Morgunblaðið - 10.03.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.03.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 37 LISTIR Lögreglumaður- inn í Feneyjum ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga „FATAL REMEDIES" Eftir Donna Leon. Arrow 1999. 303 síður. FENEYJAR eru sögusvið spennusagnahöfundarins Donnu Leon sem skrifar um „kommiss- ario“ eða lögregluforingjann Guido Brunetti sem heldur til vinnu sinnar frá ástkærri eigin- konu og tveimur börnum á hverj- um degi að takast á við misindis- menn borgarinnar. Donna Leon hefur skrifað alls átta bækur um Brunetti en sú nýjasta „Fatal Remedies" og kom fyrir skemmstu út hjá Arrow-útgáf- unni í vasabroti. I henni fæst Brunetti við morð á sæmilega auðugum kaupsýslumanni sem m.a rekur ferðaskrifstofu og kemur eiginkona lögregluforingj- ans, Paola Brunetti, nokkuð við sögu því bókin hefst á því að hún kastar grjóti í rúðuna á ferða- skrifstofunni og brýtur í þúsund mola. Brunetti og Feneyjar Breski leikstjórinn Nicholas Roeg notaði leyndardóma og fornan glæsileika Feneyjar með eftirminnilegum hætti í mynd sinni „Don’t Look Now“ og á sama hátt gegnir borgin nokkru hlutverki í sögum Leon um Guido Brunetti. Hún er hans heima- borg, hann þekkir þar hvern krók og kima, húsin og veitinga- staðina og hverfin sem hann fer um og þar sem lögreglustöðin hans stendur. Hann er kannski eins og borgin gamaldags, jafn- vel forn, í hugsun, skilur ekki tölvur til dæmis, fer um fótgang- andi og vinnur gersamlega asa- laust að sínum málum. Þegar hann á frí les hann um ris og fall Rómverja eftir Gibbon eða gluggar í Ilíonskviður. Það má vera að tíminn hjá lög- reglunni hafi eitthvað dregið úr gömlum hugsjónum hans. „Þegar ég giftist þér, Guido, trúðirðu á allt það sem þú gerir gys að núna,“ segir Paola á einum stað. „Hluti eins og réttlæti og það sem er réttmætt og hvernig við komumst að þeirri niðurstöðu að gera það sem okkur þykir rétt.“ Brunetti mótmælir þessu. Segist ennþá trúa á réttlæti þótt ekki treysti hann lögunum jafn mikið og áður til þess að ná því fram. Þegar konan hans henti grjót- inu í rúðu ferðaskrifstofunnar var hún að vekja athygli á því að fyrirtækið selur kynlífsferðir til Thailands og víðar þar sem börn koma við sögu. Glæpurinn er framinn í lögsagnarumdæmi Brunettis og það er honum nokk- urt vandræðamál að kona hans skuli handtekin en honum tekst að fela þá staðreynd og svo virð- ist sem ekkert ætli að verða úr málinu. Þá tekur Paola sig til og kastar grjóti í nýju rúðuna, sem sett hefur verið í glugga ferða- skrifstofunnar, og þar með er fjandinn laus. Skemmtilega gamaldags Eins og Brunetti hafi ekki nóg á sinni könnu. Skömmu síðar, þegar forstjóri ferðaskrifstofunn- ar finnst myrtur, er honum falið að rannsaka málið og á milli þess sem hann forðast fjölmiðlafólk, sem fengið hefur veður af hneykslinu varðandi eiginkonu hans, reynir hann að leysa gátu sem virðist ná langt út fyrir strendur Ítalíu. Donna Leon hefur búið í Fen- eyjum og þekkir greinilega vel til, ekki aðeins þar heldur á Ital- íu og kemur ágætlega til skila hugsunarhætti