Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 4 7 eina og eftir það störfuðum við Sig- ríður saman í hartnær aldarfjórð- ung. Sigríður var röggsöm kona og stjómsöm, persóna hennar bar þá reisn og þann þokka að ókunnugir báru strax traust til hennar, en ekki var laust við að nýliðar bæm ótta- blandna virðingu fyrir þessari konu sem að sumu leyti drottnaði yfir um- hverfi sínu. „Er frú Sigríður viðlátin?“ spurðu virðulegir eldri borgarar, sem ósk- uðu eftir þjónustu Sigríðar. Ungum samstarfsstúlkum þótti þetta stund- um fullhátíðlega spurt og oftar en ekki var aðstoð þeirra afþökkuð að Sigríði fjarstaddri. Sigríður var vinmörg og vinsæl. Kunningjahópur hennar var „legió“ bæði austan hafs og vestan. Hún var sjór af fróðleik um menn og málefni. Við leiðarlok þakka ég fyrir langa samfylgd og góða. Ég flyt samúðarkveðjur til þeirra, sem mest sakna. Birgir Ólafsson. Það er skammt stórra högga á milli. Fyrir tveimur mánuðum síðan kvöddum við föðurömmu okkar og í dag kveðjum við þig, elsku Siggý frænka. Það er ótrúlegt að þú skulir vera farin frá okkur, þú varst okkur móðuramman sem við áttum aldrei. Þær eru óteljandi minningarnar sem við eigum. Þær sem koma þá kannski fyrst fram í hugann eru okk- ar fjölmörgu samverustundir í Birki- hlíð, sumarbústaðnum okkar á Laugarvatni. Þar var farið í leiki og spil þar sem þú varst virkur þátttak- andi ekki síst í kýló og „hver er mað- urinn“. Það var líka svo gaman þegar við vorum litlar og þið Guðgeir fóruð til útlanda, þá biðum við spenntar eftir að þið kæmuð heim því þá var alltaf slegið upp smá boði og undantekn- ingalaust færðuð þið okkur gjafir sem hittu alltaf í mark. Sumarfríin voru ekki síður skemmtileg sem við áttum saman á Flórída. Við gleymum því aldrei þeg- ar þú gerðir þér lítið fyrir og sigraðir okkur í kappsundi. Það þótti okkur alveg hrikalegt þar sem þú varst fimmtíu árum eldri og syntir þar að auki „svanasund" þ.e.a.s. með haus- inn uppúr. Þau eru líka ógleymanleg að- fangadagskvöldin á heimili ykkar Guðgeirs í Stóragerðinu. Þar var alltaf óhemju mikið af pökkum og mikið fjör og það er með ólíkindum hvernig þér tókst að hafa stjórn á öllu saman. Þín verður sárt saknað á komandi jólum. Elsku Siggý, þú varst alltaf svo hress og skemmtileg og fylgdist vel með því sem var að gerast í lífi okkar systra. Það var sama hvert tilefnið var, þú komst alltaf og samgladdist með okkur. Við þökkum fýrir að hafa fengið að kynnast þér og þínum ein- staka persónuleika og biðjum góðan guð að vera með þér þangað til við hittumst næst. Þínar Dóra og Valdís. Siggý frænka er farin. Þar er farinn stór hlekkur í fjöl- skyldukeðju, við viljum minnast hennar með fátæklegum orðum mið- að við hennar stóra persónuleika og drífanda. Sem börn munum við Siggý best á Laugarvatni í unaðsreit fjölskyld- unnar, Birkihlíð, þar sem við dvöld- um svo oft saman á sumrin í faðmi náttúrunnar. Okkur er einnig ofarlega í minni jólaboð Siggýjar með glæsilegum kræsingum sem allir hlökkuðu mikið til að koma í, ekki síst yngsta kyn- slóðin, sem eru börnin okkar, þar sem spiluð var félagsvist á mörgum borðum og veitt voru bæði verðlaun og skammarverðlaun, sem hvoru- tveggja var vel fagnað. Þar sem móðir okkar, Svana, og Siggý voru mjög svo samrýndar ás- amt yngstu systur þeirra, Evu, lét Siggý sig ekki síður varða velgengni okkar systkina. Þar er þess skemmst að minnast er við lögðumst ung í ferðalög út í hinn stóra heim. Var Siggý alltaf búin að redda öllu, hvort sem var flug eða hótel, þægilegustu og bestu leiðirnar og fylgdist grannt með öllu og að allt gengi að óskum. Siggý, Guðgeir og foreldrar okkar eyddu ótal fríum saman á erlendri grundu og var Flórída uppáhalds- staður þeiiTa. Fóru þau ár eftir ár á sömu strönd, sama hótel, á sama árs- tíma og var þeirra síðasta ferð sam- an síðastliðið haust. Það var alltaf líf og fjör kringum Siggý og alltaf gaman þar sem við komum saman, eins og okkai' árlega fjölskylduþorrablót sem haldið hefur verið áratugum saman, en féll nú niður í fyrsta sinn vegna veikinda Siggýjar og þótti henni það miður. Við munum taka upp þráðinn að ári og minnast hennar með hlýhug eins og hún mun ávallt lifa í hjarta okkar. Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín; þinn almáttuga ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. Að rísa upp í heimi hér með hverri sólu kenn þú mér, svo líta fái ég ljósið þitt, er lífgar Jesú, duftið mitt. (Þýð. Matthías Jochumsson.) Elsku Guðgeir, Dóra, Jón og börn- in öll, megi Guð vera með ykkur öll- um í ykkar miklu sorg. Elín Dóra og Svanhildur. Við minnumst Sigríðar Þóru Gestsdóttur, sem flestir þekktu und- ir nafninu Siggý. Hún var ein af stofnendum Flug- freyjufélags Islands árið 1954 en hún hafði orðið flugfreyja hjá Loftleiðum hf. árið 1947. Hún var flugfreyja Loftleiða hf. nr. 2 í röðinni. Hún var ein af stofnendum Svalanna, sem er félagsskapur fyrrverandi og núver- andi flugfreyja sem hefur helgað sig mannúðarmálum og leitast við að láta gott af sér leiða og aðstoða þá sem eiga um sárt að binda um leið og ræktuð eru þau tengsl sem urðu til í háloftunum og fyrnast ekki heldur eflast með nýjum viðfangsefnum og árum. Hún gegndi formennsku í báð- um þessum félögum á sínum tíma. Hún var ötul í starfsemi Svalanna. Hún var alltaf jákvæð. Við munum sakna hennar á fundum okkar, gleði hennar og hlýju. Við minnumst hennar sem dugmikillar, kjarkmik- illar og skemmtilegrar konu sem miðlaði gleði til annarra. Þetta sást best í 25 ára afmælisferð Svalanna til Halifax á síðasta ári, en Siggý tók þátt í henni þrátt fyrir að hún væri þá orðin alvarlega veik. Hún lét það ekki á sig fá. Hún bar veikindi sín ekki á torg og tókst að gera allt jákvætt í kringum sig. Svölumar minnast hennar með hlýhug, virðingu og þakklæti og senda aðstandendum hennar, sér- staklega eiginmanni, Guðgeiri Þór- arinssyni, og dóttur, Dóru Guðrúnu, hugheilar samúðarkveðjur. Sjálf þakka ég henni innilega liðin ár. Við unnum saman um tíma á söl- uskrifstofu Flugleiða, Lækjargötu 2, og myndaðist með okkur góður vin- skapur sem hélst alla tíð. Hún vai' al- veg einstök, alltaf jafn jákvæð og glöð, sama hvað á bjátaði, og hún var svo innileg og hafði svo mikla og góða útgeislun. Ég þakka henni vin- áttu og traust og kveð hana með söknuði. F.h. Svalanna, Gerður Gunnarsdóttir, formaður. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. VILBORG VALGEIRSDÓTTIR, Hagatúni 5, Hornafirði, lést á Landspítalanum að morgni föstudagsins 3. mars. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 11. mars kl.14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Höfn. Þóra Sveinbjörnsdóttir, John Thompsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Steinþór Hafsteinsson, Ástríður Sveinbjörnsdóttir, Stefán Ólafsson, Bryndís Sveinbjörnsdóttir, Grímur Eiríksson, Maren Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Sveinsson, Haukur Sveinbjörnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Snorri Aðalsteinsson, Ólafur G. Sveinbjörnsson, Þóra Jónasardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SIGURPÁLL GUÐLAUGSSON, Kóngsbakka 1, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 5. mars sl. Fyrir hönd vandamanna, Ingimundur Sigurpálsson, Hallveig Hilmarsdóttir og barnabörn, t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og afa, SIGURÐAR GUNNARSSONAR, Laugarnesvegi 81, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á L1 og L3 á Landakoti. Þorbjörg Einarsdóttir, Guðrún Viktoría Sigurðardóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigurður Victor Chelbat. Þótt dauðinn sé ætíð nálægur og vissan um það, að eitt sinn skuli hver deyja, erum við sjaldnast viðbúin fráfalli vina og ættmenna. Við kveðj- umst sjaldnast með það í huga að kveðjan sú geti verið hin síðasta, og að fyrstu geislar morgunsólarinnar verði ekki fyrir augum okkar allra. Mikil huggun er þá í því að geta hall- að sér að kærum minningum um hinn látna. Okkur systkinin langar að minn- ast elskulegrar föðursystur okkar sem nú er látin. Sigríður Þóra, eða