Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forsætisráðherra beinir spjótum að stjórnarandstöðu í umræðu um fjármál flokka Þetta er allt saman hræsni DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna harkalega fyrir hræsni í umræðunni um fjárreiður stjómmálaflokkanna á þingi á mánudag. Morgunblaðið óskaði eftir nánari skýringum forsætisráðherra við ummæl- um sínum í gær. Dró Davíð þá hvergi úr gagn- rýni sinni og sagði að sams konar upplýsingum og haldið væri fram að gerðu Alþýðuflokkinn að opnasta flokki allra tíma gerði Sjálfstæðisflokk- urinn grein fyrir á hverjum landsfundi. Davíð er alls ekki á því að umræðan um fjármál stjóm- málaflokka í þinginu á mánudag hafi orðið enda- slepp og hann hafi alls ekki rokið á dyr eins og látið hafi verið í veðri vaka í sumum fjölmiðlum. Hvar voru leiðtogar hinna flokkanna? „Ég flutti mína ræðu eftir ræðu Jóhönnu, ég hlustaði síðan á ræður tveggja stjórnarand- stæðinga og þurfti svo að fara. Þetta vora um- ræður um fjármál stjómmálaflokka. Ég var eini formaður stjómmálaflokks sem mættur var og var þama í tvo tíma. Formaður Aiþýðuflokksins lét ekki sjá sig, talsmaður Samfylkingarinnar lét ekki sjá sig frekar en vant er, formaður Vinstri grænna lét ekld sjá sig. Síðan er fundið að því að eini formaðurinn sem mætti skyldi ekki vera á staðnum nema í tvo tíma. Ég hef áð- ur tekið þátt í umræðum um þetta sama fram- varp, því þetta er endurflutt í þriðja eða fjórða sinn, en þetta finnst mér afar ómaklegt og ósmekklegt. Til að mynda var alltaf talað um það í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 að ég hefði rokið á dyr. Ég bara gekk út úr húsinu með venjulegum hætti eins og gengur og gerist. Það var engin ástæða til annars, enda hafði ég verið þarna í tvo tíma, eini formaður stjómmálaflokks sem það gerði,“ segir Davíð. í ræðu sinni sagði forsætisráðherra að gjald- keri Alþýðuflokksins hefði sagt af sér þar sem hann hefði ekki fengið að sjá reikninga flokks- ins. Ári áður hefði sami flokkur stært sig af að vera opnastur flokka varðandi fjármál. „Þetta var misminni hjá mér,“ sagði Davíð í gær. „Það var framkvæmdastjóri flokksins sem sagði af sér af því að hann fékk ekki að sjá reikningana; opnasta fjármálaflokks allra tíma. Hvað héldu menn nú ef ég segði við menn hér að reikningar Sjálfstæðisflokksins væra öllum opnir? Svo kæmi frétt daginn eftir um að Kjartan Gunnars- son hefði sagt af sér þar sem hann fengi ekki að sjá reikningana. Þetta er allt saman hræsni. Ég margspurði Jóhönnu - og það hefur enginn spurt hana um það - hefur hún beðið á þing- flokksfundi Samfylkingarinnar um að sjá reikn- ingana? Hefur hún beðið um að þeir yrðu birtir? Hefur hún spurt hvort íslensk erfðagreining hafi látið þá fá eina milljón eftir að Samfylkingin réðst á það og reyndi að drepa fyrirtækið, hefur hún spurt um þessa hluti? Það kom ekkert svar. Svo era einhver aukaatriði gerð að aðalatriðum í fjölmiðlum. Þetta er alveg ótrúlegt." Davíð vék að nefnd, sem skipuð var til að fjalla um fjárreiður flokkanna á sínum tíma, þegar hann var spurður hvort hann teldi, burt- séð frá þessari deilu, að fjárreiður flokka og fjármögmm væra í réttum farvegi. „Jóhanna hefur leikið þann leik, og því miður sumir fjölmiðlar, að tala um það að nefnd for- sætisráðherra hafi