæði íslenskrar þjóðar. Hross vísar miklu fremur til þjónustu og und- irgefni við vald. Hross ætti með réttu að vera sameinandi merki þeirra óþjóðhollu manna og kvenna, sem vilja gera að engu allt starf þessarar þjóðar og þurrka af yfirborði jarðar það, sem íslenskt er, með því að gang- ast undir vald Evrópusambands- ins. íslendingum þótti ekki nógu vænt um hestinn til að koma í veg fyrir að hann breyttist í leikfang. Engin íslensk skepna vísar betur til firringar borgarskrílsins en hesturinn. I þéttbýli mun nú mjög í tísku að halda hross og geyma það í húsi svo að það hlaupi ekki í burtu eða verði fyrir týndum manni á vélsleða. Menn leggja síðan á sig ómælt erfiði og kostnað við að halda lífi í skepn- unni. Og allt er þetta gert til að jarðsambandslaus malarlýðurinn, sem er á móti dreifbýli og at- vinnuppbyggingu, geti talið sér trú um að hann tengist náttúr- unni með því að leiða dýrið öðru hvoru út og setjast ofan á það. Nú á þessi skepna, sem út- lendir menn nefna „póní“, að verða tákngervingur íslands. Hugmyndin er sú að knapar klæddir bláum jökkum, hvítum þröngum buxum og með tor- kennilega koppa á höfði líði fram- hjá þeim fyrirmennum, sem til landsins koma. Engu virðist breyta þótt jakkar geti alls ekki talist þjóðlegur fatnaður og því síður þröngu hvítu buxurnar, sem ætla mætti að sniðnar hefðu verið á miðaldra poppstjömur. Koppamir em að vísu þjóðlegir vel en tæpast í því hlutverki, sem þeim hefur verið fengið á höfði knapanna nema ætlunin sé að þeir hvolfi yfir sig keytu við upp- haf opinberra athafna. Mun nærtækara væri að treysta íslensku kúnni fyrir hlut- verki þjóðartákns. Hvernig væri komið fyrir íslenskri þjóð hefði þess stórmerka klaufdýrs ekki notið við? íslenska baðstofu- menningin hefði liðið undir lok ef ylurinn frá kúnum hefði ekki haldið lífinu í landsmönnum. Stórkostleg verðmæti, sem skilað hafa Islendingum algjörlega ein- stakri menningu og aðdáun gjör- vallrar heimsbyggðarinnar, hefðu aldrei orðið til án þessarar hæglátu og gjafmildu skepnu. Og hvers á sauðkindin að gjalda? Ekkert dýr er íslenskara. Sauðkindin er að öllu jöfnu vel- viljuð hópsál, meinlaus, heldur uppburðariítil og sæmilega hress. En hún á einnig til þjóðlega reisn. Eigi hún tveggja kosta völ, velur hún ávallt þann verri rétt eins og Islendingar hafa gert allt frá dögum Gunnars á Hlíðar- enda. Þess vegna ákveður sauð- kindin jafnan að hlaupa yfir veg- inn og fyrir aðvífandi bifreið í stað þess að halda kyrru fyrir í kantinum. Er unnt að ímynda sér þjóð- legri móttökuathöfn en þá að leiða kýr, sauðfé og jafnvel ís- lenska refi fyrir útlent fyrirfólk? Varla telur Guðni Ágústsson að verðlaunahrútar og kostagripir séu ólíklegri til að vekja athygli og aðdáun eriendra manna en ís- lenski hesturinn? Alltjent væri meiri sómi af því að leiða fram ís- lenskan búsmala en menn á hrossum, sem aukinheldur hafa á sér yfirbragð hermennsku. Slíkt hæfir lítt þeirri vopnlausu há- menningarþjóð, sem Island byggir og breytir engu þótt af knöpunum kunni að leggja þjóð- legan keytuilm. Með þessu er ekki sagt að hesturinn sé með öllu óhæfur til að gegna opinberu hlutverki. ís- lendingar eru jafnaðarmenn þeg- ar dýraríkið er annars vegar. Eðlilegt gæti verið að íslenski hesturinn þjónaði forsetaem- bættinu. Enginn núlifandi höfð- ingi á Islandi er svo tengdur hestinum sem herra Ólafur Ragnar Grímsson. Vel gæti farið á því að sameiningartákn þjóðar- innar færi jafnan ríðandi um lýð- veldið og að með í för væru sveit- ir léttvopnaðra knapa enda rökrétt að næsta skref í hirðvæð- ingu embættisins verði stofnun forsetalífvarðar. Við nánari umhugsun væri trú- lega affarasælla að forseta lýð- veldisins yrði fenginn rugguhest- ur í þessu skyni. ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR + Þórunn Einars- dóttir _ (Tóta) fæddist á ísafirði 7. júní 1908. Hún lést á heimili sínu í Blesu- gróf 32, hinn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Björns- dóttir, f. 30.12. 1873, d. 1959, og Einar Bjarnason smiður, f. 19.9. 1852, d. 15.9. 1919. Kristínu og Einari varð fimm barna auðið. Systkini Þór- unnar voru Ásgeir, f. 3.9. 1902, Þórarinn, f. 27.9. 1903, Sesselja, f. 28.11. 1904, og Elín Guðrún, f. 7.12. 1906. Auk þess átti Þórunn tvo hálfbræður samfeðra, þá Bjarna Einar, f. 4.2. 1874, og Kristján, f. 23.8. 1887. Systkin- in eru öll látin. Hinn 16.5. 1931 giftist Þórunn Reimari L. Þórðar- syni, leigubflstjóra, f. 6.11. 1905, d. 17.2. 1986. Þórunn og Reimar bjuggu í Reykjavík öll sín búskaparár. Þeim varð ekki barna auðið. Utför Þórunnar fer fram frá Aðventkirkjunni við Ingólfs- stræti í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tóta móðursystir mín er dáin og skilur eftir sig stórt skarð í lífi mínu og fjölskyldu minnar. í æsku minni var Tóta ávallt nálæg og mikilvæg persóna í lífi mínu. Aberandi eigin- leikar í lund hennar voru umhyggja fyrir fjölskyldunni og jafnframt glaðværð og léttleiki. Þegar ég flutti níu ára gömul til Danmerkur með foreldrum mínum var einna erfiðast að skilja við Tótu, sem á þeim árum stundaði atvinnurekstur í húsi for- eldra minna og var ég vön að dvelja löngum stundum hjá henni. Hún tók mér alltaf vel þótt hún væri önnum kafin og gaf sér tíma til að spjalla við mig. Sem betur fer heimsótti hún okkur árlega til Danmerkur og dvaldi um mánaðarskeið á hverju sumri allt til þess er Reimar maður hennar varð langlegusjúklingur. Tóta annaðist aldraða móður sína í mörg ár og voru systkini hennar einkar þakklát henni fyrir það, þar sem þau bjuggu öll erlendis á full- orðinsárum. Þórarinn settist 'að í Bandaríkjunum en Ásgeir, Sesselja og Elín Guðrún í Danmörku. Sess- elja móðir mín og Tóta voru mjög nánar og því héldust einnig náin tengsl milli mín og hennar þrátt fyrir að við byggjum hvor í sínu landinu. Þær systumar sáu til þess að ég fræddist um fjölskylduna og lífið í gamla daga á ísafirði. Einkum var Tóta fróð um ætt okkar og fylgdist alla tíð grannt með því hvar hver og einn í okkar sundurlausu fjölskyldu var niðurkominn. Við hjónin höfðum takmarkaða möguleika á að heimsækja Tótu til Islands en komum þó 1966 þegar dóttir okkar Pernille var smábarn og dvöldum hjá henni í nokkrar vikur. Síðan liðu mörg ár og við héldum sambandi og Tóta kom nokkrum sinnum til okkar í heimsókn, einkum eftir lát Reimars manns síns. Sess- elja móðir mín fór einnig í allnokkur skipti í heimsókn til Tótu og sam- band þeirra systranna hélst jafnnáið til dauðadags móður minnar. Árin 1998 og 1999 bauð Tóta okkur svo í heimsókn til íslands og voru þær ferðir ógleymanlegar. Tóta naut þess ekki síður en við að hittast og vera saman þennan tíma. Það var spjallað og spjallað og skoðaðar myndir og spjallað enn meira. Tóta var síðast í heimsókn hjá okkur yfir jólin 1998 og til stóð að hún kæmi aft- ur í vor og dveldi allt sumarið. Við hjónin höfðum jafnvel talið að okkur tækist að telja hana á að dveljast hjá okkur það sem hún ætti eftir ólifað, enda hafði verið ýjað að því okkar