Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Samhljómandi eftirlíkingar TÖNLIST Sa I u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Caput-hópurinn flutti tónverk eftir Andriessen, Mossenmark, de Man, Hilmar Þórðarson, Meijering, Padding og Hauk Tómasson. Sunnudagurinn 5. mars 2000. CAPUT-HÓPURINN stóð fyrir kammertónleikum í Salnum sl. sunnudagskvöld, 5. mars (ekki maí, eins og stendur í efnisskrá) og voru þar flutt svonefnd DVD-verk, auk hefðbundinna nútímatónverka, bæði sérstaklega samin fyrir venjuleg hljóðfæri og tilraunaverk fyrir raf- hljóð og blokkflautuleik. Fimm verk á efnisskránni, sem falla undir skammstöfunina DVD (digital versatile disc) voru flutt af rafrænum fjöldiski, þar sem bæði hljóð og mynd fara saman og urðu þessi verk til sem samvinnuverkefni tónskálda og myndlistarmanna í Hollandi. Slíkar tilraunir með mynd og tón, eru verkefni sem kvik- myndagerðarmenn hafa spreytt sig á megnið af liðinni öld og það sem í raun er nýtt við þessi verk, er hversu myndleikurinn er „amatör- ískur“ með afbrigðum og hug- myndalaus, minnir á myndbönd poppara, þar sem eini myndviðburð- urinn er sífellt ráp söngvaranna. þarna gat að sjá tau-rimlatjöldum vingsað til og frá í sífellu, kyrrstæða kvenpersónu í fiskabúri, snæljósa- myndir af skelkuðum hænsnfugli, leikfangakubb og dillandi kvenrass. þvílík andagift. Það sem einnig ger- ir þessa tilraun misheppnaða, er að tónlistin er án samspils við mynd- verkin. Þó var margt skemmtilegt að heyra í tónlistinni við fiskabúrið, eftir Roderik de Man, sem minnti á gamla hollenska söngva, er voru auk þess mjög vel fluttir. Eftir Staffan Mossenmark var flutt verkið Wood-Spirit, fyrir ein- leiks harmonikku, sem Tatu Kant- omaa lék af miklum fímleik, svo að verkið varð skemmtilegt áheyrnar og vel hugsanlegt að skógarandarn- ir leiki sér með svo skringilegu lát- æði, að félli vel að litríkri tónskipan verksins. Hilmar Þórðarson átti verk sem hann kallar Sononymus II, þar sem stillt er saman rafhljóð- um og leik á blokkflautur af ýmsum tegundum. þrátt fyrir að slíkar til- raunir í samhljóman, séu langt að baki og fátt nýtt á því sviði annað en betri og öruggari tækni í útfærslu rafhljóðanna, var margt skemmti- legt að heyra í þessu þriggja þátta verki, margvísleg blæbrigði, fjörug- ur hrynur og snjallar hugmyndir í samskipan flautuleiks og rafhljóð- anna, einkum í samleiknum á kontrabassaflautuna, eitt stórund- arlegt hljóðfæri, sem Camilla Söderberg lék á af glæsibrag, sem og tenor og alt-flauturnar. Lokaverk tónleikanna var kamm- erverk fyrir sjö hljóðfæri, er nefnist Kópía (eftirlíking, eintak) og er eftir Hauk Tómasson. Verkið er í sex þáttum, sem hver um sig er unninn út frá ákveðnum leiktækniaðferðum og mismunandi hljóðfæraskipan. Tónefni hvers þáttar minnir á barokkaðferðir, þ.e. að unnið er úr einu stefi í hverjum kafla, bæði er varðar tónbil og hrynskipan. Fyrsti kaflinn (Örbrigði) var unninn út fall- andi tónmynd er tók á sig ýmsar myndir og var færð á milli hljóð- færa. Annar þátturinn (Innsetning) hófst og lauk með einföldu bassa- stefi, sem falið var í ómstríðum hljómklasa. Einn fallegasti þáttur verksins var sá þriðji (Hlekkir), sem var einraddað tónferli, mjög fallega „instrúmenterað". Sama má segja um þann fjórða (Hringir), sem er að mestu einleikur á horn, er