engu skilað í þessum efn- um,“ sagði hann. „Hvaða nefnd var þetta? Þetta var nefnd allra stjómmálaflokka sem vann að þessu í þrjú ár. Það kom bara í minn hlut að skrifa skipunarbréfið. í nefndinni vora sex aðil- ar. Þar af era núverandi flokkar í Samfylking- unni með þijá fulltrúa og stjórnarflokkamir þijá. Jóhönnu var boðið að vera með í nefndinni, en hún neitaði því með fyrirslætti til að geta ver- ið með frítt spil til að leika sér. Annars hefði Samfylkingin haft fjóra fulltrúa í þessari nefnd til að koma einhveiju til skila. Þessir fulltrúar skrifuðu allir undir það að breytingar á núver- andi fyrirkomulagi ætti ekki að gera. Af hverju er síðan verið að herma það sérstaklega upp á mig? Þannig var þetta gert. Og hvenær var þetta gert? Jú, í desember 1998. Það er ekki lengra síðan. Flokkarnir komust sameiginlega að þessari niðurstöðu. Því er þessi sýndarskap- ur, þessi hræsni í Samfylkingarfólkinu sérstak- lega, sem á rót í Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi, ég er búinn að lýsa þessum Alþýðuflokki sem birti reikninga. Ég er með það á blaði. Það era aðeins fáeinar tölur. Það er allt sem birt var. Þetta þætti nú Kristilega demókrataflokknum [í Þýskalandi] vel sloppið. Segir ekki neitt um eitt eða neitt. Þetta er allt sem birt var. Svona upp- lýsingar látum við koma koma fram á lands- fundum í okkar ræðum alla tíð. Þetta er ekki það sem verið er að tala um með því að birta reikninga stjómmálaflokka. Menn era að tala um að það sé birt hverjir gefí. Þetta er allt sam- an hræsni. Þetta er sami flokkur og þar sem sjálfur framkvæmdastjórinn sagði af sér af því að hann fékk ekki að sjá reikningana. Það held ég að sé algjörlega óþekkt, ekki bara í Þýska- landi, heldur um allan heim, að framkvæmda- stjóri geri slíkt. Enda skrifaði hann grein undir fyrirsögninni: Er Alþýðuflokkurinn leynifélag? Það fékk enginn að sjá reikningana í þessum litla flokki. Hann segir líka að einhverjir örfáir menn hafi fengið að sjá reikningana, ekki þing- flokkurinn, ekki framkvæmdastjórinn. Þetta er opnasti flokkur allra tíma. Þetta er sama hræsn- in.“ Skuldir Alþýðubandalagsins Davíð vék einnig að fjármálum Alþýðubanda- lagsins: „Við sitjum uppi með það að Aiþýðu- bandalagið, sem Margrét Frímannsdóttir er talsmaður fyrir, lét Landsbankann lofa ábyrgð á skuldum Þjóðviljans. Taka hundrað milljónir á þáverandi verðlagi. Hundrað milljónir. Þeir era taldir skulda nú milli 30 og 50 milljónir. Þeir bæta við sig 70 milljónum í kosningum. Ætla þeir ekki að gera nokkra einustu grein fyrir þessu? Svo kemur bara Jóhanna að tala við mig. Fjölmiðlamir segja ekki neitt. Þetta er alveg ótrúlegt." Davíð kvaðst ekki telja mikla hættu á því að peningagjafir til íslenskra stjómmálaflokka hefðu áhrif á ákvarðanatöku. „Ég hygg að þær séu flestar of litlar,“ sagði hann. „Eg tók þó eftir því að formaður Vinstri grænna sagði opinberlega að enginn hefði feng- ið að gefa meira en 500 þúsund krónur - 500 þúsund krónur. Þeir hefðu síðan safnað saman í heild um 4-4,5 milljónum. Ég held að það myndi hvergi þekkjast í heiminum að einn aðili fengi að gefa stjómmálaflokki yfir 12% af öllu saman. Það held ég að myndi aldrei þekkjast. Ef það gerðist í Sjálfstæðisflokknum held ég að menn yrðu hræddir. Ég spurði Jóhönnu að þessu öllu