Tótu á milli. En úr því varð því miður ekki. Kæra Tóta, við söknum öll um- hyggju þinnar og glaðværðar og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar þinnar í lífinu. Auður Mikkelsen, Jan og Pernille. Þórunn Einarsdóttir, afasystir mín, nú ert þú farin til systkina þinna og foreldra. Þrátt fyrir háan aldur, á 92. aldursári, varst þú fram á síðustu stund em og óþijótandi sagnabrunnur um daglegt líf afa míns, langafa og annarra ættingja fyrir vestan, allt aftur á 19. öldina. Sama máli gegndi um systur þína, hana Sesselju (Sillu), sem ég heim- sótti í nær hvert sinn, sem ég kom til Danmerkur frá því ég kom þangað fyrst unglingur. Mér varð þetta einkar Ijóst um jólin í fyrra er við sátum saman fimm ættliðir, er náðu frá bamabarni mínu og til þín, Tóta afasystir. Um þessi aldamót, þegar breytingar em örar og fæstir hafa tíma til að sinna sjálfum sér, hvað þá sínum nánustu, í hraða og lífsgæða- kapphlaupi líðandi stundar, þá er einkar notalegt og hollt að rifja upp þær sögur og frásagnir úr daglegu lífi forfeðranna sem þú og Silla þekktuð og kunnuð svo vel að koma til skila. Þið kennduð okkur að þekkja rætur okkar og kennduð okk- ur að meta lífsgildi, sem oft á tíðum vilja gleymast nú á dögum. Kæra frænka, ég þakka þér fyrir samvem- stundirnar og yfirsýn yfir heila öld í lífi þjóðar. Axel Björasson. Elskuleg frænka mín, Þómnn Einarsdóttir, Tóta frænka, er látin níutíu og eins árs að aldri. Tóta var gift ömmubróður mínum Reimari Þórðarsyni og einnig vomm við Tóta skyldar í föðurætt mína að vestan. Tóta frænka var ein sú besta manneskja sem ég hef þekkt. Hún hjálpaði mér komungri tveggja barna móður á mjög svo erfiðum tíma í lífi mínu með því að taka yngri son minn Denna í hálfgert fóstur svo ég gæti farið að vinna úti, enda leit strákur á hana sem ömmu sína og svo gerði Nonni, sá eldri, einnig. Hún var þeim alla tíð mjög góð og vildi allt fýrir þá gera. Tóta frænka var fram úr hófi já- kvæð, blíð og feikna skemmtileg kona, hló mikið og aldrei man ég eft- ir henni nema í góðu skapi. Hún leit alltaf á björtu hliðarnar og ekki var komið að tómum kofunum hjá henni ef maður þurfti eitthvað að vita. Okkur þótti ósköp vænt hvorri um aðra og aldrei mátti hún heyra mér hallmælt. I hennar augum var ég bæði myndarleg og afskaplega dug- leg. Tóta frænka var mikil kisu-kona og man ég ekki eftir öðru en að hún hafi alltaf verið með ketti á heimilinu og talaði við þá eins og menn og sagði oft að kettir væru vitrar skepn- ur. Nú síðast hafði hún félagsskap af ketti sem Denni minn átti og kom þeim undurvel saman Tótu og Skonsa í litla húsinu hennar. I jarðarför móður minnar í janúar sl. hafði Tóta orð á því að líklega myndi hún kveðja næst og hafði hún rétt fyrir sér eins og svo oft áður. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um og hafa reynst manni vel á lífsleiðinni og veit ég að söknuðurinn er mikill hjá Denna mínum sem hefur alla tíð ver- ið henni stoð og stytta og þá sérstak- lega nú síðustu árin þegar veikindi steðjuðu að hjá Tótu frænku. En nú er komið að leiðarlokum. Elsku Tótu frænku þakka ég og mín fjölskylda fyrir allt sem hún var okkur og bið ég henni blessunar í nýjum heimkynnum. Við kveðjum þig með sárum söknuði en minning- arnar um þig munu lifa áfram í hjarta okkar allra. Hafðu þökk fyrir allt og allt og far í guðsfriði. Eg lít í anda liðna tíð erleyntíhjartageymi. Sú ljúfa minning - létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla frá Laugabóli.) Hanna Brynhildur Jónsdóttir. Eitt af því besta sem komið hefur fyrir mig í lífinu var að kynnast Tótu og Reimari. Ein af mínum fyrstu minningum tengist einmitt þeim; sól og blíða í Blesugrófinni, rabarbara- breiður svo langt sem augað eygði, kettir hvarvetna og hamingjan þvílík að engu verður við jafnað. Eg hlaup- andi um og Tóta á eftir mér, kall- andi; „Denni minn, viltu skilja eitt- hvað af garðinum eftir og ekki borða alla moldina.