Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 53 heimur fyrir ímyndunarríkan lítinn krakka, eins og risastór bakgarður með háum trjám og fallegum blóma- beðum, kettir og mikið og fjörugt mannlíf, því að alltaf var mikill gesta- gangur. Samt var aðal aðdráttaraflið Vigdís sjálf. Hún var svo einstaklega jákvæð manneskja, hlý og góð og hún hafði alltaf tíma til að spjalla við mig. Ég komst upp með athæfl á Sjafnar- götu 2, sem ég hefði aldrei komist upp með heima hjá mér, hvað þá á Túngötu 30 eða Oddeyrargötu 36. Það var farið inn í fataskápa og þar mátaði ég kjóla og háhælaða skó og síðan var trítlað um nágrennið ásamt besta vininum á þessum árum, sem var alveg eins skrítinn og ég, í jakka af Sæmundi. Þegar ég fékk að gista á Sjafnargötunni þó fékk ég kaffi eftir matinn eins og aðrir, í agnarlítinn mokkabolla. Eftir að við fluttum vestur í bæ hélt ég áfram heimsókn- um mínum til Vigdísar frænku, oftast á hverjum degi á leiðinni heim úr skólanum. Hún hjálpaði mér með handavinnuna og fannst nú oft held- ur lítið til um handverkið. Þá rakti hún upp og gerði sjálf betur, því að hún hafði ekki þolinmæði fyrir þetta stúss í þeirri litlu. Það þurfti að koma hlutunum í verk fljótt og vel. Alltaf var Gufan í gangi í bakgrunninum, og skil ég ennþá hrafl í esperanto frá endalausum framburðaræfingum, sem var útvarpað á þessum árum. Löngu seinna fluttum við hjónin í nágrenni við Vigdísi á Skólavörðu- holtinu. Hún var enn létt á fæti og þá stökk hún oft upp á Kárastíg til okk- ar með góðgæti með sér. Það voru blóðmörskeppir og smá lifrarpylsa, eða kleinur og jólakaka. Samgangur- inn við Vigdísi þennan tíma sem við áttum heima í nágrenni við hana var yndislegur, og þá voru Erna dóttir hennar og Elísabet dóttir Ernu líka á Sjafnargötunni, og alltaf var gaman að koma í heimsókn til þeirra. Það er erfitt að geta ekki verið við- stödd jarðarför Vigdísar minnar. Hún lifði löngu og góðu lífi allt fram undir það síðasta og var við ágæta heilsu á sínu eigin heimili. Ég minnist hennar með mikilli ástúð og bið að heilsa afkomendum hennar, Ola og Dídí, mökum þeirra og börnum, sér- staklega Vigdísi yngri, og Elísabetu dóttur Emu. Guðrún Magnúsdóttir. Látin er frænka mín Vigdís Þórð- ardóttir. Vigdís var mjög sátt við að fá að deyja, enda búin að lifa „langan dag“ eða í 97 ár. Hún var trú í sínu hjarta, og hlakkaði til að hitta þá ást- vini sem á undan henni voru gengnir. Vigdís var gift Sæmundi Olafssyni sjómanni og forstjóra sem lést árið 1983. Þau eignuðust fjögur böm: Guðrúnu Guðmundu og Ölaf sem em á lífi, og Ólaf og Ernu sem em látin. Vigdís var mjög viljasterk og hraust kona. Hún varð fyrir mörgum áföllum í lífinu, en lét þó aldrei bug- ast. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Vigdísar. Hún var með eindæmum gestrisin og tók alltaf fagnandi á móti manni enda gesta- gangur mikill alla tíð. Hún naut þess að tala um gömlu dagana, enda var minnið alveg ótrúlegt og glöggt. Hún var líka mjög ættfróð, glaðvær og einkar hnyttin í svömm og fljót að hugsa. Vigdís var einnig einstakur dýra- vinur og fylltist réttlátri reiði ef hún sá hirðulaus eða svöng dýr eða ef illa var með þau farið á annan hátt. Sjálf hafði hún alltaf eitthvað lifandi í kring um sig og naut þess að láta því líða vel. Þar sem Vigdís var móðursystir mín og þar að auki skyld mér í föður- ætt, kom fljótt að þvi að góður vin- skapur myndaðist milli eiginmanna okkar, þeirra Sæmundar og eigin- manns míns, Björgvins Jónssonar, kaupmanns í Vaðnesi. Það leiddi til þess að þeir keyptu saman ásamt öðram fjallabíl og hófust þar með öræfaferðir sem urðu alveg ógleym- anlegar. Þar var Vigdís hrókur alls fagnaðar með sínum hnyttnu svöram og krafti. Nú er komið að kveðjustund. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Guð geymi þig, Vigdís mín. Ég samhryggist ykkur systkinum og skyldmennum öllum. Hulda G. Sigurðardóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. VILBORG VALGEIRSDÓTTIR, Hagatúni 5, Hornafirði, lést á Landspítalanum að morgni föstudagsins 3. mars. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 11. mars kl.14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Höfn. Þóra Sveinbjörnsdóttir, John Thompsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Steinþór Hafsteinsson, Ástríður Sveinbjörnsdóttir, Stefán Ólafsson, Bryndís Sveinbjörnsdóttir, Grímur Eiríksson, Haukur Sveinbjörnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Snorri Aðalsteinsson, Ólafur G. Sveinbjörnsson, Þóra Jónasardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA ARADÓTTIR, Hólmgarði 1, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum laugardaginn 4. mars. Kristjana Jónsdóttir, Ari Leifsson, Þuríður Lárusdóttir, Guðgeir Leifsson, Kristinn Ingi Leifsson, Ósk Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móður okkar, amma og langamma, SESSELJA HRÓBJARTSDÓTTIR frá Söndu á Stokkseyri, lést laugardaginn 4. mars. Jón Áskell Jónsson, Guðbjörg Kristinsdóttir, Gunnar Valur Jónsson, Sigríður Kristín Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, + SIGURBJARTUR LOFTSSON, Álfaskeiði 27, Hafnarfirði, er látinn. Ingvar Loftsson, Einar Loftsson. Móðir okkar, + dr. DORIS LÖVE, San José, Kaliforníu, er látin. Gunnlaug Swanson, Lóa Kaersvang. Okkar kæri fósturfaðir og bróðir, AÐALSTEINN TH. GÍSLASON, Jökulgrunni 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju á morgun, miðvikudaginn 8. mars, kl. 13.30 Guðrún Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir, Sigríður Gísladóttir, Petra Gísladóttir. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, JÓN ÖRN GARÐARSSON, Gnoðarvogi 52, lést laugardaginn 4. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurdís Jónsdóttir, Birgir Rafn Árnason, Garðar Ingþórsson, Ingibjörg Óladóttir, Tanja Mist Birgisdóttir, Tómas Óii Garðarsson Matthías Garðarsson, Heiða Björk Garðarsdóttir, Jón Eiríksson, Jóna Karítas Jakobsdóttir, Ingþór Björnsson, Kalla Lóa Karlsdóttir. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA GRÓA SIGURÐARDÓTTIR, Þrastarlundi 18, Garðabæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð að morgni sunnudagsins 5. mars. Sigrún Einarsdóttir, Karl Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir min, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Sunnuhvoli, Hvammstanga, andaðist á Sjúkrahúsi Hvammstanga sunnudaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 10. mars kl. 14.00. Hróifur Egilsson, Guðrún Hauksdóttir, Hrefna Hrólfsdóttir, Viðar Örn Hauksson, Arnar Hrólfsson, Jóhanna M. E. Matthíasdóttir, Sigursteinn Hrólfsson og langömmubörn. t ÞÓRÐUR EINARSSON frá Kletti, lést á heimili sínu fimmtudaginn 24. febrúar. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Bergný Jóhannsdóttir, Einar Bragi Þórðarson, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir og aðrir aðstandendur. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDfSAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Sjafnargötu 2, fer fram frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 7. mars, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á slysavarnafélagið Landsbjörg. Guðrún Guðmunda Sæmundsdóttir, Ólafur Þórður Sæmundsson, Sæmundur Elías Þorsteinsson, Óli Ágúst Þorsteinsson, Jón Viðar Þorsteinsson, Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir, Sigurður Hallgrímur Ólafsson, Hafdís Ólafsdóttir, Elísabet Ley, Þorsteinn Bjarnason, Jónína Sigurðardóttir, Svana Helena Björnsdóttir, Sólveig Níelsdóttir, Tómas Ottó Hansson, Guðfinna Hákonardóttir, Grétar Erlingsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.