Morgunblaðið - 10.03.2000, Page 30

Morgunblaðið - 10.03.2000, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 50% afsláttur Rýmum fyrir nýrri förðunarlínu Augnskuggar áður kr. 1.395 nú kr. 690 Naglalökk áður kr. 995 nú kr. 490 Kökumeik áður kr. 2.090 nú kr. 1.040 Púðurmeik áður kr. 1.595 nú kr. 790 25% afsláttur af öðrum vörum Afsláttur aðeins í nokkra daga Laugavegi 39, sími 562 7677. Laugavegi 54 - sími 552 5201 FERMING í FLASH Mikið úrval af síðum og stuttum fermingar- kjólum Fasteignir á Netinu ^mbl.is AL.LTAf= 6777WWIÖ A/ÝT7 Kosið í Kaliforníu um fleira en forsetaframbjóðanda Hjónabönd samkyn- hneigðra bönnuð lan Francisco. AP, Rcuters. SAMÞYKKT var með miklum meiri- hluta í Kalifomíu á þriðjudag að banna hjónabönd samkynhneigðs fólks. Var um þetta kosið samtímis forkosningum stjórnmálaflokkanna. Þá var einnig samþykkt að stórherða refsingar við afbrotum ungmenna en það getur þýtt, að heimilt verði að dæma 14 ára ungling til dauða. Tillaga 22 um að banna hjónabönd samkynhneigðra var samþykkt með 61% gegn 39% og fékk hún mikinn og jafnan stuðning meðal karla og kvenna og fólks af öllum kynþáttum og stéttum. Texti tillögunnar var þessi: „Aðeins hjónaband karls og konu er gilt og viðurkennt í Kali- fomíu.“ Fyrir sjö ámm opnaði hæstiréttur á Hawaii-eyjum fyrir möguleika á að samkynhneigt fólk gæti gengið í hjónaband en því var síðan hafnað í kosningum í ríkinu. Síðan hafa 30 önnur bandarísk ríki sett lög sem banna samkynhneigðum að giftast. Á þriðjudag var líka kosið um þessi mál í Vermont og þar var niðurstað- an sú sama og í Kalifomíu. Hún er þó ekki bindandi, heldur til leiðbeining- ar fyrir Vermontþing. Hertar refsingar Annað umdeilt mál, tillaga 21, var einnig samþykkt í Kaliforníu á þriðjudag og með alveg sama meiri- hluta. Hún var um það, að réttað skyldi yfir afbrotaunglingum niður í 14 ára aldur sem fullorðnir væra, hefðu þeir gerst sekir um morð eða tiltekna kynferðisglæpi. Það þýðir, að heimilt verðm- að kveða upp dauðadóm yfir 14 ára unglingi. Var tillagan borin fram og hún samþykkt þótt afbrot unglinga hafi ekki verið færri í 13 ár. Tillagan herðir einnig refsingar við afbrotum glæpagengja og lengir veralega listann yfir þau afbrot, sem refsa skal með langri fangavist. Stjórnmálamenn og kirkjuleiðtog- ar stóðu framarlega í fylkingunum sem tókust á um tillögumar og þeir sem biðu lægri hlut vora að vonum óánægðir. Kannski einkanlega sam- kynhneigðir, sem hafa flykkst til Kaliforníu í gegnum árin og eru til- tölulega fleiri þar en annars staðai-. Eiturbrugg og ráðabrugg London. Morgunblaðid. DAUÐANN á Nfl kalla Bretar morðið á Cheryl Lewis, sem var byrlað eitur á ferðalagi í Egypta- iandi. Og nú þegar morðingi henn- ar hefur verið dæmdur f lífstíðar- fangelsi, segir lögreglan, að hann hafi verið búinn að leggja á ráðin um annað morð, þegar hann var handtekinn. John Allan var atvinnuleysingi, sem laug sig inn á Cheryl Lewis með ails kyns sögum um njósnir og aðra leynistarfsemi. Hún féll fyrir honum og hann flutti heim tii hennar, en hún rak eigin iögfræði- skrifstofu og var vel stæð. Ættingj- ar og vinir Cheryl Lewis segja nú, að það hafi verið með ólíkindum, hvað hún umbar John Allan. Hann stal hinu og þessu frá henni og seldi og einu sinni lét hann hana greiða fundarlaun fyrir hring, sem hann stal! En svo fór að þreyta kom í sambandið og Cheryl Lewis hugðist binda enda á það. Þá fals- aði John AHan erfðaskrá hennar og fékk hana með sér í ferðalag til Egyptalands. Eitt kvöldið, þegar þau voru að ganga til náða, gaf hann henni blásýrusalt saman við gin og tónik og horfði siðan á hana þjást og deyja. Strax eftir lát hennar dreifði All- an sögum um að það mætti rekja til eiturlyfjasala, eða þess, að ein- hveijir hefðu komizt á snoðir um, að hann ætlaði að Ijóstra upp um ýmislegt í sambandi við vopnasölu, sem hann þóttist þekkja vel til. Meðan Allan sló um sig með þessum sögum, rannsakaði lög- reglan lát Lewis, en dánar- dómstjórinn í Merseyside fól Iög- reglunni rannsóknina eftir að merki um blásýrusalt fannst í maga líksins. Allan bjó áfram í húsi Lewis og notaði bfl hennar og í honum fann lögreglan talsvert magn af blásýrusalti. Nánari lík- skoðun sýndi umtalsvert blásýru- saltmagn í likamanum. I tölvu All- an fann lögreglan svo þijú uppköst að erfðaskrá Cheryl Lewis. I leið- inni upplýsti lögreglan, að Allan seldi skartgripi í eigu Lewis, sem hann sagði ættingjum hennar að hefði verið stolið. En lögreglan varð að hafa snarar hendur, því John Allan var ekkert að tvínóna við hlutina, heldur fann sér annað fórnarlamb. Hann gerði hosur sín- ar grænar fyrir Jennifer Hughes, vel stæðri eklyu og vinkonu Cheryl Lewis. Þegar hún varð kvöld eitt að leita í sjúkrahús vegna maga- verkja, sem taldir voru geta stafað af eitrun, afréð lögreglan að bíða ekki Iengur, heldur handtók John Allan. Það kom svo í ljós, að hann hafði lagt á ráðin um utanlandsferð með Jennifer Hughes - til Egyptalands. SPORTMARKAÐUR Borgartúni 22 Merkjavara á lágu verði ADIDAS-PUMA-NIKE-CHAMPION-SKETCHERS 50-80% afsláttur Opið mán.-föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 10-16, sfmi 551 2442

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.