Siggý eins og hún var alltaf kölluð, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu- dagsmorguninn 3. mars sl. Siggý hafði átt við veikindi að stríða und- anfarna mánuði, og í raun var hún miklu veikari en hún talaði um og við gerðum okkur grein fyrir. Siggý lifði viðburðaríku og inni- haldsríku lífi. í einkalífi sínu var hún farsæl og átti elskulegan eiginmann, dóttur og tengdason sem voru henni mjög kær. Ömmubörnin hennar fjögur og litli langömmustrákurinn skipuðu einnig stóran sess í lífi hennar Siggý vann sína starfsævi sem flugfreyja og síðar á söluskrifstofu Loftleiða/Flugleiða. Þegar við vor- um að alast upp bjuggum við í sömu götu og Siggý og Guðgeir og komum við oft til þeirra. Þegar þau komu úr utanlandsferðum sínum vorum við alltaf jafn spennt, því við vissum að okkar biði bæði útlenskt sælgæti og oft einnig þjóðdúkka og flagg frá fjarlægum löndum. Þetta var á þeim árum þegar utanlandsferðir lands- manna voru meira ævintýri en þær eru í dag. Siggý var frumburður foreldra sinna og var hún röggsöm, félags- lynd, skemmtileg og vinamörg. Hún naut sín vel í faðmi fjölskyldunnar og bar velferð alh'a fjölskyldumeð- lima fyrir brjósti. Hún fylgdist vel með og samgladdist innilega þegar vel gekk. Hún hafði lifandi frásagn- argáfu og sagði skemmtilega frá því sem á daga hennar hafði drifið. Þess fengum við að njóta í september sl. þegar afkomendur afa og ömmu hittust, en þau hefðu orðið 95 ára í þeim mánuði. Þá var Siggý hrókur alls fagnaðar og sagði skemmtilega frá lífi fjölskyldunnar. Margar ánægjustundir höfum við einnig átt í sumarbústaðnum sem afi hennar og amma, Sigríður og Þór- arinn, reistu á Laugarvatni um 1920, en hún bar nöfn þeirra beggja. Það leiðarljós ættum við að hafa á þessari kveðjustund, að hafa í huga þá staðreynd lífsins að framrásinni getum við ekki snúið við, heldur er- um við leidd áfram frá einu tímabili ævi okkar yfir í annað. A þeirri göngu leiðir Jesús Kristur okkur, lýsir upp veg okkar og gefur okkur kraft til að horfa fram á veginn. Við getum treyst því á þessari stundu, að Jesús Kristur sem leiðir okkur sér við hlið í lífinu, er með okkur í veikindum, heldur í hönd okkar á dauðastundinni og leiðir okkur inn í ljós ríkis síns. Megi sú staðreynd styrkja ástvini Siggýjar, á stundum sorgar og söknuðar. Því Jesús Krist- ur gaf okkur þetta stórkostlega fyr- irheit: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Elsku Guðgeir, Dóra Guðrún og fjölskylda, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og sökn- uði. Guð blessi minningu elskulegi'ar frænku. Kristín og Haukur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA SIGRlÐUR JÓNSDÓTTIR, Lindasíðu 4, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 4. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. mars kl. 13.30. Guðrún Siglaugsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Ingibjörg S. Siglaugsdóttir, Pétur Þórarinsson, Sigþrúður Siglaugsdóttir, Hjörleifur Gíslason, Brynleifur G. Siglaugsson, Júlía Siglaugsdóttir, Guðbrandur Siglaugsson, Hallgrímur Siglaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Anna Stefánsdóttir, Óttar Ármannsson, t Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, ÓLAFUR KRISTINN STEFÁNSSON, Brekastíg 11B, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Þorsteinsdóttir, Henný Dröfn Ólafsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sóley Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU GUÐNÝJAR FRANZDÓTTUR frá Róðhóli, síðast á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 11. mars kl. 13:00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, skal bent á Sauðárkrókskirkju. Stefán K. Stefánsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Dagmar V. Kristjánsdóttir, Jóhanna M. Kristjánsdóttir, Sigmundur Franz Kristjánsson, Jónína Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ragnhildur Þórarinsdóttir, Þorvaldur Þórhallsson, Kári Steinsson, Jón Björn Sigurðsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.