Morgunblaðið - 10.03.2000, Side 32

Morgunblaðið - 10.03.2000, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ BfCMOrtr.lMM Vinniö miða! <g>mbl.is SXLLTAT e/TTHXSAÐ NÝTT Vinningar í boði: • Kvöldverður fyrir tvo í boði Grillhússins • Beach-hengirúm • Beach-bakpokar • Leðurklætt Beach-kotruspil • Beach-hálsklútar • Beach-síðermabolir • Beach-hálsmen • Bíómiðar fyrir tvo á kvikmyndina Beach (Ströndin) • 7-up frá Egils Ströndin (The Beach) er fyrsta stórmynd Leonardo DiCaprio eftir Titanic og fer hann með aðalhlutverk. Leikstjóri myndarinnar er Danny Boyle, sá hinn sami og gerði kvikmyndina Trainspotting. LAUGARj Kvikmyndin Ströndin ÆiAfMumi (The Beach) verður frumsýnd í dag Álfabakka og af því tilefni býðst þér að taka þátt í skemmtilegum netleik á mbl.is. Taktu þátt og svaraðu á mbl.is 'Cí'***. Akureyri %il* ERLENT Jörg Haider við flutning ræðu sinnar á árlegum „öskudagsfundi" Frelsisflokksins í Austurríki. Orðfæri Haiders enn í sviðsliósinu Kallar Chirac „ Vasa-Napóleon “ Vín. AFP. DAGINN eftir að Thomas Klestil, forseti Austurríkis, fór bónför til Brussel til að mælast til þess að dregið yrði úr pólitískum refsiað- gerðum hinna ESB-ríkjanna 14 gegn Austurríki vegna stjórnar- þátttöku hins umdeilda Frelsis- flokks, blés Jörg Haider, sem ný- lega lét af formennsku í Frelsis- flokknum, til nýrrar sóknar gegn erlendum sem innlendum gagnrýn- endum. Efstur á lista þeirra sem Haider beindi spjótum sínum að eftir að hafa látið lítið hafa eftir sér síðustu tíu daga, eða frá því hann tilkynnti óvænt um afsögn sína sem flokks- formaður, var Jacques Chirac Frakklandsforseti. Kallaði Haider hann „Vasa-Napóleon 21. aldarinn- ar“. Bætti hann því við að siðferðis- prédikanir Chiracs í garð Austur- ríkis hefðu svipað vægi og orð trékarlsins Gosa. Haider lét þessi orð falla í fyrra- dag, í ræðu á árlegum „öskudags- fundi“ Frelsisflokksins í bænum Ried í Mið-Austurríki, og voru þau höfð eftir í Kuríer og öðrum austur- rískum dagblöðum í gær. Á þessum fundum er það siður Haiders að draga dár að mönnum og málefnum í stjórnmálum líðandi stundar. „Frakkland flytur út gott vín, en upp á síðkastið líka fullt af bulli,“ hefur APA-fréttastofan og dagblað- ið Der Standard eftir Haider. Franskir ráðamenn hafa verið meðal hörðustu gagnrýnenda stjórnarþátttöku Frelsisflokksins í Vín, og ummælin um „Vasa-Napó- leon“ eru aðeins nýjasta skot Haid- ers í garð Chiracs. Óheppileg’ tímasetning Með ummælum af þessu tagi sýndi Haider að hann léti ekkert múlbinda sig. Utanríkisráðherrann Benita Ferrero-Waldner hafði áður lýst því yfir við starfssystkin sín að Haider mælti ekki fyrir munn ríkis- stjórnarinnar, heldur takmarkaðist hans pólitíska hlutverk við fylkis- stjórn suður-austurríska héraðsins Karnten. Ummæli Haiders koma líka á nokkuð óheppilegum tíma, rétt eftir bónför Klestils til Brussel, á sama tíma og utanríkisráðherrann er staddur í fyi-stu opinberu heimsókn sinni utanlands, í Sviss, og rétt áður en Wolfgang Schussel kanzlari heldur sjálfur til Brussel, til fundar við Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, sem nú gegnir for- mennsku í ráðherraráði ESB. Kínastjórn segir engan æðri lögunum Embættismaður líflátinn Pekmg. The Daily Telegraph. KÍNVERSKUR embættismaður, Hu Changqing, fyrrverandi aðstoð- arríkisstjóri í Jiangxi, var tekinn af lífi í fyrradag fyrir spillingu. Hefur jafn háttsettur maður ekki verið líf- látinn fyrr og segja stjórnvöld, að það sýni, að í „hinu sósíalíska" Kína sé enginn ofar lögunum. Kínverskir fjölmiðlar gerðu rétt- arhöldunum yfir Hu mikil skil en hann var dæmdur fyrir að hafa þegið rúmlega 50 milljónir ísl. kr. í mútur, tekið að auki við gimsteinum, úrum og öðrum verðmætum fyrir 13 millj. kr. og mútað öðrum með um 750.000 kr. Voru kínverskir embættismenn almennt hvattir til að láta örlög Hus verða sér víti til varnaðar. „Enginn kemst undan lögunum, sama hve háu embætti hann gegnir eða hve valdamikill hann er,“ sagði Dagblað alþýðunnar en embættis- menn, þingmenn og óbreyttir borg- arar, sem hafa aðgang að óritskoðuð- um fréttum á Netinu, vita, að þagað er um miklu meiri spillingu en Hu var dæmdur fyrir. Smyglmálið mikla Sem dæmi um það er nefnt smygl- málið mikla í Xiamen en sagt er, að þar hlaupi upphæðimar á hundruð- um milljarða króna. Hafa ýmsir hátt- settir kommúnistar verið orðaðir við AP Hu Changqing, fyrrverandi að- stoðarríkisstjóri í Jiangxi, fyrir rétti í fyrradag. það, þar á meðal eiginkona Jia Qingl- ins en hann á sæti í stjórnmálaráðinu og er náinn Jiang Zemin forseta. Aftökur í Kína fara yfirleitt þann- ig fram, að hinn dauðadæmdi er skotinn í bakið eða höfuðið og er fjöl- skylda hans síðan rukkuð fyrir kúl- unni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.