var mjög vel útfærður af Emil Friðfinnssyni. Déjá vu, nefnist fimmti hluti verks- ins og var sá þáttur líflegastur í hryn en lokin, nr. 6 (Stúfar), var eins konar „finale" og var á köflum átaksmestur í styrk og kraftmiklum „tutti“ samleik. Þetta er langt og viðmikið verk, upp fullt af skemmti- legum hugmyndum og var sannfær- andi í flutningi Caput-félaganna, undir stjórn Guðna Franzsonar. Það sem var bitastætt á þessum tónleikum, voru verkin eftir Moss- enmark, söngverkið eftir Roderik de Man, en aðallega þó Sononymus II, eftir Hilmar og Kópía, eftir Hauk. Myndverkin voru ákaflega fátæklegt fiff og mætti slík listiðja vel vera einkennd með nafngiftinni „fiff-ismi“ , því fátt var þar að hafa umfram fiffið. Jón Ásgeirsson Söngtónleikar í Borgarnesi Bergþór Ingveldur Ýr Pálsson Jónsdóttir Grund. Morgunblaðið. AÐRIR tónleikar Tón- listarfélags Borgar- fjarðar á þessu starfsári verða haldnir á Hótel Borgarnesi á fimmtu- dag, kl. 20.30. Þar munu söngvararnir Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópran og Bergþór Pálsson barí- ton koma fram ásamt Bjarna Þ. Jónatenssyni píanóleikara. Á efnis- skránni eru lög úr söng- leikjum, s.s. Porgy og Bess, Showboat, Söngvaseiði, Óperu- draugnum o.fl. Auk þess flytja þau íslenska söngva eftir Sigfús Halldórsson og íslenskar söng- perlur. í byrjun árs heimsóttu þau Ingveldur Ýr og Bjarni grurtn- skóla á Vesturlandi og fluttu óperuaríur, lög úr söngleikjum og íslensk sönglög. Tónleikarnir mæltust vel fyrir hjá hinum ungu áheyrendum sem margir eru óvanir lifandi tónlistarflutn- ingi. Starfsár Tónlistarfélags Borg- arfjarðar hófst með aðventutón- leikum Kammersveitar Reykja- víkur í Reykholtskirkju í desember síðastliðnum. Starfsemi Tónlistarfélagsins er rekin með árgjöldum félaga og styrkjum ýmissa velunnara. Árgjaldið er 3.000 krónur og veitir aðgang fyrir tvo að öllum tónleikum á starfsárinu. Tón- leikarnir eru annars öllum opnir og almennt miðaverð er 1.500 krónur en nemendur Tónlistar- skóla Borgarfjarðar fá ókeypis. Framhaldsskólinn á Laugum - Námsbrautir við skólann eru mið- aðar við að gerð hans og sérstöðu. Atli Vigfússon heimsótti heima- vistarskólann og ræddi við skólameistara og nemendur. Morgunblaðið/Atli Stefnan er að nemendum líði vel og öðlist vald yfir því sem lagt er fyrir, segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari á Laugum. Sólberg leggur stund á íþróttafræði og Hanna á fiðlu- leik, en stutt er í tónlistar- skólann frá Laugum. N ándin skapar gott öryggi • Nemendur geta sótt fjarnám við Verk- menntaskólann á Akureyri. • Aðstaða til íþróttaiðkunar dregur marga nemendur að skólanum. s SÍÐARI árum hafa framhalds- skólar landsins mætt nýjungum og breyttum kröfum með sveigjanlegri starfsemi og ber þeim að efla sjálfstraust nemenda og hæfileika þeirra til þess að taka sjálf- stæðar ákvarðanir. Gæða- stjórnun felst m.a. í því að hvemig námsefni er komið til nemendans og hvemig nemendur em hvattir til þess að skila góðum árangri. Þannig er ábyrgð skólanna mikil. Valgerður Gunnarsdóttir tók við skólameistara- starfinu á Laugum í Reykjadal á sl. hausti og segir starfið áhugavert og krefjandi auk þess sem staðurinn sé sérstaklega vinalegur og aðstaðan eins og best gerist. Mikið uppbyggingarstarf hefur farið fram á Laugum á undanförnum áram, eink- um eftir