Morgunblaðið - 10.03.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.03.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1918 59. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bondevik biðst lausn- ar fyrir stjórnina Ósló. Morgunblaöið. KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, mun í dag biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína eftir að stjórnarandstaðan felldi tillögu stjórnarinnar, sem lögð var fram til að girða fyrir hugsanlegar breyt- ingar á Iöggjöf um umhverfismál. Tillögunni var ætlað að koma í veg fyrir að byggð yrðu gasraforkuver í Noregi. Ríkisstjórnin hefur beitt sér gegn byggingu slíkra orkuvera vegna mengunar sem hún segir hljótast af þeim en stjórnarand- staðan styður áform um byggingu þeirra. Deilt hefur verið um hvort breyta þurfi reglum um losun gróð- urhúsalofttegunda til að hægt sé að starfrækja slík orkuver í landinu. Ails greiddi 81 þingmaður á norska Stórþinginu atkvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar en 71 þingmaður studdi hana. Bondevik hafði áður lýst því yfir að fengi til- lagan ekki meirihluta atkvæða þýddi það að stjórnin færi frá. Var tillagan lögð fram með þeim skil- mála að synjun hennar jafngilti vantrausti á ríkisstjórnina. Alls hafa 11 norskar ríkisstjómir neyðst til að láta af völdum í Noregi í kjöl- far tillagna af þessu tagi síðan 1905. Vill að Stoltenberg fái umboð „Ríkisstjórn Miðjuflokksins get- ur ekki tekið ábyrgð á stjórn lands- ins við þessar aðstæður,“ sagði Bondevik, eftir að ljóst var orðið að tillaga ríkisstjórnarinnar nyti ekki AP Kjell Magne Bondevik, fráfar- andi forsætisráðherra Noregs, í Stórþinginu í gær. stuðnings á Stórþinginu. „Ég mun taka afleiðingum þessa og breyta samkvæmt því.“ Bondevik réðst jafnframt á Verkamannaflokkinn, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, og sagði að hann hefði enga stefnu í umhverfismálum. Aðrir þingmenn úr röðum stjórnarflokk- anna sökuðu í gær Verkamanna- flokkinn um að hafa lagst gegn til- lögunni til að komast sjálfur í stjórn. Þrátt fyrir þetta tilkynnti Bonde- vik í gær að hann hygðist leggja til við Harald Noregskonung að Jens Stoltenberg, formanni Verka- mannaflokksins, yrði falið umboð til stjórnarmyndunar. Gasraforkuver ígagnið 2004-5 Deilan um gasraforkuver í Nor- egi hefur staðið síðan 1994 er ríkis- fyrirtækin Statskraft, Statoil og Norsk Hydro mynduðu hlutafélag, Naturkraft AS, um byggingu orku- vers sem gæti nýtt gas sem er aukaafurð olíuvinnslu Norðmanna á Norðursjó. Andstaða við byggingu gasorkuvera hefur lengi verið eitt helsta baráttumál Miðjuflokksins en þeir sem eru hlynntir því að byggja gasraforkuver hafa bent á að af þeim stafi minni loftmengun en af dönskum kolaraforkuverum sem sjá fyrir hluta af raforkuþörf Norðmanna. Fulltrúar norskra náttúruvernd- arsamtaka lýstu í gær yfir andstöðu við væntanlega ríkisstjórn Verka- mannaflokksins og áform hennar um byggingu gasraforkuvera. Tals- menn gasfyrirtækja sögðust á hinn bóginn líta á úrslit atkvæðagreiðsl- unnar í Stórþinginu sem merki um að hefjast mætti handa um bygg- ingu gasraforkuvera. „Við reiknum með að fyrsta gasraforkuverið verði komið í gagnið á árunum 2004 eða 2005,“ sagði upplýsingafulltrúi Naturkraft AS í gær. McCain og Bradley úr leik Washington. AP. JOHN McCain, öld- ungadeildarþingmaður frá Arizona, tilkynnti í gær að hann hefði dregið sig í hlé f barátt- unni um að hljóta út- nefningu Repúblikana- flokksins vegna kosningatil embættis forseta Bandaríkjanna næsta haust. Ákvörð- unar McCains hafði verið vænst eftir að hann tapaði fyrir keppi- nauti sfnum George W. Bush í forkosningum í níu ríkjum Banda- ríkjanna á þriðjudag. „Eg er ekki lengur virkur þátttakandi í slagnum um að hjóta útnefningu flokks míns sem forsetaframbjóð- andi,“ sagði McCain í gær. „Meirihluti kjós- enda Repúblikana- flokksins hefur gert skýra grein fyrir því að hami styður Bush ríkis- stjóra. Eg virði ákvörð- un hans.