saman efnis- lega. Ékkert af þessum efnislegu umræðum hefur verið tekið. Hún sagði að það ætti að setja reglur út af atburðum sem gerðust í Þýskalandi. Þetta er allt á haus. Atburðirnir í Þýskalandi gerðust ekki af því að það vantaði reglur. Var það? Þær reglur era ekki bara í lögum, þær era í stjómarskrá landsins, sem er mjög óvenjulegt. Það kemur til vegna þess hvemig Þýskaland var eftir stríðið og þeir vora viðkvæmir. Því er þetta í stjómarskránni. Ef það hefðu verið eng- ar reglur og því væri svo mikil spilling, þá hefðu menn getað sagt: Já þetta er eins og á íslandi. En dæmið er bara héma að ef Sjálfstæðisflokk- urinn, Framsóknarflokkurinn eða Samfylkingin myndu eiga 1-2 milljai'ða á reikningum 1 Sviss þá mynduð þið vita það. Ég lofa því. Því þeir skulda allir. Meira að segja Sjálfstæðisflokkur- inn. En hann þarf minnst á svona stórgjöfum að halda vegna þess að hann er með 30.000 félaga. En þessir litlu flokkar, sem eru með svona fáa félaga, þeir þurfa að snapa meira hjá fyrirtækj' unum en við þurfum að gera.“ Stjómarandstöðuflokkarnir hafa gefið í skyn að verið geti að Sjálfstæðisflokkurinn hafí eitt- hvað að fela í þessum efnum. „Er það svo?“ spurði Davíð. ,Af hverju? Af hveiju tala þau um Sjálfstæð- isflokkinn? Era þau búin að birta reikningana sína, eða hvað? Alveg rétt, já. Þau hljóta, miðað við að þau eyði 70 milljónum í kosningabarátt- una og ég eyði 40 milljónum. Af hveiju segja þau þá að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eitthvað að fela. Ef forstöðumaður íslenskrar erfðagrein- ingar lýsir því yfir að hann hafi borgað í þijá flokka en ekki einn. Hver hefur eitthvað að fela? * Það er búið að setja allt á haus.“ Aðalfundur Eimskipafélags Islands haldinn í gær Stjómin skilgreinir hlutverk og framtíðarsýn félagsins Morgunblaðið/Jim Smart Benedikt Sveinsson, stjómarformaður Eimskips og Hörður Sigurgests- son forstjóri á aðalfundi Eimskipafélagsins í gær. Mýflug hættir flugi til Húsavíkur STJÓRN Mýflugs hf. hefur ákveðið að flugi félagsins milli Húsavíkur og Reykjavíkur verði hætt. Síðasta ferðin verður farin nk. sunnudag. Mýflug hf. hefur staðið að áætlun- arflugi á milli Húsavíkur og Reykja- víkur allt frá því í september 1998. Mikið tap hefur verið á rekstrinum, en tap af áætlunarflugi á flugleið- inni var um 9 milljónir króna rekstr- arárið 1998 og 27 milljónir 1999. Breytingar vora gerðar á rekstri fé- lagsins 1. febrúar sl. en ljóst þykir að þrátt fyrir góðar viðtökur. Þeir farþegar sem eiga miða hjá Mýflugi geta nýtt þá í áætlunarflugi Flugfélags íslands milli Akureyrar og Reykjavíkur eða fengið þá end- urgreidda á skrifstofu Mýflugs. Á AÐALFUNDI Eimskipafélags ís- lands á Hótel Sögu í gær kynnti Benedikt Sveinsson nýja skilgrein- ingu stjómar á hlutverki og framtíð- arsýn félagsins. Hlutverk flutningastarfseminnar mun samkvæmt þessari samþykkt stjórnarinnar haldast óbreytt frá því sem verið hefur undanfarin ár en hlutverk og fjárfestingarstefna Burðaráss er nú skilgreind með formlegri hætti. Benedikt sagði hina nýju stefnu vera í þremur liðum en í þeim fyrsta er áhersla lögð á það hlutverk félags- ins að auka verðmæti fyrir hluthaf- ana með því að fjárfesta í og reka al- þjóðlega samkeppnishæfa atvinnu- starfsemi, einkum á sviði flutninga og annarra valinna