Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4t UMRÆÐAN Starfsþjálfun fyrir útvalda? ét ÞRIÐJUDAGINN 25. janúar birtist í Morgunblaðinu grein eftir mig um starfs- nám fyrir ófaglærða hjá ÍSAL. Flokkstjóri í skautsmiðju ISAL svarar síðan 1. mars grein minni fyrir hönd ISAL. Þar slítur hann grein mína úr sam- hengi og dregur út spuminguna um það hvort athugavert sé að ríkið kosti að ein- ' hverju leyti nám verkamanna? Hann gefur sér forsendur út frá því að hann hafl borgað skatta! Upphaflega spurningin var: Eiga stórfyrirtæki eins og ISAL að reka ríkisstyrktan starfsþjálfunarskóla? Flokkstjórinn hefur greinilega ekki kynnt sér forsendur þær sem fá mig til að spyrja slíkrar spurningar. Við vorum í tvö ár að koma þessu námi á og ákaflega meðvitaðir um hætturnar við að gera nemendur fráhverfa náminu. Starfsnáms- nefndin var skipuð þremur fulltrú- um frá ÍSAL og þremur frá verka- lýðsfélögunum. Við, fulltrúar ,,fstarfsmanna, töldum að nefndin hefði komist að samkomulagi um hvað skyldi gera, hvemig það yrði gert og hvað bæri að varast. Þar var enginn ágreiningur og gengu SúrefnLsvörur Karin Herzog Silhouette nefndarstörfin ákaf- lega vel fyrir sig og voru nefndarmenn sammála um að verk nefndarinnar væri góður grunnur að náminu. Síðan gerist það að framkvæmda- stjóm ISAL gerir ann- að en nefndin hafði talað um og lagt fyrir. Trúnaðarráð/Verka- lýðsfélagið Hlíf, Jám- blendifélagið og ÍSAL fengu sameiginlegan peningastyrki til að koma náminu á. Forsendurnar Svo ég telji lauslega upp for- sendur þær sem ég nefni í grein minni. 1. ISAL ákvað einhliða að starfs- námsnefnd hefði lokið störfum þrátt fyrir t.d. sameiginlega pen- ingastyrki og samninga. 2. Val á nemendum í fyrsta hóp miðaðist við að velja flokkstjóra, varaflokkstjóra og þá sem voru þóknanlegir stjórnendum sérstak- lega umfram aðra. 3. Samið var í námsskrá um hvernig staðið skyldi að prófum, tengingu námsins við vinnustaðinn og hvernig náminu skyldi háttað. 4. Óbreyttir verkamenn hafa sagt að námið sé ekki það sem við höfum kynnt þeim. 5. Umsækjendum fækkaði stór- lega vegna orðróms frá fyrsta hóp um að of mikið væri af prófum og heimanámi. Þess má geta að við fulltrúar starfsmanna, nemendur, kennarar og stjómendur ÍSAL sátum a.m.k. einn sameiginlegan fund vegna Stóriðjuskólinn Það er ekkert athuga- vert við að ríkið styrki starfsnámið, segir Jóhannes Gunnarsson. Hvort menn hafi borgað skatta í áratugi eður ei kemur því ekkert við. þessa (heimanáms og prófa) og síð- ar á allnokkrum fundum í sitt hvoru lagi. Framganga Kolbeins Gunnars- sonar frá Hlíf og endalausar at- hugasemdir okkar hafa orðið til þess að námið er að fara í þann far- veg sem að starfsnámsnefndin ákvað að það ætti að fara í. I millitíðinni fór flest allt eins og við vöruðum við að það mætti ekki fara. Framkvæmdastjórn tók ýms- ar ákvarðanir varðandi námið sem nefndin fékk ekki að fjalla um. Starfsmenn höfðu enga nema fulltrúa sína til að fjalla um málið og þegar þeir fengu ekki lengur að gera það varð að koma óánægjunni á framfæri. Ef nefndin hefði fengið að ljúka sínu máli hefði t.d. þessi grein aldrei orðið til. Það eru marg- ar leiðir til að sama markmiðinu. Jafnrétti til náms I grein minni stendur m.a.: „Þetta allt vekur spurningu um jafnrétti til náms og hvort styrkja eigi auðhring eins og Alusuisse í að halda uppi starfsþjálfun, t.d. á flokkstjórum hjá ISAL. Val í skóla- nám sem er styrkt með skattpen- ingum má aldrei byggjast á geð- þóttaákvörðunum og hverjir séu þóknanlegir þeim sem í það velja. Svona nám þyrfti að verða almenn- ara í þjóðfélaginu. Ef ríkið styrkir það áfram verður að finna sann- gjarna aðila til að sjá um og velja í það.