“ McCain sagðist ekki hafa dregið framboð sitt til baka, heldur aðeins dregið sig í hlé og myndi áfram reyna að ná fram helstu stefnumál- um sínum. Frambjóðandi Demókrataflokks- ins, Bill Bradley, tilkynnti í gær formlega að hann hefði hætt við að McCain lýsir því yfir að hann hafi dregið sig í hlé frá prófkjörsbaráttunni í gær. Kona hans, Cindy McCain, styður við bakið á honum. sækjast eftir útnefningu flokksins. Hann lýsti samtímis yfir stuðningi við A1 Gore, núverandi varaforseta, sem bar sigurorð af Bradley í öllum 15 ríkjunum þar sem flokkurinn efndi til forkosninga á þriðjudag. Bradley útilokaði hins vegar að hann yrði varaforsetaefni Gores. AP Ungir Palestínumenn í Shati-flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu mótmæla friðarviðræðum Isracla og Palestínumanna í gær. Uppkast að samn- ingi tilbúið í maí Sharm EL-Sheik. AP, Reuters. HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði í gær að hann væri von- góður um að Israelum og Palestínu- mönnum tækist að ljúka endanlegu friðarsamkomulagi fyrir haustið. Mubarak lét svo ummælt eftir fund sinn með Ehud Barak, forsætisráð- herra Israels, og Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, sem haldinn var við Rauða hafið í gær. Fundurinn vai' boðaður í framhaldi af viðræðum leiðtoganna fyrr í vikunni sem bundu enda á fimm vikna kyrrstöðu í friðar- ferlinu. Viðræður þjóðanna hafa staðið með hléum í sex ár og eru nú taldar líkur á að þær verði senn til lykta leiddar. Upphaflega var gert ráð fyrir því að uppkast að friðarsamkomulagi yrði tilbúið um miðjan febrúar en vegna ágreinings þjóðanna, m.a. um afhendingu Israela á landsvæðum á Vesturbakka Jórdan-ár til Palest- ínumanna, náðist það markmið ekki. Nú hefur verið ákveðið að stefna að því að ljúka uppkasti í maí. Friðar- viðræðum þjóðanna verður fram haldið í Washington í næsta mánuði. Dönsk bjóðaratkvæðagreiðsla um EMU í lok september Stöðugleiki ein helsta röksemdin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „MEÐ nýjum kjarasamningum hefur verið lagður einstæður grundvöllur að stöðugleika næstu fjögur árin og með honum hafa að- ilar vinnumarkaðarins lagt sitt af mörkum. Nú komum við með okkar framlag til stöðugleika," sagði Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra er hann tilkynnti á blaða- mannafundi í Kristjánsborgarhöll í gærkvöldi að þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild Dana að Efna- hags- og myntsambandi Evrópu, EMU, færi fram 28. september næstkomandi. „Ég vonast eftir og trúi á já,“ sagði Nyrup. 51% Dana hlynnt aðild Forsendan er þó að aukaþing danskra jafnaðarmanna 30. apríl samþykki aðild, en engum dettur annað í hug en að svo verði. And- stæðingarnir hafa þegar mótað slagorð sín og röksemdir. „Fyrir krónuna og föðurlandið“ er slagorð Danska þjóðarflokksins, helsta EMU-andstæðingsins á hægri vængnum. Orð forsætisráðherra tóku af all- an vafa um framvinduna næstu mánuði eftir vangaveltur fram og til baka, sem staðið hafa síðan í september, eftir að danska stjórnin ákvað að beita sér fyrir umræðum um aðild að EMU. Mikilvægur lið- ur í niðurtalningunni fram til 28. september er afstaða flokks for- sætisráðherra, Jafnaðarmanna- flokksins. Formlega er samþykki hans ekki nauðsynlegt, en í raun verður forsætisráðherra að hafa samþykki flokksins fyrirliggjandi. Með því að flýta flokksþinginu, færa það fram til 30. apríl í stað þess að halda það í haust, fæst mik- ilvæg forsenda fyrir áframhaldinu. Formlega séð þarf danska þjóð- þingið að samþykkja aðild áður en til atkvæðagreiðslu kemur og þar er tryggur meirihluti fyrir aðild. Meðal almennings blæs einnig byr- lega fyrir aðild. Skoðanakönnun, sem PLS-Consult og Berlingske Tidende birtu í fyrradag sýnir að 51 prósent Dana er hlynnt aðild, 35 á móti og 13 prósent óráðnir. Líkt og forsætisráðherra nefndi Bendt Bendtsen, formaður íhalds- flokksins, þörf á stöðugleika sem helstu rökin fyrir EMU-aðild. Fyr- ir honum liggur nú að sannfæra sem flesta af þeim tuttugu prósent- um flokksmanna, sem eru tor- tryggnir á aðild. Meðal borgara- legu flokkanna kvað almennt við að ákvörðun væri fyrir löngu orðin tímabær. Fyrir krónuna og föðurlandið Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, sagði mótrök síns flokks vera að nauðsyn væri að berjast gegn aðild til að varðveita krónuna og sjálfstæðið. „Fyrir krónuna og föðurlandið“ er okkar slagorð, sagði Kjærsgaard. A vinstrivængnum, þar sem mest er af andstæðingum, voru ýmsir á að stjórnin hefði brotið loforð um að aðild væri ekki tímabær nema eitt- hvað mikið bæri við. MORGUNBLAÐK) 10. MARS 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.