“ Og raunar finnst mér ég muna glöggt þegar ég var baðað- ur í eldhúsvaskinum þeirra og með- an ég þornaði blés Reimar í botninn á lítilli styttu í eldhúsinu og bjó til lag fyrir mig meðan Tóta lék undir á saumavélinni. Það þurfti nefnilega að bæta og laga fötin sem ég skemmdi í öllum látunum. Þeim hjónum á ég svo mikið að þakka, ekki bara góðar minningar, heldur hvað þau kenndu mér og inn- rættu þau ár sem ég var hjá þeim. Reimar kvaddi þennan heim fyrir hartnær einum og hálfum áratug og nú fylgir Tóta honum eftir. Og síðan þá hef ég hugsað mikið um allar þær góðu stundir sem við áttum saman, ég og Tóta, hvort sem var yfir kaffi eða bara þegar hún bað mig um að skutlast með sig í búðir, sjúkraþjálf- un eða koma með smávegis af katta- mat fyrir hann Skonsa. Og í raun og veru má segja að nærvera Skonsa í Blesugrófinni hafi sagt mjög mikið um Tótu. Upphaflega var Skonsi kötturinn minn, en fyrir tæpum ára- tug tók hun hann í örstutta pössun og neitaði alla tíð eftir það að láta hann af hendi. Þau töluðu nefnilega saman, skiptust á skoðunum, horfðu saman á sjónvarpið og borðuðu sam- an. Þau voru bestu vinir og félagar. Og raunar held ég að ég geti sagt á sama hátt að ég og Tóta vorum félag- ar og vinir. Ef ég ætti að finna eitt lýsingarorð yfir Tótu, þá er ég ekki í vafa um hvert það væri; frábær. Hún var frábær persóna, hún var frábær félagi, hún var frábær vinur, hún var frábær kattavinur, hún var frábær mannþekkjari og síðast en ekki síst, hún var frábær húmoristi. Og þær voru örugglega ekki margar konurn- ar á tíræðisaldri sem horfðu á alla handboltaleiki sem sýndir voru í sjónvarpinu. „Strákarnir okkar“ voru alltaf einmitt það hjá henni, jafnvel þótt illa gengi og einmitt þeg- ar á móti blés sat hún sem límd fyrir framan sjónvarpið og sendi hverjum landsliðsmanninum fyrir sig jákvæð- ar hugsanir. Raunar sagði hún mér það einu sinni í trúnaði að líklega hefði hún skorað eitt mark í lands- leik, því hún hefði einbeitt sér svo að boltinn hefði hreinlega sveigt af leið og í mark andstæðingsins. Og ég trúi henni. Tóta las mikið og fylgdist vel með bæði þjóð- og heimsmálum. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni og hvort sem umræðuefnið var sjávarútvegur, launagreiðslur hjá FBA eða afsögn menntamálaráð- herra Danmerkur, þá hafði hún sína skoðun og vissi hvað var í umræð- unni. Tóta var hreinskilin, alltaf, al- veg sama hver átti í hlut eða hvað gekk á. Hún var ekkert að hlífa fólki ef henni fannst að svo yrði að vera, en aldrei heyrði ég hana segja styggðaryrði um nokkurn mann. Og raunar man ég varla eftir henni öðru vísi en brosandi eða hlæjandi. Þann- ig mun ég alltaf muna eftir henni. Og nú er hún komin til Reimars aftur og ég er viss um að þar sem þau eru núna er sól og blíða, rabarbara- breiður svo langt sem augað eygir, kettir hvarvetna og hamingjan þvílík að engu verður við jafnað. Ég sakna Tótu meira en nokkur orð fá lýst. En hún lifir áfram - hjá mér. Steingrímur Ólafsson (Denni).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.