“ Eg hef hvorki fyrr né síðar lagt til að ríkið styrki námið ekki, eins og flokkstjórinn lætur liggja að. Það er akkúrat ekkert athugavert við að ríkið styrki starfsnámið. Hvort menn hafi borgað skatta í áratugi eður ei kemur því ekkert við. Starfsmenntasjóður er til þess að styrkja nám ófaglærðra. Það voru fulltrúar Hlífar sem komu með hugmyndina um að sækja um styrki til námsins. Styrkurinn varð síðan til að liðka fyrir samningum um námið. Lögin í 1. gr. d í lögum um starfs- menntun í atvinnulífinu 1992, nr. 19, 15. maí, segir að tilgangur lag- anna sé m.a.: Að jafna möguleika fólks á vinnumarkaði og þess fólks sem er tímabundið utan hans til að afla sér starfsmenntunar, einkum þeirra sem notið hafa lítillar eða engrar starfsmenntunar fyrir, með öfiugu framboði á grunnmenntun til ákveðinna starfa eða til starfa í til- tekinni atvinnugrein. I mínum huga er galdraorðið þama: Að ,jafna“ möguleika fólks. Ef lögin eru grannt skoðuð má sjá að þar stendur ekkert um að það eigi að velja flokkstjórann Binna umfram „óbreyttan starfs- mann“. Það hlýtur að teljast eðli- legt þegar nám, eins og hjá ÍSAL, er ríkisstyrkt að allir starfsmenn sitji við sama borð. Ekki trúi ég að Jóhannes Gunnarsson flokkstjórinn sé að meina eitthvað annað? I umræddri grein gerir viðkom- andi mér upp óánægju án þess að skýra það nánar. Eg get hér með aðeins óskað honum að hann lesi upphaflegu greinina aftur og/eða kynni sér um hvað málið snýst. Eins kaus höfundur að skrifa upp úr morgunblaðsgrein, upplýsinga- fulltrúa ISAL, um námsgagnagerð- ina varðandi starfsnámið. Eg hef nú þegar svarað því í annarri grein. Eilífur ágreiningur Samskipti stjórnenda ÍSAL við undirmenn hafa verið með því móti að um einsdæmi er að ræða. A vinnustað flokkstjórans, í skaut- smiðju, vinna um 25-26 verkamenn. I fljótu bragði man ég eftir að það- an hafi verið reknir um 6 manns (fyrir utan lausráðna). Þetta er stórt hlutfall á ekki stærri vinnu- stað. Eru þá aðrir vinnustaðir innan ISAL ótaldir. Sumir hverjir þess- ara góðu starfsmanna voru búnir að vinna hjá ISAL í og yfir 20 ár. Þeir sem eru óánægðir með t.d. val flokkstjóra og varaflokkstjóra umfram aðra í námið munu líklega aldrei tjá sig í þessu máli. A sér- stökum fundum með t.d. deildar- stjóra rafgreiningar var öllum greinum sem ISAL taldi vera neik- væðar varpað upp á vegg og farið rækilega yfir tjáningu starfsmanna í fjölmiðlum. Þeir sem hafa verið reknir hafa allir átt það sameiginlegt að hafa haft skoðanir á hinum ýmsu málum. Síðan er hin hliðin. Menn fá plúsa fyrir að hafa enga skoðun eða ef þeir tjá sig „rétt“. Ég vil óska flokkstjóranum Brynjólfi til hamingju með að hafa verið valinn í námið. Höfundur var i starfsnámsnefnd sem vann að því að koma á starfsnámi hjá ISAL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.