Morgunblaðið - 07.03.2000, Page 60

Morgunblaðið - 07.03.2000, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 EG ER HINN VITI BORNI MA&UR EN PÚ EJ?T BARA AUMT GÆLUDYR Hundalíf Smáfólk IT 5 TRAPITIONAL.THÉ WORST PLAVER ALWAY5 PLAY5 RléHT FIELP, ANP YOU'RE OUR UIORST PLAYER.. BUTYOU OJEAR / THANRYOU, Y0UR6L0VE / 5IR..I UJELL.MARCIE I APPRECIATETHE COMPLIMENT Af hveiju verð ég alltaf að spila á hægri kanti, herra. Það er hefðbundið. Lélegasti leik- maðurinn spilar alltaf á hægri kandi, og þú ert okkar lakast i leikmaður. En hanskinn þinn fer þér vel, Magga. Þakka þér herra, ég reyni að meta hólið. fflor0unXiTntiiL> BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hneyksli aldarinnar - gjafakvótinn og landsfeðurnir Frá Aðalheiði Jónsdóttur: HALLDÓR Ásgrímsson, sem nefnd- ur hefur verið faðir kvótakerfísins fræga, vildi reyndar ekki móttaka þann heiður í blaðaviðtali á dögun- um, þetta hefði verið einróma ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Það sýnist líka vera yfrið nóg byrði að bera fyrir átta heiðursmenn eins og þá munu hafa setið í ríkisstjóm, síðan hefur helmingaskiptastjóm- inni tekist að bæta fjómm ráðherr- um við svo að nú er helmingur af þingliði Framsóknarflokks ráðherr- ar. Halldór brá yfir sig skikkju sak- leysisins í áðurnefndu blaðaviðtali og brosandi útundir eyru kvað hann sér aldrei hafa dottið í hug að kvótakerf- ið gæti leitt til þess sem nú er mest talað um, að einn útgerðarmaður hljóp út úr greininni með rúmlega þrjá milljarða króna. Veit þá blessað- ur sakleysinginn ekki að þetta er sú iðja sem sægreifarnir hafa stundað alla tíð, að pranga með kvótann, ým- ist innan greinarinnar eða utan. Þetta er vissulega dágóður hagn- aður manns sem var eignalaus þegar hann í „einum grænum" fékk gjafa- kvóta (fyrir sautján ámm minnir mig að sagt hafi verið). En þótt sægreifi sé sýnist mér hann lítill karl, að vera með dylgjur um of háar kröfur sjó- manna fýrir vinnu sína og almenna öfund út í þá sem fengu gjafakvót- ann. Veit vesalings maðurinn þá ekki að þessi auðlind, sem þeir sægreif- amir hafa verið að pranga með, er sameign þjóðarinnar. Gamalt máltæki segir: „Þjófurinn þrífst en þjófsnauturinn ekki“, en stundum virðist hið gagnstæða eiga betur við. Sök bítur seka Hvemig er þetta annars, verða ekki kjörnir þingfulltrúar að gefa drengskaparheit er þeir setjast fyrst á alþingi, lofa hátíðlega að bijóta ekki boðskap stjórnarskrárinnar og breyta jafnan eftir sannfæringu og samvisku sinni? En hvað gerist ef þetta tvennt lætur ekkert á sér kræla eða molnar mélinu smærra? Það hef- ur kannski ekki verið út í bláinn að inntökupróf alþingismanna hefur vikið frá því að þurfa að leggja hönd á helga bók og rétta þijá fingur upp til Guðs er þeir tóku sæti á Alþingi. Vatneyrardómurinn hefur valdið miklum skjálfta og ótta í stjórnar- flokkunum og þegar menn verða yfir sig óttaslegnir geta viðbrögðin orðið hin skringilegustu, jafnvel geta menn trúað því að þeir hafi allt í einu fengið vitranir, séu orðnir spámenn í sínu föðurlandi, hafi séð fyrir algjört hran fiskistofnanna og þjóðina flytja búferlum til Kanarí; sem sagt algjört „kaos“ ef þessi skelfilegi dómur nái fram fram að ganga. Skýr skilaboð, þar sem Hæstiréttur á eftir að kveða upp sinn dóm í málinu. Já, það er ekkert grín að vera viti sínu fjær af hræðslu, síst fyrir stór- menni. Já, það hlýtur að vera gaman- laust að glingra við! Sægreifar og sökudólgar Þekkja þá landsfeðurnir eftir allt saman ekki stjórnarskrána? Vita þeir ekki að hún kveður á um að auð- lindir á landi, fiskurinn í sjónum ás- amt öðmm verðmætum er þar kunna að finnast sé sameign þjóðarinnar? Hefur þjóðin þá afsalað sér þessum auðlindum? Reyndar ekki. Hafði þá nokkur Ieyfi til að taka þessa auðlind frá henni og gefa hana nokkram út- völdum sem braska með hana á hvern þann hátt er þeim þóknast en hinum raunveralega eiganda era þetta glötuð verðmæti, um það snýst málið og þetta vekur ótta gefend- anna. Mundu þessir herramenn með- höndla eignir sínai' á slíkan hátt? Vilja þeir kannski vera svo elskulegir að svara því? Þótt vinnubrögð þeirra vitni oft um litla réttlætiskennd eða þekkingu á þjóðfélaginu hljóta þeir þó að vita að þjóðin vill ekki sætta sig við þetta lengur. Að sjálfsögðu vita þeir líka að sægreifarnir era hver af öðram að hlaupa með fjármuni út úr greininni og kaupa hlutabréf fyrir tugi eða hundrað milljarða króna í hinum ýmsu fyrirtækjum og talað er um miklar skuldir sjávarútvegsins. Verður þá ekki næsti leikur lands- feðranna að láta þjóðina hlaupa undir bagga? Hvað segir spámaðurinn? Eða verður hún þá öll flutt búferlum til Kanarí, nema landsfeður og sæ- greifar? Það er víst hvort sem er þeir sem eiga Island. Já, svona er ísland í dag. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Furagerði 1, Reykjavík. Yndisleg tónlistarstöð Frá Ólafí M. Jóhannessyni: EIN er sú stöð á ljósvakanum sem nærir sálina betur en flestar aðrar. Hér á ég við Klassík FM, einu ís- lensku útvarpsstöðina sem varpar fegurstu tónverkum sígildrar ættar í eyru okkar allan sólarhringinn. Ég hlusta á þessa stöð þegar færi gefst frá amstri dagsins og undrast sífellt þann mikla sköpunarmátt sem býr jafnvel í aldagömlum tónverkum. Það er annars undarlega hljótt um þennan menningarvaka sem ekki þarf að borga krónu fyrir. Þessi stöð sem Halldór Hauksson stýrir af myndarskap er nánast eins og ósýnileg hjá menningarvitum. Eru þeir gengnir í björg opinberrar forsjár? Ég þakka þær stundir sem ég hef svifið inná lendur Klassík FM. Vona bara að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að styrkja þessa stöð en ekki með hefðbundnum auglýsing- um sem hrekkja tónmálið heldur smekklegum tilkynningum um stuðning svipuðum og er að finna á hinni ágætu alíslensku popptónlist- arstöð er kallast Saga. Vonandi tekst ykkur að halda úti þessum listsprota sem er á vissan hátt sí- grænn. ÓLAFUR M. JÓHANNESSON, Hverafold 96, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.