Morgunblaðið - 10.03.2000, Page 31

Morgunblaðið - 10.03.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 31 ERLENT Segir Thatcher þurfa lækn- isskoðun UTANRÍKISRÁÐHERRA Spánar, Abel Matutes, hefur sagt að hann álíti að Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, hafi jafn mikla þörf fyrir læknisskoðun og Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðisherra í Chile. Pin- ochet var í síðustu viku úrskurð- aður vanhæfur til að svara til saka vegna mannréttindabrota sem framin voru í valdatíð hans. Astæðan var líkamlegur og and- legur heilsubrestur einræðis- herrans fyrrverandi. Óskað hafði verið eftir framsali Pin- ochets til Spánar en hann fékk að snúa aftur heim tO ChOe á föstudag. Ummæli spænska ráðherrans voru viðbrögð vegna sitfurbakka sem Thatcher af- henti Pinoehet að gjöf áður en hann hélt frá Bretlandi, þar sem hann hafði verið í stofufangelsi í 16 mánuði. í bakkann var grafin mynd til mmningar um sigur breska flotans á spænska flot- anum árið 1588. Thatcher hefur lýst málalokunum sem sigri Pinochets yfir „lagalegri nýl- endustefnu Spánverja". Sólinni fagnað á Svalbarða ÍBÚAR nyrsta þorps Evrópu, Longyearbyen á Svalbarða, fagna í þessari viku fyrstu sólar- uppkomu eftir árþúsundamótin. í bænum búa um 1.200 manns og hvarf sólin þeim sjónum um miðjan október en birtist aftur í 10 mínútur sl. miðvikudag. I tO- efni af því var efnt til hátíðar- halda eins og hefð er fyrir á Svalbarða í „sólarvikunni“ svo- kölluðu. Sleipnir enn á hafsbotni SÉRFRÆÐINGAR hættu í gær tilraunum tO að reyna að hffa upp farþegaferjuna Sleipni sem sökk í nóvember á síðasta ári við strönd Vestur-Noregs. Alls voru 85 manns um borð í ferjunni þegar hún strandaði á skeri og höfnuðu þeir allir í haf- inu er ferjan sökk, með þeim af- leiðingum að 16 létust. Björgun- armenn höfðu áður reynt í sex daga að ná skipinu upp af mOdu dýpi með aðstoð risavaxins flotkrana. Banna feg- urðarsam- keppni barna LETTNESKA þingið lagði í gær bann við fegurðarsam- keppni barna og því að böm sinntu fyrirsætustörfum í kjöl- far þess að nýlega var upprætt víðtæk starfsemi bamaníðinga í landinu. Samkvæmt nýjum lög- um er öUum undir 18 ára aldri óheimOt að taka þátt í fegurðar- samkeppni. Nokkrir þingmenn reyndu að koma í veg fyrir að aldurstakmark yrði sett og sögðu að það gæti komið í veg fyrir að lettneskar stúlkur tækju þátt í alþjóðlegri fegurð- arsamkeppni. Á síðasta ári komst upp um barnaníðinga sem höfðu misnotað allt að 1.000 lettnesk böm. Sænska stjdrnin óttast aukiim áfengisinnflutning og drykkju ESB vill ekki fram- lengja sænskar áfengisundanþágur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR óformlegar viðræður Bosses Ringholms, fjármálaráðherra Svía, og Frits Bolkesteins í framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins, ESB, á mánudag bendir allt til að málaum- leitan Svía um framlengdar undan- þágur frá ESB-reglum um hvað fólk megi taka með sér af áfengi milli- landa sé árangurslaus. Bolkestein sagðist eftir fundinn hlusta á mál- flutning Svíanna, en enn sem komið er hefði hann ekki heyrt nein sann- færandi rök um að undanþágurnar ætti að framlengja. Helstu rök sænsku stjórnarinnar em að aukinn áfengisinnflutningur almennings muni leiða til aukinnar drykkju og tilheyrandi aukinnar sjúkdóms- og slysatíðni. Bolkestein vitnar hins vegar í sænska rannsókn frá háskólanum í Lundi, þar sem njð- urstaðan er að áfengisneysla muni ekki aukast þrátt fyrir aukinn inn- flutning. Bolkestein benti einnig á að löglegur innflutningur muni draga úr smygli og landaneyslu. Það liggur í loftinu að sænska stjórnin muni hugsanlega leita mála- miðlunar með því að fara fram á áframhaldandi undanþágur fyrir innflutning á brenndum drykkjum, en það hefur enn ekki verið gert. Einnig er hugsanlegt að stjómin haldi undanþágunum til streitu og skipi sænskum tollvörðum að fylgja sænsku reglunum eftir 1. júlí þegar undanþágurnar renna úr gildi. Ef svo færi mun ESB væntanlega draga sænsku stjórnina fyrir ESB- dómstólinn. Samkvæmt ESB-reglunum má fólk taka með sér 90 lítra af víni, 10 lítra af sterku áfengi og 110 lítra af bjór, þegar komið er frá öðra ESB- landi. Eins og er mega Svíar aðeins taka með sér fimm lítra af víni, einn lítra af sterku áfengi og 15 lítra af bjór. Meira úrval - betrikaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.