að skólinn varð lög- giltur framhaldsskóli sem útskrifar stúdenta. Upp- byggingin birtist í mörgum þáttum sem tengjast markmiðum í framhalds- skólakerfinu, en stefna hvers skóla er í þá áttina að nemendum líði sem best og hafi vald á því sem lagt er fyrir. Valgerður segir að Laugaskóli fari með nám- stjórn í íþróttagreinum við framhaldsskóla á Norður- landi, en samstarf skólanna Laugar í Reykjadal Framhaldsskólinn á Lauguni starfar eftir áfangakerfi en í því felst að námsefni í einstökum námsgrein- um er skipt í afmark- aða áfanga sem kenndir eru í eina námsönn og lýkur með prófi eða öðru námsmati i annarlok. Nemendur velja sjálf- ir brautir þar sem áfangar eru að miklu leyti bundnir í sam- ræmi við námskrá. Námsbrautir við Framhaldsskólann á Laugum eru miðaðar við að gerð skólans, aðstaða sú, sem hann býður nemendum upp á og aðsérstaða hans, sem heimavistarskóla í sveit, nýtist sem best. Skólinn er fá- mennur og því er nauðsynlegt að náms- framboðið miði að sem mestu hagræði í kennslu. Af þeim sök- um hefur verið valin sú leið að bjóða upp á tvær meginbrautir, sem eiga margt sam- eiginlegt, félags- fræðibraut og íþrótta- braut til stúd- entsprófs. Innan þeirra er jafnframt að finna styttri brautir til tveggja ára, upp- eldisbraut og íþrótta- braut, fyrri hluta, ætl- aðar þeim sem vilja láta þar við sitja ell- egar að sækja frekara nám í sérskólum eða öðrum framhalds- skólum. Gamla íþróttahúsið, Þróttó, hefur verið út- búið sem kvikmynda- hús og leikhús og þjónar hlutverki sínu vel í þágu nemenda. Nýja íþróttahúsið er glæsileg bygging með öllu sem tilheyrir starfsemi þess. Um inntöku í Fram- haldsskólann á Laug- um geta allir sótt sem lokið hafa námi í grunnskóla eða hlotið sambærilega mennt- un. I skóianum hafa verið nemendur úr öllum landshlutum. Umsækjandi sem orð- inn er 18 ára getur hafíð nám við skólann þótt hann hafi ekki lokið grunnskólanámi eða sambærilegu námi. hefur aukist mikið og haldnir eru reglulegir fundir um ýmisleg mál er varða innra starf skólanna. í nýrri aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla er gert ráð fyrir því að samvinna verði aukin og er einkum átt við skóla í dreifbýli. Markmið starfsins er að nýta það besta sem hver skóli hefur upp á að bjóða og stuðla að hagkvæmu framboði til náms á hverju svæði. Það gefur augaleið að í fámennum skólum er námsframboð takmarkað, en nemendum Laugaskóla gefst kostur á að sækja fjarnám við Verkmennta- skólann á Akureyri í grein- um eða áföngum sem nem- endur hafa hug á að sækja. Fjarkennsla sem þessi eykur möguleika til þess að bjóða upp á sérhæfða áfanga og er tölvuaðstaða mjög góð á staðnum þ.e. nýtt tölvuver með 15 tölv- um. Samvinna skóla af þessu tagi gerir betur mögulegt að nýta náms- framboð og ekki er óhugs- andi að líta á námstilboð framhaldsskóla sem eina heild. Tölvutengd heimavist Ekki er langt síðan haf- ist var handa við að breyta og laga heimavistir við skólann þannig að uppfylla mætti sem best kröfur nú- tímans. Nýlega fluttu nokkrir nemendur í hluta nýja heimavistarhússins sem nefnist Tröllasteinn og þar er stefnt að því að í öllum herbergjum verði sími auk þess sem unnt verður að tengjast tölvu- neti skólans og þar með Netinu. Heimavistir era heimili nemendanna níu mánuði á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.