fólksins og and- rúmslofti borgarinnar. „Fatal Remedies" er morðsaga fyrst og fremst með ágætri fléttu sem smám saman og í miklum róleg- heitum verður Ijós. En hún er líka og ekki síður ágætlega samin saga um langt og farsælt hjóna- band lögregluforingjans, ást hans á eiginkonunni, lífinu á lög- reglustöðinni. Og hún er um lög- reglumann sem er skemmtilega gamaldags í borg þar sem tíminn er ekkert að flýta sér. Arnaldur Indriðason Norrænu barna- bókaverðlaunin Sagan af bláa hnettin- un tilnefnd SAGAN af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hefur verið tilnefnd til Norrænu barna- bókaverðlaun- anna. Bókinni hefur verið vel tekið af gagnrýn- endum og hlaut hún Islensku bók- menntaverðlaunin nýverið. Áslaug Jónsdóttir hannaði bókina og myndskreytti. -------------- Sýningum lýkur Listasafn ASÍ Sýningunni NORRÚT lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eiga verk listakonurnar Guðrún Gunnarsdóttir frá íslandi, Agneta Hobin og Ulla- Maija Vikman frá Finnlandi og Ing- er-Johanne Brautaset frá Noregi, sem sýna þráðlistaverk og verk úr pappír. Sýningin er á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar 2000 og fer héðan til Bergen og Helsinki. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Aðgangseyr- ir er kr. 300. OneoOne gallerí Sýningu Ásmundar Ásmundsson- ar lýkur á morgun, laugardag. Andri Snær Magnason Þrír hesimar LEIKLIST Menntaskólinn á Ísafírði DRAUMUR Á JÓNS- MESSUNÓTT Eftir William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikfélag Menntaskólans á Isafirði. DRAUMUR á Jónsmessunótt er efalaust eitt skemmtilegasta leikrit sem skrifað hefur verið. Fyrir nú utan hvað hann gleður áhorfendur einatt í sinni þá er Draumurinn lík- lega það verka Shakespeares sem er opnast fyrir ólíkum túlkunum og uppátækjum leikstjóra. Sum verk- anna taka tilraunum svona eins og hverju öðru hundsbiti, gömul og ráðsett og vita betur. Draumurinn virðist hins vegar mæta hverjum leikhóp og leikstjóra með galopin barnsaugu, til í hvað sem er, síung- ur og þess vegna sívinsæll. Sýning leikfélags Menntaskólans á Isafirði er afbragðsgóð. Fjörug, fyndin og stútfull af snjöllum og góðum hugmyndum. Það var til að mynda gaman að sjá sérstaka leik- skrá fyrir Pýramus og Þispu, leik- ritið í leikritinu. Snjallasta hugdett- an var þó að stækka eitt álfahlutverkið, gera eina álfadísina að fylgdarmey hrekkjalómsins Bokka og skipta textanum hans á milli þeirra. Þetta bauð upp á skemmtilegt samspil sem Brynjar Már Brynjólfsson og Herdís Anna Jónsdóttir nýttu vel. Önnur breyting, sem er reyndar að verða viðtekin venja ef marka má nýlegar uppfærslur á Draumn- um, er að gera Egeif, föður Hermíu, að móður hennar. Þetta gengur fullkomlega upp og Ester Ösp Guð- jónsdóttir var ekki í vandræðum með að gera „Eigeifínu" -að flagði sem kom næsta lítið við þó manns- efnið sem hún hafði valið dóttur sinni væri henni ekki að skapi. Eitt uppátæki leikstjórans var mér þó lítt að skapi. Á nokkrum stöðum kýs hún að láta persónurn- ar bresta í söng og flytja mál sitt syngjandi þekkt lög sem falla mis- vel að texta