Morgunblaðið - 10.03.2000, Side 39

Morgunblaðið - 10.03.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 39 LISTIR Brúðurnar í Snædrottningunni eru gerðar úr ýmsuni hlutum. Finnskt brúðuleikhús Snæ- drottning- in í Hafn- arfirði FINNSKA brúðuleikhúsið Vihrea omena eða Græna eplið sýnir Snædrottninguna í Ilafnarfjarðar- leikhúsinu laugardaginn 11. mars kl. 14 og aftur kl 16. Fjórir leikar- ar ásamt tveimur tónlistarmönnum taka þátt í sýningunni. Leikritið er byggt á hinni sigildu sögu danska ævintýraskáldsins H.C Andersen þar sem segir frá drengn- um Kai, en Snædrottningin leggur á hann álög sem verða til þess til- finningar hans fijósa. Besti vinur hans, Gerda, er sú eina sem getur bjargað honum og brætt ísinn með afli ástarinnar. Gerda fer í langa ferð til að finna Kai og tekur ferðin mörg ár eða frá bernsku til fullorð- insára. I sýningunni er leitað nýrra leiða við að sýna brúðuleikhús á sjónræn- an hátt þar sem leikarar, brúður og tónlistarmenn koma við sögu. Leikgerðin af Snædrottningunni var skrifuð og leikstýrð af Luis Zornoza Boy sem kemur frá Norwich-brúðuleikhúsinu Sýningar hans hafa vakið atyglii fyrir nýstárlega efnistök og skapar hann brúðurnar með innblæstri frá grískum styttum. Efnið sem brúð- urnar eru unnar úr er fengið úr ýmsum áttum og ekki alltaf hefð- bundið.Brúðuleikhúsið Græna epl- ið er elsta leikhús sinnar tegundar í Finnlandi eða frá 1971. Leikhúsið leggur áherslu á sígild ævintýri og þjóðsögur í bland við ný leikrit fyrir brúður. Arlega koma um 30-40.000 áhorfendur á sýningar þeirra. Snædrottningin var frumsýnd 6. febrúar sl. í Finn- landi með styrk frá Ilelsinki menn- ingarborg árið 2000 í samvinnu við leikhúsakadenu'una í Finnlandi og Assitej - Finnland / Bravo. Sýning- in er styrkt af Norrænu leiklistar- og dansnefndinni. Framkvæmdaraðili sýningarinn- ar hér á íslandi er íslandsdeild Assitej með styrk frá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 og Norrænu leiklistar- og dans- nefndinni. Að auki má geta þess að um menningarskipti er að ræða hjá Menningarborgunum Reykjavík og Helsinki, því héðan fer íslenska leiksýningin „Júlíus" á barnaleik- listarhátið í Helsinki síðar á þessu ári. Það er Hafnarfjarðarleikhúsið í samvinnu við íslcnska leikhúsið sem stendur að þeirri sýningu en hún verður frumsýnd 18. mars næstkomandi. Tíminn og trúin MYJVDLIST Vfdalínskirkja SJÖ LISTAKONUR - BLANDAÐEFNI Sýningunni er lokið í Vídalíns- kirkju en verður í ýmsum kirkjum landsins fram í nóvember á þessu ári. SJÖ listakonur hafa sett saman sýningu um trúarleg viðfangsefni. Þetta er farandsýning sem mun verða sett upp í kirkjum víða um land og fara á milli þeiiTa út árið. Lista- konumar sjö eru ólíkar en þemað tengir verk þeirra saman og umgjörð sýningarinnar, kirkjurnar, undir- stiikar inntakið á afar skemmtilegan hátt. Það er sérstakt að sjá sýningu setta upp í kirkju innan um þau kröftugu tákn sem þar er að fínna og hugmyndin að sýningunni er nokkuð djörf en gengur vel upp. Listakonurnar eru þær Alda Ár- manna Sveinsdóttir, Auður Ólafs- dóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, Kri- stín Arngrímsdóttir, Soffía Árna- dótth- og Æja, eða Þórey Magnús- dóttir. Á sýningunni eru bæði málverk og höggmyndir og munu öll verkin unnin sérstaklega fyrir þetta verkefni. Flest verkin taka mið af kirkjuhefðinni, unnið er með tákn- myndir kristninnar og trúarlífsins. Hefðbundnasta dæmið um þetta er líklega mynd Öldu Ármönnu af Ma- ríu guðsmóður með hinn unga Krist í fanginu, en táknin eru víðar, guðs- lambið í málverki Gerðar, þríeinn kross í höggmynd Guðfinnu Önnu, og þrenningin í verki Æju þar sem þrjár verur standa utan um ljómandi gyllt- an hálfhnött. Auður beitir líka fín- legri táknfræði í málverki sínu “Blóð Krists - Bikar lífsins“ þar sem blóð- dropi fellur á altari í mynd sem er þrískipt eins og sterk hefð er fyrir í altaristöflum. Kristín Amgrímsdótt- ir beitir ekki táknmyndum í málverki sínu heldur hreinlega skrifar á strig- ann upphafið að sögunni um týnda soninn sem alikálfinum var slátrað fyrir þegar hann sneri aftur heim, bróður hans til mikillar armæðu. Loks er að nefna verk Soffíu Ama- dóttur sem unnið er í gler. Soffía not- ar hér sem oftast áður letur, en hún er óumdeilanlega einn færasti lista- maður okkar á sviði leturlistar. Verkið nefnir hún “Ljós heimsins" og í því skrifar hún með listilega út- færðu únsúal-letri, en rannsóknir hennar undanfarin ár hafa einkum beinst að þessari fallegu en vand- meðförnu stafagerð sem er upprann- ið í Evrópu á tímum Karlamagnúsar. Sýning þessi er frísklegt framlag til þeirra hátíðahalda sem nú fara fram í tilefni af afmæli kristnitök- unnar á Islandi og á eftir að lífga upp á kirkjur landsins það sem eftir er af árinu. Jón Proppé Afkastamiklir ofnar á mj góðu verði. 5 ára ábyrgc Vottað af R.b HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Caradon Henrad ■ • Hágæða glerjungur • Auðveldar þrif ([ceramicplus • Alltaf eins og nýbónað ~.- Miw&Bwh Opiö öll kvöld til kl. 21 JIHkMETRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 Fiat Marea Weekend VW Passat Station Daewoo Nubira Station Toyota Avensis Station Loftpúðar 4 4 2 4 ABS hemlar Já Já Já Já Vél / hestöfl 1.6 16v /103 hö 1.6 8v/100 hö 1.6 16v/106 hö 1.6 16v/110 hö 5 x 3punkta belti Já Já Nei Já Stærð LxBxH 4.49x1.74x1.51 4.67x1.74x1.49 4.55x1.72x1.43 4.57 x 1.71 x 1.50 Faranqursrými. 500/1550 495/1600 410/1450 530/1480 Geislaspilari Já Nei Já Nei Tvfskiptur afturhleri Já Nei Nei Nei Verð 1.495.000 1.790.000 1.490.000 1.739.000 ■jSSSéí- 1899 Wm 1999 Á íslandi frá 1925 MAREA WEEKEND Fallegur ítalskur eðalskutbíll á einstaklega góðu verði. Öryggisbúnaður fyrir fjölskylduna er eins og best gerist. Komdu í reynsluakstur og upplifðu alvöru akstursánœgju. 8ára ábyrgö á gegnumtæringu. Galvanhúðaður TVlSKIPTUR AFTURHLERI SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SlMI 5400 800 Opiö á laugardögum frá kl. 13 -17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.