Morgunblaðið - 10.03.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 10.03.2000, Síða 74
74 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM Hláturinn lengir lífið LEIKARINN Jim Carrey sést hér hlæja þegar hann sér sjálfan sig á risaskjá í leikhléi á leik körfuknatt- leiksliðanna Los Angeles Lakers og Miami Heat 5. mars síðastliðinn, en Lakers sigruðu Heat, 93- 80. Carrey, ásamt öðrum frægum leikurum mætir á marga leiki og fylgist spenntur með. Jack Nichol- son á til að mynda sitt fasta sæti á leikjum Lakers. Leiklistarklúbbur FVA sýnir „Rocky Horror Picture Show“ Líf í tuskun- um á Skaga í KVÖLD verður söngleikurinn „Rocky Horror Picture Show“ eftir Richard O’Brien frumsýndur á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þýðandi er Veturliði Guðnason en leikstjórn er í höndum Ara Matthíassonar. Uppfærslan er viðamikil en alls koma rúmlega 70 manns að henni. Uppsetning leikrits á vorönn er fyr- ir löngu orðinn fastur liður í starfi leiklistarklúbbs skólans. Sýning- arnar hafa verið vinsælar jafnt með- al nemenda skólans og bæjarbúa. Ætíð er tilhlökkunarefni hvaða verk verði ráðist í að setja upp og hafa þau verið fjölbreytt seinustu árin. Af söngleikjum má nefna Litlu hryll- ingsbúðina, Blóðbræður og Gretti en af öðrum verkum Gísl, Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! og nú síðast leikritið Tívolí, sem samið var í kringum samnefnda plötu Stuð- manna og sýnt í samvinnu við Skagaleikfiokkinn. Sú sýning var einnig frumflutningur á íslensku verki. Að baki hverri uppfærslu liggja óteljandi stundir sem nemendur vinna í sjálfboðavinnu og hafa gam- an af. Uppfærsla leikritsins er há- punktur í félagslífi Fjölbrautaskól- ans enda bæði skemmtileg og þroskandi fyrir nemendur. Aðstan- dendur „Rocky Horror Picture Show“ segja æflngatímann hafa ver- ið ákaflega skemmtilegan og mjög eftirminnilegan. Með aðalhlutverk fara formaður Nemendafélagsins, Sindri Birgisson, og Aldís Birna Ró- $10 wHbrtl /?i 'lTllL m /1 i/ -S g.Im ia Iff v iAáwib, \ Leikarahópurinn sem stendur að sýningunni „Rocky Horror Picture Show“ á Akranesi um þessar mundir. bertsdóttir og Valur Birgisson. Tónlistarstjóri er Flosi Einarsson en danshöfundur Indíana Unnarsdóttir. Framkvæmda- stjórn er í höndum Hörpu Hlínar Haraldsdóttur. Ljóst er að stjarna margra nemenda í FVA mun skína skært næstu vikur enda lofar sýn- ingin góðu. Eins og áður segir verður verkið frumsýnt í kvöld en næstu sýningar eru síðan laugardaginn 11. mars, sunnudaginn 12. mars og fimmtu- daginn 16. mars. A 9 771025 956009 Eldfjörug árshátid hjá Flugleidum: Kormákur og Besti hundurinn? HUNDARþessir eru af Yorkshire Terrier-kyni og þurftu að bíða þar til röðin var komin að þeim á Crufts-hundasýningunni í Birming- ham á Englandi í gær. Crufts- sýningin var fyrst haldin árið 1891 og er því elsta sýning sinnar teg- undar í heiminum. Henni lýkur á sunnudag með því að besti hundur- inn verður valinn með pomp og prakt. AP Vinalegir boxarar ÞEIR áttust við á blaðamannafundi í London í gær, hinn suður-afríski hnefaleikamaður Vuyani Bungu og hinn ótrúlega fimi Naseem Hamed sem jafnan er kallaður Prinsinn. Þeir munu siðan eigast við fyrir alvöru á morgun, laugardag og munu þá láta höggin dynja hvor á öðrum en á blaðamannafundinum var það máttur orða en ekki vöðva sem réð ríkjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.