Shakespeares. Þetta á ágætlega við í sýningu handverks- mannanna en miður annars staðar, og alveg ljóst að leikurunum er full- komlega treystandi til að gera text- ann lifandi og áhrifaríkan á „venju- legan“ hátt. Notkun tónlistar var að öðru leyti ágæt og suðaustur- evrópsku stefin áttu sérlega vel við í þessum skógi. Það er reyndar áberandi hvað ljóðrænn og upphafinn textinn leik- ur eðlilega í munni menntskæling- anna. Fremst meðal jafningja að þessu leyti er trúlega Sigríður Gísladóttir sem gerði Títaníu að einni eftirminnilegustu persónu sýningarinnar, sem er hreint ekki sjálfsagt að -hún sé. Atriðið þegar Títanía vaknar og lítur Spóla vefara með asnahausinn augum í íyrsta sinn hef ég ekki séð fallegar gert, reyndar ekki jafn fyndið heldur, því Jón Kristinn Ragnarsson var alveg óborganlega hræddur við þessar furðuverur, sem vonlegt er. Leik- flokkur handverksmannanna var vel skipaður og Greipur Gíslason var skemmtilega uppburðarlítill leikstjóri hans, enda fór sem fór með sýninguna. Draumurinn hefur þann kost um- fram mörg verka Shakespeares að þar eru nokkuð mörg bitastæð hlut- verk. Mest mæðir þó á þeim sem kljást við elskendurna fjóra sem tapa áttum í skóginum þessa nótt, en ná þeim svo aftur sem aldrei fyrr. Hér tókst vel til ineð þau öll. Hermía Þórunnar Önnu Kristjáns- dóttur var greinilega vön að fá sitt fram, Judith Amalía Jóhannsdóttir var skemmtilega ástsjúk Helena, Friðrik Hagalín Smárason var flagaralegur Lýsander og Haukur Sigurbjörn Magnússon hæfilega slepjulegur sem tengdamömmu- draumurinn Demetríus. Fleiri leikara mætti telja upp og hrósa, því sýningin er verk hópsins alls, og leikstjóra hans sem hefur náð að skapa heilsteypta sýningu og láta þrjá heima aðals, verkalýðs og álfa, birtast í „hljómríkum misklið" á Sal MÍ, og hverfa síðan aftur inn í draumalandið. Þorgeir Tryggvason Sérverslun meí innrömmutmrvörur Sóltúni 16 (Sigtúni), simi 511 16 16 MALVERK EFTIRPRENTANIR efiir Höskuld Björnsson, Kristján Magnússon Snorra Arinbjarnar, Pétur Friðrik, Jón Rcykdal, Magnús Kjartansson, Karólínu Lárusdóttur, Hauk Dór, Atla Má, Tolla, Flóka og fieiri. Asgrím Jónsson. TILBOÐ: Kr. 5.900 og 5.600 innratnmaðar. ISLENSK GRAFIK 20% AFSLÁTTUR aga Asgctrsson, Jon Kcykt Þórð Hall, Tolla og fleiri NÝJA BÍLAHÖLLIN www.notadirbilar.is Dodoe Caravan 2400. árfl. 97. ek. 57 þ.km, ssk, 7-manna, 4-h, ioppboflar. Verð 1.950 þús. d-blár, ssk, toppl, álfelgur, 7-manna. Verð 2790 þús, áhv. lán 1.7D0 þús. ek. 92 þ.km, vínr, m öllu. 17" álfelgur, nj dekk. topp dls græjur. Verð 3.400 þús, áhv. lán 1.300 þús. loyota Land Cruiser VX, áro. 01, ek. 100 þ.km. á vínr, 0-0113.33". Verö 1.900 þús, áhv. lán 900 þús. Ford Expedition Eddie Bauer, árg. 97, ek. no þ.km, m-öllu. Verö 3.990 þús, glæsilegur blll. d-blár, ál- ábv. lán 1.480 þús. Honda Civic 151 Isi, árg. 98, ek. 28 þ.km, grænn, állelg, toppl, cd, filmur. VerO 1.490 þús, ábv. lán 1.200 b. VW Golt GL 1.690, áig. 97, ek. 33 þ.km, 5-gin sill- ur. vlndsk. Verð 1.050 þús. ur. állelgur, toppl, abs. Verð 1.830 þús, ábv. lán 800 þús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.