Morgunblaðið - 10.03.2000, Side 59

Morgunblaðið - 10.03.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 59r UMRÆÐAN Alþingi árið 1000 og árið 2000 SKÖMMU fyrir áramótin 2000, nánar tiltekið þann 21. desember 1999, lagði alþingi blessun sína yfir kaffæringu Eyjabakkasvæðisins, og veitti Landsvirkjun aftur leyfí til framkvæmda og var það réttlætt með umhverfismati sömu stofnun- ar. Það, að taka gilt mat Landsvirkjunar sem er höfuðaðili að málinu, er hneyksli og tíðkast ekki meðal siðmenntaðra þjóða. borganir sem munu nema upp undir helmingi þeirra 16 milljarða, sem ríkissjóður þ.e. skattborgarar greiða í vexti af erlendum lánum. Og nú er góðæri og næg atvinna. Hvað kemur til? Þessi ódrepandi hugsjónaáhugi ríkisstjórnarinnar minnir um margt á fagnaðarboðskap sovéskra komm- únista um iðnvæðingu hins sam- virka samfélags. Stóriðjudraumar Lenins og Stalins voru framkvæmd- ir með eyðileggingu stórra lands- svæða og jafnframt hruni rússnesks landbúnaðar, landsbyggðinni var fórnað. Þessar ráðstafanir vöktu að- dáun víða um lönd á sínum tíma. Ætla mætti að minningin um stóriðjuhugsjón frá dögum alþýðu- hetjanna frá Sovétríkjunum væri nú steindauð. En sjá, hún virðist lifa góðu lífi í hugarheimi íslenskra áldraumamanna og stuðnings- manna þeirra. „Við erum á heimsmælikvarða “ var yfirskrift Landsvirkjunar á heilsíðuauglýsingum frá Lands- virkjun í Morgunblaðinu nýlega og fyrir skömmu voru samtöl við ein- hverja fulltrúa Norsk Hydro í sjónvarpinu þar sem menn máttu sjá glæsileika málmbræðslna fyrir- tækisins. Jafnframt var talað um að ísland væri mjög ákjósanlegur staður fyrir 480 þúsund tonna álver vegna nálægðar við markaði. Af hverju leitar fyrirtækið sér ekki staðar í Noregi eða Evrópu? Einfalt svar, enginn vill þá. Og störf í málm- bræðslum eru lítið eftirsóknarverð, sú vinna er engri þjóð hugsjón nema ef vera skyldi Islendingum. Og þó. Þegar Ortega y Gasset skrifaði um barbara nútímans, sem hann nefndi verkfræðinga, þá var stór- iðjan hugsjón sovéskra kommúnista upp á sitt besta. Uppreisn múgsins kom út 1930. Hann var mjög lítið hrifinn af „náttúrunýtingarsinnum" þeirra tíma. Nú „grasserar" þessi frumstæða manntegund hér uppá Islandi sem lítur hálendisvíðerni landsins girndaraugum sem vænt- anlega bráð og hugsjón þeirra og at- vinnupólitíkusa er sem flest sel- stöðuálver, byggðaeyðing bæði til sjávar og sveita og umsköpun íbúa eyddra byggða sem starfskrafta í mynd stóriðjugreina „glaðra prúðra“. Þetta mun vera stefnumörkun al- þingis og ríkisstjórnar á þúsund ára afmæli kristnitökunnar á alþingi við Öxará, árið 2000. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson Eyjabakkar Störf í málmbræðslum eru engri þjóð hugsjón, segír Siglaugnr Bryn- leifsson, nema ef vera skyldi Islendingum. Undanfarin misseri hafa stjórn- völd ásamt stjórn Landsvirkjunar unnið að undirbúningi náttúru- spjalla norðan Vatnajökuls, oft á laumulegasta hátt. Dæmi: Tal stjórnvalda um ofþenslu í þjóðfélag- inu, sem var notuð sem röksemd til að draga m.a. úr vegaframkvæmd- um. Fé til nauðsynlegra vegabóta á mesta þéttbýlissvæði landsins var skorið niður um hundruð milljóna, en skömmu eftir samþykktina 21. desember var svipaðri upphæð var- ið til vegaframkvæmda í sambandi við væntanlegar framkvæmdir við Eyjabakka, utan fjármagns til vegaáætlana. Allt þetta þenslutal og ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar til að draga úr þenslu er fremur einkennilegt þar sem höfuðviðfangsefni stjórnvalda virðist vera að tryggja Landsvirkj- un og hagsmunaaðilum þeirrar stofnunar áframhaldandi verkefni við kaffæringu Eyjabakka. Nú telja stjórnvöld að virkjanaframkvæmdir hafi mikil þensluáhrif. Er tilgangur- inn með þessum útlistunum stjórn- valda á hættu af of mikilli þenslu sá að draga úr þenslu í ýmsum fram- kvæmdum ríkisins til þess að færa þensluna í virkjanageirann? Ef svo er, þá hljóta menn að undrast og spyrja um ástæðurnar fyrir þessari einstöku virkjanahugsjón stjórn- valda. Virkjanahugsjón Landsvirkj- unar er auðskilin, starfsmenn þeirr- ar stofnunar líta á hálendið og vatnsföllin sem bráð, lífsframfæri þeirra er stíflu- og uppistöðulóna- gerð til rafmagnsframleiðslu fyrir selstöðuálver. En öll sú starfsemi er arðlaus og meira en það fyrir ís- lendinga nema verktaka og starfs- fólk Landsvirkjunar. Islendingar greiða tapið sem hlýst af stóriðju- hugsjóninni með skattgreiðslum til ríkisins og okurverði á orku. Því það þarf mikið fé til þess að ríkissjóður geti greitt vaxtagreiðslur og af- Sparaðu tugbúsundír . Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo ^vþeir verða sem nýir Jvar@vortex.is Nú efnum við til stórglæsilegrar SÝNINGAR á ISLENSKUM RÓSUM. Á sýningunni sem er opin fram til sunnudagskvölds 12. mars, verða yfir 30 rósategundir. Þið veljið fallegustu rósina, að ykkar smekk og við drögum út 3 vinningshafa í RÓSALEIKNUM og sendum þeim veglegan rósavönd. ct4 sýningardögunum verður ýmislegt fleira í boði: Blómstrandi alparósir 595,- kr. stk. öéó' ■■> u i' •í w ÍÍ\ > 10 stk. rósavöndur 775,- kr. Blómstrandi primúlur 175,- kr. stk. Blómstrandi begoniur 375,- kr. stk. GARÐHEIMAR GRÆN VERSLUNARMIÐSTÖÐ STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300 Hsmm ■mm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.