atvinnugreina. í öðru lagi verður hlutverk flutn- ingastarfsemi félagsins að reka al- hliða flutningaþjónustu þar sem boð- ið er upp á bestu fáanlegu þjónustu, einkum á heimamarkaði félagsins á Norður-Atlantshafi, en einnig á öðr- um tengdum mörkuðum. Þriðja atriðið sem stjórnin leggur áherslu á er að Burðarás hf. fjárfesti í fyrirtækjum þar sem saman fara góð arðsemi og vaxtarmöguleikar. Félagið vill vera virkur þátttak- andi í stjómun og þróun fyrirtækj- anna og nýta þekkingu og reynslu til að auka verðmæti þeirra. Hlutabréfaeign Burðaráss helmingur af markaðsverðmæti Benedikt gerði grein fyrir helstu þáttum flutningastarfsemi félagsins og fjárfestingarstarfseminni. Hina síðamefndu sagði hann smátt og smátt hafa orðið að mikilvægari þætti í starfsemi Eimskips og nú væri svo komið að markaðsverðmæti hlutabréfa í eigu Burðaráss væri um það bil helmingur af markaðsverð- mæti Eimskips eða um 20 milljarðar króna. „Meðal annarra greina sem áhuga- vert er að horfa til eru ýmiss konar hátæknigreinar á sviði upplýsinga- tækni og líftækni. Á þeim sviðum kunna að vera áhugaverðir fjárfest- ingarmöguleikar sem bjóða upp á mikla vaxtarmöguleika.“ í ræðunni vék Benedikt að fram- tíðarhorfum félagsins, m.a. hvað varðar lóðir við Kirkjutún og Skúla- götu. „Eimskip fékk þekkt danskt arkitektafyrirtæki til að þróa hug- myndir að uppbyggingu svæðisins við Kirkjutún og í samráði við Reykjavíkurborg verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir allt svæðið milli Klapparstígs og Frakkastígs annars vegar og Skúlagötu og Hverf- isgötu hins vegar. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti svæðisins verði fyrir íbúðir, en einnig verði hluti svæðisins fyrir skrifstofuhúsnæði og verslunar- rými.“ Að lokinni gerð deiliskipulags er gert ráð fyrir að stofnað verði fjár- festingarfélag og mun það félag taka að sér uppbyggingu á svæðinu. Eng- in ákvörðun hefur þó verið tekin á þessu stigi um þátttöku Eimskips í því verkefni. Benedikt tilkynnti einnig um þá ákvörðun stjómar Eimskipafélags- ins að gefa öllum fastráðnum starfs- mönnum félagsins kost á að eignast tölvu ásamt tilheyrandi búnaði til af- nota á heimili sínu gegn vægu gjaldi- Áætlaði félagið að verja 40 milljónuin króna til verkefnisins á þessu ári. Á aðalfundinum var 11% arð- greiðsla til hluthafa samþykkt sam- hljóða. Ný stjóm félagsins var kjörin og þar bar helst til tíðinda að Hjalti Geir Kristjánsson kaus að gefa ekki kost á sér til endurkjörs eftir 19 ára stjórnarsetu. í hans stað kemur Benedikt Jóhannesson, en auk hans eiga sæti í stjóminni Benedikt Sveinsson formaður, Garðar Hall- dórsson varaformaður, Jón H. Bergs, Jón Ingvarsson, Gunnar Ragnars, Baldur Guðlaugsson, Kristinn Bjömsson og Kolbeinn Kristinsson. Harry Potter and the Philosopher's Stone Víðfræg og margverðlaunuð ævintýrasaga fyrir börn og fullorðna eftir J.K. Rowling. Bókin sló rækilega í gegn þegar hún kom út i Bretlandi árið 1997. Þú átt stórkostlega upplifun í vændum ef þú hefur ekki lesið hana ennþá. Náðu þér í eintak og njóttu þess að vera barn í annað sinn. __ The Brethren ! JOHN jGR|SHAMí THU BRJE'I'HREN t Erlendar bækur daglega ^57 l.vmimdsson Austurstræti 5111130* Kringlunni 533 1130 • Hafnarfirði 555 0045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.